Tíminn - 04.10.1981, Side 19
Sunnudagur 4. október 1981
rick White nokkrum árum áður
en hann hlaut Nóbelsverðlaunin.
Lundkvist kvaðst hafa lesið
Czeslaw Milosz, Nóbelsverð-
launahafann frá i fyrra, i þrjátiu
ár og Oddysseus. Elytes, sem fékk
verðlaunin 1979 álika lengi.
,,Ég hefði kosið James
Joyce”
Lundkvist var skjótur til svars
er hann var spurður hverjir rit-
höfundar sem ekki fengu Nóbels-
verðlaun hefðu átt þau mest
skilið. Hann sagði: „Joseph
Conrad, Maxim Gorki, Rainer
Maria Rilke, Theodore Dreiser,
André Breton. D.H. Lawrence dó
of snemma. Ég hefði kosið James
Joyce”.
Osten Sjostrand var kosinn i
Akademiuna árið 1975 og likt og
Lundkvist fór hann þegar i stað
inn I Nóbelsnefndina. Hann er
fyrst og fremst ljóðskáld, en
hefur einnig skrifað óperutexta
og þýtt úr frönsku, ensku, þýsku,
itölsku, dönsku og norsku og
unnið með öðrum að þýðingum úr
grisku, pólsku, tékknesku og
rússnesku. Sjostrand lagði
áherslu á þá gifurlegu vinnu sem
lægiað baki úthlutuninni á hverju
ári. „Maður verður að venja sig
við að bóklestur verður manni
ekki siður mikilvægur en
matur”., sagði hann. Sjostrand
kvaðst hafa þekkt til Odysseus
Elytis i rúmlega tuttugu ár en þar
sem hann hefur unnið að þýðing-
um á verkum annars grisks
skálds, Yannis Ristos, sem
margir telja betri en Elytis var
hann spurður hvers vegna Elytis
hefði orðið fyrir valinu. Sjöstrand
kvað mestu hafa valdið að Elytis
hefði endurskapað hinar grisku
goðsögur á nútimalegan hátt og
þannig brúað bilið milli hins
gamla og hins nýja. Þvi hefði
hann hlotið verðlaunin.
„Við reynum einnig að sýna
minnihlutamenningu áhuga”,
sagði hann. „Það er vegna þess
að við viljum ekki blandast inn i
stórveldaátök. Það er misskiln-
ingur að við séum að velja heims-
ins besta rithöfund, heldur velj-
um við rithöfunda sem við álitum
að séu mikilvægir fyrir bók-
menntir á öðrum tungumálum en
þeirra eigin. Það er stefna
Nóbelsnefndarinnar ”.
Óþekktir rithöfundar?
Þetta skýrir undanfarnar verð-
launaveitingar en mörgum hefur
virst að þeir rithöfundar hafi
veriðeinum of óþekktir — Grikki,
Lithái sem skrifar aðallega á
pólsku og býr i Ameriku, Banda-
rikjamaður sem skrifar á
jiddisku. Sjöstrand var tregur til
að nefna menn sem ekki fengu
verðlaunin en áttu þau skilið en
að lokum nefndi hann þó Paul
Valery, Rilke, Joyce «g Breton.
„Eg fullvissa þig um Bð ég hef
ekki minnstu hugmynd um hvers
vegna þeir völdu mig”, sagði Ulf
Linde er bandariski blaðamaður-
inn heimsótti hann. „Ég hef mjög
litið skrifað. Ég er ekki mjög vel
heima i nútimabókmenntum, min
deild er myndlistin. En ég les nú
meira en ég gerði áður og er far-
inn að vera samræðuhæfur i þess
um hópi. Mitt hlutverk er eigin-
lega aö gagnrýna skoðanir hinna.
Ég skynja bókmenntir á sama
hátt og ég skynja myndlist. Það
sem mér fellur vel við hjá
Matisse fellur mér einnig vel við
hjá Dostoévskij”.
Linde er kunnur aðdáandi
Marcel Duchamp og John Cage
en þeir hafa báðir skrifað bækur
auk þess að starfa að myndlist.
Hann hikaði er hann var spuröur
hvort hann teldi þá verðuga Nó-
belsverðlauna. „Þeir eru vissu-
lega jafnokar margra þeirra sem
hlotið hafa Nóbelsverðlaun en
þeir skrifuðu ekki nógu mikið til
að vera raunverulga verðugir
verðlaunanna. öll Akademian
myndi heldur aldrei fallastá það
og þvi þá að stinga upp á þvi?”
Ætti að gefa Nóbelverðlaun
fyrir myndlist?
,,Já, en þá ætti aðeins að veita
þau á fjögurra ár afresti. Það eru
ekki eins margir verðugir
myndlistarmenn og rithöfundar”.
Linde var eins og spurður um
rithöfunda sem hefðu átt að fá
verðlaunin en gerðu það ekki.
„Paul Valerý, Ezra, Pound,
Breton, Kafka, Joyce og Proust”.
Pearl S. Buck óverðug
Sú gagnrýni sem oftast er beint
gegn Nóbelsverðlaununum er að
þau hafi engin áhrif önnur en að
auka hróður viðkomandi rithöf-:
undar. Oft er það lika svo að rit.
höfundar fá verðlaunin ekki fyrr
en svo seint að það eru i rauninni
aðeins erfingjar þeirra sem hagn-
ast eitthvað að ráði. Stundum er
lika um að ræða löngu viðurkenna
og rika höfunda sem ekkert hafa
heldur aö gera við peningana. En
nefndarmenn sem velja
verðlaunahafana gera sér lika
ljósa grein fyrir takmörkunum.
verðlaunanna. Þeir sem verja
verðlaunin segja að þau hafi
vissulega gildi þótt það hafi af
mörgum verið ýkt og mjög fáir
rithöfundar hafi fengið verð-
launin sem alls ekki hafi átt þau
skiliö á sinum tima. Linde og Sjo-
strand voru beðnir að nefna slika
höfunda og þá lentu þeir i vand-
ræðum. Báðum datt loks i hug eitt
nafn og reyndist það vera sama
nafnið: Pearl S. Buck.
— ij endursagði
íbúð óskast til leigu
Þriggja til fjögurra herbergja ibúð óskast
i Reykjavik. Upplýsingar i sima 24193 og
86387 (á kvöldin).
Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Umboðsmenn Tímans
Norðurland
Staður: Nafn og heimili: Sfmi:
Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson 95—1384
Blönduós: Olga Óla Bjarnadóttir,
Arbraut10 95—4178
Skagaströnd: Arnar Arnarson,
Sunnuvegi 8 95—4646
Sauðárkrókur: Guttormur Óskarsson, 95—5200
Skagfirðingabr. 25 95—5144
Siglufjörður: Friðfinna Simonardóttir, •
Aðalgötu 21 95—71208
Ólafsfjöröur: Helga Jónsdóttir, 96—62308
Hrannarbyggð 8
Dalvik: Brynjar Friöleifsson,
Asvegi9 96—61214
Akureyri: Viöar Garðarsson,
Kambagerði 2 96—24393
Húsavik: Hafliöi Jósteinsson,
Garðarsbraut 53 96—41444
Raufarhöfn: Arni Heiðar Gylfason,
Sólvöllum 96—51258
Þórshöfn: Kristinn Jóhannsson,
Austurvegi 1 96—81157
i fóUuð&onama?
Er hópur á leið í höfuðborgina? T. d. í
leikhúsferð, á mannþing eða annarra er-
inda. Viðdvölin verður eftirminnilegri
þegar Hlaðan er með í áætluninni. Til-
valið er að þorða kvöldverð, í Hlöðunni,
fara síðan í leikhús og fá sér síðan kaffi í
Hlöðunni á eftir. örfá skref á dansgólf
Óðals. Ath. að það er nokkurra mínútna
ganguríöll leikhúsin.
Þá er Hlaðan kjörin fyrir kvöldfagnaði
starfsmannafélaga omfl. Allt að 100
manns borða saman í óvenjulegu um-
hverfi Hlöðunnar. Verðlagið er hreint
ótrúlegt, þríréttaður kvöldverður frá kr.
75,-. hringið í 91-11630 og sannfærist
um ómótstæðilegt tilboð.
HIAMN