Tíminn - 04.10.1981, Síða 24

Tíminn - 04.10.1981, Síða 24
n * 24 Sunnudagur 4. október 1981 af erlendum bókamarkadi liiTMMl WJTHOR OF THí EIGÉR SAHCTIOII Coward PLAYS: ONE HÁY FBVER. THÉ VORTÉX. FALLEN ANGELS. LASY VIRTUE ■' Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsari Eymundssonar. Trevanian: Shibumi. Granada 1980 ■Trevanian, ekki vitum viö hverra manna hann er eða hvaö hann heitir i raun og veru. Am.k. er hann höfundur „The Eiger Sanction”, sem var kvikmynduö meö hinum tilfinningafirrta Clint East- wood í aöalhlutverki, og siöan islenskuö undir nafninu „Mannaveiöar”. En Trevan- ian er augljóslega einn þeirra sem skrifar iangar spennu- bækur mikilla atburöa og örlaga. Shibumi er sérstæöur og meö öllu óskiljanlegur eiginleiki, „skilningur fremur en þekking”, og sá sem yfir honum ræöur „stjórnar án þess aö drottna”. Söguhetjan, Nicolai Hel (réttnefni), þýsk- rússneskur dulspekingur, og auk þess varasamur moröingi, hefur tileinkaö sér Shibumi. Hanner fslagtogi viö Hönnu Stern, terrorista sem leikur tveim skjöldum. Og á hælunum á þeim er Demant- ur, sem á aö hafa upp á þokka- hjúunum á vegum dular- fullrar njósnastofnunar — Móöurskipsins ENORMOUSIMAGlNATXÍNANOVrrAUTV AHOOEBOOK IN EVERY WAY - BERNARD t.fc VIN W THE SUNOAYTlMC S Noel Coward: Plays—One. Eyre Methuen 1979. ■ Þau eru ófá leikskáldin sem komiö hafa út, nánast 1 heild sinni, I Master Playwrights seriu Eyre Methuen forlags- ins. Þar má nefna þrifnaöar- höfunda á borö viö Behan, Joe Orton, Pinter, Ibsen og Strind- berg. Og nú Noel Coward. Máski er hann ekki sifellt ofarlega á baugi eins og fyrr- nefndir, verk hans þykja eldast fremur illa, þaii eru staöbundin í tima og rúmi — oftast nær meöal fólks af betri stétt enskra á þriöja og f jóröa tug aldarinnar. En „Heigull” er skemmtilegur meö ágætum fyrir þvi. Coward var leikhús maöur af lifi og sál, byrjaöi bráöungur aö leika, leikstýra og skrifa leikrit — hand- bragöiö er eftir þvi. Leikritin fjögur í þessu fyrsta bindi safnsins eru frá árunum 1925—26, þegar Coward var aöeins 25 ára, metnaöargjarnt ungt ieikskáld. Um tima voru þau öll sýnd samtimis I leik- húsum i Vesturenda. Leikrit Cowards einkennast helst af hrööum og hnyttilegum oröa- skiptum og oröaleikjum. Anthony Burgess: EarthlyPowers. Penguin 1981 ■ 1 sumar hlóöum viö „Earthly Powers” lofi hér á siöunni, nýjustu og viöamestu skáldsögu hins óhemju af- kastamikla Anthony Burgess. Hér er hún loks i pappirsbroti og styttist ekki aö marki viö þaö, er heilar 700 siöur meö lúsaletri. „Earthly Powers” er sagan af Kenneth Marshal Toomey, aflóga enskum rit- höfundi, sem horfir yfir farinn veg af ellisetri sinu á Möltu- ey.Toomey ernánastsummar summarum af kynslóö enskra fyrra-strlös-höfunda — land- flótta vegna kynvillu sinnar, málkunnugur öllum sem eitt- hvaö máttu sin I þröngum evrópskum menningarheimi, og ieillfum bamingi viö mága sina — kirkjunnar menn. Persónan hittir beint i mark. Bókin er ógnar fyndin, eins og viö var aö búast af höfundi Enderbys, kröftug eins og von var á frá höfundi Clokwork Orange, finlega ofin, enda skrifaöi höfundurinn Malayiska þrileikinn, synfónisk, maburinn enda tón- skáld i hjáverkum, — löng — enda ekki aörir höfundar af- kastameiri. Satt aö segja — einhver stórfenglegsta skáld- saga Ur heldur ófrjóum jarövegi enskra skáldsagna um langt skeiö. Einfaldlega — snilldarverk. Daniel Grotta: The Biography of J.R.R.Tolkien. RunningPress 1980 ■Þaö voru mikil umbrot I kollinum á Tolkien, þar varö til undraheimurinn Miöjik'ö, sjálfstæöurheimur meöskepn- um, kynjaskepnum, menn- ingu, tungumálum, friöi og ófriöi, þar sem gott og illt tókust á um yfirráö. Inn i Miöjörö glöptust slban ung- lingar um allan heim, sumir snéru ekki aftur. Einkalif Tolkiens gefur aftur á móti lítiö tilefni til skrifta, þótt ævi- sögur hans séu nokkrar orínar, hann var friösemdar- maöur, lengst af hlédrægur prófessor I fornenskum fræöum i Oxford og aukin- heldur „tslandsvinur”. Þessi ævisaga Tolkiens lætur ýmis- legt uppi um lifshlaup karisins, en er þó vart mikil skemmtilesning nema fyrir höröustu aödáendur hans. Barnungur var Tolkien num- inn brott af frumbyggja i Suöur-Afriku, hann uppliföi af eigin raun skotgrafir fyrra striösins, gott ef fjálglegar striöslýsingar „Lordsins” eru ekki komnar þaöan. Siöbúin frægö var Tolkien síöar heldur til ama, hann var hlédrægur maöur, sem sagöist hafa samiö ævintýrin fyrst og fremst fyrirkrakkana sina.... JAFNVÆGI VALDSINS A.J.P.Taylor: The Struggle for Mastery inEu- rope 1848—1918 Oxford University Press 1980 ■ NU mun þaö ástand ríkja i heimsmálum sem kallað hefur veriö,,jafnvægi óttans”og byggir á aö báöir hugsanlegir stri"ös- aöilar séu svo kröftugir að hvorugur aöili geti ráöist á hinn án þess aö eiga vlsa tortimingu sjálfur. Þetta jafnvægi byggir á kjarnorkuvopnum ööru fremur og svo ófriövænlegter iheiminum aö væri þaö ekki til staðar er eflaust aö striö væru bæöi tiöari, hömlu- lausari og hryllilegri en viö þekkjum nú dæmi um. Þetta kemur I hugann viö lestur þeirrar bókar sem hér skal sagt frá vegna þess aö á því timabili sem bókin fjallar um rikti einmitt I Evrópu ekki óáþekkt „jafnvægi ótt- ans” — þó það væri i þá daga kallað „jafnvægi valdsins” eöa „The Balance of Power”. Þaö Evrópukort sem skólabörn læröu á þessi sjötiu ár sem sagan stendur var I grundvallaratriðum dregiö upp af Metternich ogkump ánum hans og geröi beinh'nis ráö fyriraö stórveldin værusvo sterk aö ekkert eitt þeirra gæti sigraö öllhin. Þessi stórveldivoru fimm, og stundum sex: Prússland/- Þýskaland, RUssland, Austurriki, Bretland, Frakkland og stundum ítalia. Þaö var eitt sem þessi stórveldi óttuöust meira en ósigur á vigvellinum, sem sé uppreisn og byltingu heima fyrir. Þvi má vel leiða aöþvirök ogþaö gerir AJ.P. Taylor viöa i þessari bók, að „jafnvægi valdsins” hafi ekki slöur veriö stefnt gegn hugsan- legum byltingum heima fyrir en skærum milli stórveldanna. Allt frá frönsku byltingunni hafði byltingareldur læst sig um alla Evrópu, millistéttirnar, og siöar alþýöan, voru að rumska eftir þungan svefn og heimtuöu sitt — um það bil sem þessi saga hefst, 1848, var almennt álitiö aö næstu árin og áratugina yröi ókyrrt i Evrópu, byltingarmenn myndu ná völdum hér og þar, eöa aö minnsta kostigera sitt besta til þess, en þegar á 'reyndi varö raunin önnur. Þessi sjötiu ár voru nefnilega tiltölulega frið- sæl — ef miöaö er viö fyrri tima. Eitt Krimstriö, eitt striö milli Frakka og Þjóöverja 1870, þrot- lausir bardagar á Balkanskaga, og ýmsar skærur aörar: þetta telst ekki vera mikið. Og hvergi hófst byltingarkyndillinn á loft nema í Parisar-kommUnunni og slokknaði snimmendis. Þetta er segirTaylor bein afleiöing „jafn- vægi valdsins”. Bandalag á bandalag ofan En misskilji menn nú ekki, þaö var margt að gerast og ennþá fleira kraumaöi undir niðri. Hvert stórveldi reyndi aö ota sir,um tota og hagnast á kostnað hinna, þaö voru stofnuö bandalög á bandalög ofan, og úti I hinum stóra heimi — I nýlend- unum — var allt á suöupunkti og kapphlaup stórveldanna harla miskunnarlaust. Taylor — vel metinn sagnfræðingur i heima- landi sinu, Bretland — rekur þessa flóknu sögu mjög nákvæm- lega og þó þannig aö úr veröur sérlega læsileg og skýr heild, raunar erstundum næsta ótnllegt hversu vel Taylor tekst aö ein- falda þaö sem gerðist án þess þó aö sleppa neinu úr, að maöur taki eftir. Sagan er aö mestu bundin viö samskipti stórveldanna á diplómatiskum grundvelli — ein- hvers staöar verður aö setja mörk — en Taylor gleymir samt ekki öörum þáttum alveg og leiöir til dæmis prýöilega I ljós að ein mestu mistök sem hinn mflrii Bis- marck gerði sig sekan um var aö átta sig ekki á sivaxandi áhrifum almenningsálitsins, en halda áfram aö plotta i skúmaskotum þegar ögn meiri hreinskilni heföi veriö nauðsynleg. Bismarck er annars auövitað ein meginper- sóna i þessari bók. Evrópa ekki lengur nafli alheimsins A fyrri hluta þessa ti'mabils sem Taylor segir hér frá voru það helst Frakkar sem komu róti á ,jafnvægi valdsins”, Napóleon þriöjivildi jú feta I fótspor frænda sins og leggja undir sig Evrópu eöa eitthvaö i þá veru. Smátt og smátthelltust Frakkar úr lestinni og Þjóöverjar tóku sæti þeirra sem árásaraöili, þaö kemur skýrt fram í bókinni aö frá sjónarhóli „bandamanna” — Breta, Frakka ogRússa — var meginmarkmiöiö I fyrri heimsstyrjöldinni aö endurreisa „jafnvægi valdsins” svo Evrópuþjóöirnar gætu haldiö sinn veg eins og ekkert heföi I skorist. En þá reyndust banda- menn ekki nógu sterkir, Þjóö- verjar sigruöu Rússa og tókst að halda sinu gegn Frökkum og Bretum á vesturvigstöövunum og pattstaöa var yfirvofandi. Banda- rikjamenn komu til sögunnar og Evrópa varö ekki söm. Taylor sýnir fram á aö þaö voru fyrst og fremst tveir menn sem gengu af „jafnvægi valdsins” (og þar með hinni gömlu Evrópu) dauðu — þaö er að segja Woodrow Wilson, Bandarikjafor- seti, og Nikolæ Lenln, byltingar- leiðtogi i' RUsslandi. Wilson kom fram viö Evrópuþjóðirnar eins og stóri bróöir, setti þeim skilyrði, en Lenín kippti Rússlandi allt I einu út Ur Evrópu meðan unniö var aö framgangi kommúismans (eöa altént Stalinismans) i þvi landi. Eftir þettá hefur Evrópa ekki veriösá naflialheimsins sem áöur var, valdiö liggur nú annars staöar, handan Atlantshafsins og á rUsslensku sléttunum. Evrópu- þjóðimar eru ekki lengur stór- veldi — nema þá aö nafninu til, eöa einungis á efnahagssviöinu. Og það er önnur saga. Þessi bók Taylors er eins og áður kom fram hin fróölegasta, yfirfull af fróðleik, reyndar en það er galdur Taylors hversu vel honum tekst að matreiöa þessa fróöleikssúpu. Fyrir ósagnfræöi- lærða veröur ekki betur séð en bókin sé öldungis nákvæm og „rétt”, eftir þvi sem þvl verður við komiö, en hana má lika lesa sér til skemmtunar. Eöa jafnvel til að velta fyrir sér hvernig „jafnvægi” verkar milli stór- velda. — ij A.J.RTAYLOR THE STRUGGLE FOR MASTERYIN EUROPE 1848-1918 Þar sem allt er öfugsnúið Alexander Zinoviev: The Ya wning Heights. Penguin 1981. ■ Strax I æsku komst Zinoviev þessi (f.1922) undir smásjá leyni- lögreglu Jóseps Stalin fyrir þaö hliöarspor aö efast um guölegt eöli leiötogans mikla.fyrst var hann settur á vitlausraspítala og siöar I fangelsi. En i striöinu þurfti aö endurhæfa flesta sem gátu haldiö á byssu. Zinoviev flaug m.a. sprengjuflugvélum. Eftir strlöiö lagöi hann stund á heimspeki, kenndi siöan löngum rökfræöi viö háskólann í Moskvu. En honum var ekki lengur stætt á aö starfa i þágu hins alltum- faömandi opinbera, þegar „Geispandi hæöir” (á frum- málinu rUssnesku, kvaö titillinn vera tviræörar merkingar, hæöirnar eru lika „glæsilegar”) komu fyrst út á Vesturlöndum 1976. Bókin er sögö einhver rammasta ádeila sem skrifuö hefur veriö á Sovét-kerfiö. Hún ber þess merki að vera verk heimspekings.höfundurinn leikur sér i sifellu að þversögnum og röksemdarfærslum, sem leysast upp I sosem ekki neitt. Er þaö ekki sovéski stillinn? Bókin gerist i hreppnum Ibansk, eins konar Sovétrikjum I hnotskurn, I landi, þar sem allt er leiöinlegt, glæsi- lega skipulagt I smáatriöum og fullkomlega öfugsnúiö. 1 formála þýöanda segir aö bókin sé ákaflega vandþýdd, uppfull af oröaleikjum og UtúrsnUningum. T.d. heita persónurnar nöfnum eins og Geöklofi, Framagosi, Leiötogi, Félagsfræöingur, Kenn- ari, Listamaöur — sumar hverjar kváöu eiga sér raunverulegar fyrirmyndiri' vinahópi Zinovievs. Það spuröist Ut aö Zinoviev heföi skrifaö bókina á einum sex mánuöum I miklum berserks- gangi. Allt um það heyrir hún til i hinni ágætu rússnesku hefö langra bóka litiilar sjálfs- gagnrýni, losar rúmar 800 síður I stóru broti. „The Yawning Heigts” er skrifuö af sannri vandlætingu, fyrirlitningu jafnvel, höfundarins á þjóöfélagskerfi, sem hann telur gelt og spillt. HUn er klædd i háös- legan bUning, sem á köfhim minnir t.a.m. á Voltaire, Jona- than Swift og George Orwell, höfunda sem skrifuöu lykilsögur um þjóðfélagskerfi sem þeim féll miöur í geð. Frásagnarmátinn sem hvort tveggja er gamallegur i stil téöra höfunda og nýstár- legur, er á köflum eilitið þreyt- andiog ifyrstu letjandi, þaö tekur tima aö lifa sig inn i bókina. En þrjóskist í.guösbænum viö, þetta er bók sem skiptir máli, menn- ingarlegur leiöarsteinn. Hér er „The Yawning Heights” i ágætri seríu nútimabókmennta frá Penguin, Kóngabókanna. Nýlegri niöstöng Zinvievs um Sovétrikin, „The Radiant Future” mun vera nýkomin út á Englandi. — eh. 1 AUEXANDER ZIN0VIEV THE YAWNING HEIGKTS V i ’Í i : W 'tl/ . tóf ' ' ‘ 1 | I 1 '>■ -„.f 1 g 1 m

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.