Tíminn - 15.10.1981, Síða 9

Tíminn - 15.10.1981, Síða 9
Fimmtudagur 15. október 1981 9 ■ Alexander Stefánsson alþing- ismaöur ■ Þrjú ár eru liðin síðan á- kveðið var að auðvelda fötluð- um aðgang að Þjóðminjasafn- inu. Vonandi líður senn að því að hreyfihamlaðir verði ekki lengur utangarðsmenn þar. ■ Málefni fatlaðra hafa mjög veriö til umræöu, og sitthvað hef- ur veriö gert til aö auðvelda þeim lifsbaráttuna og gera þeim jafn- hátt undir höfði og þeim þjóðfé- lagsþegnum sem heilir eru. Enn á langt i land, að fatlaðir njóti jafn- réttis á mörgum sviðum, en þó þokast i rétta átt í þvi efni. Það er viðurkennt að hreyfihamlaðir eiga heimtingu á að komast ferða sinna eftir þvi sem kostur er á og þótt margar tálmanir séu enn i vegi er leitast við að hafa þær i lágmarki. Alexander Stefánsson alþingis- maður lagði fram þingsályktun- artillögu um málefni hreyfihaml- aðra sem samþykkt var á Alþingi 22. mai 1980. Tillagan er þannig: „Alþingi ályktar að skora á rikis- stjórnina að láta gera úttekt á nauðsynlegum endurbótum á op- inberu húsnæði til að auðvelda hreyfihömluðum aðgang og verði gerð kostnaðaráætlun um þau verkefnisem brýnust þykja. Skal i þessum efnum haft samráð við ferilnefnd fatlaðra. Úttektin skal lögð fyrir Alþingi. Jafnframt felur Alþingi rikis- stjórninni að leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um fastan tekjustofn i þvi skyni að tryggja nægilegt fjármagn til fram- kvæmda þannig að á næsta ári verði hægt að hefjast handa um breytingar á húsnæði svo sem þingsályktun þessi gerir ráð fyrir.” 1 framhaldi af þessu var lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum vegna umbóta á opinberum byggingum i þágu fatlaðra og samþykkt sem lög 23. mai 1981.1 lögunum sem aðallega fela isér breytingar á öðrum lög- um segir m.a.: Kostnað við að gera byggingar heilbrigðisstofnana aðgengilegar fötluðu fólki greiðist af riki og sveitarfélögum i sömu hlutföllum og stofnkostnaður samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Endurbætur sem gerðar eru á húsnæði grunnskóla til þess að auðvelda fötluðu fólki aðkomu og umferð, greiðist i sömu hlutföll- um og stofnkostnaður. Kostnaður vegna breytinga á dagvistarheimilum með það fyrir augum aö auðvelda fötluðum að- komu og umferð greiðist i sömu hlutföllum og stofnkostnaður. Nú ákveða eigendur félags- heimilis að breyta þvi með það fyrir augum að auðvelda fötluð- um aðkomu og umferð og er þá heimilt að verja fé úr Félags- heimilasjóði til greiðslu allt að 40% heildarkostnaðar, sem af þessari breytingu hlýst. Heimilt er að veita úr iþrótta- sjóðistyrk til breytinga á iþrótta- húsnæði, sem miða að þvi að bæta fötluðum aðgang og umferð um það. Styrkurinn má nema allt að 40% af kostnaði við breytinguna. Alexander Stefánsson sagði i viðtali, að það væri ánægjulegt þegar lög sem þessi öðluðust gildi eftir tiltölulega stuttan umfjöll- unartima og raunar furðulegt að sliku máli skyldi ekki hafa verið hreyftmiklu fyrr. En þó er margt enn ógert i þessum efnum. — Hvað finnst þér um fram- kvæmd þessara laga? — Ég tel sérstaka ástæðu til að vekja athygli á þessum lögum, um breytingu á lögum, vegna umbóta á opinberum byggingum i þágu fatlaðra, ekki sist nú, er af- greiðsla fjárlaga rikisins er framundan og sveitarfélög i land- inu byrja að undirbúa fjárhags- og framkvæmdaáætlanir sinar fyrir árið 1982. Ég tel mikilsvert að forstöðu- menn stofnana rikisins taki þessa lagasetningu alvarlega og geri beinar tillögur um fjármagn til lagfæringa á opinberu húsnæði rikisins. Þá vil ég ekki siður hvetja sveitarstjórnarmenn til að taka þessi mál föstum tökum, láta gera áætlun um úrbætur á eigin húsnæði og opinberu hús- næði i sameign rikis og sveitarfé- laga, og óska sérstaklega eftir fjárveitingum til þessa forgangs- verkefnis. Forysta sveitarfélaga er nauðsynleg i þessu réttlætis- rnáli. Ég verð þvi miður að láta i ljós viss vonbrigði yfir þvi hvað mér finnst fara litið fyrir erindum sveitarfélaga um slikar fjár- beiðnir við undirbúning fjárlaga fyrirárið 1982, sem er tækifæri til að bæta úr i þessu efni. Ég vil nota tækifærið til að skora á sveitarstjórnarmenn og forstöðumenn opinberra stofnana að taka þetta mál nú þegar til at- hugunar og koma á framfæri á- kveðnum beiðnum um fjárveit- ingar til að hefja aðgerðir um nauðsynlegar lagfæringar á opin- berum byggingum til að tryggja aðgang fatlaðra. Ég biö menn að skoða lögin frá 23. mai i vor. Sérstök nefnd vinnur að tillög- um um á hvern hátt skal gera meiriháttar úrbætur á húsnæði i þessu skyni. Astæðulaust er að biða eftir þeim tillögum — verk- efnin eru augljós. Mál er að hefj- ast handa. Ég hef fylgst með þvi hversu opinbert kerfi getur verið sein- virktá þessu sviði. Ég nefni lyftu i Þjóðminjasafnið. Það eru senn liðin þrjú ár siðan samþykkt var að setja lyftu i safnið til að fatlaö fólk geti átt þess kost að koma i þau söfn sem i húsinu er og komast hindrunar- laust um þau. Þvi miður er málið óleyst enn, en ég hef von um að brátt verði bætt þarna úr brýnni þörf. Þessi mál verðum við að taka alvarlega. Það er ekki nóg að við- urkenna i orði og tala fallega um nauðsyn þess að allir eigi að fá jafnan rétt til vinnu og þá um leið að njóta sömu aðstöðu til menn- ingarlifs á flestum sviðum o.s.frv. ef ekki er i alvöru hafist handa um að gera þetta mögulegt með raunhæfum framkvæmdum. Ég skora á þjóöina að vinna skipulega að umbótum á þessu sviði. — Það er stór þáttur i að skapa betra mannlif i landi okk- ar. OÓ Þrjár ritgerðir bókarinnar birt- ust í Sögu 1971. Þær eru allar um harðindin kringum aldamótin 1700 og sannarlega merkar athuganir. Minna þær á að margt er enn ólesið úr þeim heimildum ýmsum sem til eru, jafnframt þvi sem þær sýna vel að samtiðin gengur ekki alltaf frá málum svo að öll meginatriði sögunnar séu lögð upp i hendur eftirkomenda. Mun óhætt að segja að Lúðvik hafi unnið brautryðjendastarf með þeirrikönnun sem liggur að baki þessum ritgerðum. Lengsta ritgerð bókarinnar er um grænlenska landnemaflotann og breiðfirska bátinn. Hún birtist i Árbók fornleifafélagsins 1964. Að baki henni liggur mjög merki- legt og sjálfstætt framlag til sögurannsókna. Útvarpserindi það sem hér birtistnú á prenti er um Jóhönnu Jónsdóttur, fyrstu islensku konuna sem fékk prentaða ljóða- bók eftir sig og var jafnframt fyrsta konan á Islandi sem samdi leikþátt og fékk hann sýndan á sviði. Svo sem kunnugt er hefur Lúðvik Kristjánsson manna mest og best kannað sögu Jóns Sig- urðssonar forseta og samband hans við menn i Vestfirðinga- fjórðungi. Hér kemur fram nokk- ur viðbót við bækur hans um þau efni, merkar upplýsingar um menn vestra og hagi Jóns i Höfn. Rétt er að geta þess að frem st i þessari bók er stutt en greinagóð ritgerð um höfundinn eftir Einar Laxneæog aftast er ritskrá Lúð- viks. Svo eru 14 bls. teknar undir það sem kallað er Tabula gratulatoria. Þvi uppátæki vil ég ekki hrósa enda þótt mér veitist nú sú ánægja að sjá nafn mitt þar milli þeirra heiðursmanna nafna minna Kjartanssonar og Laxness. Svona skrár verða aldrei tæmandi um þá sem vilja óska góðs og eru að öðrum þræði heldur hégómlegar. Það er nokk- uð annað þegar menn binda áf- mælisskeyti sin i bók. Ég hefði haft meira gaman af að eiga þar eitthvað úr ritum höfundar svo sem hvers vegna Jón. Sigurðsson kom ekki á þjóðhátíðina 1874, brot úr forsögu islenskrar verkalýðs- hreyfingareða bréfkorn til Sveins Gunnlaugssonar t.d. En við verð- um oft að lúta að þvi að sætta okk- urvið tiskuna en samtsegi ég álit mitt á þessum sið. Það er barns- vani á mér að leiðast að sjá illa farið með pappir, — einkum góð- an pappir. Hins vegar er það vel sloppið að hafa ekki neitt alvar- legra en þetta tilaö nöldra um og ergja sig yfir þegar verið er með 260 bls. bók. Og það er vel farið að sjötugs- afmæli höfundar varö tií þess að safna þessum fræðum. H.Kr. landfari Vextir og launakjör ■ Þjóðviljinn telur, el'tir að hafa talað við Kristján Thorlacius, að farið muni fram á rúmlega 26% launa- hækkun i flestum milliflokk- um launastigans. Þetta gerist þegar aðrir segja að nauðsyn- legt sé að fella gengið til þess m.a. að útgerðin geti staðið skil á nógu miklum krónu- fjölda til sjómanna. Til stuðn- ings þessari launakröfu opin- berra starfsmanna er m.a. haft eftir formanninum: „Það er staðreynd að margt af okkar fólki á i stökustu vandræðum vegna vaxta- greiðslna”. Ekki skal mælt i móti þvi að þetta vandamál sé til, en vaxtagreiðslur verða ekki lækkaðar með ótimabærri al- mennri kauphækkun. Sú krafa leysirekki vanda hinna skuld- ugu. Ekki léttir það skulda- byrði Jóna þó að Kristján fái 26% kauphækkuii. Raunar eru ni vextir smá- munir einir, af mörgum nýj- um lánum en þá eru þau verð- tryggð. En ráðið til að lækka vextina er ekki aö hækka kaupið, heldur að láta það standa kyrrt. Greiðslubyrði vegna húsnæðis er svo hægt að létta með ýmsu móti. Og auö- vitað er miklu skynsamlegra að verja fé til þess heldur en að eyða þvi i almennar kaup- hækkanir, sem á engan hátt bæta hlut þeirra sem erfiðast eiga fyrir. Svo væri gaman að vita hvað menn telja að hreyfing á vöxtum, t.d. um 10% hafi mikil áhrif á almennt verðlag i landinu. Hvaða áhrif hafa hver 10% i vaxtafæti á kaup- mátt launanna? Ef einhver telur sig vita þaö væri gaman að sjá svarið. En ef enginn skyldi nú vita það mætti kannske spyrja hvort það væri svo íraleitt að fara nú að leiða hugann að þvi? H.Kr. Beiðni um fjár- söfnun ■ Guðmundur A. Jónsson hef- ur sent blaðinu erindi, þar sem þess er farið á leit, að fólk taki þátt i fjársöfnun til þess að hjálpa gamalli konu, Sigurrós Jóhannsdóttur, Hverfisgötu 65 i Reykjavik. 1 bréfi sinu segir hann, að selja eigi húsið, sem Sigurrós og tvö barnabörn hennar séu nýflutt i, á opinberu uppboði vegna vangoldinna skulda fyrri eigenda hússins. „Ég er einn af þeim mörgu, sem Sigurrós hefur hjálpað. frá miklum veikindum og geri þvi þaðsem ég get til að rætist úr málum hennar. Hef i þvi sambandi stofnað póslgirö- reikning til styrktar Sigur- rósu, og er númer hans 12666- 7. Vonast ég til þess að sem flestir sjái sér fært að láta eitt- hvað af hendi rakna. Einnig tekur Friður Guðmundsdóttir við framlögum i Hattabúðinni Höddu að Hverfisgötu 35”, segir Guðmundur ennfremur. Svefninn er sambands ástand ■ 1 „Timanum” 20. sept. s.l. er grein um svefn og drauma, þýdd og samantekin af —ib, og er þar haldið fram þeirri furðulegu staðhæfingu, að „að svefninn þjóni engum til- gangi”. En eins og kunnugt mætti vera, þá er það stað- reynd, að án svefns lifir mað- ur skemur en án matar og drykkjar. Er slikt i' góðu sam- ræmi við þann islenska skiln- ing, sem i grein þessari var vikið að, að svefninn sé sam- bandsástand. Þaö er fyrir samband, að .sofandanum veitist hin lifsnauðsynlega hvild og endurnæring, og ætti öllum að geta verið ljóst, að slikt veitist ekki fyrir þaö eitt að liggja og hafast ekki að. Mögnun eða hleðsla veitist ekki án magngjafa, og er i góðu samræmi viö það, að draumur eins sé ævinlega að undirrót vökuli'f annars. Og þótt ýmsum muni nú viröast það óliklegt eða jafnvel fjar- stæða, aö þessi annar skuli ævinlega að einhverju leyti vera ibúi einhverrar annarrar jarðar, þá mun svo ekki ævin- lega verða. Heimssamband lifsinsmun i einliverriframtið þykja jafn sjálfsagt og að- dráttarsambandið á milli stjarnanna, og ekki einungis það. Uppgötvun þess mun i einhverri framtiö verða talin sú stórkostlegasta uppgötvun, sem nokkru sinni hefur verið gerð, og mun þá veröa horfið frá þvi' þokufálmi, sem svo mjög hefur verið hér rikjandi. Skal hér nú að siðustu sagt frá dæmi um þaö, að draumur eins hafi verið vökulif annars, en slik dæmi veit ég nokkur: Mann fjarstaddan heimili sinu dreymdi þar sem hann svaf, að hann heyrði sagt: „Nú er hún dauð þessi belja.” Vissi hann um leiö og hann vaknaði við þetta, að átt var þarna við ákveðna kú heima hjá honum. En sömu nóttina og hann dreymdi þetta dó ein- mitt þessi kýr , og hafði systir hans sagt þessi orö við móður sina, þegar hún kom inn til hennar úr fjósinu og tilkynnti henni kýrlátiö. Þorsteiiui Jónsson á Úlfsstöðum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.