Tíminn - 15.10.1981, Qupperneq 5

Tíminn - 15.10.1981, Qupperneq 5
Fimmtudagur 15. október 1981 5 valkostirnir á húsnædismarkaðnum Verðtryggð kjör hjá Fasteignamarkaði Fjárfestingafélagsins: „ÞORRI FÓLKS ENNÞA HRÆDDUR VIÐ ÞETTfl” — eftirspumin meiri en frambodid ■ ,,Þaö hefur veriö meiri eftir- spurn en framboð á eignum meö þessum kjörum. Helsta ástæöan held ég aö sé sú aö seljendur hafa ekki áttað sig á þvi af hverju sölu- verðiö er lægra þegar selt er á verötryggöum kjörum. Þetta er vandamáisem viö höfum átt svo- litið erfitt meö aö fá þá til aö átta sig á”, sagöi Pétur Þór hjá Fast- eignamarkaöi F jár festingar- félagsins, sem i mars á þessu ári byrjaöi meö þaö nýmæli aö aug- lýsa fasteignakaup/sölu meö verötryggöum kjörum, er þeir telja báöum aöilum til hagsbóta. Seljendur fái meö því verötrygg- iugu á eftirstöðvum söluverðsins og kaupendur lægri dtborganir. Pétur sagöi um 80% af fasteigna- viöskiptum hjá þeim vera meö þessum kjörum. Pétur segir þaö raunar þrenns konar verðlagningu sem fólk veröi aö átta sig á. Sem dæmi tók hann ibúö með lágum áhvilandi lánum sem verðmetin yrði á um 600 þús. samkvæmt hinum hefö- bundnu kjörum. Staögreiösluverö þeirrar ibúöar reiknist á um 470 þús. kr. eöa um 20-22% lægra. Endanlegt veröráöist siðan af út- borgun, dreifingu hennar svo og lánstima eftirstöðva. Endanlegt verð ibúðarinnar i þessu dæmi gæti veriö um 540 þús. kr. miðaö við 50% útborgun dreifða á áriö og eftirstöðvabréf til 10 ára. Afborganir þessara verð- tryggðu eftirstöðva sagði Pétur Þdr reiknast þannig aö visitölu- hækkunin á hver ju timabili (fyrst frá grunnvi'sitölu til fyrstu greiðslu og siðan milli hverra af- borgana) sé lögð við höfuðstól bréfsins (eftirstöðvar) hverju sinni og siðan sé deilt i þá upphæð með þeim fjölda afborgana sem eftir eru. Vextir eru 2,5% (árs- vextir) á uppfærðan höfuðstól hverju sinni. Þetta sé mjög svipaö og á svokölluðum vaxta- aukalánum bankanna. „Enn sem komið er er þorri fólks hræddur við þetta (kaupendur og seljendur), þó finn ég greinilegan mun aöeins frá þvi i vor hvað fólki er aö verða auð- veldara að átta sig á verðtrygg- ingu, enda beinlinis knúið til þess þegar nánast öll lán eru að verða verötryggð”, svaraði Pétur Þór spurningu þar að lútandi. Þeir hjá Fasteignamarkaðinum gefi sér góðan tima til að útskýra fyrir fólki hvað standi á bak við tölvu- útreikninga þeirra og verðtryggö kjör, þannig að þegarfólk sé einu sinni komiö á staðinn gangi þetta vel. ,,En við heyrum þessa for- dóma utan af okkur”. En gamli verðbólguhugsunar- hátturinn, að láta hana hjalpa til að borga skuldimar? „Þetta á engan veginn viö lengur. Viljimenn kaupá á gömlu kjörunum verða þeir að horfast I augu við að ekki er kostur á öðru en verðtryggðum lánum. Þá sitja menn eiginlega i súpunni að þvi leyti að fá ekki verðlækkun á ibúðinni ámóti, eins og þeir hefðu fengið ef samiðhefði verið á verð- tryggðum kjörum i upphafi”. Pétur Þór sagði nú algengt að verðtryggðu eftirstöðvaskulda- bréfin séu til 10 ára en þurfi að vera enn lengri og verði það von- andi á næstu mánuðum, miðað við það að þetta hafi þróast úr 4-5 árum í 10, á nokkrum mánuöum. En hvernig fer hjá þeim sem selja i'búð meö kannski 50% út- borgun en þurfa siðan að kaupa aftur með hefðbundinni um 75% útborgun? „Lausnin hjá seljendum sem eru að stækka við sig er aö selja verðtryggöu skuldabréfin og fá þar með jafnvel allt sitt fé i hendur miklu fyrr en viö sölu á hefðbundnu kjörunum”, sagði Pétur. Að lokum var hann spuröur hvort ekki væru erfiöleikar með næg veö, þegar eftirstöövabréf eru jafnvel yfir 50% af verði, auk annarra lána svo sem lifeyris- sjóös- og húsnæðisstjórnarlána. „Jú við rekum okkur oft á aö það vantar veð að hluta, sérstak- lega er það vandamál með minnstu eignirnar. Lifeyrissjóðs- og húsnæöisstjórnarlán fara fram fyrir og við getum ekki farið með veö hærra en i 55% af brunabóta- mati. Enþegar t.d. um yngra fólk er að ræða á það oft foreldra eöa aðra að sem hlaupa undir bagga með veð að hluta”. —HEI „Varla hægt að segja aðvið ættum krónu?? — segja þau Sigurdur Viggósson og Katrín Sigurdardóttir, sem keyptu íbúð með verðtryggðum kjörum í vor ■ „Aðdragandinn að þessum ibúðakaupum var ekki langur. Við höfðum raunar verið að leita okkur að leiguibúð. en þótti upp- hæðirnar sem uefndarvoru i leigu á þeim ibúðum sem til greina komu alveg rosalegar (lágmark um 2.500 kr. á mánuði i upphafi ársins) auk hárrar fyrirfram- greiðslu. Okkur þóttu það hálf- gerðir blóðpeningar aö leggja jafnvel marga tugi þúsunda króua iieigu, fyrirnú utanþaðað geta alltaf búist við að verða sagt upp húsnæðinu og fórum aö velta þvi fyrir okkur hvort við gætum ekki heldur lagt i okkar eigið hús- næöi”, sagði Sigurður V. Viggós- soii i samtali við Tímann. Þau Sigurður og Katrin Siguröardóttir keyptu sér stóra og góöa fjögurra herbergja ibúö i Breiðholti í mai' i vor, hjá Fast- eignamarkaði F járfestingar- félagsins hf. með hinum svoköll- uðu verðtryggðu kjörum. Kaup- verð ibúðarinnar varum 420 þús- und kr. (hefði verið um 480 þús. á venjulegum kjörum) með 200þús. króna útborgun dreifðri á u.þ.b. eitt ár, en eftirstöðvarnar um 220 þús.með verðtryggðu skuldabréfi til fjögúrra ára. Byrjuðum á að kíkja á fasteignaauglýsing- arnar „Við byrjuðum eins og flestir aö kikja á fasteignaauglýsingarn- ar í blöðunum en sáum aö þaö voru einungis einhverjar smá kytrursem komutilgreina miðað við þá útborgun sem möguleiki var á að við réðum viö. Siðan ákváöum við að llta við hjá Fast- eignamarkaðinum, þar sem við höfðum heyrt af þeim nýju kjör- um sem þeir buðu upp á. Við skoðuðum siðan þessa íbúð cg leist mjög vel á hana. Hún er skemmtilegri og bjartari vegna þess að þetta er endaibúö. (Hér skaut Katrin inn að sér hafi fyrst orðið á orði er inn kom ,,það eru gluggar á öllum veggjum”, þvi áður hafi þau búið i niðurgröfnum kjallara meö takmörkuðum gluggum). Ibúöin liggur Ika mjög vel viö ailri þjónustu, t.d. skólum og verslunum, sagði Sigurður. Áttum varla krónu „Gallinn var bara sá, að varla var hægt að segja aö við ættum krónu, ekki einusinni spari- merki”, sagði Katrin. Þau hefðu eins og aðrir tekið þau út jafn óöum sem margir iörist siðan sárlega þegar þeir ráðist i ibúða- kaup. Einstaka fólk láti þau þó liggja inni og vissi Katrin um dæmi að kunningjar þeirra hafi áttmilljónirgamallakróna upp á að hlaupa við kaup á ibúö. „Pétur Þór fór siðan nákvæm-' lega i gegn um þetta með okkur og skýröi allt mjög vel út. Hann reiknaði m.a. út allar greiöslur á hverju ári allt til enda miðaö við að verðbólga yröi um 50% á ári. Hann reiknaði dæmið lika miðað við 7 ára lánstfma en við völdum þetta. Þótt það verði erfiðara næstu fjögur ár, þá tekur það líka fyrr af”, sagði Sigurður. Strembið en þó hægt „Okkur var sagt að þetta yröi strembið en að þaö væri hægt”, sagði Katrin. Og vist litur það út fyrir að verða það. Greiðslurnar af eftirstöövaláninu á næsta ári (i júni og des.) eru samtals um 85 þús. kr. og auk þess þurfa þau aö greiða af lffeyrissjóösláni er þau tóku til aö kljúfa útborgunina og reikna siðan með þvi að fá G-lán snemma á næsta ári. Þetta eru þvi allt verðtryggð lán. Þið hræðist ekki allar þessar verðtryggingar? „Tölurnar vaöa að visu upp úr öllu valdi þegar maður litur á þessa útreikninga fram i timann. En kaupiö ætti þá að hækka i svipuðu hlutfalli þannig aö maður verður bara að horfa á greiðslu- byrði dagsins i dag miöaö við það verö sem nú er. Við höfum farið vel i gegn um þetta og fengið þaö vel útskýrt — einnig fram i tim- ann — svo við erum bjartsýn á að það takist”. Maður verður að leggja hart að sér, en þetta tek- ur af Sigurður sagðist hafa nokkuð góðar tekjur.er húsasmiður i' fullu starfi.og tekur þess utan alla þá vinnu sem býðst. „Aðal vertiðin er auðvitað yfir sumarið”, sagöi hann. Katrin er i skóla en vinnur auk þess um 70-80% vinnu i kvik- myndahúsi með skólanum en nær tvöfalda vinnu yfir sumariö. „Það er auðvitað ljóst aö maður verður að leggja hart að sér^finna allar leiðir til aö spara og velta hverri krónu tvisvar. En þetta tekur af. í versta falli gæt- um við þá selt og byrjaö upp á nýtt”, sagði Sigurður alls ósmeykur, jafnvel þótt siöustu ársgreiðslurnar af eftirstöðva- bréfinu þeirra árið 1985 yröu um 271 þús. kr. miðað við 50% verð- bólguspá á ári þangað til. E n von- andi kemur „blessuð” rikis- stjórnin okkar i veg fyrir að sú spá nái að rætast. —HEI @ DEXI0N DEXION Fyrir vörugeymslur, verslanir, iönfyrirtæki og heimili HILLUR, SKÁPAR, SKÚFFUR, REKKAR, BAKKAR, BORÐ EINKAUMBOÐ FYRIR DEXION Á ÍSLANDI r LANDSSMIDJAN 20680 I RYKI, ÞOKU OG REGNI — ER HÆPINN SPARNAÐUR ... að kveikja ekki ökuljósin. ÞAU KOSTA LÍTIÐ. ^ iJUMFERÐAR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.