Tíminn - 04.10.1981, Qupperneq 31
Sunnudagur 4. október 1981
\
31
um Jim Morrisons. Hann varö
imynd hljómsveitarinnar Ut á við
og réði ferðinni aö flestu leyti en i
raun voru samt allir fjórir jafn-
digrir og enga ákvörðun mátti
taka nema allir væru sammála.
Blaöamenn skrifuöu gjarnan um
Ray Manzarek, Robby Krieger og
John Densmore sem væru þeir
ekki annað en undirleikarar fyrir
Jim en þvifór fjarri og slik skrif
fóru jafnmikið eða meira, i
taugarnar á Jim og hinum. Er
umboösmam The Doors tjáðu
Jim að hann gæti náö lengra ef
hann leysti hljomsveitina upp og
réði sér lausráðna músikanta, i
staðinn sagðist hann skyldu
hugsa málið en sagði félögum sin-
um strax frá þessu og þeir fengu
sér nýja umboðsmenn. The Doors
voru ein heild.
Þar sem Stones þagna
taka Doors upp þráðinn
Sumarið 1967 hefur oft verið
kallað „The Magic Summer’’ —
„undrasumariö”, enda voru þá
hippar, töfrar og ást i tisku. Tón-
listin var afl hippahreyfingarinn-
ar og þetta sumar höfðu þrjár
plötur mestáhrif: „Sgt. Pepper’s
Lonely Hearts Club Band” með
Bltlunum, „Surrealistic Pillow”
með Jefferson Airplane og „The
Doors” með The Doors. Gagnrýn-'
endur, jafntsem hver meðal-ung-
lingur, hrifust mjög af þessari
firna kraftmiklu hljómsveit, inni-
haldsrikum textum (yfir höfuö)
og svo persónu Jim Morrison.
Tónlistin sem The Doors fluttu
var i sjálfu ótrúlega einföld —öll i
sömu tóntegund, sagði einhver,
hvað sem það nú þýðir! — en
þessi einfaldleiki var styrkur
hljómsveitarinnar en ekki veik-
leiki á timum þegar popptónlist
gerðist sifellt flóknari. Plata
hljómsveitarinnar seldist grimmt
— sjálfir töldu þeir það öruggt
merki um tilvonandi vinsældir
þegar fréttist að sjálfir Bitlarnir
hefðu keypt tiu eintök af henni —
og gagnrýnendur fengu nú tæki-
færi til að draga fram stóryrðin.
Það var Jim sérstaklega mikils
virði þegar hann las Ut úr dómum
gagnrýnenda að þeir skildu hvert
hljömsveitin var að fara, hvað
hún vildi segja og hvert hún
visaði veginn. Richard Goldstein,
virtur rokkgagnrýnandi sagði:
„Þar sem Rolling Stones þagna
taka The Doors upp þráðinn”.
Annar: „The Doors standa fyrir
óþolandi sælu framlengda”. Sá
þriðji: „Bitlarnir og Stones gera
mann viti sinu fjær, siðan — þeg-
ar vitáð er rokið út i veður og vind
— koma The Doors. Tónlistin seg-
ir frá brjálæðinu sem býr innra
með okkur...” og „The Doors eru
striðsmenn rokkmenningarinnar.
Morrison er engill, Utrýmingar-
engill”. Jim var sáttur við þessar
lýsingar en annað þoldi hann
ekki, þegar einn gagnrýnandi
kallaði hann „Mikka MUs de
Sade” eða annar sagði: „Ef
T.S.Eliot væri popp-hljómsveit,
þá væri hann The Doors”.
Ödipus drykkjumaður
Vinsældir The Doors jukust si-
fellt. Andy nokkur Morrison tók
miklu ástfóstri við lagið „Light
My Fire” og hlustaði alltaf af at-
hygli þegar þaö var spilaö i út-
varpinu hann rak hins vegar upp
stór augu þegar vinur hans kom
og sýndi honum plötuumslagiö,
mynd af söngvara hljómsveitar-
innar. „Er þetta ekki Jim bróöir
þinn?”
Jimhaffxekkertsamband haft
við fjölskyldu sina i meira en ár
og af þvi'foreldrar hans voruekki
sáttir viö lifsstil hans höfðu þeir
ekkert gert til aö leita hann uppi.
Nú þurfti aö bregöast viö skyndi-
legum og óvæntum vinsældum
sonarins. Andy yngri bróðir fékk
stóru plötuna lánaöa og spilaði
hana fyrir foreldra sina,aðmiráil
inn Steve Morrison las i blaði.
Honum var ekkertum rokk gefiö
en þó tók steininn úr þegar Jim á
fóninum fór að syngja „The End”
— eftir það hefur aömirállinn
aldrei minnst á son sinn. Lagið
„The End” fjallar um ödipusar-
duldina svokölluðu, þegar maður
drepur föður sinn og fær móður
sinnar. Ekki varð annaö séö af
laginu en það væri bein tilvisun til
raunveru legra tilfinninga
söngvarans. Engu að siður vildi
Clara Morrison freista þess að ná
sambandi við soninn, hún hringdi
i hann en hann var afundinn og
sagöist ekki hafa tima til aö hitta
■ t Paris — að kveöja.
rót að hann hafði mikið gaman af
þvi aö láta sig hanga fram af
svölum hótelherbergja þar sem
hann var gestur til að sýnast.
Smám saman var þó eins og
væri að birta til — að minnsta
kosti skánaði tónlist The Doors til
mikilla muna. „Morrison Hotel”
kom Ut i febrúar 1970 og var
fagnað bæöi af aðdáendum og
gagnrýnendum, siöan kom „L.A.
Woman” iapril 1971 og fékk einn-
ig mjög góðar viðtökur. „Er
það?” hváði Jim þegar honum
var sagt frá vinsældum „L.A.
Woman”, „Biði þeir þá bara
þangað til þeir heyra hvaö ég er
með i huga fyrir næstuplötu”. SU
plata kom aldrei Ut. Jim Morrison
dóáðuren til þess kæmi, þreyttur
á sál og likama.
Það var skömmu fyrir áramót-
in 1970/71 aö Jim snæddi hádegis-
verð meö skáldinu Michael
McClure og umboösmanni hans,
Sylviu Romano. Þau fóru að leika
dálitinn leik, allir áttu að segja
hversu gamlir þeim fyndist þeir
vera, burtséö frá raunverulegum
aldri. McClure sagöist aldrei hafa
orðið eldri en ellefu ára. Romano
kvaðst lita á sig sem nitján ára
táningsstelpu. Jim Morrison, ný-
lega orðinn tuttugosjö ára, sagöi
dapurlega aö sér finndist hann
vera fjörutiuogsjó' ára...
Dauðinn — langþráður
1 mars 1971 fóru Jim og Pamela
til Parisar. Jim haföi lengi haft
hug á að dvelja þar nokkra hriö
og kynnast borginni þar sem svo
margir af hans andans uppá-
haldsmönnum höföu reikað um
götur. Einnig var honum lifs-
nauðsyn... að komast burt, að
reyna aö endurheimta eitthvað af
lifskraftinum sem hann var óðum
aö glata. Vist leið honum stund-
um vel i Frakklandi en annars
var allt eins og áður og hann herti
enn á drykkjunni sem verið hafði
yfrið næg fyrir. Hann þvældist
milli kráa , klúbba og veitinga-
staða, drakk meö hverjum þeim
sem vildi drekka meö honum og
lét fara mikið fýrir sér. Um nótt-
ina 3./4. júli 1971 fannst hann lát-
inn i baökarinu i ibúöinni sem þau
Pamela leigðu sér I Paris.
Hjartaslag.
Eða þannig er hin opinbera
skýring. Engin krufning fór fram
og enginn sá lfkið nema Pamela
(sem nú er látin) og franskur
læknir sem aldrei tókst aö hafa
upp á. Þegar umboðsmaður The
Doors kom á staöinn hafði kistan
verið innsigluö og Jim var graf-
inn i’ kyrrþey i Paris. Líklega
varö ekki hjá þvi komist aö
ýmsar sögusagnir kæmust á
kreik, sagt var aö Jim hefði látist
af of stórum skammti af heróini
eöa að hann hefði verið myrtur.
Svo voru þeir sem sögðu að hann
væri alls ekki látinn, hefði bara
stungiö af til aö fá friö en hann
hafði oft gefiö i skyn að hann væri
meira en til i slikt — ekki sist til
að fylgja fordæmi Rimbauds sem
hætti aö yrkja innan við tvitugt og
gerðist eftir það þrælasali i Af-
riku. A plötunni „L.A. Woman”
er lag sem m.a. fjallar um dular-
fullan mann aö nafni „Mr. Mojo
Risin’” en það nafn er myndaö úr
stöfunum i nafni Jim Morrisons
og hann kvaöst ætla að nota þaö
þegar hann létisig „hverfa til Af-
riku”. Margir harmþrungnir aö-
dáendur notuðu þetta til að slá þvi
föstu að Jim væri alls ekki dáinn
heldur væri hann bara einhvers
staðar i felum. Vafalaust er slikt
hugarburöur einn —I tiu ár hefur
ekkert heyrst frá Mr. Mojo Risin!
—ij tók saman
Feitur Morrison og The Doors 1970 — Jim, j0hn, Ray, Robby.
■ Jim og Pamela
niður um sig buxurnar. Aðstoðar-
maöur hljóp til og hindraði hann
og tónleikunum lauk skömmu
siðar, þaö er hins vegar til sann-
indamerkis um að Jim ætlaöi sér
ekki aöbera sina privatnparta aö
hann var aö þessu sinni i nær-
brókum en annars var hann lítiö
fyrir þesskonar flikur, verandi
töff. Þetta reyndist alla vega nóg
til þess að þaö var höföað mál
gegn Jim fyrir ósiðsamlega
hegðun, ósæmilegan munnsöfnuö
á tónleikunum og sitthvaö fleira.
Ekki bættiúrskák þegar hann og
vinur hans voru skömmu seinna
handteknir fyrir ólæti I flugvél og
afturdregnir fyrir dómstóla. Jim
átti yfir höfði sér margra ára
fangelsi.
Dauðans þunglyndi
Hér er ekki rúm til að segja frá
réttarhöldunum en þau fóru fram
árið 1970. Nægir að geta þess aö
málflutningur yfirvaldanna var I
alla staði hæ pinn en engu aö siður
var Jim dæmdur sekur um nokk-
ur ákæruatriða. Aldrei kom þó til
þessaöhann sætif fangelsien all-
ur þessi málatilbúnaður haföi
mjög slæm áhrif á Jim. Doorg-
platan sem kom út i júli 1969,
„Soft Parade”, er almennt viður-
kennd þeirra lélegasta plata og
margir álitu að Doors væri búin
að vera. Það var aö vísu ekki rétt
en ógnarleg vandræði blöstu viö
hljómsveitinni. Jim sökk sifellt
dýpra í drykkjuskap og dauöans
þunglyndi, hann fór að fitna á
nýjan leik og leit afskaplega illa
út. Hann langaöi eflaust til að
hætta i hljómsveitinni og finna
sér nýjan farveg en sá ekki
hvernig þaö mætti verða — hann
duflaöi þvi meira við dauöann.
Næstum eftir hverja helgi komst
á kreik orðrómur um að Jim væri
dáinn, hefði drukkið sig i hel eöa
falliö niður af svölum einhvers
staðar — en þær sögur áttu sér þá
■ Morrison brosti aldrei
upp að þvi marki sem leyfilegt
var, og svo lýsa neyð sinni fyrir
áhorfendum — að mega ekki af-
klæðast að vild. Þetta þótti vera
kraftmikil sýning og Jim Morri-
son heillaöist af henni og ákvað að
nota þetta bragð sjálfur i tilraun-
um sinum með áhorfendaskara
sem áður var minnst á. Það var
litiö um söng á tónleikunum á
Miami, Jim talaöi látlaust við
áhorfendur, sagöi þeim hversu
óréttlátt það væri að hann fengi
ekki að hafa sina hentisemi og
þegar andrúmsloftið var oröiö
rafmagnaö byrjaði hann að leysa
■ Ungur Morrison
hana. Hún fór þá á konsert meö
The Doors og fylgdist óttaslegin
með syni sinum syngja „The
End”. Er hann söng: „Father?
Yes, son? I want to kill you.
Mother? I want to...” leit hann i
átt til móður sinnar og... urraði!
Eftirþettasáustþauekki framar.
Hinar og þessar kynlifs-
spekúlasjónir voru reyndar oft
ofarlega i huga Jims og uppi-
staöan i textum hans eins og ljóst
má vera þegar hlýtt er á plötur
Thé Doors. Enda var hann ekki
við eina f jölina felldur i ástamál-
um.eins og sagter, átti sér fjölda
ástkvenna en sneri þö ætið aftur
til þeirrar sem hét Pamela.
Pamela leit svo á að þau væru
gift, sem ekki var rétt, og ekki er
að efast um að með Pamelu fann
Jim mesta fyllingu en samband
þeirra var afskaplega laust i
reipunum — frá beggja hálfu.
Pamela var aukinheldur eitur-
lyfjaneytandi, heróinisti, sem
Jim var ekki, þótt hann slægi
sjaldan hendinniá mótikannabis,
LSD eða öðrum skyldum lyfjum.
Hann var aftur á móti þvi harðari
drykkjumaður, drakk flösku af
sterku vini og ókjör af bjór á
hverjum degi, og fannst þaö bara
gott hjá sér. Honum þótti róman-
tisk myndin af unga gáfumannin-
um sem drekkur sig i hel. Hafði
ekkert á móti þvi að gera slikt
sjálfur.
Sjaldan ódrukkinn á tón-
leikum
A eftir plötunni „The Doors”
kom „Strange Days” i október
1967, si"ðan „Waiting for the Sun”
i júli 1968. Þar með var eins og
orka hljómsveitarinnar væri búin
i bili og við tók dálitiö dauflegt
timabil. Ekki svo að skilja það
væri ekki nóg að gera, langt i frá,
en tónlistin var ekki eins fersk og
áður. Jim þóttist einnig hafa
fengið nóg og vildi snúa sér að
öðru, þegar til kom var erfitt aö
hætta og hann hélt þess vegna
áfram. Drykkja hans jókst sifellt
og hann var sjaldan ódrukkinn á
tónleikum — þegar svo stóð á var
afleiöingin annaðhvort frábærir
tónleikareða þá gersamlega mis-
heppnaðir. Þetta tók eölilega á
taugar hinna i hljómsveitinni og
oftar en einu sinni ætlaði John
Densmore að hætta en ekki varö
úr. Þrátt fyrir allt hélst sam-
bandið milli hljómsveitarmeð-
limanna jafngott og áður og það
fóralltaf jafa mikið i taugarnar á
Jim þegar honum var ýtt fram á
■ Orðinn frægur —kyntákn
kostnað félaganna þriggja.
Elektra laumaðist til að hafa á
plötuumslögunum stærri myndir
af honum en hinum þremur og
Jim varö svo súr vegna þess að
þegar mynd var tekin til aö
skreyta umslagiö á ,,L.A.
Woman” (sjá siðar) lét hann sig
siga niður i sæti sinu til aö virðast
minni en hinir. Honum var fariö
aö falla illa aö vera kyntákn.
Jim leit nefnilega á sig sem
listamann fyrst og fremst en ekki
rokksöngvara. Hann hafði haldiö
áfram aö skrifa ljóö og sögubúta
og eftir þvi sem leið á Doors-
timabilið tók hann þessa iðju sina
alvarlegar. Meðfædd feimnin
gerði það hins vegar að hann var
tregur til að birta verk sin, fékkst
að lokum til að sýna þau skáldinu
Michael McClure sem hreifst
mjög af. Ljóð Jims eru aöallega
tvenns konar,annars vegar hug-
leiðingar um nútimann, ekki sist
kvikmyndir, og hins vegar talar
hanná táknmálinu sinu um eðlur,
snáka, dauöann. Jafnframt fór
Jim aftur að þreifa fyrir sér i
kvikmyndum, hann var mjög
áhugasamur um aö hljómsveitin
væri kvikmynduð nógsamlega og
hafði ýmsar áætlanir um sjálf-
stæöar kvikmyndir á prjónunum
enekkert varöúr. Nefna má einn-
ig að ýmsirkvikmyndaleikstjórar
höfðu hug á að fá Jim til að leika i
myndum sinum en hann foröaðist
allt slikt, vissi sem var aö hann
myndi óhjákvæmilega lenda i
hlutverki kyntáknsins. Það vildi
hann fyrir alla muni foröast.
Margra ára fangelsi
Það var þvi kaldhæöni örlag-
anna að hann var einmitt f hlut-
verki kyntáknsins þegar hann
vakti ásér mesta athygli —þegar
hann var dreginn fyrir dómstóla
eftir tónleika á Miami, Flórida.
Jim haföi áður komist f kast við
lögin, á tónleikum i New Haven
hafði lögregluþjónn gertaösúg að
honum vegna misskilnings og
Jim geröi mikiö veður út af
þvf,en þetta atvik var annars
eðlis. Það var eldsnemma ímars,
1969, að Doors áttu aö halda tón-
leika á Miami og sjálfsagt heföi
allt farið eins og venjulega ef Jim
hefði ekki veriö nýbúinn að sjá
óvenjulega leiksýningu. Það var
svokallaöur „frjáls” leikhópur i
Los Angeles sem sýndi verk sem
byggt var á kenningum Antonins
Artauds og „grimmdarleikhúss”
hans. Hópurinn vildi sýna þau
boö, bönn og lög sem menn eru
bundnir og hugðist þvi afklæðast,
v
k