Tíminn - 15.09.1981, Qupperneq 11
Þriðjudagur 15. september 1981
ALAUSI SEM
SCARS-VERDLAUN
ftir 34 ár
• Harold Russell með Oscars-verðlaunin, sem hann hlaut fyrir 34 ár-
um.
frammistöðu hermannsins og
bauð honum þvi næst hlutverk i
kvikmynd, sem hann var þá með
á prjónunum, og fjallaði um
erfiðleika hermanns, sem kemur
slasaður heim Ur striðinu.
Harold Russell sló til, því hann
sagðist hafa haft gaman af að
leika i áróðursmyndinni, — svo
hvers vegna ekki reyna?
Hlaut 2 Oscara
Myndin hét Bestu árin (Best
Years of Our Lives) og nú sannaði
Russell að hann gat leikið, þvi að
hann fékk Oscars-verðlaun fyrir
leik sinn. En það var ekki aðeins
að Harold fengi þau verðlaun,
heldur fékk hann annan Oscar
fyrir „sérstakt afrek” (special
achievement). En hann var fljót-
ur að hverfa á braut úr stjörnu-
ljómanum. Hann pakkaði niður
verðlaununum og öörum eigum,
og fluttist síðan með eiginkonu
sinni — en þau voru þá nýgift — á
brott frá Hollywood.
Kvikmyndin Bestu árin hefur
fengið viðurkenningu sem sigild
kvikmynd. Arið 1977 valdi Ameri-
can Film Institute hana sem eina
af 50 bestu kvikmyndum sem
gerðar hafa verið i Bandarikj-
unum.
Truman forseti fékk
Harold verkefni
Harry Truman forseti hélt
veislu fyrir leikara og starfsfólk
við gerð myndarinnar Bestu árin,
og viö það tækifæri bað forsetinn
hinn unga uppgjafahermann að
taka að sér stjórn nefndar, sem
átti að vinna að þvi aö aöstoða
særöa hermenn og fatlaöa við að
fá vinnu við sitt hæfi.
Harold Russell tók þetta að sér
og hefur æ síðan unnið aö þessum
málum. A hverju ári hefur hann
varið a.m.k. fjórum mánuöum i
ferðir um Bandarikin til þess að
stofna styrktarfélög fatlaðra og
heimsækja klúbba og félög sem
vinna aö þessum málefnum.
Verkefnin eru
ótæmandi
Fyrirsex árum stofnaði Harold
Russell nýtt fyrirtæki Harold
Russell Associates i Waltham
Mass. bað er ráðgjafa- og ráðn-
ingafyrirtæki, sem æfir fatlað
fólk til ýmissa starfa, og reynir
siðan a6 útvega þvi vinnu. Harold
hefur smátt og smátt minnkað
ferðalög um landið til hinna
dreifðu félagasamtaka og yngri
menn tekið við.
Harold missti konu sina fyrir 2
árum og býr nú einn i ibúö sinni,
en fer oft að heimsækja böm sin
og barnabörn. Hann ekur sjálfur
bil til vinnu á hverjum degi og
stundar ýmsar iþróttir, svo sem
sund og köfun. Einnig segist hann
hafa gaman af að spila billiard.
Þegar Harold var 'spurður
hvernig honum likaöi að vera
farinn að leika aftur i kvikmynd-
um, svaraði hann:
,,Á þessum 34 árum frá þvi aö
Bestu árin voru kvikmynduð hef-
ur mér ööru hverju boðist hlut-
verk, en mér hefur ekki þótt þau
neitt freistandi fyrir mig”, segir
Harold, sem nú er orðinn 66 ára.
,,Ég hef þessi ár unnið með
fótluðu fólki og mér þótti handrit-
ið aö „Inside Moves” gera li'fs-
kjörum fatlaðra góö skil, svo þess
vegna tók ég þvi hlutverki. Ég
var þó hálfsmeykur um að vera
ekki fær um að leika aftur eftir
svona langan tima — en þetta
tókst mjög vel og næsta mynd er
þegar i undirbúningi. Armars
freistar Hollywood min ekki
meðan verkefni i þágu fatlaðra
eru eins aðkallandi og raun ber
vitni. I Bandarikjunum t.d. eru á
hverju ári um 15 þúsund manns,
aöallega ungt fólk milli 18 og 29
ára, sem lamast vegna slysa og
þarf aö vera i hjólastól i lengri
eða skemmri tima. Það verður
vist ekki verkefnaskortur i þeim
málefnum i bráö”.
(Þýtt BSl)
■ A ný á hvita tjaldinu 1 myndinni „Inside Moves”. Þarna eru þrír
vinir saman: Einn i hjólastól, annar blindur, og sá þriðji handalaus, en
þeir eru hressir þrátt fyrir fötlun sina.
gróður og garðar
Furusveppur (smjörsveppur).
FURÐULEGUR
MATARSVEPPUR!
■ H. september þrammaöi
undirritaður Hringbrautina i
Reykjavik og sá sérkennilega
sveppaþyrpingu i götujaör-
inum neðan við Gamla-Garð.
Sveppurinn var á ýmsu
þroskastigi, ungir einstakl-
ingar egglaga eða keflislaga,
en hinir eldri aflangir og allt
að 25 cm háir, allir ljósir á lit
með gráhvitum ull- eða
hreisturkenndum hárdúskum.
Ljóslitur stafurinn kom
greinilega i ljós þegar ég tók
svepp upp.
Annar einstaklingur var
hálfrifinn og stafurinn laus i
honum likt og kólfur i klukku,
en klukkan, þ.e. hatturinn orð-
inn dökkur innan. (Sjá mynd).
Þetta reyndist vera ullbleki 11,
af deild blekhatta, 20 cm hár.
Þykir góður matarsveppur
ungur. En hvernigf fer meö
aldrinum? Ég geymdi einn i
hlýju herbergi og eftir tvo
daga var hann að miklu leyti
orðinn að blekkenndum
vökva!
Ungan ætan ullblekil skal
matreiöa sem fyrst. Hann
mun nýlegur i landinu, en vex
þegar hér og hvar i grennd
mannabústaða.
óskað hefur verið eftir
myndum af sveppunum sem
fylgja barrtrjánum, og eruhér
þvi birtar myndir af matar-
sveppunum góðu, furusvepp
og lerkisvepp, teknar úr út-
lendum ritum, en islenskar
myndir væru þakksamlega
þegnar.
Furusveppur, ööru nafni
smjörsveppur er gulbrúnn,
súkkulaðibrúnn, slímugur í
rakviöri, en dökkrákóttur i
þurrki. Stafurinn með kraga,
gulleitur og deplóttur. Svepp-
holdið ljósleitt, gult næst pip-
unum (grópipunum, sem eru
neðan á hattinum) og brúnt
neðst á stafnum. Mildur á
bragð og þefgóður. Barrnál-
arnar á hattinum eiga aö sýna
að sveppur þessi vex hjá tvi-
nála furutegundum, svo sem
fjallafuru, skógarfuru o.fl.
Furusveppur þykir mjög góð-
ur matarsveppur. Ef honum
er safnað i rcku veðri er
hentugt að losa strax af hon-
ur).
Lerkisveppur (gullsúlung-
■ Ullblekill 20 sm á hæð.
Hringbraut i Keykjavik 31/8
1981.
um slimuga hatthúöina.
Lerkisveppur fylgir lerkinu
og getur vel vaxið spölkorn frá
trjánum. Hann er gulur, gull-
gulur (eða gulbrúnn ungur),
gijáandi, slimugur, einkum i
votviðri. Undir slimugri hatt-
húðinni, er sitrónugult, þurrt
sveppholdiö. Stafurinn oftast
meö húökenndum kraga.
Gulleitar pipur neðan á hatt-
inum. Þægilegur á lykt og
bragð. Sprettur fremur
snemma, en stundum lika
fram á haust. Prýöilegur
matarsveppur.
Þessir sveppir, furu- og
lerkisveppir, eru tiltölulega
nýir borgarar i gróðurri'ki
landsins, komu þegar farið
varaðgróðursetja hér barrtré
og fylgja þeim hvarvetna.
Sjást i görðum ef ekki er si-
slegið kringum trén. Ná hér
góðum þroska.
4.september voru flestirull-
blekingarnir á Hringbraut
orðnir dökkir og „blekugir”,
en einstaka ungur ljós ein-
staklingur ennþá ætur.
Ingólfur Davídsson,
skrifar
m