Tíminn - 04.10.1981, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.10.1981, Blaðsíða 18
18 NÓBELS- VERÐLAUNIN — Hverjir fá þau, hvernig eru þeir valdir? Þau eru liklega óteljandi, bókmenntaverðlaunin sem veitt eru i heiminum ár hvert. Eins og við má búast eru menn sist á eitt sáttir um gildi slikra verðlauna en flestir geta þó að likum verið sammála um að engum verðlaunum fylgi jafn- mikil virðing og þeim sem kennd eru við Nóbel. Nóbelsverð- launin hafa verið veitt undantekningarlitið á hverju ári frá 1901 og nú fer að liða að þvi að sænska akademian tilkynni hver hafi orðið fyrir valinu i ár. Alláreiðanlegar heimildir úr innsta hring akademiunnar herma að meðal þeirra sem helst koma til greina að þessu sinni séu Claude Simon, Nadine Gordimer og annaðhvort Mario Vargas Llosa eða Gabriel Garcia Marquez. ■ t erfðaskrá sinni frá árinu 1895 kvað Alfreð Nóbel uppfinnandi dýnamltsins, svo á um aö eignum hans skyldi ráðstafað skynsam- lega og arðurinn nýttur til að veita þeim verðlaun sem taldir væru hafa lagt nokkuð af mörkum til að hagur mannkyns vænkaðist. Fimm verðlaun skyldu veitt — ein fyrir afrek á sviði læknisfræöi, önnur fyrir eðlis- fræði, þriöju fyrir efnafræði, fjóröu fyrir þann sem talinn væri hafa stuðlað aö friði i heiminum og fimmtu verðlaunin átti sá að fá sem skrifaö hefði betri bækur en aðrir.Tekið skal fram að Nóbels- verölaunin I hagfræði komu löngu siðar til sögunnar og eru ekki á vegum Nóbelsnefndarinnar, heldur Sviþjóðarbanka. Fjár- haldsmer.n sjóöa Nóbels hafa reynst vanda sinum vaxnir og i ár er liklegt að verðlaunin i hverri grein nemi einni milljón sænskra króna en það ætti til dæmis að nægja til að halda einum rithöf- undi uppi við sæmilegan kost i nokkur ár. Hefur setið i nefndinni siðan 1921 Nóbel ákvaö að verðlaunahaf- arnir skyldu valdir af sérstökum nefndum og óskaði eftir þvi að sænska Akademian veldi bók- menntaverðlaunahafann ár hvert. Akademia þessi var stofn- uö árið 1786 og i henni eru 18 menn. Sitja menn i henni ævi- langt en undir eins og einn meö- limur fellur frá kjósa hinir annan i hans stað og þannig endurnýjar Akademian sig sjálf. Um það bil helming • meðlimanna má kalla „bókmenntamenn” en hinir eru heldur ekki allfjarri bókmennt- um. Það er sérstök nefnd innan sænsku Akademiunnar sem sér um aö velja úr tilnefningum þá sem helst koma til greina. 1 þess- ari nefnd eru nú sex félagar: Jo- hannes Edfelt, Karl Ragnar Gierow og Artur Lundkvist, allir bókmenntamenn á áttræðisaldri sém hafa setið I Akademiunni i tiu til tuttugu ár — Lars Gyllensten, á sjötugsaldri fyrrverandi pró- fessor i læknisfræði og jafnframt höfundur nokkurra bóka, aukin- heldur ritari Akademiunnar, — Osten Sjostrand, skáld og gagnrýnandi á sextugsaldri, og loks Anders Osterling, skáld og gagnrýnandi sem hefur setið i Akademiunni siðan 1919 og i Nó- belsverðlaunanefndinni siðan 1921. Hanner97ára gamall en, að þvi er Ulf Linde, listgagnrýnandi sem er einn af nýjustu félögum Akademiunnar segir, þá er hann „varla elstur I hjarta sér”. Þar sem verðlaunin eru afhent I desember á hverju ári og vana- lega tilkynnt um mitt haust hver þau muni hljóta er ljóst að starf Nóbelsnefndarinnar hefst strax i byrjun hvers árs. Fyrsta skrefið er að afla tilnefninga frá með- limum sænsku Akademiunnar, fyrri verðlaunahöfum, félögum i svipuðum samkundum og Aka- demiunniog forsetum ýmissa rit- höfunda- og bókmenntasamtaka. Grundvallarreglan er sú að til- nefningar verða að hafa borist skriflega fyrir endaðan janúar árið sem verölaunin verða veitt. Berist tilnefningar frá rithöf- undum um þá sjálfa er þeim um- svifalaust hafnað. 300—400 tilnefningar A hverju ári berast milli 300 og 400 tilnefningar. Þar sem margir rithöfundar eru nefndir oftar en einu sinni eru nöfn þeirra sem nefndir hafa verið vanalega á bil- inu 100 til 150. Anders Ryberg rit- ari nefndarinnar, tekur saman lista yfir tilnefningarnar og leggur hann fyrir fund nefndar- innar og einnig fyrir Akademiuna 1 heild en hún kemur saman i feb- rúar. Siðan er hver einasti rit- höfundur á listanum athugaður gaumgæfilega. Enginn er skilinn eftir úti i kuldanum. Nú hefst mesta vinnan. Nefndarmenn i Nóbelsnefndinni fara á bókasafn Akademiunnar en þar eru 175 þúsund bækur og árlega bætast við milli 1500 og 2000. Svo er sest við lestur. Ef bækur eftir einhvern rithöfund sem nefndur hefur verið eru ekki til á málum sem eru aðgengileg fyrir nefndarmenn pantar nefnd- in þyðingar á verkum hans og er það vanalega gert af mönnum innan Sviþjóðar. Sérfræðingar, bæði i Akademiunni sjálfri og utan hennar, eru spuröir álits á einstökum rithöfundum, bók- menntum á framandi tungu- málum og bókmenntagreinum. 1 lok mars hefur sex manna nefndin útilokað alla rithöfund- ana nema 15—20 það eru siðan þeir sem berjast um heiðurinn, án þess að hafa hugmynd um það, þvi reynt er að láta starf Nóbels- nefndarinnar fara eins leynt og hægt er. Artur Lundkvist, nefndarmaður, upplýsti nýlega i samtali við bandariskan blaða- mann að flestir rithöfundarnir á þessum styttri lista hafi verið þar áður og sumir i allt að 40 ár. Nefndin sest nú á rökstóla og á endanum eru fimm nöfn iögð fyrir fund allrar Akademiunnar, það eru þeir sem eftir standa. Stöku sinnum eru nöfnin sex eða sjö en þá eru oftast tveir eöa fleiri rithöfundar spyrrtir saman. Lundkvist sagði i áðurnefndu samtali: „Hver af öðrumheltast rithöfundarnir úr lestinni. Það er rökrættfram og aftur um þá og ef einn nefndarmaður heldur stift fram ágæti eins rithöfundar nægir þaö engan veginn heldur verður hann að afla stuðnings hinna i nefndinni. Oft er deilt hart”. Fimm nöfn 1 april eru nöfn þessara fimm rithöfunda lögð fyrir Akademi- una, ásamt sýnishornum af verk- um þeirra og öðrum gögnum ef nauðsynleg þykja. 1 mai setur Akademian sér sumarleyfi, og það er að töluverðu leyti notað til að meðlimirnir geti kynnt sér verk rithöfundanna i ró og næöi. Siöla I september hefjast fundir Akademiunnar að nýju og kemur hún ætið saman á fimmtudögum klukkan fimm eftir hádeg:„,Eftir nokkurra klukkutima rökræður taka menn sér hlé og halda til kvöldverðar á veitingahús sem. Akademian eignaðist fyrir mörg- um árum siðan. „Andrúmsloftiö á þessum fundum er stórkostlegt”, segir Ulf Linde „Maturinn er ókeypis. Vínið er ókeypis”. Oftast tekur það innan við mánuð að ákveða hver hljóta skuli verðiaunin. Greidd er at- kvæði en vanalega hafa rökræður Akademiufélaganna þegar leitt i ljós hver fái verðlaunin svo það kemur sjáldan fyrir að meðlim- irnir geti ekki sætt sig við þann sem fyrir valinu verður. Lagt er blátt bann við þvi að utanaðkom- andi aðilum sé sagt frá þvi sem ' fram fer á fundum Akademi- unnar og öll gögn um fundina eru læst niðri i að minnsta kosti fimmtiu ár. Eftir að búið er að ákveöa hver hlýtur verðlaunin er fjölmiölum skýrt frá þeirri ákvörðun og haft er samband við viðkomandi. Einnig sendir Aka- demian frá sér yfirlýsingu þar sem rakið er i stuttu máli hvers vegna akkúrat þessi maður varö fyrir vaiinu. Verðlaunahafinn tekur siðan viö verðlaunaskjali sinu, verðlaunafénu og orðu af sænska konunginum þann 10. desember ár hvert og þar flytur verðlaunahafinn ræðu sem iðu- lega er birt um heim allan. Siðan byrjar allt upp á nýtt. Fremstur meðal jafn- ingja Bandariskur blaðamaður frá New York Times fór nýlega á fund þriggja félaga i Akademl- unni — tveggja sem sæti eiga i Nóbelsnefndinni og eins sem þar kemur hvergi nærri. Artur Lund- kvist býr meö konu sinni, ljóð- Sunnudagur 4. október 1981 ■ Alfred Nóbel og fjórir menn sem hlotiö hafa verðlaun f hans nafni siðustu árin: Patrick White (efri röð, t.v.) 1973, Czeslaw Milosz, 1980, AleksanderSolzhenitsyn (neðri röð, t.v.) 1970, Samuel Beckett, 1969. skáldinu Mariu Wine, i litilli ibúð i úthverfi skammt fyrir • norðan Stokkhólm. Hann er hávaxinn, myndarlegur maður og bauð blaðamanni inn i litla stofu þar sem voru fáar einar bækur. Ástæðan er sú að Lundkvist gefur Nóbelssafninu flestar bækur sinar, jafnvel þær sem áritaðar eru honum persónulega. Lund- kvist hefur starfað við bók- menntir alla ævi, hann byrjaði á þvi aö skrifa blaðagreinar og siðan ljóð, ferðasögur og bók- menntagagnrýni. Alls hefur hann sent frá sér 60 bækur. Hann var kosinn i Akademiuna árið 1968 og tók þegar sæti i Nóbelsnefndinni og er viöurkenndur þar sem fremstur meðal jafningja. Styrkur hans er griðarlega yfir- gripsmikil þekking á nútimabók- menntum og slá þar fáir honum við. Það er sama hvar borið er niður, Lundkvist þekkir alla sæmilega kunna rithöfunda og getur ekki aðeins sagt undan og ofan af þeim sjálfum heldur og hverri einustu bók sem þeir hafa skrifað. Og ekki þarf hann að styðjast viö minnisblöð, allt þetta hefur hann i höfðinu. Hann les ekki aðeins allar skandinaviu- tungurnar og ensku heldur og frönsku og spænsku. Lundkvist er persónulegur vinur margra þeirra sem hlotið hafa bókmenntaverðlaun Nó- bels — hann fékk til dæmis heilla- óskabréf frá T.S. Eliot er hann varð fimmtugur, Pabló Nerúða hitti hann fyrst árið 1949 og Pat-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.