Tíminn - 04.10.1981, Qupperneq 9

Tíminn - 04.10.1981, Qupperneq 9
Sunnudágur 4. október 1981 Samanburður á stjórn um Geirs og Gunnars Óþægileg spurning ■ Arvakur hf hefur látiö mál- gagn sitt, Morgunblaðið, taka upp sérstakan spurningaþátt, þar sem formaður Sjálfstæðis- flokksins og stjórnarformaöur Árvakurs, Geir Hallgrimsson, er látinn svara spurningum, sem lesendur blaðsins leggja fyrir hann um stjórnmálaá- standið. Eins og við má biiast, eru svör Geirs nokkuð mismunandi. Stundum tekst honum sæmi- lega, en oftar eru þó svörin Ut i hött Vitanlega fer þetta tals- vert eftir spurningunum. Ein af þeim spurningum, sem formanni Sjálfstæðisflokksins tókst illa að svara, birtist i Mbl. 24. september og var frá Helga Kæmested (3974-9157), spurning Helga var á þessa leið: „Hver er sá meginmunur, sem þU telur vera á framkvæmd stefnu núverandi stjórnar og þeirrar, sem þU veittir forsæti á árunum 1974 til 1978?” Geirsegisti svari sinu ætla að svara i stuttu máli, og er það Ut af fyrir sig ekki ásökunarvert. Það er alltaf lofsvert að vera gagnoröur. En það á ekki við um þetta svar Geirs. Svarið er út í hött. Bersýnilegt er af þvi, að spurningin hefur reynzt Geir óþægileg. Þegar gerður er samanburður á núverandi rikis- stjóm og rikisstjörn Geirs Hall- grimssonar 1974-1978, er næsta erfitt að skilja andstöðu Geirs og félaga hans við nlverandi rikisstjórn. Sá samanburður sýnir, aö þessi andstaða er ekki sprottin af málefnalegum á- stæðum. Svar Geirs 1 svari Geirs kemur þetta einkum fram, sem hann telur sýna muninn á stjórn sinni og núverandi rikisstjórn: 1. Núverandi stjórn hafi fram- lengt alla viðbótarskatta, sem hún tók við og bætt við nýjum. Þetta er nákvæmíega það sama og stjórn Geirs Hall- grimssonar gerði. Hún fram- lengdi þá skatta, sem voru i gildi,þegarhún téíc við, og bætti nýjum við. Meðalannars lét hún þá skatta, sem voru lagðir á vegna eldgossins i Vestmanna- eyjum,renna i íikissjóð eftir aö þeirra var ekki lengur þörf vegna framkvæmda i Eyjum. Sáerhins vegar munurinn, að halli var á rikisrekstrinum flest stjórnarár Geirs Hallgrims- sonar, en rikisreksturinn hefur verið nokkurn veginn hallalaus i tiö núverandi rikisstjórnar. 2. Núverandi rikisstjóm haldi dauðahaldi i' óraunhæf verð- lagshöft. Hið rétta er, að verðlagshöftin eru ekki strang- ari nú en i stjórnartið Geirs Hallgrimssonar. Eitt aöalráð stjórnar Geirs gegn verðbólg- unni var að beita ströngum verölagshöftum. Sérstök lög voru að visu sett um breytingar á verðlagshöftunum, en þau voru ekki látin koma til fram- kvæmda i stjórnartið Geirs. 3. Núverandi rikisstjórn hafi sett húsnæöislöggjöf, sem ekki sé fullnægjandi. Þetta er rétt. En húsnæöislöggjöfin, sem gilti i stjórnartið Geirs Hallgrims- sonar var enn meira ófullnægj- andi.Hérhafaþvi oröiö umbæt- ur, en að visu ekki fullnægjandi. 4. önnur stefna sé nú rikjandi i varnarmálum en i stjórnartlð Geirs. Stefnan er i höfuödrátt- um hin sama. Island heldur á- fram þátttöku i Nato og varnar- samstarfi við Bandarikin. I stjórnarti'ð Geirs Hallgrims- sonar var stefnt að þvi með nokkrum árangri að fækka varnarliösmönnum og tak- marka allar framkvæmdir sem mest. 1 tið núverandi rikis- stjórnar hefur varnarliðsmönn- um ekki verið fækkað og' varnarliðsframkvæmdir ekki verið minni en áður. 5. Engar nýjar ákvarðanir hafi verið teknar iorku- og stór- iðjumálum á siðustu þremur ár- um. Hið rétta er, að á siðasta þingi voru samþykkt lög um stórfelldari orkuvirkjanir en nokkru sinni áður. Undanfarin þrjú ár hafa framkvæmdir á orkumálum verið sizt minni en i stjómartið Geirs Hallgrimssonar. Eina stóriðjuframkvæmdin, sem var samþykkt i stjórnartið Geirs, járnblendiverksmiðjan á Grundartanga, hafði verið undirbúin af Magnúsi Kjartans- syni i tið ríkisstjórnar ólafs Jó- hannessonar, og getur þvi vart skrifast á reikning rikisstjórnar Geirs. Niðurfærslan 1975-1977 Hérhafa verið rakin upp aðal- rök Geirs Hallgrimssonar fyrir þvi, að munur sé á rikisstjórn hans og núverandi rikisstjóm. Séu svör hans krufin til mergjar kemur ótvirætt i ljós að þessi munur er sáralitill eða enginn. Rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar var hvorki leiftursóknar- stjórn né ihaldsstjórn, eins og andstæðingar hennar i-Alþýðu- bandalaginu og Alþýðuflokkn- um hafa reynt að halda fram. Hún var umbótasinnuð stjórn, sem haföi að markmiöi að draga úr verðbólgunni i áföng- um, ánþess að kæmi tilatvinnu- leysis. Hér réðu að miklu leyti sömu sjónarmið Framsóknarflokks- ins og markað hafa stefnu og störf núverandi rikisstjórnar. Geir Hallgrimsson fylgdi þá að þvi leyti fordæmi þeirra Ölafs Thors og Bjama Benedikts- sonar, að Sjálfstæðisflokkurinn gæti þvi aðeins unnið meö öðr- um flokkum, að hann legöi mörg helztu sérsjónarmið sín til hliðar. Geir Hailgrímsson var á þessum árum enginn boðberi leiftursóknar. Það tókst á árunum 1975-1977 að koma verðbólgunni verulega niður meö svipuðum aðferöum og núverandi rikisstjórn hefur beitt á þessu ári. A þessum tima fór verðbólgan úr um 50% niður i 26%. Þessum góða árangri var hins vegar kollvarpað með ógætileg- um kjarasamningum 1977. Reynslan frá sumrinu 1977 sýnir þær hættur, sem vofa yfir nú, ef ekki er skynsamlega haldið á kjaramálum. Það skiptir ekki aðalmáli, eins og menn héldu þá, aö fá krónunum fjagað, heldur aö treysta kaupmátt krónunnar. Geir Hallgrimsson sýndi þá, likt og Gunnar Thoroddsen nú, að hann hafði fullan skilning á þvi,aðnauðsynlegt væri aðhafa sem nánast samstarf við verka- lýössamtökin. Hann sóttist t.d. eftirþviaö hafa nána samvinnu viö Björn Jónsson, þáverandi forseta Alþýðusambandsins. Sama stefnan Eins og hér hefur verið rakið er efnahagsstefnan mjög svipuö hjá rÐrisstjórnum þeirra Geirs Hallgrimssonar og Gunnars Thoroddsen, eða áfanganiður- færsla á veröbólgunni, án at- vinnuleysis, miklar fram- kvæmdir og félagslegar umbæt- ur. Þetta ereðlileg afleiðing þess, að Framsóknarflokkurinn hefur átt drjúgan þátt i aö marka stefnu beggja þessara rikis- stjórna. Byggðastefnunni, sem hafin var I stjórnartið ólafs Jó- hannessonar, hefur verið fylgt áfram i stjómartið bæði Geirs og Gunnars. Orkuframkvæmdir hafa verið miklar i tið beggja þessara rikisstjóma, eins og sést á si- hækkandi tölu þeirra, sem ekki þurfa að nota oliu til húsahit- unar. í stjórnartið beggja hefur veriðhaldið áfram uppbyggingu fiskiðnaðar og fiskiskipastóls, sem hafin var i stjórnarti"ð ólafs Jóhannessonar. I stjórnartið beggja hafa orðið miklar framkvæmdir i heil- brigðismálum og byggingamál- um. Þannig mætti rekja þetta á- fram. Þvi lengra, sem þetta verður rakjð kemur það betur i ljós, að hér er um m jög svipaðar stjórnir að ræða, sem stafar af þvi, að I báöum tilfellum hefur Sjálfstæöisflokkurinn orðið aö leggja sérsjónarmið sin til hliðar, eins og leiftursóknina, vegna samstarfsmanna sinna. Innan Sjálfstæðisflokksins er lika að finna fjölmarga menn, sem ekki eru leiftursóknarmenn og hafa áhuga á bæði verklegum og félagslegum framförum. Þessir menn eiga ekki samleiö með þeirri leiftursóknarstefnu, sem meirihluti flokksforustunn- ar hefur fylgt að undanförnu. Persónuleg óvild Þegargerður er samanburöur á þeim tveim rikisstjórnum, sem verið hafa undir forustu þeirra Geirs Hallgrimssonar og Gunnars Thoroddsen, kemur vissulega í ljós, að þar er um mjög svipaðar rikisstjórnir aö ræða. Stefnan er i megindrátt- um hin sama og starfshættir i samræmi við það. Þaö er þvi næsta óskiljanlegt, að meirihluti flokksstjórnar Sjálfstæðisflokksins og málgögn þau, sem styðja hana, skuli halda uppi slikum óhróðri um stjórn Gunnars Thoroddsen og raun ber vitni. Bersýnilegt er,' að það stafar ekki af málefna- legum ástæðum. Þessir menn og málgögn þeirra studdu stjórn Geirs Hallgrimssonar heils- hugar á sinum tima. Hér er bersýnilega eingöngu um persónulegar væringar og ó- vild aö ræða. Andstaðan stafar af þvi, að Geir Hallgrimsson og fylgismenn hans skipa ekki ráö- herrastóla i staö þeirra Gunnars, Friðjons Þórðarsonar og Pálma Jónssonar. Málefnaleg staða þeirra þremenninga er traust. Þeir standa á sama grundvelli og Sjálfstæöisflokkurinn stóð 1974- 1978. Það eru Geir Hallgrimsson og - félagar hans.sem hafavaliösér annan grundvöll og fylgja nú annarri stefnu og beita öðrum vinnubrögöum en 1974-1978. Það væri ógæfa, ef þeir létu per- sónulegar væringar og villuljós leiftursóknarinnar leiða sig lengra á þeirri braut. Stefnan, sem fylgt er nú og fylgt var 1974-1978, er I meginat- riðum rétt. Þess vegna verð- skuldar rikisstjórnin viðtækan stuðning til að geta haldið á- fram viönáminu gegn verðbólg- unni og tryggt jafnt atvinnu- öryggi og kaupmátt launa i glimunni viö erfiðleikana, sem biöa framundan. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar 8 Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar. 8 Rlkisstjórn Gunnars Thoroddsen. (efri mynd) (neðri mynd)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.