Tíminn - 27.05.1981, Síða 20
VARAHLUTIR
Sendum um land allt
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Sími (91) 7 -75-51, <91)7-80-30.
HEDD HF. Skemmuvegi 20
Kópavogi
Mikiö úrval
Opiö virka daga
9-19 • Laugar-
daga 10-16
HEDD HFí
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
i
05
Fjórhjóladrifnar dráttarvélar
70 og 90 ha.
Kynniö ykkur verð og kosti
BELARUS
Guöbjörn Guðjónsson
heildverslun
i fyrirsögn á forsiöu Dag-
blaösins i fyrradag.
Hingað til hafa deildir
Alþingis aöeins verið
tvær, efri og neðri deild.
En kannski þingmenn
hafi fjölgað þeim i önnum
siðustu daga, og þar sé
jafnvel komin fimmta
deiidin?
Krummi ...
■ ...las eftirfarandi fyrir-
sögn i Dagblaöinu í gær:
..Dagblaðið gersigrar
Visi 74:3”. Eru Visis-
strákarnir ekki betri i fót-
bolta en þetta?
■ Hópur starfsmanna ráðuneyta
og rikisstofnana frá þróunarlönd-
unum dvaldist hér i siðustu viku,
en hingað komu þeir á vegum
GATT, sem er stofnun i Genf sem
hefur með almennt samkomulag
um tolla og viðskipti að gera. Var
dvöl þeirra hér á landi liöur i
námskeiði, sem þeir hafa sótt hjá
GATT i Genf siðan i byrjun febrú-
ar. Mr. Sioeli P. Matoto, að-
stoðarráðuneytisstjóri i vinnu-
mála-viðskipta- og iðnaðar-
ráðuneytinu á Tonga, var einn
þátttakenda.
Hver þekkir Tonga, eða veit
eitthvað um sögu landsins og
staðsetningu? Sjálfsagt ekki
margir, og þvi báðum við Mr.
Matoto að upplýsa okkur svolitið
um land sitt og þjóð.
„Tonga er eyjaklasi, sem sam-
anstendur af 360 eyjúm, og liggja
þær mjög þétt i Suöur-Kyrrahafi.
Þrátt fyrir þennan eyjafjölda, er
landflæmi okkar mjög litið, þvi
stærsta eyjan okkar er aðeins 158
ferkilómetrar, önnur i röðinni 57
og sú þriöja er 52 ferkilómetra. 1
heild eru eyjarnar 430 ferkiló-
metrar.
Við höfum aldrei verið nýlenda,
en vorum undir vernd Breta, sem
önnuðust utanrikismál okkar. Við
höfum alltaf séð um innanlands-
mál okkar sjálf. Tonga er
konungsriki, og konungur okkar
nú, er dóttursonur George Tubou
L sem sameinaði eyjarnar allar
undir eina stjórn.
Við höfum þing, og eru þing-
mennirnir kosnir af fólkinu i
þjóðaratkvæðagreiðslu, en kon-
ungurinn tilnefnir ráðherra i
rikisstjórnina.
Konungurinn getur ver-
ið alráður,
Þó að við höfum þing, þá getur
konungurinn verið alráður, þvi ef
hann er óánægður með þingið og
störf þess, þá getur hann leyst
það upp ef honum sýnist svo.
George L var trúaður maður,
og þegar hann tók skirn og gerðist
kristinn 1831, lýsti hann þvi yfir i
samræmi viö trú sina, að allir
skyldu vera jafnir. Þetta er þó
ekki raunin i Tonga, þvi við erum
talsvert stéttskipt þjóðfélag. Til
dæmis eru þingmennirnir, sem
kosnir eru af almúga landsins,
flestir ómenntaðir eða litið
menntaðir en ráöherrarnir sem
mmmm
dropar
Týnt eda<
vel geymt?
■ Eins og sagt hefur veriö
frá I Timanum hefur
náðst samkomulag milli
Reykjavikurborgar og
Seðlabankans um að
bankinn byggi fimm hæða
bankabyggingu á lóð
Sænsk-isl. frystihússins,
auk tveggja hæða bila-
geymslu sunnan þess,
sem verður eign borgar-
innar.
Likan og teikningar af
fyrirhuguðum bygging-
um voru sýndar á fundi
borgarráðs sl. föstudag.
Hins vegar hefur reynst
ómögulegt að fá að taka
myndir af þessum fyrir-
bærum, þar sem hvorki
Reykjavikurborg né
Seðlabankinn segjast
hafa þau undir höndum.
Virðist þvi annað tveggja
að likanið og teikningarn-
ar hafi hreinlega gufað
upp, eða þau séu þaö vel
geymd að enginn megi af
þeiní vita.
Seinni skýringarkost-
urinn virðist öllu liklegri,
enda vitað aö Seðla-
bankamönnum er illa við
allar myndbirtingar, þar '
til borgarstjórn hefur
endanlega lagt blessun
sina yfir samkomulagið.
Munu þeir telja aö ótima-
bærar myndbirtingar af
upphaflegri bankabygg-
ingu þeirra hafi m.a. ráð-
ið þvi að hverfa varð frá
þeim byggingaráform-
um. M.ö.o. brennt barn
forðast eldinn, i þessu til-
felli Seðlabankinn.
Eggert á
Sultartanga
■ Virkjanamálin hafa
orðiö ýmsum ástæða til
að setja saman visu. Hér
kemur ein sllk frá ingi-
mundi Einarssyni á Sel-
fossi og fjallar hann þar
um heilabrot þingmanna
vegna þessara mála:
Um Fljótsdal og Blöndu
þeir vöngum velta
og valið þykir stirðlega
ganga.
Rikisstjórnin má. ólar
elta
við Eggert Haukdal
á Sultartanga.
Fimmta
deildin?
■ „Fundir i öllum deild-
um Alþingis i dag", sagði
■ Pétur Eiriksson
„Fer
ekki í
framboð”
— segir Pétur Ei-
ríksson, forstjóri
Ál afoss.
■ „Ég hef ákveðið að
fara ekki i framboð til
embættis forseta
Skáksambands ís-
lands. Ég haföi velt
þvi fyrir mér, ef það
gæti orðið til þess að
lægja öldurnar, en
mér sýnist stefna i hið
gagnstæða nú. Þessar
fylkingar verða að
kljást, án þess að
blanda mér i það”,
sagði Pétur Eiriksson,
forstjóri Álafoss,i við-
tali við Timann i gær,
en undanfarið hefur
veriðtaliðvistað hann
myndi bjóða sig fram
gegn núverandi for-
seta sambandsins, Dr.
Ingimar Jónssyni, á
aðalfundi þess um
næstu helgi.
Árekstrar
■ Tveir árekstrar
urðu á Kringlumýrar-
braut f gær. 1 þeim
fyrri sem varð kl.
18.40, rákust saman
japanskur vörubill og
Volvo fólksbifreið.
Nokkur meiösli uröu á
fólki i Volvo bilnum og
var gert aö sárum
þess á slysavarðstofu.
Siðari áreksturinn
varö aðeins fimm
minútum siöar, en þar
urðu engin slys á fólki.
eru tilnefndir af konunginum eru
oftast vel menntaðir.
Þjóðskipulag okkar og stjórn-
mál eru svo ólik þvi sem tiðkast i
Evrópu, að ekki er hægt að segja
til um það hvort stefna okkar sé
til hægri eða vinstri. Þó erum við
með talsvert mikla „sósialiser-
ingu” ef svo má taka til orða. Hjá
okkur er skólaskylda frá 6 ára til
18ára aldurs, og er námið kostað
af rikinu. Sama gildir um heil-
brigðis- og tannlæknisþjónustu.
Hingað til hafa nemendur okk-
ar stundað framhaldsnám á
Fidji. Aður fyrrfóruþeir mikið til
Astraliu og Nýja-Sjálands, en það
er mun minna um það nú.
Við tölum okkar eigin Tonga-
mállýsku, en enska er okkar ann-
að mál, og allir Tongabúar tala
hana, enda er hún skyldunáms-
grein frá 6 ára aldri.
Hver karlmaður fær 8.25
ekrur lands til eignar.
Lifskjör okkar eru mun lakari
en tiðkast t.d. i Astraliu og á Nýja
Sjálandi, en það verður ekki sagt
um okkur að fátækt, i orðsins
fyllstu merkingu sé til á Tonga.
Það hafa allir i sig og á.
Við höfum einn hátt, sem hefur
verið hafður i hávegum siðan á
dögum George I, og hygg ég að
hann sé einstakur i heiminum.
Þessi háttur er sá, að rikisstjórn-
in úthlutar hverjum karimanni,
sem náð hefur 16 ára aldri, 8.25
ekrum lands, til ræktunar. Flestir
rækta kókoshnetutré, þvi þurrk-
aður kókoshnetukjarni er okkaT
aðalútflutningsvara. Eins rækt-
um við ýmis konar grænmeti og
flytjum út.
Tæknivæöing er á byrjunarstigi
hjá okkur, og hygg ég að við séum
einhversstaðar i miðjunni af þró-
unarlöndunum hvað þann þáttinn
snertir.
Ég hef notið þessarar heim-
sóknar til íslands, og ég hygg að
við Tongabúar gætum lært mikið
af ykkur.”
Þess má að lokum geta, að Mr.
Matoto taldi fullvist að hann væ.ri
fyrstiTongabúinn sem heimsækir
lsland . —AB
■ Mr. Matoto frá Tonga var mjög ánægður með tslandsheimsóknina.
Tlmamynd: Ella
,4 TONGA GETUR KON-
UNGUR VERIÐ ALRÁÐUR”
— rætt vid fyrsta Tongabúann, sem komið hefur til Islands
mm
Miðvikudagur 27. mai, 1981
Síðustu
fréttir