Tíminn - 15.09.1981, Page 9
„Bændur hafa fullan hug á að verja
landið fyrir ofbeit, bæði heimalönd og af-
réttir. Það er gert með þvi að hætta
vetrarbeit sauðfjár að mestu, fóðra það
til hámarks afurða yfir veturinn, hafa
lambær á ræktuðu landi á vorin, þar til
kominn er sauðgróður i afréttinum og
hafa það þar 8 til 10 vikur”.
Ég fullyröi það, sem land-
búna&armaöur i 60 ár, aö bændur
hafa fullan hug á aö verja landið
fyrir ofbeit, bæði heimálönd og
afréttir. Þaö er gert meö þvi aö
hætta vetrarbeit sauðfjár aö
mestu, fóðra þaö til hámarks af-
uröa yfirveturinn, hafa lambær á
ræktuðu landi á vorin, þar til
kominn er sauögróöur i afréttin-
um, og hafa það þar 8 til 10 vikur.
Siðan er þaö aftur tekiö á ræktaö
land fram yfir sláturtiö... Nú er
viöa fariöaö bera tilbúinnáburö á
afréttarlöndin. Ég hef óttast, aö
hann kynni aö eyöileggja
háfjallakjarngróöurinn, og þá
jafnvel spilla bragögæðum
lambakjötsins, meira eða minna.
En þaö kemur i ljós á næstu ár-
um... Landbúnaðurinn hefur
átt i erfiðleikum undanfariö, og
bændum sagt að draga úr fram-
leiöslu hinna hefðbundnu bú-
greina, sauöfjárrækt og mjólkur-
framleiöslu, en auka fiskrækt,
skógrækt og loödýrarækt. Ég hef
haldiö, að hefðbundnu bú-
greinarnar mundu henta okkur
best og nóg er þörfin fyrir mat-
vælin i hungruöum heimi... Ég
held að við Islendingar gætum
framleitt matvæli á hagnaöar-
verði, ef viö værum lausir viö
verðbólguna. Þaö skiptir þvi
mestu máli aö yfirbuga hana. ...
Svo viröist, sem stjórnvöldum
hafi nú lika loks tekist aö stööva
hana. Og þvi verða allir sem einn
að styöja þau og alla aöra sem aö
þvi vinna af alúð.
Mikið væri hægt að bæta og
rækta veiði i ám og vötnum á
Islandi. Þau hlunnindi eru viða
vannýtt og fiskimergð oröin þaö
mikil, aö fiskurinn er Urkynjaöur
og horaöur vegna fæðuskorts.
Sumstaðar hefur verið unniö að
úrbótum á þessu sviöi meö mjög
góöum árangri.
Loðdýrarækt er háö kaupgetu
og tisku fólksins, en islensk refa-
og minkaskinn hafa þótt góö hin
siöustu ár. Mér er illa við inn-
flutning á öllum dýrum — og viö
erum vissulega reynslunni ríkari,
þar sem er karakúlféð og minkur-
inn... KarakUlféö flutti mæöiveik-
ina inníiandiö, en hUn lagöi sauð-
fjárbúskap i rUst, i meiri hluta
landsins, — var þó aö lokum yfir-
unnin meö niöurskuröi f járins og
fjárskiptum fyrir ötular aögeröir
bænda og ráðamanna þeirra og
stjórnvalda.
Minkurinn er aftur oröin sU
þjóöarplága, sem engin von er til
að verðiUtrýmt, hverju sem tiler
kostaö. Hann er svo grimmtdýr,
aö hann drepur allt sem hann
ræður viö, miklu meira en hann
étur, fugia, fiska og vorlömb...
Komist minkurinn i varplönd, flýr
fuglinn og hann étur egg og unga.
Sama er aö segja um farfuglana
okkar þeim hefur stórfækkaö sfö-
ustu árin og er mink kennt um...
Allar fuglategundir viröast
vera hér á undanhaldi til fækk-
unar, nema hrafnar og mávar.
Þeim þarf aö fækka, þvi aö þeir
eru skaðvaldar eggja, unga og
vorlamba. Heiöargæsin heldur
sér, — en ,,blessuö rjúpan hvita”
hefur lengi veriö i lágmarki.
Fyrirogeftir 1920varsvo mikiö
af rjúpu i Þingeyjarsýslu, aö þær
verptu í túnunum, og ungamæö-
urnar komuheim aö bæ, og voru
meö hænsnunum. Þá var rjúpan
nytjafugl og gaf gjaldeyristekj-
ur þeim, sem veiðilönd áttu. Al-
gengt var, aö bændur skutu 5 til
600rjúpurá vetri, og þá voru þær
útfkitningsvara. NU er rjúpan i
þvi lágmarki, aö tæpast mun
nokkur sveitamaöur ganga
lengur til rjúpna. Þaö éru aöeins
nokkrir skotglaðir veiðimenn
kaupstaöanna, sem nú skjóta
rjúpuna, oft i óþökk og óleyfi
landeigenda. En bændum er ráö-
lagt aö rækta refi, mink og kanin-
ur. Kaninur eru jurtaætur, og hef
ég lesiö um, aö sumstaöar eru
þær óviöráöanleg plága, sem étur
börk af trjám og eyöir gróöur-
lendi. En rjúpuna veröur aö al-
friða, þar tilhún er komin i hæfi-
lega stofnstærð, eins og hreindýr-
in, og siöan aö leyfa ekki meiri
veiöi en svo, að stofninn haldi sér.
Þá getur hún oröiö dýrmætur
fugl sem gefur þjóöarbúinu gjald-
eyri á ný. Aumt er hve h'fs-
gæöakapphlaup okkar Islendinga
er mikiö, þó flestir hafi nóg og
margir meira en hollt er, — enda
bera fæstir þvi viö, aö þeir hafi
ekki nóg til hnifs og skeiöar,
heldur hafi aðrir meira. Og viö
sjáum þaö árlega og daglega, aö
fólk getur veitt sér allan þann
munað, sem þaö girnist, meðal
annars fariö i langar utanlands-
feröir — jafnvel heilar fjölskyld-
ur. Ég hef aldrei farið til svo-
nefndra sólarlanda, en ég þekki
nokkuö til Islands og óbyggöa
þess. Og ég segi með skáldunum :
„Seg mér hvaö indælla auga þitt
leit islenska kvöldiö i fallegri
sveit”, — og ,,ÞU, bláfjallageimur
með heiöjöklahring um hásumar
flý ég þér aö hjarta.”
Islendingar! Skoðiö fyrstlandiö
okkar, og segiö börnum ykkar frá
fegurö þess og gæöum. Lofiö þeim
siöar aö kynnast landinu og fugl-
um þess og dýrum, — og ég held,
aö flestir landeigendur lofi ykkur
fúslega aö tjalda i skjólgóöum
grashvammi, ef þiö óskiö, og
gangið vel um landiö.
Og þiö, bilstjórar. Fariö var-
lega. Og ef þaö kemur fyrir, aö
þiö akiö á fénaö eða fuglsunga, þá
aflifiö dýrin, eða látiö vita um
þau, svo aö þau kveljist ekki
lengi.
Septem ’81
Aö þessu sinni ætlum viö aö
fjalla ofurlftitið um vestursalinn,
enþarsýnirSeptem-hópurinn,
þetta er i áttunda sinn, sem hann
sýnir saman i seinni lotunni, en
þessir menn áttu fyrst samflot
fyrirnokkrum áratugum, er veriö
var aö kynna abstraktlist i fyrsta
skipti á Islandi. Þá uröu margir
menn reiöir á Islandi ef þeir sáu
abstraktmyndir. Þeir eldri muna
eftir September-sýningunni frægu
i Listamannaskálanum, og þótt
fleiri sýndu á þeirri sýningu, og
sýndu abstrakt á þeirri tiö, þá
hefur þessi hópur haldiö saman
ogsýnt, að mig minnir, árlega og
nú í áttunda sinn.
1 Septem-hópnum eru margir
dtkar þekktustu listamenn af
kynslóð abstraktmanna, er kom
fram eftir striöið. Þetta eru lista-
menn, er hafa haft myndlistina að
ævistarfi, og hafa fyrir lifandis
löngu tekið Ut þroska og markaö
sér sterka stefnu. Þaö er þvi
nokkuö erfitt fyrir þá, sem rita
um myndlist i blöö, aö rita um þá
af mikilli undrun ár eftir ár. En
þóverðuraö segjasteins og er, aö
þessi sýning er mjög áhrifamikil
og ljómar af gleöi og fegurö.
Þaö sem einkum og sér i lagi
vakti athygli mina, var það, aö
Kristján Daviösson, sem oft er nú
stór i sniöum, á nú aöeins þrjár
smámyndir á Septem-sýning-
unni, gjöröar meö indversku
bleki.
Ástæöan mun þó ekki sú, aö
blekið séþrotiö, heldur mun hann
i svipinn vera ööru aö sinna.
Þaö sem mesta athygli vakti
voru trémyndir Sigurjóns ólafs-
sonar, sem á þarna hvorki meira
né minna en 19 skúlptúra, og sem
mára er,allar þessar myndir eru
geröar á árunum 1980 og 1981, og
veröur þaö aö teljast mikil tré-
smiöi, aö ekki sé nú minnst á
þann listræna innblástur sem þar
er að finna.
Með einhverjum hætti eru
myndir Sigurjóns nú auöskiljan-
legri, (myndir úr tré), heldur en
var, meðan hann beitti blandaðri
tækni i gerö tréskuröarmynda. A
þaö bæði viö um sérsflfiiðaðar
myndir, þar sem vandaöur viöur
er notaöur til þess að gjöra mynd,
og eins þær myndir þar sem trjá-
bolir fá að vera trjábolir áfram,
þótt þeir hafi meö smávægilegum
skuröi veriö gjöröir aö listaverk-
um.
Vera kann, aö einhverjum þyki
nú ekkimikið, aö gjörö sé tæplega
ein myndá mánuði, en viö skoðun
veröurannað uppi á teningnum. 1
sumum myndanna er augsýni-
lega lögö mjög mikil vinna i
handverkiö, og maöur undrast
þessa elju, þvl auövitaö gjörir
Sigurjón fleiri myndir, þvi hann
er nú eftirsóttur myndhöggvari.
Þá greinum viö einnig tals-
veröa breytingu hjá Valtý
Péturssyni. Hann styrkir nú form
sin mjög, eöa stilfærsluna og má
einkum sjá þaö i myndum á
suöurvegg salarins. Hjá öörum
eru breytingarnar minni, eöa
a.m.k. ekki jafn auögreindar, en
sem heild er þetta liklega áhrifa-
mesta sýning þeirra Septem-
manna til þessa.
Vera kann, að það eigi einhverr
þátti þessu, aö núna er rýmra um
þá, en þeir bjuggu þröngt i
Norræna húsinu um skeiö, þar
sem myndirnar rifust af veggj-
unum Ut af þrengslum.
Sýningunni lýkur 20.
september.
Jónas Guömundsson
fjölmidlun
■ Á næsta ártug veröa margfalt meiri breytingar á sviöi upp-
lýsingamiöiunaren oröiö hafa á öllum siöasta mannsaidri, hvort
sem mönnum likar betur eöa verr.
Aukið val og mun
sérhæfðari
miðlun upplýsinga
■ islendingar, sem komnir
eru á efri ár muna þá tiö er
bækur og tiitölulega einhæf
vikubiöö meö menningarefni
og niöursoönum fréttum voru
einu fjölmiölarnir, sem þeir
höföu aögang aö.
Þeir, sem komnir eru yfir
miöjan aldur komust á legg
samtimis fyrstu dagblööun-
um, sem hér hófu göngu sina á
öbrum tug aldarinnar.
Rúmlega fimmtugir islend-
ingarfengu Utvarpiö I vöggu-
gjöf. Þar bættist i hópinn
hraövirkur alhliöa fjölmiöill,
sem hefur aukiö útsendingar>
•timasinn jafnt og þétt siöustu
áratugina.
Fyrstu árgangar islendinga
sem uppliföu þaö, aö innlent
sjónvarp væri komiö i hóp fjöl-
miöla hér á landi eru nú miili
tektar og tvitugs.
Nú er svo aö vaxa úr grasi
kynslóö, sem litur á notkun
myndsegulbanda sem sjálf-
sagöan hlut og hefur meö
þeirri tækni aögang aö mun
meira sjónvarpsefni en sjón-
varpsstöö rikisins sendir út.
Samtimis þessum meginá-
föngum islenskrar fjölmiölun-
ar hafa blööin stækkaö og efn-
isfjölbreytni þeirra aukist,
tlmaritunum hcfur fjölgaö
geysilega og úrval innlendra
og erlcndra bóka margfaldast
frá þvi sem var fyrir fáeinum
áratugum.
Þegar menn staldara viö og
huga að þessari þróun gefur
auga leiö að enginn kemst yfir
aö gleypa i sig allt, sem miöl-
aö er til fjöldans. Sjálfsögö og
eðlileg viöbrögö eru þau, aö
fólk velji og hafni meira en
þaö hefur gert fram aö þessu.
Börnin okkar munu velja af
meiri kostgæfni Ur upplýs-
ingaflóöinu en viö höfum gert
og til þess aö koma til móts viö
óskir þeirra mun sérhæfing
upplýsingamiölunarinnar
aukast mjög á komandi árum.
Meö aukinni tæknivæöingu
og örum breytingum i þjóöfé-
laginu þurfum viö aö hluta til
á annars konar upplýsingum
aö halda en viö nýtum mest I
dag og þessi aukna tækni mun
um leið veröa til þess aö viö
getum fengiö þær meö ööru
m6ti en algengast hefur veriö
hingaö til., ‘Þar mun margs
konar fjarskiptatækni og ör-
tölvunotkun valda gerbylt-
ingu.
Um leiö og viö stefnum inn I
þessa nánustu framtiö munu
mörk fjölmiölunar og fræöslu-
mála veröa óljósari og jafn-
f.ramt veröur þá erfitt aö
henda reiöur á algengustu
hugtökum sem viö notum á
sviöi fjölmiölunar um þessar
mundir. Hvaö telst dagblaö,
timarit, bók eöa sjónvarp,
þegar megniö af fjölmiölun-
inni birtist notandanum á skjá
á heimili hans eöa vinnustaö?
Einu gildir.hvort sem um er
aö ræöa fréttir, fræöslu, staft-
reyndir af ýmsu tagi, skáld-
verk eöa afþreyingarefni.
Um þessi atrifti mun ég
fjalla nánar i þessum dálkum
öðru hverju á næstunni, og fer
þvi ekki út I þá sálma frekar
aö sinni. Megin atriftift var I
dag aö sýna fram á þær breyt-
ingar sem orftiö hafa i fjöl-
miölun þaö sem af er þessari
öld. Þær hafa komiö stig af
stigi og er ólíku saman aö
jafna um þaö, hvaö yngstu ts-
lendingunum stendur til boöa i
þessum efnum og viö hvaft
hinir elstu ólust upp.
En breytingarnar, sem
verfta á næsta áratug verfta
margfalt meiri en orftift hafa á
siftasta mannsaldri öllum, —
hvort sem mönnum líkar bet-
ur efta verr. Þar er ekki um
neina framtiftarmúsik aö
ræöa, heldur hefur þegar veriö
lagöur tæknilegur grund-
völlur aft þessari þróun.
Færustu sérfræftingar viöa
um heim hafa gert grein fyrir
þvi, sem koma skal, og er ekki
ástæöa til aö draga spár
þeirra I efa, þótt mannkind-
inni hafi löngum reynst erfitt
aö spá — sérstaklega um
framtiöina.
— ÓR.
Ólafur Ragnarsson
skrifar