Tíminn - 04.10.1981, Side 2

Tíminn - 04.10.1981, Side 2
■ — Ég er biiin aö tala viB þrjá blaöamenn slöan ég kom hingaö, segir Marta. En ég skal reyna aö hugsa upp eitthvaö nýtt til aö segja þér. Fyrst biö ég Mörtu aö lappa upp á vanþekkingu mina meö þvi aö segja mér hvaö hún hafi skrifaö um dagana. — Þaö hafa komiö út eftir mig sex bækur. Fjórar fyrstu voru skáldsögur, en fimmta og sjötta bókin voru eins konar frásögn i ljóöformi. Forlagiö mitt kallaöi þaö ljóöaskáldsögu. Þær fjalla um ákveöiö þema, en mynda kannski ekki alltaf svo rigbundna heild. „Astarsaga aldarinnar” gengur út á eitt þema, ljóöin eru þó margvisleg. Bókin skiptist I þrjá skylda kafla sem fjalla um — Alkóhól, Ast og Mæöur og systur. Geturöu skýrt i stuttu máli um hvaö bækur þinar fjalla I heildina séö? — Fyrst og fremst eru þær allar skrifaöar frá sjónarhóli konu, eiga upptök sin I kvenlegri upplif- un á heiminum. Mér er eölilegt aö gera þetta svona, kann ekki aö skrifa ööruvisi. Þaö viröist kom- ast einhvers staöar til skila, mér skilst aö margar konur þekki sig aftur i bókum minum, en ég vona svo sannarlega aö einhverjir karlmenn lesi þær lika. Ertu þá „feminiskur” rithöf- undur? — Oröiö feminismi er vand- ræöagripur, þaö er lagöur svo margvislegur skilningur I oröiö. I Finnlandi er þaö t.d. hálfgert skammaryröi. Ég veit ekki hvaö þaö stendur fyrir hérna. Fyrir mér er feminismi einna helst hugsjónin um aö konur skuli hafa sama rétt og tækifæri og karl- menn, I þeim skilningi geng ég á vissan hátt út frá femlnisma. Annars eru kynhlutverk ekki sá rauöi þráöur I nýjustu bók minni sem veriö hefur, hún fjallar um samskipti móöur og sonar. 'Æ íhmmp : Marta Tikkanen milli stríða ■ Það ber heldur brátt að viðtalið við Mörtu Tikkanen. Klukkan fimm á miðvikudag hringi ég í Norræna húsið hafandi sett stefnuna á viðtal daginn eftir. Þar er mér tjáð að Marta hafi ekki mikinn tíma aflögu, en ég geti komið strax, núna, á stundinni. Þannig að tími til að út- búa hvassar og spakvitrar spurningar er ekki fyrir hendi. Ég er kominn út í Norræna hálftíma síðar, satt að segja allsendis ólesinn f verkum finnsku skáldkonunnar, veit það eitt að hún er kunnust af bókum sínum „Það er ekki hægt að nauðqa karlmönnum" og „Ástarsögu aldar- innar", sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins í íslenskri leikgerð. Marta tekur á móti mér í gestaíbúð Norræna hússins, fyrir utan gefur að líta Grímsstaðaholtið í ótímabærum vetrarbúningi. Hún er þýð og örugg í fasi, meðan við tölum situr dóttir hennar Ffa, 13 ára á að giska, og leggur kapal. Mál einstaklinga og mál almennings Nú skrifar þú mikiö um eigin reynslu, finnst þér ekki erfitt aö segja frá þinum hjartans málum á prenti? —■ Ég geri mér alltaf mat úr minni persónulegu upplifun. En þetta ræöst allt af þvi hvernig maöur höndlar þaö efni sem stendur manni næst, þaö veröur aö hafa almenna tilhöföun, eins og ég vil meina aö sé I nýjustu bókinni. Samband móöur og barns er jú efni sem öllum er skylt. Bókin, sem ég skrifa um son minn, fjallar einkum um mörkin milli þess sem er sjúkt og heilbrigt, um annars konar veru- leika, um andlegar þrengingar. Þessa bók varö ég aö skrifa, þaö getur ekkert oröiö verra af þvi aö tala um þaö, kannski ekki betra, en aldrei verra. Og listin veröur aö gefa fólki rétt og mögu- leika til aö fjalla um nærtæk efni. Þaö veröur bara aö gera vel, ef svo er ekki, þá fyrst er hætta á aö hlutirnir veröi pinlegir. Vandamálin sem eru tekin fyrir i „Astarsögu aldarinnar” eru t.d. næsta algeng. Annars heföi fólk viöa um lönd varla tekiö henni svo vel, þaö þekkir aftur vanda- mál sem þaö á sjálft viö aö striöa. Þannig aö hún fjallar ekki bara um min einkamál, hún er bæöi einstök og almenn. Hvenær „slæröu i gegn”? — Ætli megi ekki hikstalaust segja aö þaö hafi veriö meö „Man kan inte voldtas” 1975, hún hefur veriö þýdd á 13 mál núna, m.a. á japönsku og komiö út i pappirs- kilju á Englandi. En þaö getur veriö aö „Astarsagan” veröi ofan á á endanum, hún hefur þegar veriö þýdd á mörg tungumál og selst I um 100.000 eintökum, vita- skuld mest á Noröurlöndum. Kvikmynd og leikgerðir Þaö var gerö kvikmynd eftir „Þaö er ekki hægt aö nauöga karlmönnum”? — Já, Jörn Donner kvikmynd- aöi hana. Hann fór aö visu ekki meö efniö eins og ég heföi gert, leit þaö greinilega öörum augum. En mér fqnnst mjög gott aö hann skyldi leggja þetta á sig, þetta var ágætis kvikmynd, vel gerö og leikin og tók afstööu meö konunni sem skipti miklu máli fyrir mig. En kvikmynd er auövitaö eitt og bók annaö, þaö sem ég skrifaöi snýst einkum um innra vitundar- lif konunnar, þann þroska sem hún tekur út. Þessu var tæpast hægt aö koma til skila I kvik- myndinni, þar situr ytri veruleik- inn I fyrirrúmi, tilraunir kon- unnar til aö ná sér niöri á söku- dólgnum. En mynd Donners hefur náö langt og skapaö um- ræöu sem er fyrir mestu. Kvik- myndir eru jú óneitanlega sá miöill sem hefur mestan kraft til aö ýta viö fólki. Verk þin hafa einnig veriö sett á sviö viöa? — Já, „Astarsagan” hefur veriö leikin I ýmsum geröum. Ekki sjaldnar en 9 sinnum i Svi- þjóö aö ég held, I Finnlandi, Nor- egi og svo hér. Ég er sjaldnast beint viöriöin, en mér finnst ákaf- lega gaman aö sjá hvernig fólk leggur nýjan skilning i verkiö, leggur i þaö eitthvaö af sjálfu sér. Þannig sé ég alltaf nýjar hliöar á „Astarsögunni”, ég tala nú ekki um ef þaö er tónlist meö. Marta er aö fara á frumsýningu á „Astarsögu aldarinnar” um kvöldiö. Ég spyr hvort hún hafi fengiönasasjón af leikgerö þeirra Kristinar Bjarnadóttur og Krist- bjargar Kjeld? — Ég fylgdist meö æfingum á mánudag og biö spennt eftir frumsýningunni I kvöld. Ég sá ekki betur en aö Kristin geröi þetta mjög vel. Viö hittumst annars á ráöstefnu fyrir nokkrum árum og þá gaf ég henni leyfi til aö þýöa „Ástarsöguna”. Svo heppin að vera þýdd jafnóðum — Ég held nú aö þaö séu hvergi fleiri rithöfundar en einmitt meö- ai sænskumælandi Finna, nema ef vera skyldi á Islandi. En ég hef talsvert velt fyrir mér aöstööu rithöfunda sem skrifa á minni- hlutamáli, I Finnlandi er hún á köflum nokkuö erfiö. Sjálf hef ég veriö svo heppin aö vera þýdd næstum jafnóöum, þannig aö ég hef bæöi komist yfir hin eiginlegu landamæri til Sviþjóöar og tungu- málalandamærin til finnskunnar. En þaö eru margir sænsk-finnskir höfundar sem hvorki komast á markaö I Finnlandi I þýöingum né i Sviþjóö, þar sem samkeppnin er afar hörö. Þvi eru ekki margir sænsk-finnskir rithöfundar sem geta lifaö af list sinni. Þetta er og veröur vandamál þeirra sem til- heyra fámennum þjóöum eöa þjóöabrotum. Gamalkunn spurning — þjáist skáldsagan af uppdráttarsýki um þessar mundir? — Þaö er sifellt veriö aö klifa á þessu, aö skáldsagan, forlögin og bókabúöirnar séu i kreppu. En i Finnlandier t.d. geysimikiö lesiö, selt og lánaö út af bókasöfnum, bækur eru þar ódýrari en viöast hvar. Fólk hefur alltaf þörf fyrir aö lesa um þaö sem stendur þvi næst á sinu eigin tungumáli. Þaö er svo aftur spurning um tiöar- anda hvaö er skrifaö og hvernig. En þaö er kannski rétt aö óþekkt- ir höfundar og bókaútgáfa i smá- um stil séu heldur á undanhaldi. Á flestum Noröurlöndunum eru starfræktir stórir bókaklúbbar sem kippa grundvellinum undan minni fyrirtækjunum, þar er aldrei teflt i tvisýnu, og þvi erfiö- ara fyrir minni nöfn aö koma sér á framfæri. Þú hefur veriö rithöfundur I hjáverkum...? — Nei, ég er hætt aö vinna. SIÖ- ustu tvö árin hef ég veriö rithöf- undur i fullu starfi og hef satt aö segja aldrei haft það jafn gott og nú, les eins og mig lystir og skrifa þaö sem mig langar. Þeir sem fást viö orö hafa ýmsa möguleika til að vinna fyrir sér — uppá siö- kastiö hef ég sifellt veriö aö lesa upp, halda fyrirlestra, tala I út- varp og feröast. Ég get t.d. ekki hugsaö mér neitt betra en aö koma hingaö til Islands, kynnast nýju landi og hitta gott fólk ein- faldlega vegna þess aö þaö á aö fara aö leika upp úr bók eftir mig! Runeberg eins og helgimynd Helduröu aö þú sért mest lesin af finnskum rithöfundum um þessar mundir? — Ég veit þaö nú ekki, segir Marta og fer nokkuö hjá sér, þeir hafa veriö mikiö lesnir og viöa þýddir Vaino Linna og Mika Wal- tari. Og svo Tove Janson, ætli hún sé ekki mest lesin eftir allt, hún er lika svo frámunalega skemmti- leg. Þegar við sænskumælandi Finnar erum beönir um aö til- nefna einhvern úr okkar hópi til Nóbelsverðlauna stingum viö alltaf upp á Tove Janson. En þaö eru fleiri framúrskarandi góöir kvenrithöfundar I Finnlandi, t.d. Irmelin Lilius, sem nýveriö var tilnefnd til verölauna Noröur- landaráös og Eva Joenpeldu, sem skrifar bækur sem liggja á mörk- um þess aö vera barna- og full- oröinsbækur. Þær eru báöar mikiö lesnar. Er eitthvert yfirvald i finnskum bókmenntum sem ekki er hægt aö sneiða hjá, likt og Halldór Lax- ness hér? Marta Tikkanen skellir upp úr. — Runeberg stendur auövitaö upp úr eins og helgimynd, hann er kannski ekki svo mikið lesinn i raun, en maöur er sifellt minntur á tilveru hans. Fyrir mitt leyti þá hefur kona hans, Frederikke, alltaf staöið mér nær. Hún er lika rithöfundur, kannski ekki svo stórmerkileg bókmenntalega, hún átti jú sex syni og haföi ýmis- legt annaö aö sýsla, var m.a. fyrsta blaöakona i Finnlandi. En frá Runeberg liggur sterk episk hefö um finnskar bókmenntir all- ar götur til Vaino Linna. Já, hann lifir ennþá, en hefur ekkert gefiö út lengi. Realismi eður ei Vikjum aftur aö þinum eigin verkum. Eru bækur þinar „real- iskar”? — Þaö er spurning hversu real- iskt þaö er aö nauöga manni, seg- ir Marta og glottir. Nei, mér hef- ur ekki fundist bækur minar vera beint realiskar ég lýsi að visu hversdagslegum hlutum, en I raun snúast þær aöallega um innra lif, tilfinningar og imyndun- arafl. Hvaö sem þaö kallast virö- ist þaö finna hljómgrunn hjá fólki. Annars held ég að höfundar séu heldur aö snúa baki við real- isma aftur, séu á leið til symból- iskari skáldskapar. Þetta fer jú alltaf þennan hring. Hvaö real- ismi er og hvort ég er realisti, ætli ég láti ekki bókmenntafræöinga um að fást viö þaö! Hvaö hefur þú verið aö fást viö upp á siðkastiö? — Ég skilaöi inn handriti rétt áöur en ég kom hingaö sem ég skrifaöi i samráöi viö dóttur mina, Fiu. Hún er meö tauga- sjúkdóm, MBP sem virkar á mið- taugakerfið, og er fremur algeng- ur en bitnar mishart á fólki. Eins og þú sérð er ekki hægt aö sjá á FIu aö hún sé fötluð, og þvi hættir fólki til að gera of miklar kröfur til hennar, en hún á erfitt með aö einbeita sér, lesa og skrifa. En hún bætir sér það upp á ýmsan hátt, málar mikiö, fer á hestbak o.s.frv. Þarna höfum viö kannski hrein- ræktaöan realisma, þetta er heimildabók, ég skáldaöi ekkert i eyðurnar, heldur reyndi aö skrifa um hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Td. skrifar barnaiæknir einn kaflann i bókinni um sjúk- dóminnn, einkenni hans og hugs- anlega meöferö.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.