Tíminn - 04.10.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.10.1981, Blaðsíða 11
AFTUR BARN í GARÐINUM ■ Leikfélag Reykjavikur hefur nú ákveöiö aö taka aftur til sýninga leikritiö Barn i garöinum eftir Sam Shepard sem frumsýnt var siöastliöiö vor. Fyrsta sýning i haust veröur annaö kvöld, sunnu- dagskvöld, en þeir Leikfélags- menn leggja áherslu á aö aöeins sé unnt að sýna leikritiö nokkrum sinnum vegna anna i leikhiisinu. Ættu þvi þeir sem áhuga hafa aö hraða sér. SamShepard þykirnú vera ein- hver fremsti leikritahöfundur vestur i Bandarikjunum en hann hefurskrifaðá fjóröatug leikrita. Hann er, þrátt fyrir þessi afköst, ungur að árum, 37 ára nánar til- tekið. A sjöunda áratugnum fóru leikrit hans aö vekja athygli meö- al ungu kynslóöarinnar i Banda- rikjunum en siöan hefur oröstir hans breiðst út og er hann nú mest leikna leikskáld i Banda- rikjunum á eftir Tennessee Willlams — sem ennþá heldur velli, einhverra hluta vegna. Leikritum Shephards verður lýst i fáum orðum, hann býr yfir ákaf- lega sérstæöum og persónulegum stil — blandar saman raunsæi og dularfullum, óvæntum atburöum. Bygging verka hans þykir vera sérlega meistarleg og málfarið meitlaö og áhrifamikiö. Geta má þess að á siöustu árum hefur Shepard einnig vakið athygli fyrir kvikmyndaleik. Leikritið Barn i garöinum ger- ist nú á dögum á bóndabýli i Illinois i Bandarikjunum og segir frá allfuröulegri fjölskyldu. Vince, ungur maöur, kemur i heimsókn til afa sina og ömmu ásamtunnustu sinni. A heimilinu eru einnig tveir uppkomnir synir gömlu hjónannaog fljótlega kem- ur i ljós að fjölskyldan býr yfir óhuganlegu leyndarmáli. Leikrit- iö hlaut Pulitzer-verölaunin áriö 1979., og hefur það veriö sýnt viöa um lönd. Meö helstu hlutverk i sýningu þjóðleikhússins — en henni stjórnaöi annar leikhússtjórinn, Stefán Baldursson — fara Stein- dór Hjörleifsson, Margrét Ólafs- dóttir, Hjalti Rögnvaldsson, og Hanna Maria Karlsdóttir. Aörir leikendur eru Þorsteinn Gunnars- son og Siguröur Karlsson og Guö- mundur Pálsson. Þýðinguna geröi Birgir Sig- urösson, lýsingu annaöist Daniel Williamson, búningar eru eftir Þórunni Sigriöi Þorgrimsdóttur. Eins og áöur segir getur aöeins oröiö um örfáar sýningar aö ræða. Steindór Hjörleifsson og Hjalti Rögnvaldsson i hlutverkum slnum I Barni i garöinum. Óneitanlega heillandi og spennandiáfanga- staöur i stuttri helgar- ferö og dagarnir fimm veröa örugglega alltof fljótir aö líöa í þessari rómuöu borg lifs- gleöi og glæsileika. Efnt veröurtil skoðunarferöa um borgina og til ýmissa markverðra staða, sér- stakar kvöldferöir veröa skipulagöar og íslensku fararstjórarnir munu sjá til þess aðferöin veröi hnitmiöuö frá fyrsta degi til þess síðasta. Og auðvitað gefst einnig nægur timi til þess aö njóta frábærra veitinga- og skemmtistaða, kaupa fatnaö sem óvíða finnstglæsilegri og heimsækja gangstéttarkaffihúsin sem haldið hafa óbreyttum „Parísar-sjarma" sinum áratugum saman. Endalaust má nefna spennandi og markverða staöi í skoðunarferöum, t.d. Champs-Elysées breiögötuna, Eiffelturninn, Sigurbogann, Versali, Pompidou- safniö o.m.fl. Og á kvöldin bíöa þín glæsilegir veitinga- og skemmtistaöir, heimsfrægir nætur- klúbbar á borö viö Rauöu Mylluna og Lido o.s.frv. o.s.frv. Fyrsta flokks gisting í hjarta borgarinnar. París Sheraton Hotel „Lúxus klassi", öll herbergi meö baöi, litasjónvarpi, og sima. Verð aðeíns kr. 3.680 Innifalið: Flug, gisting meö morgunverði, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Verð miðað við flug og gengi 22.09.81. Sýningin „Do it yourself ’ Dagana 31.10. -11.11. stenduryfir í Paris sýningín „Do it yourself ’ athyglisverð og stórskemmtileg Sýning fyrirþá sem vilja gera hlutina sjálfir. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 i beinu leiguflugi 30. okt - 3. no> föstudagsmorgunn til þriðjudagskvöl París AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF 80.23 auðvitað GRUnDIG LJ n LaugavegilO, simi 27788

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.