Tíminn - 04.10.1981, Page 15

Tíminn - 04.10.1981, Page 15
Sunnudagur 4. október 1981 15 /#Tek Skotland fram yfir Birmingham" — Nú ert þú búsettur I Birmingham, ásamt fjölskyldu þinni, en bjóst á&ur lengi i Skot- landi. A hvorum staönum finnst þér betra aö búa? „Þaö er ekkert vafamál aö ég tek Skotland fram yfir. Þar er ég fæddur og uppalinn. Þar eru ætt- ingjar minir og vinir. En engu aö siöur þá likar mér ágætlega I Birmingham og hef auövitaö eignast marga góöa vini úr liöinu og áhangendahópnum.” — Hefur þú nægan tlma til þess aö sinna þinu hlutverki sem fjöl- skyldufaöir? „Já,já. Viö æfum bara á morgnana og restina af deginum notum viö aö eigin vild. Ég stunda mikiö garöyrkustörf og þá er kon- an mín meö mér I þvi. Nú strák- arnir þurfa sinn tlma og athygli og ég hef nægan tima til aö sinna þeim.” //Erum ekki auðugir" —Eruö þiö atvinnumenn I knattspyrnu ekki vellauöugir menn? Des borir góölátlega og segir slöan: „Nei, viö erum ekki auö- ugir. Þetta er auövitaö mikil áhættuvinna. Þegar vel gengur, eins og t.d. siöasta keppnistima- bil, þá er okkur vel borgaö, en þegar syrtir i álinn, þá fáum viö heldur lltiö. Viö komumst þó ágætlega af, en þaö er ekkert mikiö fram yfir þaö.” — Þaö er varla aö ég þori aö spyrja þig næstu spurningar, eftir útreiöina sem ég fékk hjá Gary, en ég læt mig hafa þaö. Att þú þér einhverja uppáhalds knatt- spyrnuhetju? „Nei, ekki lengur. En þegar ég var yngri, þá voru tveir menn I afskaplega miklu uppáhaldi hjá mér, — þeir Dennis Law og Billy Bremner, báöir Skotar, aö sjálf- sögöu.” //Aston Villa mun standa sig vel" — Hvernig heldur þú aö liö þitt, Aston Villa komi til meö aö standa sig i ensku deildakeppn- inni þetta keppnistímabil? „Ég er sannfæröur um aö Aston Villa mun standa sig vel. Viö byrjuöum illa, en ég held aö þetta sé allt á uppleiö hjá okkur. „En þér aö segja, ef ég á aö geta eitthvaö i kvöld, þá verö ég aö yfirgefa þig núna og fara upp og leggja mig”, segir Des og er þar meö rokinn. „Alltaf draumur minn að verða atvinnumaður með Liverpool" — — Fyrirliöi Aston Villa, Dennis Mortimer, myndarlegur maöur, meö glampandi glettni i augum, segir viö blaöamann? „Ég ætti nú eignlega aö vera öskureiöur viö þig, þvi þú vaktir mig af eftirmiödagsblundinum minum. En ef ég verö lélegur i kvöld, þá get ég þó alltaf afsakaö mig meö þvi aö þetta sé þér aö kenna.” — Segöu mér eitthvaö frá knattspyrnuferli þinum, sem er oröinn býsna langur, eöa hvaö? „Hvaö áttu viö meö þvi? Helduröu aö ég sé einhver gaml- ingi? Fannst þér þetta ekkert fyndiö? Jæja, góöa, ég skal vera alvarlegur. Ég er 29 ára gamall, fæddur og uppalinn i Liverpool. Sem barn gekk ég meö þann draum I mag- anum aö veröa atvinnumaöur i knattspyrnu meöLiverpool, en nú er ég kominn á annaö þroska- skeiö. Ég geröist atvinnumaöur meö Coventry og var meö þeim i 8 ár og siöan kom ég til Aston Villa þar sem ég hef veriö I 6 ár. Ég á óefaö eftir nokkur ár i atvinnu- mennskunni enn, þvi mér gengur ágætlega og ég er á þvl stigi núna þar sem leikreynslan og keppnis- reynslan eru afskaplega dýrmæt- ir þættir. Ég hef svo sannarlega notiö þessa lifs sem égi hef lifaö — ég hef séö mikiö, reynt mikiö, feröast mikiö og kynnst mýmörgu skemmtilegu fólki. Auövitaö er þetta erfitt lff á körflum, sem krefst mikillar vinnu og mikils álags, en engu aö slöur er þaö skemmtilegt.” , „Áhangendur ekki þreyt andi" — Pirrar þaö þig aldrei, aö fá ekki aö vera i friöi fyrir aödáend- um þinum? (Þar sem blaöa- maöur og Dennis sitja inni á Mimisbar og spjalla saman, er stanslaus straumur af pollum, sem allir vilja fá eiginhandarárit- un fyrirliöans) „Nei, áhangendur eöa aödá- endur eru ekki þreytandi. Þaö eru siöur en svo leiöinlegt, aö veröa viö óskum þessara hnokka og hripa fyrir þá nafniö sitt. At- vinnumaöur i knattspyrnu hefur fyrst áhyggjur, þegar enginn biö- ur hann um eiginhandaráritun. Þaö eina sem mér leiöist varö- andi frægöina, er þegar ég ætla aö verja tima meö konu minni og syni og viö förum eitthvaö út, t.d. á veitingastaö, aö fá ekki aö vera I friöi meö þeim. Ég beinlinis elska son minn, sem er mér stööug uppspretta gleöi og ánægju og ég held aö þaö sé ekki gott fyrir hann aö sjá aö pabbi hans njóti miklu meiri eftirtektar og athygli, en t.d. mamma hans, sem aö hans mati er besta veran i heiminum. Hann er nú svo ungur énn, aö hann skilur þetta ekki til hlltar.” //Hyggst leggja fyrir mig Ijósmyndun" — Hvaö hyggst þú taka þér fyr- ir hendur, þegar þú leggur skóna á hilluna? „Byrjaröu aftur! Þú talar bara viö mann eins og maöur væri um það bil aö veröa elliheimilis- matur! Jæja, jæja, allt i lagi, þú meinar aö sjálfsögöu hvaö ég ætli að gera eftir svona 6 til 7 ár. Ég er mikill áhugamaöur um ljósmynd- un og tak mikiö af myndum, sem ég framkalla og stækka sjálfur. Ég er meö ágætis myrkrakompu heima hjá mér. Ég er svona hálft i hvoru aö gæla viö þá tilhugsun ■ „Eignaöist son I gær”, segir hinn stolti faðir Des Bremner. ■ „Ég er einfaidlega herramaöur Ieöli minu”, segir hinn skapgóöi framkvæmdastjóri Aston Villa, Konsaunders. Tlmamyndir — G.E. að þegar ég hætti, geti ég oröið at- vinnuijósmyndari og þá sérhæft mig I knattspyrnumyndatökum. Hygg ég aö ég, meö mina knatt- spyrnureynslu standi betur aö vigi en margir aörir ljósmynd- arar, þvi ef svo má taka til oröa, þá get ég séö leikinn innan frá, þó ég standi fyrir utan völlinn.” — Hver finnst þér vera helsti munurinn á knattspyrnu þeirri sem leikin er I Englandi og á meginlandi Evrópu? „Enskur bolti skemmti- legri" „Viö sjáum nú ekki svo mikiö af þeirri knattspyrnu sem leikin er I Evrópu, en þó hef ég þaö á tilfinn- ingunni aö þar sé leikin hægari og kerfisbundnari knattspyrna, en hjá okkur I Englandi. Hjá okkur eru þaö þrlr meginþættir sem ráöa feröinni — harka, llkams- hreysti og hæfni. Ég er þeirrar skoöunar aö viö i Bretlandi leik- um skemmtilegri knattspyrnu, en þeir á meginlandinu, þvi þar vantar hraöann og hörkuna.” Maðurinn á bak við vel- gengni Aston Villa — Ekki má segja skiliö viö kappana hjá Aston Villa, án þess aö taka tali sjálfan manninn aö baki velgengni liösins, eins og framkvæmdastjóri iiösins, Ron Saunders hefur gjarnan veriö nefndur. — Hvenær komst þú til Aston Villa? „Ég kom til liösins 1974, en þá var þaö i 2. deild. Ariö eftir kom- umst viö i 1. deild og höfum verið þar siöan.” — Hverju þakkar þú þann árangur sem liöiö hefur náö og þá sérstaklega þann árangur, sem nú ber hæst, aö hafa orðið Eng- landsmeistarar I fyrra? „Ég þakka hann einungis mik- illi vinnu og enn meiri vinnu. Þetta hefur veriö djöf... puö, en viö höfum lika uppskorið i sam- ræmi viö þaö. Þá hefur uppbygg- ingarstarf okkar meö yngri flokk- ana veriö mjög gott. Viö höfum fengiö I aöalliðiö marga frábæra knattspyrnumenn úr yngri flokk- unum og hlutfalliö hjá okkur af aökeyptum mönnum er óvenju- lega lágt miöaö viö önnur 1. deildar liö.” — Heldur þú aö Aston Villa komist langt I Evrópukeppninni? „Auövitaö vona ég þaö. Hver veit? Meö smáheppni getur allt gerst og ég er trúaöur á aö viö höfum I dag þvi liöi á aö skipa, sem getur komist I úrslitakeppn- ina. Annars er þaö ekki mitt aö spá um framtiðina — mitt starf er i þvi fólgiö aö sjá svo um aö liöiö fari I hvern leik meö besta mögu- legan undirbúning aö baki.” „Verðum í einu af toppsæt- unum í 1. deildinni" — Hvernig telur þú aö Aston Villa muni vegna I 1. deildar- keppninni I Englandi þetta keppnistimabil? „Ég held aö viö veröum I einu af toppsætunum. Viö byrjuðum aö visu illa. Síöan viö lékum viö Val á Villa Park höfum viö gert þrjú jafntefli, en áttum miöaö viö gang leikjanna og marktækifæri, vinna þá alla. Ég er engu aö siöur sann- færöur um aö þetta er aö koma hjá okkur og aö viö höfum liö sem er eitt af þeim bestu i Bretlandi i dag.” //Knattspyrnan er mitt líf" — Nú ert þú fjölskyldumaöur, átt konu og fjögur börn. Er fjöl- skylda þln aldrei þreytt á þvl hversu miklum tlma þú verö I starf þitt sem Aston Villa? „Nei, þaö er ekki hægt aö segja þaö. Ég geröist atvinnumaöur i knattspyrnu þegar ég var 17 ára og þegar ég hætti aö leika þá fór ég beint út i framkvæmdastjórn hjá knattspyrnuliöi, þannig aö knattspyrnan hefur veriö mitt lif I 31 ár, svo fjölskylda min þekkir ekkert annaö.” //Er herramaður" — Nú hefur þú fengiö þaö orö á þig i breska knattspyrnuheimin- um aö þú sért einstaklega ljúfur i samvinnu og umgengni og sért hreint ekkert likur flestum fram- kvæmdastjórum breskra liöa sem yfirleitt þykja bæöi skapstiröir og frekir. Hvernig getur þú skýrt þetta fyrir mér? „Ég sé enga ástæöu til þess aö skýra þetta fyrir þér”, segir Ron og hlær. „Ég er einfaldlega herramaöur i eöli minu, og þó aö ég sé i þessu starfi, þá er ekkert sem knýr mig til þess aö reyna aö breyta eöli minu. Þaö er nú ekk- ert til þess aö halda á lofti aö maöur kunni almenna mannasiöi og kurteisi. Þaö þætti þaö alla vega ekki, þegar veriö væri aö ræöa aörar stéttir. En þú mátt nú ekki alveg hafa af mér eftirmiö- dagsblundinn minn, svo ég ætla að gerast óherramannslegur og henda þér á dyr.” —AB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.