Tíminn - 15.09.1981, Blaðsíða 6
Þriöjudagur 15. september 1981
stuttar fréttir
Gissur Pétursson
I Gylfi Kristinsson
Hlutu styrk úr
Eysteinssjódi
■ Nýlega var úthlutað
tveimur styrkjum úr
Eysteinssjóði. Gissur Péturs-
son hlaut 15.000 kr. styrk til að
skrifa ritgerð um tengsl
Framsóknari'lokksins við
launþegahreyíingar og sam-
vinnuhreyfinguna, og Gylfi
Kristinsson fékk 15.000 kr.
styrk til þess að skrifa ritgerð
um núverandi stöðu fjöl-
skyldunnar i sænsku þjóölifi
og stefnu sænskra stjórnmála-
flokka i f.jölskyldupólitik.
Upphaf Eysteinssjóðs má
rekja til sextugsaímælis
Eysteins Jónssonar 13. nóv-
ember 1966. Vinir og sam-
herjar Eysteins lögðu þá fram
fé til að láta gera höggmynd af
Eysteini, en allmiklu meira fé
safnaöist en þurfti til að greiða
kostnað við gerö myndar-
innar. Eysteinn Jónson óskaöi
þá eftir að þvi íé, sem afgangs
var skyldi varið til þess að
stofna sjóð er hefði það hlut-
verk að styrkja ungt og efni-
legt fólk til að kynna sér á-
kveðna þætti þjóðmála, innan-
lands eða utan, og skrifa siðan
skýrslur eða ritgerðir um
niðurstöður rannsókna sinna,
og fengi Framsóknarflokkur-
inn þær til afnota.
Góður árangur
náöst í fegrun
bæjarins
BOLUNGARVÍK: „Engin
brögð voru að ágangi sauöfjár
hér i bæjarlandinu s.l. tvö ár,
en aðeins borið á þvi nú i
sumar, enda erfitt að girða
bæjarlandið. En ég vona aö
hægt verði aö bægja hættunni
frá með samstarfi viö fjár-
eigendur eins og verið hefur”,
sagði Guðmundur Kristjáns-
son, bæjarstjóri i Bolungar-
vik. En honum hafði af bæjar-
ráði verið faliö að láta reka
inn ágangsl'é i bæjarlandinu,
Hann sagði sauöíé i bænum
þvi skaðvænlegra, að ibúar
bæjarins hafi á undanförnum
árum lagt töluvert á sig við
lagfæringu lóða og aö auka
gróður i bænum. Lagfæringar
á götum, sem losaö hafi
bæjarbúa við ryk og aur, hafi
gjörbreytt öllu umhverfinu,
sem aftur hafi virkað sem
hvati á bæjarbúa að fegra
lóðir sinar. Komiö hafi i ljós að
engin vandkvæði séu á slikri
ræktun ef rétt er að staðið og
mjög góöur árangur náðst.
—HEl
Gömul hús
í nýjum
hlutverkum
EGILSSTAÐIR: Hús geta
gegnt mörgum hlutverkum i
timans rás sérstaklega ef út-
sjónasamir menn hafa með
þau að gera. Þannig er um
gamla söluskálann á Egils-
stöðum, er lokið hafði hlut-
verki sinu sem slikur. I sumar
var hann losaður af grunni og
siðan fluttur i tvennu lagi
noröur i Fossvelli til að taka
þar að sér hlutverk mötu-
neytis fyrir sláturhúsið.
Flutningarnir gengu vel og
siðan hefur verið unnið af
kappi til að ljúka framkvæmd-
um fyrir sláturtiðina. Auk eld-
húss og matsalar verður i
skálanum þvottahús og her-
bergi fyrir starfsfólk mötu-
neytisins.
Mötuneyti sláturhússins
hefur verið i bragga, er orðinn
var ósköp hrörlegur til slikra
hluta. Það þýðir þó ekki að
hannsé orðin gagnslaus. Hug-
myndin er að nola hann undir
gærusöltun i haust, en vinnu-
aðstaða til söltunar var orðin
slæm á staönum.
—HEl
Ný heilsu-
gæslustöð
í byggingu
ÓLAFSVÍK: „Búið er að taka
grunn að nýrri heilsugæslu-
stöð hjá okkur hérna á Ólafs-
vik.Þaðerfyrirhugaðað koma
upp sökklum og botnplötu á
komandi vetri” sagöi Jó-
hannes Pétursson, sveitar-
stjóri á Ólafsvik, i samtali við
Timann fyrir skömmu.
—Stefnt er að þvi að koma
húsinu undir þak á næsta
sumri. Þaö verður á einni hæð,
gólfflötur um 750 íermetrar.
Þarná á að verða aðstaða fyrir
lækna og hjúkrunarfólk. Enn-
fremur verður aðstaöa fyrir
tvo tannlækna.
—Aætlaður byggingar-
kostnaður er sem næst f jórum
milljónum króna. En i fram-
tiöinni er fvrirhueaö að
byggja hjúkrunarheimili við
heilsugæslustööina, með legu-
aðstöðu fyrir 28 sjúklinga.
—Jón Haraldsson, arkitekt,
teiknaði stööina, en hún er
teiknuö eftir sömu teikningum
og notaðar voru á Dalvik.
Einnig er i ráði aö nota sömu
teikningar á Hvammstanga.
—Sjó.
Málverka- og
listmunasýning
HVOLSVÖLLUR: 1 Héraðs-
bókasafni Hangæinga á Hvols-
velli var opnuð laugardaginn
12. sept. málverka-og lista-
munasýning, 10 Rangæinga. A
sýningunni eru yfir 50 mál-
verk og teikningar, ljós-
myndir og munir af öðru tagi.
Flestar myndirnar eru til sölu.
Sýningin verður opin til
sunnudagskvölds 20. septem-
ber, frá kl. 14.00 til 22.00 dag-
lega. Meðan á sýningunni
stendur verður bókmennta-
kynning í safninu á kvöldin og
koma þar fram ýmsir þekktir
og mikilsvirtir rithöfundar.
—P.E.
Samið við Sovétmenn um lagmeti, saltsfld
og freðfisk:
Sigló-síld í
gang að nýju
■ „Ég reikna með að við förum I
gang upp úr næstu mánaöamót-
um”, sagöi Pálmi Vilhjálmsson,
fram kvæmda stjóri Sigló-verk-
smiöjunnar á Siglufiröi f samtali
viö Timann I tiiefni af þvf aö Sölu-
stofnun lagm etis hefur náö nýjum
samningi um sölu á 10 þúsund
kössum af gaffalbitum til Sovét-
rikjanna.
Pálmi sagði að þessari fram-
leiðslu yrði skipt milli Sigló-verk-
smiðjunnar, og K. Jónssonar á
Akureyri. „Þetta er ekki nema
mánaðarvinnsla, á fullum afköst-
um, fyrir hvora verksmiðjuna”,
sagði Pálmi. Akveðiðérað nýjar
viðræður viö Sovétmenn um kaup
á.lagmeti hefjist i lok nóvember.
Ayk lagmetisins var gengið frá
kaupum Rússa á 50.000 tunnum af
saltsild, til viöbótar þeim 100.000
tunnum, sem áöur hafði verið
samið um, og á 500 tonnum af
frystum flökum.
—JSG.
■ Kristján í Breiöfiröingabúö hefur nú lokiö viö aö stoppa upp annars vegar stærsta hest á tslandi o|
hins vegar þann minnsta. Eins og sjá má hefur veriö mikill stæröarmunur á klárunum. Timamvnd
Ella.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra um
hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda
til aðstoðar íslenskum iðnaði:
„Gengisjöfnunar-
sjóður yrði trygging
fyrir fyrirtæki”
■ „Vandamál iðnaöarins hafa
veriö mikiö til umræöu aö undan-
förnu”, sagöi Iljörleifur Gutt-
ormsson iönaöarráöherra i viötali
við Timann þegar hann var
spuröur aö þvi til hvaöa ráöa
stjórnvöld hygðusl helst gripa til
þess aö hlaupa undir bagga meö
iönaðinum.
„Það hefur hallað mjög á iðn-
rekstur vegna gengisþróunar i
þeim viðskiptalöndum okkar, þar
sem ekki er um dollaraviðskipti
að ræða”, sagði Hjörleifur, ,,og
þessi staða hefur verið að skýrast
siðustu vikurnar. Kunnugt er um
vissar aðgerðir stjórnvalda til
þess að rétta af þessa stöðu.
Gengisbreytingin i lok ágústmán-
aðar var sérstaklega gerð með
þetta i huga, svo og niðurgreiðsl-
ur á ull vegna ullariðnaðarins,
sem talsvert munaði um.
Þá spila þarna inn i þær að-
gerðir sem talað er um að Seðla-
bankinn gripi til, og viðskiptaráð-
herra annast og hefur gert grein
fyrir”.
Hjörleifur sagði að þar væri
m.a. um það að ræða að fá leiö-
réttingu á gengistryggðum
afuröalánum aftur i timann, sem
hann taldi að skipti talsverðu
máli.
Ekki taldi Hjörleifur að frekari
gengislækkun væri til álita hjá
rikisstjórninni um þessar mund-
ir, enda væri það viðurkennt af
flestum að slikar aðgerðir væru
skammgóður vermir og aðeins
verðbólguhvati. „Þaðeru nokkur
atriði sem eru til athugunar hjá
rikisstjórninni nú, hvernig bæta
megi hag iðnaðarins, en þær
athuganir munu taka nokkurn
tima”, sagði iönaðarráðherra.
„Eg get nefnt að ég hef gert um
það tillögu i rikisstjórninni að
athuga möguleikann á stofnun
eins konar gengisjöfnunarsjóðs,
til þess að mæta svona tima-
bundnum, skyndilegum sveiflum
i gengi gjaldmiðla i helstu við-
skiptalöndum.
Þetta yrði eins konar trygging
fyrir fyrirtæki, þannig að hægt
verði aö jafna á milli. Þetta er nú
á athugunarstigi, en þessu hefur
verið vel tekið i rikisstjórninni.
Þá eru fleiri atriði i athugun, i
tengslum vib útflutningslán og út-
flutningstryggingar vegna iðn-
aðarins.”
Hjörleifur var að þvi spurður
hvort hann ætti von á þvi að þró-
unin i gengismálum myndi nú
bráðlega snúast aftur og svaraöi
hann: „Það er mjög erfitt um það
að segja, en það kæmi á óvart að
dollarinr. héldi áfram að hækka
mikið úr þessu. Þaö er frekar að
menn geri ráð fyrir að þetta taki
að hreyfast eitthvað i hina átt-
ina.”
Hjörleifur sagði að auk þessa
hefði mikið verið til umræðu
starfsskilyrði atvinnuveganna,
þá einkum i sambandi við opinber
gjöld, og starfsskilyrðanefnd væri
nú að ljúka úttekt á þeim þætti
mála og myndi fljótlega skila
rikisstjórninni niðurstöðum sin-
um. Sagði hann að i þvi sambandi
teldihannað jafna bærislik gjöld,
milli atvinnuvega, með eðlilegum
hætti, þannigað það yrði ibnaðin-
um til hagsbóta.
Hjörleifur sagði að slikt bæri að
gera, án þess að gjöld af atvinnu-
rekstri væru felld niður, heldur
bæri að jafna þeim á atvinnuveg-
ina.
Ráðherra sagði að itrekað hefði
verið rætt við Seðlabankann um
endurkaup á lánakerfum vegna
iðnaðarins. Sagði hann að þó ekki
hefðu enn náðst fram breytingar
á reglunum formlega, þá hefði
samt orðið veruleg breyting til
hagsbóta fyrir iðnaðinn á þessu
ári. Þannig hefðu endurkaup af-
urðalána til iðnfyrirtækja aukist
um 109% frá mai 1980 til mai 1981,
á sama tima og heildarendur-
kaupin hefðu aukist talsvert á
þessum tima. Taldi ráðherra
þetta jákvæða þróun, en áfram
þyrfti að halda á sömu braut.
Hjörleifur sagði að við yrðum
að gæta þess að missa ekki niður
þær greinar iðnaðar, sem hefðu
vaxtamöguleika til frambúðar,
og nefndi hann þá sérstaklega
ullariðnaðinn, sem hann sagði
hafa staðið sig hvað best á undan-
förnum árum.
—AB