Tíminn - 15.09.1981, Síða 17
Þriðjudagur 15. september 1981
Var með
12 rétta
fær tæpar 90
þús. krónur
■ Það var einn maður sem
var með 12 leiki rétta i get-
raununum nú um siðustu
helgi, og auk þess var hann
með 6 raöir af 11 réttum.
• Fyrir 12 rétta hlýtur hann
76.745 krónur og 12.330 fyrir
raðimar 6 af 11 réttum,
þannig að hann fær i sinnhlut
89.075 krónur.
Sá heppni er ekkert að
auglýsa heppni sina, þvl
hann vill eindregið að nafni
hans verði haldið leyndu.
—AB
Hörku-
spenn-
andi
hjólreiöa-
keppni
frá Hellu til
Reykjavlkur
■ Hjólreiðakeppnin sem
fram fór á sunnudag, þegar
hjolað var frá Hellu til
Reykjavikur þótti takast
með afbrigðum vel og vera
mjög spennandi. Þaðvoru 20
þátttakendur sem hófu
keppni og 15 sem luku henni.
tJrslit i karlaflokki urðu
þau að Einar Jóhannsson (á-
Colner) sem fór með sigur af
hólmi. Timi hans reyndist
vera 2 klukkustundir, 4
minútur 32 sekúndur.
Guðmundur Baldursson (á-
Kalkoff) var i ööru sæti á 2
klukkustundum 7 min. Helgi
Geirharðsson var i þriðja
sæti (á Peugot) á 2 kl. st. 11
min. og 11 sek.
í sveinaflokki varð fyrstur
Ólafur E. Jóhannsson (á
Colner) á 2 kl.st. 18 min. 3
sek. í þriöja sæti varð Sigur-
jón Halldórsson (á Colner) á
2 kl. st. 20 min. 54 sek.
Keppnin var sem áður
segir hörkuspennandi og það
. var ekki fyrr en I Kömbunum
sem skildi á milíi fyrstu
manna.
—AB
Örnólfur
með
þrennu
gegn
Keflavík
■ Það voru þeir Oddssynir,
Jón og örnólfur sem sáu um
að skora mörkin fyrir l.B.l.
gegn Keflavik þar suðurfrá
nú um helgina. örnólfur
skoraði þrennu og Jón eitt
mark, þannig að Keflviking-
ar sem höfðu leitt leikinn I
hálfleik 2-0, máttu sætta sig
við 4-2 tap.
Isfirðingar voru að vonum
kampakátir með sigurinn,
sem þeir töldu enn stærri
fyrir þá sök aö leikurinn fór
fram i Keflavik. Þeir voru aö
visu vel studdir af fjölmörg-
um Isfirðingum sem mættir
voru á áhorfendapallana og
studdu sina menn óspart
með köllum og hrópum.
Jón Oddsson átti snilldar-
góðan leik, skoraði sjálfur
eittmarkoglagðiupp mörk-
in fyrir bróður sinn. Þá áttu
þeir örnólfur og Jóhann
Torfason góðan leik einnig.
— AB
■ Diörik ólafsson, fyrirliði Vfkings, harnpar hér bikarnum góða.
Timamynd: Róbert.
LOKSINS RÆTTIST MEIST-
ARADRAUMUR VÍKINGANNA
— Endurheimtu Islandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í
fyrsta sinn siðan árið 1924, er þeir lögðu KR-inga 2:0
■ Meistaradraumur Vikinga
varð loksins að veruleika á
sunnudaginn, eftir að hafa látið
standa á sér i ein 57 ár, en siðast
urðu Vikingar islandsmeistarar I
knattspyrnu árið 1924. Þá lögðu
þeir KR-inga að velli á Laugar-
dalsvellinum 2:0, og tryggðu sér
þannig titiiinn.
Fyrir leikinn voru það Framar-
ar sem vermdu efsta sætið i 1.
deildinni. Voru þeir þá jafnir Vik-
ingum að stigum, en höfðu hins
vegar betra markahlutfall. Vik-
ingum nægöi þvi jafntefli til að
hljóta efsta sætið.
Ekki er hægt aö segja að veru-
lega meistaratakta hafi gætt i leik
Vikinga gegn KR á fyrstu minút-
um leiksins. Það var fyrst og
fremst taugaspenna sem réö rikj-
um i leik þeirra. A sama tima
voru KR-ingarnir hins vegar
mjög sprækir. 'Attu þeir meira i
leiknum til að byrja með, en tókst
þó ekki að skapa sérf nein mark-
tækifæri svo orð sé a gerandi.
En taugaspennan einskorðaðist
ekki við leikmenn Vikings, heldur
náði langtút fyrir raðir þeirra, og
gerði áþreifanlega vart viö sig
meðal þeirra fjölmörgu Vik-
ings-aðdáenda sem mættir voru
til leiks, til að fylgjast meö sinum
mönnum. Til að mynda sá undir-
ritaður ekki betur en Hallur
Simonarson (Iþróttafréttaritari
Dagblaðsins) heföi drepið I einum
þrem sigarettum áður en Vlking-
ar (hans menn) komust I sókn,
sem eitthvaö lét áf. Og var þó
ekki langt liðið af leiknum, þegar
sú sókn varð til.
En vikjum aftur að leiknum.
Fyrsta marktækifæriö sem eitt-
hvað lét af varð á 20. min. fyrri
hálfleiks. Þá bjargaði Sigurður
Pétursson úr KR marki með
skalla af marklínu, eftir að Ómar
Torfason hafi skallað af marki
eftir ágæta hornspyrnu frá Sverri
Herbertssyni.
A 27. min. tók Helgi Helgason
aukaspyrnu rétt fyrir utan vita-
teig KR-inga, eftir að Sverri
Herbertssyni hafði verið brugðið
þar. Skaut hann inn I teiginn á
Gunnar Gunnarsson sem skaut
knettinum aftur fyrir sig, en rétt
framhjá.
Á 33. min. á Sverrir Herberts-
son siðan hörkuskot að marki KR,
sem Stefáni markverði tókst rétt
að verja. Missti hann knöttinn frá
sér til Ómars Torfasonar sem
reyndi markskot, en rétt fram-
hjá.
Enn reyndu Vikingar að skora á
41. mín. fyrri hálfleiks. Þá er það
sem Sverrir Herbertsson kemst
einn inn fyrir, á þvi sem nær auð-
um sjó, en leikur ofnálægt Stefáni
markverði, og lætur hann hirða
knöttin frá sér, I þann mund sem
hann er að láta skotiö rlöa af.
Staðan i hálfleik var þvi 0:0.
KR-ingar höfðu verið öllu spræk-
ari I byrjun hans, en eftir þaö var
nær einstefna á mark þeirra. Vik-
ingar uppskáru hins vegar ekki
árangur sem erfiði. Hefði heppnin
veriö með þeim hefðu þeir átt að
vera búnir að skora tvö mörk.
Vikingar héldu uppteknum
hætti I seinni hálfleik, þ.e. voru
betri aðilinn I leiknum, nema nú
loksins komust þeir á skotskóna.
Aö visu voru KR-ingar mjög
nærri þvi að skora á 7. min. seinni
hálfleiks. Niu min. seinna er það
Sverrir Herbertsson sem kemur
til skjalanna sem fyrr, og skorar
fallegt skallamark, eftir fyrirgjöf
frá Lárusi Guðmundssyni. Staöan
1:0.
Við jietta óx Vlkingum ás-
megin. Tíu minútum seinna skor-
uðu þeir sitt annað mark, og jafn-
framt þaö siðasta i þessum leik.
Þá er þaö sem Sverrir Herberts-
son tekur aukaspyrnu rétt fyrir
utan vitateig KR-inga og rennir
knettinum til Lárusar félaga sins,
sem skorar örugglega framhjá
Stefáni markveröi. Staðan 2:0.
Það voru þvi Sverrir og Lárus
sem skipuðu markaskoraradúett-
inn að þessu sinni.
Eftir þetta sóttu Vikingar nær
látlaust, en KR-ingar vörðust vel,
og þvi fóru ekki fleiri mörk á
markareikninginn umtalaöa.
Fyrir bragöiö unnu Vlkingar Is-
landsmótið, og KR-ingar héldust
með naumindum uppi I deildinni.
KR-ingar urðu jafnir Þórsurum
að stigum, en þar sem þeir höfðu
betra markahlutfall þá féllu þeir
siðarnefndu ofani 2. deild.
KR-ingar fljóta þvi fram I deild-
inni á þeim fimm mörkum sem
þeir höfðu umfram Þór. — Kás
H0TEL1
VALHÖLL
" CAS VOiUJR |
UIDítUOHSSW&CQi
OC CAS0L
M Lárus Guðmundsson, skorar hér seinna mark Vikings, eftir góða sendingu frá Sverri Herbertssyni.
Sjá {þr5ttjr á bls. 23