Tíminn - 04.10.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.10.1981, Blaðsíða 8
Sunnudagur 4. október 1981 8 < ■ Sértrúarsöfnuður Votta Jehóva er nú enn í sviðsljós- inu. Einn safnaðarfélaga, drengur rúmlega tvítugur, sem þjáist af bráðu hvítblæði hefur hafnað nauðsynlegri blóðgjöf vegna þess að í AAóse-bókum Gamla testa- mentisins er kveðið svo á um að menn skuli ekki neyta blóðs. Vottar Jehóva álíta Biblíuna vera orð guðs óum- breytanlegt, eftir því skuli farið bókstaflega og skilyrðislaust. Söfnuðurinn lítur til að mynda þróunar- kenninguna margreyndu ó- hýru auga. Hver er sá söfn- uður sem knýr ungan dreng, beint eða óbeint, til að gefa sig dauðanum, vegna þess að fyrir 2500 árum eða svo voru nokkur orð skrifuð niður á bók? Hverjir eru Vottar Je- hóva? refsingu eina að vera án guðs á himnum. Sé dauði mannsins bein afleiðing af syndafalli Ad- ams i aldingarðinum en þarf- laust er aö taka fram að Vottar taka þá frásögn Bibliunnar mjög bókstaflega. Orrustan við Harmageddon Eins og vill verða með marga sértrúarsöfnuöi eyða þeir meira púðri iaðútskýra hinn komandi dómsdag en flesta aöra þætti trúarinnar. Nú er hinn „siðasti timi” eins og áður var frá greint, eftir aö Kristur var krýndur — bókstaflega aö þvi er virðist — og honum mun ljúka meö miklum hamagangi, orr- ustunni viö Harmageddon, þar sem Jehóva sigraðist á her- sveitum hins vonda og stofni ei- lift riki sitt á jörðinni, takiö eftir, jörðinni. Hér er hvorki pláss né ástæða til að fara ná- kvæmlega út I kenningar Votta um endalok heimsins I núverandi mynd en þeir eiga það sameiginlegt með mörgum öðrum sértrúarsöfnuöum að hafa sérdeilis mikinn áhuga á Opinberunarbók Jóhannesar og hinum undarlegu lýsingum þess rits. Kenna þeir og að aö- eins smár hópur útvalinna muni eftir dóminn fara til himna og stjórna þaöan ásamt Kristi — nákvæmlega talið 144 þúsundir manna. Má i þvi sambandi geta þess aö Vottar segja söfnuð sinn um þessar mundir telja rúmar tvær milljónir manna... Kenningar Votta eru margar og margvislegar og hefur öllum verib hafnaö skilyrðislaust af hinni opinberu kirkju. Kirkjan hefur raunar lagt áherslu á að Vottar Jehóva séu alls ekki kristinn söfnuður og eigi ekkert skylt viö kristna trú en Vottar hafa jafnan svarað þvi til að þeir byggi kenningar sinar i einu og öllu á Bibliunni sjálfri og rannsóknum á henni. Þó hafa þeir gefið út sin eigin rit, skýr- ingar á Bibliunni, enda er þaö ekki á hvers manns færi að fylgja eftir kenningum þeirra nema hafa nákvæmar útskýr- menn vita, fjölda margir sér- trúarsöfnuðir verið sakaðir um slikt. Enda er það efunarlaust aö leiötogar Votta — fyrst Taze Russell og siðan eftirmenn hans — hafa alla jafna verið hinir duglegustu kaupsýslumenn, i bland við trúboðið og á söfnuð- urinn nú miklar eignir viöa um heim. Taze Russell sjálfur lenti reyndar eitt sinn I málaferlum safnaöarins. Eftir þvi sem næst verður komist eru þaö um það bil eitt hundrað manns hér á landi sem viðurkenna söfnuðinn sem andlegt yfirvald hér á jörð, talan hundrað og þrjátiu hefur og verið nefnd. Forstöðumaöur safnaðar Votta Jehóva á íslandi heitir Friðrik Gislason en auk þess að veita söfnuðinum for- stööu er hann skólastjóri Hótel- ■ Sértrúarsöfnuður Votta Jehóva hefur komist f sviðsljósið vegna þess aðþeir sem heyra til söfnuðinum neita að þiggja blóðgjöf þó lif liggi við. Þaö gera þeir til að komast i sæluriki Jehóva á jörðinni en þar veröur svona útlits ef marka má rit þeirra. HVERJIR ERU VOTTAR JEHÖVA? ■ i bókstaflegri merkingu: Vitni guðs. Eða svo kalla þeir sig. Söfnuðurinn virtist ekki mikils visir I upphafi, hann er sprottinn af Bibllurannsóknum manna i Bandarlkjunum fyrir rétt rúmlega hundrað árum. Maöur aö nafni Charles Taze Russel má heita upphafsmaður- inn en hann haföi áður flækst milli ýmissa sértrúarsöfnuða þar til hann aö lyktum ákvaö að stofna sinn eigin flokk. Sér- trúarsöfnuðir hafa löngum blómstrað sérlega vel I Banda- rikjunum og um þetta leyti var sú trú rik að endurkoma Krists væri á næsta leiti. Charles Taze Russell tók undir þær kenningar er hann stofnaði söfnuð sinn og nefndi I fyrstu ártaliö 1874 en siðar 1914. Hann birti blaöa- grein árið 1876 sem hann nefndi „Timar heiöingjanna: Hvenær lýkur þeim?” og I þessari grein leiddi hann rök að þvi að „tim- um heiðingjanna” myndi ljúka áriö 1914 og þaö ár yröi Kristur krýndur á himnum. Rökin fyrir þessari fullyrðingu fann Taze Russell i Bibliunni en á þau hafa ekki aörir fallist en Vottar Je- hóva. Nefndi Taze Russell I grein sinni ýmis undur og stór- merki sem gerast áttu árið 1914 til marks um veldi Jehóva (en svo nefna Vottar guð undan- tekningarlaust) og kom fátt eitt af þvi fram þegar á reyndi en hins vegar hófst fyrri heims- styrjöldin og það töldu Vottar nægjanlega sönnun þess að hinn siöasti timi væri hafinn en hon- um á að ljúka með niöurkomu frelsarans og dómsdegi. Þeir biða nú dómsins. Jesús skör lægri en Jehóva Vottar Jehóva hafa gegnum árin orðið fyrir miklu aökasti ýmissa kirkjudeilda og söfnuður þeirra talinn eiga litiö skylt við kristna kirkju. Það er alveg rétt, og þaö viðurkenna þeir sjálfir fúslega, að skilningur þeirra á Bibliunni brýtur i veigamiklum atriöum i bága viö hefðbundna túlkun á bókinni. Þaö sem ef til vill vekur mesta athygli er skilningur Votta Jehóva á hlutverki Jesú Krists en þeir segja hann skör lægra en guð sjálfan og álita reyndar að kenningin um heilaga þrenningu sé frá engum öðrum en djöflinum komin. Vottar álita aö Jesús hafi veriö fyrsta sköpunarverk guðs og áöur en hann geröist maöur hafi hann verið erkiengillinn Mikjáll. Jehóva er grundvallar- atriði trúar þeirra og þeir hafa jafnvel átt það til að stimpla alla þá sem tilbiðja Jesú sem hjáguöadýrkendur þótt þeir gangi ógjarnan svo langt. Þa telja þeir að upprisa Jesú eftir daubann hafi ekki veriö likamleg eins og kirkjan hefur kennt um aldir og byggt á Lúkasarguðspjalli öbru fremur, heldur hafi „andinn” risið upp. Þá trúa þeir ekki á eilift ■ lif, heldur muni þeir einir sem Jehóva eru þóknanlegir á dóms- degi hljóta þennan eftirsótta munað —eilift lif. A hinn bóginn trúa þeir heldur ekki á eilifa for- dæmingu hinna guðlausu eftir dauöann heldur hljóti þeir þá ingar i höndunum. Hefur, að sögn þeirra sem til þekkja, stundum viljað brenna við að rit Votta skyggi á Bibliuna sjálfa. Allir skyldugir til að „vitna” Söfnuðurinn sjálfur, Vottar Jehóva, er ekki svo ýkja frá- brugðinn öðrum sértrúarsöfn- uðum aö eöli og uppbyggingu. Lögö er mikil og rik áhersla á að þeir sem aðhyllast skoðanir safnaðarins taki litinn sem eng- an þátt i öðru daglegu amstri, raunar segja þeir berum oröum að „kristinn maður”, og eiga þar náttúrlega við Votta Jehóva eingöngu, megi til aö segja skilið við umheiminn að eins miklu leyti og kostur er enda sé Satan hinn ósýnilegi stjórnandi heimsins. Hins vegar eru allir safnaðarfélagar skyldugir til aö taka þátt I trúboði, eöa „vitna” einsog þaö heitir á máli þeirra, og ganga þá Vottar i hús og reyna að sannfæra fólk um að þeir hafi rétt fyrir sér. Hafa Vottar oftsinnis verið sakaðir um óhóflega ágengni við þetta trúboð sitt, svo og aö þeir leggi ekki sist snörur sinar fyrir fólk sem ekki er ákaflega sterkt fyrir. Segir I ýmsum ritum gegn þeim aö meö samhengislausum tilvitnunum i Bibliuna hafi þeim tekist að lokka ýmsa til fylgis við sig sem varla hafi vitað um hvað máliö snerist og siöan reynst erfitt aö losna. Þá er mjög algeng ásökun gegn Vott- um að söfnuðurinn sé I raun ekki annaö en fjárplógsstarfsemi leiötoganna og hafa, eins og vegna okursölu á hveiti, sem hann sagöi fólki að væri mjög guödómlegt hveiti og hollt fyrir andann. Þegar að var gáö varð ekki séð að hveiti þetta væri svo ýkja frábrugöið ööru hveiti. Þá hafa og komiö fram ásakanir um aö ýmsir leiötogar Votta heföu helsttil mikla aödáun á hinum kvenkyns dýrkendum safnaöarins. Vottar láta sér alla þessa gagnrýni og árásir I léttu rúmi liggja, og benda á að söfnuður Krists hafi á sinum tima sætt miklu aðkasti og ofsóknum hinna trúlausu. Telja þeir sig lifa skilyröislaust eftir boðorði Jehóva og þvi megi þeir teljast hólpnir. 130 manns Söfnuður Votta Jehóva hér á landi sver sig að flestu eða öllu leyti i ætt við móöursöfnuöinn i Bandarlkjunum og aöra þá söfnuði sem settir hafa verið á stofn viöa um heim. Eins og áður kom fram telja Vottar nú að söfnuðurinn sé rúmlega tvær milljónir manna I einum tvö hundruö löndum og sæki sifellt á. Enda ekki seinna vænna. Hér á landi gefur söfnuðurinn út blað, sem heitir „Varöturninn” eftir samskonar blaði sem móöursöfnuðurinn gefur út, og starfrækir safnaðarheimili en tölur um félagafjölda liggja ekki fyrir. Munu Vottar Jehóva ekki halda félagaskrá, né heldur greiöi menn bein félagsgjöld, þótt þaö sé ljóst að viss hluti af launum hvers og eins safnaöar- félaga renni alla jafna til og veitingaskóla Islands. Söfn- uður Votta Jehvóa lýtur að sjálfsögðu ýmsum reglum mis- munandi ströngum en höfuðá- hersla er á samheldni safnaðar- félaga. Vin mega Vottar Jehvóa drekka — i hófi — enda segir: „Hóflega drukkið vin gleður mannsins hjarta” i bibliskum ritum en hins vegar eru reyk- ingar bannaðar. Er það byggt á ritningarstaö I Bibliunni aö menn skuli tilbiðja guð með „hreinum anda”. Miskunarleysi Jehóva Með tilliti til þess sem I upp- hafi var drepið á — drengurinn sem neitar aö þiggja lifsnauð- synlega blóðgjöf — þá spurði ég Friörik Gislason hvernig þaö mætti vera aö Vottar Jehóva gætu tekið einn ritningarstaö i Gamla testamentinu, Móse-bók, svo hátiðlega að fyrir það þyrfti ungur maöur að láta lifið. Benti einnig á að i Móse-bókum eru margir kaflar sem eru vafa- samir i meira lagi, svo sem eins og leiðbeiningar guðs til sinnar útvöldu þjóðar um það hvernig fara skuli meö fanga af öðrum kynþáttum. Eru þær leiðbein- ingar ekki beinlinis þrungnar miskunnsemi, reyndar er um aö ræða grimmdarlegar skipanir um aö engum skuli þyrmt — ekki karlmönnum, ekki konum, ekki börnum. „1 þessu sambandi verður að athuga trúarbrögð og hegöun þessara kynþátta,” sagði Friö- rik. „Jehóva átti ekki annars úrkosti en aö útrýma þeim. Þeir iökuöu mjög syndsamlegt liferni þrátt fyrir að hafa haft tækifæri til að breyta um lifs- hætti. Þessir þjóðflokkar stunduöu vændi I musterum sin- um, liföu hömlulausu kynllfi og fórnuöu börnum sinum fyrir falsguði.” Og fyrir söfnuð Votta Jehóva fórna menn nú lifi sinu. —U-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.