Tíminn - 23.10.1981, Síða 6

Tíminn - 23.10.1981, Síða 6
Föstudagur 23. oktöber 1981 stultar f réttir I fréttir Norðlendingar auka mjólkur- framleiðsluna ■ Fyrstu 8 mánuði þessa árs var innvegin mjólk hjá mjólk- urbúum landsins 5,9% minni en á sama tima i fyrra. Þó varð um 2% aukningu á milli ára að ræða i ágústmánuði miðað við sama mánuð i fyrra. Mest varö sú aukning hjá KEA og á Húsavik eða 7,1 til 7,5% og hjá MBF um 2,3%. Hins- vegar minnkaöi innvegin m jólk i Borgarnesi um 8,6% og einnig varð samdráttur hjá Mjólkurstöðinni i Reykjavik og i Búðardal. A siðasta verðlags ári voru seldar 45,2 milljónir litra af nýmjólk, sem var örlitil aukn- ing frá árinu á undan, en sala á rjóma óx um nær 6%. Mjög mikil aukning var á sölu á fæt- um ostum eða um 29% en sé miöaö við alla osta varð aukn- ingin um 10%. Samdráttur varð hinsvegar i' sölu á undan- rennu. —HEI Orlofsvikur að Hótel Sögu í nóvembér REYKJAVIK: Bændasamtök- in hafa nú ákveðið að efna til 5 orlofsvikna á Hótel Sögu fyrir fólk úr sveitum landsins. Þessar orlofsvikur verða með svipuðu sniöi og þær or- lofsvikur sem efnt var til á s.l. vetri og nutu þá vinsælda og góðrar aösóknar. Tvær þessara orlofsvikna verða fyrir áramót, sú fyrri 23. nóvember og sú siðari 30. nóvember. Fyrsta vikan eftir áramót verður 25. janúar, næsta 8. febrúar og sú siðasta 8. mars. Orlofsvikurnar hefjast á mánudegi og ljúka á sunnu- degi, en eitthvað verður um að vera á hverjum degi. M.a. verður farið i heimsóknir i afurðasölufélög bænda i Reykjavik auk annarra stofn- ana og fyrirtækja. Þá verða skipulagðar leikhúsferðir og skemmtikvöld á Hótel Sögu og á öörum stööum i bænum. Aætlaöur kostnaður á hvern þátttakanda miðað við gist- ingu i tveggja mann herbergj- um er 1.450 kr. Jafnframt verður veittur afsláttur á flug- feröum til borgarinnar. Þátt- töku er hægt að panta beint hjá Hótel Sögu, eða hjá Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins. —HEI Höfdingleg gjöf starfs- fólks SÍS á Akureyri AKUREYRI:! maimánuði s.l. afhenti starfsfólk verksmiðja Sambandsins á Akureyri Fjórðungssjúkrahúsinu þar höfðinglega peningagjöf til minningar um fyrrverandi formann Iðju, Jón Ingimars- son, segir i frétt frá sjúkra- húsinu. Skyldi peningunum varið til kaupa á baðvagni ásamt nauðsynlegum hjálpar- tækjum. Þessibúnaður er nú kominn til sjúkrahússins og er stað- settur á lyflækningadeildinni. Baðvagninn er notaður til að baða sjúklinga lyflækninga- deildarinnar, sem eiga erfitt með eða geta ekki notað venjulegt baðker. Meö til- komu þessa búnaðar er öll að- staða til að baða lasburða og lamaða sjúklinga sögð breytt mjög til hins betra. .ÁHYGGIUR AF AUKN- INGU ERlfNDRA LÁNA — segir Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, um lánsf járáætlunina ■ „Eins og fram kemur i fjár- festingar- og lánsfjáráætlun fyrir áriö 1982 er stærsta viöfangsefnið i lánsfjármálum Islendinga á næstu árum að auka innlendan sparnað og lánsfjáröflun til upp- byggingar og framfara”, sagði Tómas Arnason viðskiptaráö- herra, er Timinn lagði fyrir hann þá spurningu, hver væru veiga- mestu atriðin í þeirri áætlun, sem nú hefur verið lögð fyrir Alþingi. „Innlán i lánastofnunum minnkuðu á einum áratug úr 40% af þjóðarframleiðslu niður i 21.5% árið 1978” sagði ráðherrann. „Þjóðin var að missa niður sparnaðinn i hagkerfinu og heiur þvi þurft aö fjármagna fram- kvæmdir i auknum mæli með er- lendum lánum. Þáttaskil urðu með ölafslögum með verötryggingu inn- og út- lána. Sparnaöur fer þvi aftur vax- andi og svaraöi til 23.8% árið 1980. Veröur 26.5% i ár og er spáð 29% af þjóöarframleiðslu á næsta ári. Það er ástæða til að hafa á- hyggjur af aukningu erlendra lána og skuldabyrði vaxta og af- borgana á erlendum lánum”, sagði Tómas. „Þá er það eðlilegt að verðlagsforsendur áætlunar- innar séu þær sömu og fjárlaga- frumvarpsins en það þýðir nokk- urn veginn hlutfallslega lækkun verðbólgu á næsta ári, eins og verið hefur á þessu ári. Það er skynsamlegt markmið og til þess að það verði að veruleika þarf viðtæka samvinnu. Það markmið i fjárfestingu á næsta ári aðhún veröi sem svarar 23,7% af þjóðarframleiðslu er einnig eðlilegt samfara hjöðnun verðbólgu”. Að siöustu lagði Tómas áherslu á, að skuldasöfnunin erlendis væri áhyggjuefni, þótt staðið sé i arðsömum undirstöðufram- kvæmdum svo sem hitaveitum, orkumálum o.fl. OÓ ■ Magga (Hanna Maria Karlsdóttir) fær bólstrarann (Jóhann Sigurðarson) til þess að aöstoöa sig viö lagfæringu á brúöunni umdeildu. Leikfélag Reykjavfkur frumsýnir: r;Sagan um litla k rítarh ri ngi nn ” ■ I gær frumsýndi Leikfélag Reykjavikur barnaleikritið „Sag- an um litla kritarhringinn” eftir Spánverjann Alfonso Sastre. Leikritið var frumsýnt i Lang- holtsskóla en meiningin er að sýna leikritið i flestum ef ekki öll- um grunnskólum borgarinnar. Það var Þórarinn Eldjárn sem þýddi leikritið úr sænsku með spænsku útgáfuna sér til hliðsjón- ar en leikritiö er upphaflega i bundnu máli. Það er i óbundnu máli á islensku með nokkrum söngvum. Þórunn Sigurðardóttir leikstýrir verkinu og Magnús Pálsson gerði leikmynd og bún- inga. Þau tvö, ásamt leikhús- stjórunum Þorsteini Gunnarssyni og Stefáni Baldurssyni kynntu fréttamönnum verkið á fundi. Þar kom fram að Leikfélag Reykjavikur hóf svona skólasýn- ingar i fyrra en þá voru 45 sýning- ar hér i Reykjavik sem yfir 7000 börn nutu góðs af. Reykjavikur- borg aðstoðaði þá við uppsetning- arkostnaðinn og er það von for- svarsmanna félagsins að slik að- stoö geti orðið að árlegum við- burði, og barnasýningar, hvort •sem er i skólunum sjálfum eða i leikhúsinu orðið að árvissum at- burði. Þórunn greindi frá efni leikrits- ins I grófum dráttum og kom þar fram að Magga litla eignast bil- aöa dúkku, sem Rósa fyrri eig- andinn hefur fleygt. Magga litia fær dúkkuna lagaöa af ýmsum handverksmönnum þannig aö hún er aftur orðin hin eftirsóknar- verðasta brúða. Vill nú fyrri eig- andinn fá brúðuna aftur og er sér- stakur „dómstóll” sem sker úr um eignarréttinn. Fjórir leikendur fara með öll hlutverkin í leikritinu sem tekur um þrjá stundarfjórðunga á flutningi. Leika þau öll fieira en eitt hlutverk. Leikendurnir eru Aðalsteinn Bergdal, Hanna Maria Karlsdóttir, Jóhann Sigurðarson og Soffia Jakobsdóttir. Leikritiðer einkum ætlað börn- um á gamla barnaskólaaldrinum, þ.e. 6 til 12 ára aldursskeiðinu og hefur það verið raunin á æfingum þeim sem börn hafa sótt hjá Leik- félaginu að verkið hafi fallið þess- um aldurshóp vel i geð. Börnin fá nokkra innsýn i leik- húslifið þegar þau fylgjast með þessari sýningu, þvi hluti þeirra er staösettur inni i leikmyndinni og eins er ekkert veriö að fela þaö aðhverleikari leikurfleira en eitt hlutverk. Þá geta börnin einnig fylgst með þvi þegar leikararnir skipta um gerfi, þvi þeir eru ekk- ert að fara á bak við til sliks. Leikararnir sjáífir sjá um tón- listarflutninginn i verkinu og kenni þar margra grasa, þvi auk söngs, þá leika þeir á gitar, kast- aniettur og sög. — AB ÍSAFJÖRÐUR: Litli leik- klúbburinn á Isafirði mun frumsýna gamanleikinn Halelúja eftir Jónas Arnason i Félagsheimilinu i Hnifsdal n.k. sunnudag 25. okt. Þetta verk Jónasar var fyrst sett á fjalirnar á Húsavik á siðasta vori, en Jónas hefur endurskrifað verkið i sumar og verður það nú sýnt i þeirri nýju gerð. Leikurinn fjallar um forsetakosningar á Islandi og gerist á kosningaskrifstofu eins frambjóðandans um næstu aldamót. Með verkinu sýnir höfundur á gamansam- an hátt hvernig hægt er að yfirtaka og skrumskæia lif þeirrar persónu sem i fram- boði er, þegar áróður og sýndarmennska er i hávegum höfð. 1 leiknum koma fram 18 persónur en alls vinna um 25 félagar Litla ieikklúbbsins að sýningunni auk fjölmargra sem leitað var til með sérstök verkefni. Haleljúja er 35. verkefni Litla leikklúbbsins til þessa. Isfirðingar fengu forsmekk af verkum Jónasar Arnasonar ný fyrr i mánuðinum þvi þá efndi Litli leikklúbburinn til kynningar á verkum hans undir nafninu: Þið munið hann Jónas. Þar var sungið, lesið, dansað og spilað. Þar kom og fram nýtt trió sem æfði sérstaklega fyrir kynn- inguna. Jónas Arnason og frú voru viðstödd og stjórnaði hann m.a. fjöldasöng i lokin við mikla ánægju viðstaddra. Húsfyllir varð og varð fjöldi manns frá að hverfa. „Halelúja” í Hnífs- dal á sunnudag

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.