Tíminn - 04.10.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.10.1981, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 4. október 1981 Sunnudagur 4. október 1981 17 ■ í Borginni okkar var einusinni blaöa- maöur sem átti konu sem klæjaöioft á bak- inu og var auk þess viökvæm fyrir sjálfri sér. Þannig byrjar þessi saga. Hvernig sög- ur geta byrjaö! Þó er þaö ekkert hjá þvf hvernig sögur geta endaö. Einsog til dæmis þessi. Blaöamaöurinn var vinsælasti blaöa- maöurinn á vinsælasta dagblaöinu i Borg- inni okkar. Allir vildu lesa þaö sem hann skrifaöi hann væri svo fjarska léttur penni hvortsem hann skrifaði um konfekt eða fjallaferðir.Eigendur blaösins voru lika sí- hræddir um aö missa hann. Þeir sáu frammá aö þá yrði blaöiö ekki lengur vin- sælast, það gæti jafnvel hætt að vera gott fyrirtæki. Þessvegna borguöu þeir honum betur en öðrum blaöamönnum, auk þess sem þeir veittu honum frelsi til aö skrifa um hvaðsem var: hann yröi aðeins aö fylla dálkinn sinn á hverjum degi svo lesendur yröu aldrei fyrir vonbrigöum. Kollegarnir öfunduöu hann af laununum og þá ekki siöur frelsinu, þau sem ævinlega voru skikkuö til að skrifa einmitt það sem þau langaöi ekki til að skrifa. Þau vissu ekki aö frelsiö var honum alls ekkert frelsi heldur kvöl og áþján. Oft gekk hann timunum saman um gólf og hugsaöi ekki um annað en hvaðlifiö væri miklu auðveldara ef hann væri aftur kominn á erlendar fréttir þar sem hann haföi byrjaö og alltaf vitað um hvaöhann áttiað skrifa. Nú var hann i slik- um vandræöum meö dálkinn sinn aöhann svaf stundum ekki hálfan svefn af hræöslu viö aö honum dytti ekkert ihug til að skrifa um daginn eftir: hann var nefnilega búinn aö skrifa um allt — eöa svo fannst honum sjálfum. Einn eftirmiðdaginn, aðeins tveim tim- um áöuren hann átti aö skila greininni var blaöiö i ritvélinni jafn autt og þaö haföi verið um morguninn þegar hann kom til vinnu. Hann gaf þvi auga þess á milli sem hann staröi örvæntingarfuilur útum glugg- ann og niörá gangstéttina fyrir neöan. Hann réö ekki viö þaö: hann langaöi mest til aö stökkva út með höfuöiö á undan. Það gæti auövitað ekki leyst höfuövandann, semsé um hvaö hann ætti aö skrifa, en þaö gæti kannski komiö honum útúr lífinu og þannig leyst hann undan þviað þurfa nokk- urnti'ma að skrifa svo mikiö sem staf i þetta fjandans blað. Enþegar hann haföi gælt svo lengi við þessa hugsun aö hann var kominn uppá stöl og búinn aö opna gluggann, þá fékk hann hugmynd reyndar ekkert af- LAUSN- ARINN — eftir Véstein Lúðvíksson „Borgin okkar bragö en samt nógu góöa til aö hann steig niðraf stólnum og settist viö ritvélina. BAKIÐ A KONUNNI MINNI, skrifaði hann semfyrirsögn enhikaöiog hugsaöi sig um. t rauninni leist honum ekki meira en svo á þetta þegar þaö rifjaðist upp fyrir honum hvernig konan hans hrást við grein- inni sem hann skrifaði eitt sinn um áráttu hennar að baöa sig þegar verst stóð á. Hún var svo skelfing viökvæm fyrir sjálfri sér. Hún var vis til aö umturnast ef hann skrifaði um hvaö henni þótti gott að láta hann og krakkana klóra sér á sólarhrings- ins furöulegustu timum. En af þvi hann óaði þrátt fyrir allt enn meira viö þvi aö kasta sér útum gluggann — ekki gat hann þá stundina ímyndað sér að honum dytti neitt annaö efni I hug — þá hélt hann áfram og lauk greininni, þeirri örlagarikustu á ferlinum. Þeirri örlagarikustu vegna þess aö konan hans umturnaöist ekki aöeins morguninn eftir, hún snéri viö honum baki og öskraði með hendur á lofti: — Ot! Við erum skilin! Næstu daga komst hann áþreifanlega aö þvi aö þetta var ekki stundarbræöi heldur varanleg hjartans ósk og sannfæring. Þeg- ar hann hafði hundrað sinnum reynt að telja henni hughvarf og lofað henni þvi jafn oft aö skrifa aldrei framar um neitt sem snerti hana hvaðþá hennar einkapersónu- legustu málefni, þá gafst hann upp og yfir- gaffallega húsiö þeirra meö tannburstann i jakkavasanum. Hún stóö i dyrunum og kallaði á eftir honum, aö hann skyldi bara skrifa um sina eigin táfýlu — og þeytti hurðinni aö stöfum. Hún hét Stella. Mikiö var hún fegin aö vera laus viö hann. t rauninni haföi hann alltaf fariö i taugarnar á henni, sagði hún hverjum sem vildi hlusta á harmsögu hjónabandsins. Og hún valhoppaði léttklædd um göturnar þótt komiö væri haust og noröankalsi. — Þaö er svo mikið sumar i hjarta minu aö ég gæti þessvegna gengiö um nakin sagði hún og hló sannfærandi. Loksins er ég frjáls, loksins get ég fariö aö lifa lifinu ég sem hef ekkiveriötilnemasemeinaf fast- eignunum hans. Loksins! Og enginn nema ég sjálf skal nokkurntima fá aö skrifa um nokkurn hluta likama mins ekki einusinni þá hluta hans sem allir geta þó séð. Hamingjan blastiviö henni, það sáu allir og gátu ekki annaö en samglaöst henni, lika þeir sem voru svo þjakaðir af lifsreynslu að þeir efuðust um aö freisi hennar væri al- gert. Svo byrjaöi hún aö lifa lffinu. Þaö þótti henni ævintýri þartil hún rak sig á að þaö var ekki aöeins leikur að vera ein meö tvo krakka sem komust snögglega á erfiðasta aldur þegar pabbi þeirra var ekki lengur á heimilinu, þurfa að framfleyta þeim og sér á margfalt lægri upphæö en hún haföi áður haft milli handanna þegar hún bjó meö há- launamanni og eiga þaráofan ekki von i neina alminlega vinnu. — Skrambi sagði hún við krakkana eitt kvöldiö. Viö veröum aö selja þetta stóra hús og kaupa okkur litla ibúö i staöinn. Fyrir afganginn getum viö lifaö góðu lifi meðan ég er aö mennta mig. Krakkarnir mótmæltu en komust ekki upp meö moðreyk af þvi móöir þeirra var jafn fylgin sér og hún var ákveðin aö lifa lff- inu. Þaö er af manninum hennar að segja aC hann þoldi enganveginn aö missa konu, börn og heimili. Eftir skamma hrið var hann farinn aö drekka svo illa að greinarn- ar hans voru ekki lengur léttar heldur þunglamaiegar og fullar af áhyggjum af Borginni okkar og framtið mannkynsins. Margir lesendur sögðu blaðinu upp og enn fleiri kvörtuöu og sögöust ekki kæra sig um pólitik með morgunkaffinu. Þá gripu eig- endurnir til þess ráðs aö lækka hjá honum kaupiö: það haföi frammað þessu reynst þeim óbrigðult þegar nauösyn kraföist þess aö fólk sæi aösér.En i þetta sinn hafði þaö gagnstæö áhrif. Hann fékk sviðandi áhyggjur af framtiö sjálfs sin og varð svo pólitiskur aö lesendum hans fannst það jaöra við ofstæki. Þá var honum sagt upp starfi. Og nú drakk hann sem aldrei fyrr. — Þetta er alltsaman konunni minni að kenna sagði hann drafandi á börunum hér og þar. Ég væri ennþá frjálsasti og vin- sælasti blaöamaöurinn ef hún heföi ekki veriö svona viökvæm fyrir sjálfri sér og skiliö viö mig bölvuð tæfan. Þegar Stella ætlaöi svo aö fara aö selja húsið var hann búinn aö sannfæra sig um aö hún væri ekki siður en djöfuilinn óþrjótandi uppspretta alls ills. Haf ðu Eif henni eins mikið og þú mögulega getur, sagði hann við slyngan lögfræöing sem tók aö sér að sækja fyrir hann málið. Hún á skilið aö sjá þaö svart á hvitu hver vann fyrir henni og öllu saman með þvi að selja sig uppá hvern dag i fimmtán ár. Or þessu varö ekki aöeins einn hávaöa- samasti hjónaskilnaður þessara ára, hann varð lika svo dýr aö þegar upp var staöiö höfðu allir aöilar hagnast ágætlega nema þau sem voru að skilja. Stella fékk þó krakkana sem voru um þetta leyti orðin svo óviöráöanleg að hún hefði hefnt sin á fóðurnum með þvi að láta honum eftir for- ■ Jólin koma brátt — jólabækurnar koma fyrr.Hér birtum viö kafla Ur bók sem bráö- lega kemur út hjá forlagi Máls og menn- ingar — það er smásagnasafn eftir Véstein Lúöviksson sem hann nefnir ,,t Borginni okkar—sögur og ævintýri frá kostulegri tfð”.Tökum viö upphafiö af einni sögunni, „Lausnarinn”, en iesendur veröa aö bíöa Utkomu bókarinnar tilaö fá aö vita fram- haldið... A bókarkápu, tilvonandi, mun þetta standa : „Einu siuni var borg sem hét þvf hlýlega nafni Borgin okkar. Enginn efaöist um aö hún væri fallegust allra borga, a.m.k. á sólrikum dögum. Tuugan sem þar, var hreinust allra tungna og þar bjuggu kyuhreinir menn sem voru frá fornu fari gefnir fyrir magnaöar sögur. t þessari bók kynntumst viö viöbrögðum Borgarinnar okkar viö hinum margvfs- legasta vanda. Bæöi utanaðkomandi vanda og þeim sem steöjar inuan frá og raskar þeirri mynd sem BorgarbUar hafa gert sér af lifinu eins og þaö er — og á aö vera,,,” ræöi þeirra beggja ef ekki heföi veriö hlaupin ihana kergja. Og peninga fékk hún sem nægöu þó ekki til fyrstu útborgunar f litilli kjallaraibúö i gömlu húsi. — Fari það kolað, sagöi Stella við krakk- ana. Lífiö ætlar aö veröa okkur basl að minnstakosti þangaötil þiö getiö farið að vinna fyrir ykkur og mér kannski lika. — Þér kannski lfka? Ekki aldeilis! sögöu þau. Þegar við erum búin að læra flytjum viö hinumegin á hnöttinn til að þurfa ekki aö vera nálægtbrjáluöustuforeldrum undir sólinni. Það segir sig sjálft aö Stella gekk ekki lengur léttklædd i kalsaveðri. Þegar hún fann það sem best hvað hún var fjarri því að vera frjáls og lifa lifinu, gekk hún meiraðsegja dúöuö úti sumardaginn. Fyrir frændsemi og náð fékk hún leiðin- lega vinnu í leiöinlegum banka. Þar eyddi hún nú lífdögunum i aö færa á spjöld tölur sem hún skildi ekki. I kaffitímanum virti hún fyrirsér vinnufélagana og hugsaöi meö sér: guö minn góður, hvernig verö ég oröin eftir tiu ár? Á kvöldin dottaði hún lifsupp- gefin fyrir framan sjónvarpiö ef hún hafði ekki rænu á aö leggjast strax uppi rúm og gráta á sig svefn meðan krakkarnir gengu berserksgang i eldhúsinu. — Þetta er ekki hægt, sagði hún við mömmu sína einn sunnudaginn. Annaö- hvort lifi ég eöa dey. — Þú varst svo léttur penni þegar þú varst i' skóla, sagði sú gamla. — Hvaö kemur það málinu viö? Ef þú getur ekki lifaö nema meö fullar hendur fjár verðurðu aö vinna þér fyrir meiru en þú gerir I bankanum. Til dæmis með þvi að skrifa eitthvaö sem fólk vill lesa. Þetta fannst Stellu snjallt og fékk nýja trúá lif sitt þegar hún sá sjálfa sig fyrir sér sem óstöðvandi metsöluhöfund eöa þá afar vinsælan blaöamann. En um hvaö gæti hún skrifaö? Jú, næstu kvöld þjösnaöi hún saman afhjúpandi játningagrein um allar þær sálarkvahr sem hún haföi liöið vegna örsins sem hún bar á hægra lærinu utan- veröu. Þetta er reyndar uppgerö og lygi, hugsaði hún með sér. En þetta vill fólk áreiöanlega lesa og bráöum verð ég nógu efnuötil aö geta lifaö lífinu. En henni skjáltlaðist. Ritstjórarnir sem lásu greinina sögöu allir: — Þetta er stirð- busalega skrifaö og ekkert frumlegt. önnur kona hefur þegar skrifaö heila bók, létta og leiftrandi, um allar þær sálarkvalir sem hún hefurliöið vegna fæöingarblettsins sem hún ber á milli brjósta sér. Lesendum okk- ar fyndist greinin þin ekki annaö en aumkunarvert bergmál. Vertu blessuð. Og Stella skrifaöi ekki meira. — Ég erdæmd til aö morkna i bankanum sagði hún klökk viö vinkonu sina sem var talingeöveik af þvihún sá og orðaöi hlutina ööruvisi en annaö fólk og hafði ekki friö fyrir ættingjum sinum og læknum þeirra sem vildu moka i hana lyfjum. — Bankaöu rán, sagöi vinkonan og átti við aö Stella skyldi ræna bankann. — Þá lendi ég kannski i' fangelsi og verð aö fresta því um mörg ár aö lifa lifinu, sagði Stella. — Nóttaöu þig i rikidæmi sagði vinkonan og átti viö aö Stella skyldi selja sig eina nótt einhverjum rikum. — Ég er engin mella þótt ég hafi i fimm- tán ár verið gift vinsælum blaöamanni af eintómum hégómaskap, sagöi Stella og þurrkaöi af sér tár sem sagöi henni aö hún væri farin að sjá eftir skilnaöinum, pinulit- iö. — Heiminn i markaöslausn sagði þá vin- konan og klappaöisaman lófunum af hrifn- ingu yfir svo snjallri hugmynd. Þetta skildi Stella ekki þótt hún gæti snú- iö orðunum á sitteigiö mál, semsé: Finndu lausnara fyrir heimsmarkaöinn. Svo hún bað um útskýringu sem hún fékk og fer hér á eftir samþjöppuð á hversdagsmáli okkar hinna sem erum svo heilbrigö aö okkur dettur aldrei neitt i hug. — Guö og Jesús eru svo illa leiknir eftir aldalanga misnotkun aö þeirfá ekki hljóm- grunn i hjörtum nútimafólks. Samt þarf maður ekki annaö en aö lita andartak i aug- un á nútimafólkinu til aö sjá að þaö er i æp- andi þörf fyrir trúarbrögð. Ef þú gætir _tjaslaö þeim saman — þau þyrftu ekki aö vera merkileg — þá fengiröu að minnsta- kosti höfundarrétt aö handbókinni eða guö- spjallinu eða hvað þú kallar það og gætir lifaö áhyggjulaus i þúsund ár þessvegna. En af þvi þú ert svo skelfing hugmynda- snauö aö það er ekki nokkur von til aö þér takist það og ég hef ekki nægan frið fyrir ættingjum minum og læknum þeirra til að ég nái aö hugsa máliö til enda, þá er ekki nemaeinleið fær: að þú finnirþér einhvern sem nútimafólkið getur trúaö á sem lausn- ara og stofnir svo annaöhvort i kringum hann fyrirtæki eða fáir hjá honum prósent- ur sem umboðsmaöur. — Lausnari? sagöi Stella gapandi af ihygli. Undan hverju gæti hann leyst nú- timafólkiö? — Tilgangsleysinu sagöi vinkonan sem var talin geðveik. Þetta fannst Stellu svo augljóst aö hún roðnaði af skömmustu yfir þvi aö henni skyldi ekki sjálfri hafa dottiö þetta i hug. Auðvitaö tilgangsleysinu! Einhversem fólk tryði aö gæti leyst þaö undan tilgangsleys- inu! Og Stella sá fyrir sér herskara banka- starfsmanna koma þjótandi meö aleiguna og leggja hana aö fótum lausnarans, jafn- vel reiöubúna aö ræna alla bankana ef hún nægöi ekki, aðeins ef þeir fengju tilgang, já þó ekki væri nema snefil af tilgangi i sitt innantóma lif. A eftir þeim komukennarar og barþjónar, listamenn og verkafólk, einkaritarar og auglýsingateiknarar... Því- likur bisniss! Ath. Timans. Sögunni er langt Ifrá lokiö hér...! heimilislán launalán Pú sparar — við lánum. Pú leggur inn launin þín, við lánum. Skjót úrlausn. „Sparisjódir um altt land bjóða þér samvinnu Launalán er nýr lánaflokkur hjá Sparisjóðnum. Allir fastir viðskiptamenn sparisjóðsins sem fá laun sín eða tryggingabætur greiddar reglulega inn á reikning í sparisjóðnum eiga kost á launaláni þegar eftir 3ja mánaða viðskipti. Launalánin eru skuldabréfalán með sjálfskuldar- ábyrgð. Reikningseigandi þarf að vera skuldlaus við sparisjóðinn. Pú leggur inn skriflega umsókn og færð lánið lagt inn á launareikning þinn. Hyggir þú á meiriháttar fjárfestingu þá talar þú auð- vitað við sparisjóðsstjórann, en launareikningur við sparisjóðinn er góður grundvöllur lánsviðskipta. Komdu við í sparisjóðnum og fáðu þér upplýsinga- bæklinga um heimilislán og launalán. Heimilislán er nýr lánaflokkur hjá Sparisjóðnum. Pú ákveður lengd spamaðartímabilsins, sem getur verið 3 —18 mánuðir—óverðtryggt, eða 12—36 mánuð- ir verðtryggt. (Jpphæðina ákveður þú einnig innan þess ramma sem sparisjóðurinn setur. Að sparnaðar- tímabilinu loknu lánar sparisjóðurinn þér 100%, 125% eða 150% ofan á heildar innistæðu. Því lengur sem þú sparar því hærra lán færðu og til lengri tíma. Sparisjóðurinn Herþér INNAN HANDAR PH20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.