Tíminn - 23.10.1981, Blaðsíða 24

Tíminn - 23.10.1981, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (»1) 7 - 75-51, (91) 7 - 80-30. Skemmuvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikiö úrval Opid virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR (JJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 mB&ZAtláMÍN Z* «—srsv ****** ** ** &* w * ,■**,*.**>.< 1 m- ~2 2 I * — - -« 1- v- Sr<r/J * í í : 1 f'U . . W „ V/e«.TUieLAIUD5VEGU« T ■ Likan aö hinu nýja ibúðahverfi á Artúnsholti sem nú er unniö viö deiliskipulagningu á. Timamynd: G.E. Borgarrád samþykkir afmörkun og aðalgatnakerfi nýs íbúðahverfis LÓDUM ÚTHLUTAÐ A SVÆÐINU NÆSTA VOR ■ Borgarráö Reykjavikur sam- þykkti á siöasta fundi sinum meö þremur samhljóða atkvæöum (fulltrúar Sjálfstæöisflokksins sátu hjá) tillögu að afmörkun og aðalgatnakerfi nýs ibúöarsvæöis á Artúnsholti. Knútur Jeppesen, arkitekt, vinnur þessa dagana og vikurnar að deiliskipulagningu svæðisins, en gert er ráð fyrir að lóðum á þessu svæði verði úthlut- að jrið næstu lóðaúthlutun I Reykjavik, þ.e. siðvetrar eða vor, næsta ár. Artúnsholt, þar sem ibúða- byggðin á að risa, afmarkast af Vesturlandsvegi að norðan, Höfðabakka og Arbæjarhverfi að austan, Arbæjarsafni og útivist- arsvæði að sunnan og jarðhýsum o.fl. að vestan, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af likani. Þarna er gertráð fyrir liðlega 400 ibúöum á um 45 hektara svæði. „Það er ansi mikil vinna eftir við þetta skipulag, en það er stefnt að þvi' að úthluta lóðum á þessu svæði á næsta ári, þ.e. næsta vor”, sagði Guðrún Jóns- dóttir, forstöðumaður Borgar- skipulags Reykjavikur i samtali viö Ti'mann i gær. Guðrún sagði að samkvæmt skipulagsforsögn væri gert ráð fyrir mjög lágri byggö á þessu svæði, ekki hærri en 2-3 hæðir, þ.e. hæstu hús. Tæplega 70% byggðarinnar verða sórbýlishús, en um 30% fjölbýli. Er farið inn á nyja braut með þessu skipulagi, meö þvi að ætla sérbýli svo mik- inn hluta svæðisins eins og raun ber vitni. Allt frá þvi að skipulagsvinna höfst hefur fulltrúa frá Fram- farafélagi Arbæjar- og Selás- hverfis verið gefinn kostur á aö fylgjast með allri framvindu málsins, og koma með athuga- semdir. Eins hefur verið haft samband við Arbæjarsafn og Umhverfismálaráð borgarinnar varðandi afmörkun safnlóðarinn- ar, og hvernig þeim mörkum verður háttað. Sagði Guðrún Jónsdóttir að sjálf ibúðarbyggingin væri upp á Artúnsholtinu, og hröflaði hún hvorki við útivistarsvæðinu i Ell- iðaárdalnum, né skiðasvæðinu i Artúnsbrekku. Ekki verður held- ur hróflað við þeim mikla trjá- garði sem Sveinbjörn heitinn Jónsson, lögmaður, ræktaði og kom upp á sinum tíma. A mörkum ibúöabyggðarinnar og Arbæjarsafns verður reistur jarðveggur, svo safngestir þurfi ekki að hafa það á tilfinningunni að ibúðabyggðin sé yfirþyrm- andi samanborið við safnhúsin. í norð-austur horni svæðisins er meiningin að gera ráð fyrir nokkrum atvinnulóðum, „en það ■ Guörún Jónsdóttir, forstööu- maöur Borgarskipulags Reykja- vikur. Timamynd: Tryggvi verður sennilega meira i formi iðngarða eða staölaðra bygg- inga”, sagði Guðrún Jónsdóttir. Hugsunin er sú að atvinnuhús- næðið getivirkað sem hljóðdeyfir á þann hávaða sem óhjákvæmi- lega hlýtur að fylgja mikilli um- ferð á Vesturlandsvegi og Höfða- bakka, sérstaklega eftir að Höfðabakkabrúin hefur verið tek- in i notkun. Vegna legu sinnar er Artúns- holt mjög eðlilegt framhald byggðarinnar sem fyrir er i Ar- bæjarhverfi. f nágrenni þess er einnig stórt atvinnusvæði sem gerir það enn ákjósanlegra til ibúðabyggðar. Þar á ofan er út- sýni frá svæðinu yfir mikinn hluta borgarinnar, svo og fjallasýn. Fjarlægð af svæðinu til Árbæj- arskóla erfrá 800-1700 metrar, en mun skemmra er i verslanir i Ar- bæjarhverfi. Umferðartengsl verða við Höfðabakka, Vestur- landsveg, og hugsanlega Raf- veituveg.Tenging Artúnsholts við hin ýmsu veitukerfi eru mjög auðveld og ekki mjög kostnaðar- sián, þar sem það liggur milli byggðra bóla. Artúnsholterfyrsta svæðið sem úthlutað verður á og skipulagt samkvæmt hinu nýja aðalskipu- lagi sem samþykkt var i sumar i borgarstjórn, og oftast hefur ver- ið kennt við Rauðavatn. Nú er einnig i gangi deiliskipulagsvinna við væntanlegt ibúöarsvæði i Sel- ási, en vinnu við það miðar hægar en á Artúnsholti, þar sem taka þarf mið af sjónarmiðum hesta- manna sem hafa bækistöðvar i nágrenni þess. —Kás Föstudagur 23. október 1981 fréttir 26 skip með 16.680 tonn af loðnu ■ Kl. 17.00 I gær höfðu 26 skip tilkynnt afla til loðnunefndar frá miðnætti með alls 16.680 tonn. Niu skip með um 6.000 tonn voru i gærkvöldi á leið austur fyrir Langa- nes. A leið i Faxaflóa eða lengra voru þrjú skip, Gisli Arni, Dag- fari og Júpiter. — HEI Ekið á mann á Kleppsvegi ■ Ekið var á mann á mann á Kleppsvegi i gærkvöldi. Það var bill á leið vestur Kleppsveginn sem ók á gangandi mann við gangbrautina nærri Dalbraut. Maðurinn var fluttur til rann- sóknar á slysadeild en ekki vitaö um hve al- varlegt slys var að ræða. — HEI Árekstur bíls og skellinöðru ■ Arekstur varð milli bils og skellinörðu á Vifilstaðavegi um hádegisbilið i gær. Stúlka er ók skelli- nöðrunni, var flutt á Slysadeild Borgar- spitalans til rannsókn- ar, en samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar i Hafnarfirði var ekki taliö að hún hafi slasast alvarlega. —HEI Harður árekstur við Nesti. ■ Mjög harður árekst- ur varð á gamla Hafnarfjarðarvegin- um við Nesti laust eft- ir hádegið i gær. Mazda bifreið sem var að koma út úr inn- keyrslunni við Nesti ók i veg fyrir strætis- vagn frá Landleiðum sem kom suður Hafnarfjarðarveginn. Mazda bifreiðin er tal- in ónýt eftir árekstur- inn, en litið sást á strætisvagninum. ökumaður fólksbils- ins slasaðist talsvert og var fluttur með sjúkrabil á slysadeild. —Sjó. dropar Seint í rass- inn gripid ■ Þetta hefur siðasta tölubiað „Verkalýös- blaösins” aö segja um Vimma og Nýtt land (guö blessi minningu þessi: „Þrátt fyrir misjafna fortiö Vilmundar á stjórnmálaferlinum und- anfarin ár (séö af sjónar- hóii launafólks) og smá- borgaralega og fremur grunnhyggna stjórn- málastefnu hans (séö af sjónarhóli marxisma) ætti fóik aö styöja vel við bakið á honum nú. Þaö skiptir þar ekki megin- máii, þótt hvatinn að framtakssemi hans nú, sé e.t.v. aö einhverju leyti atkvæöasmölun. 1 augna- blikinu virðist máistaöur hans I lýöræöisbaráttu i verkalýöshreyfingunni góöur. Hann gæti losaö ýmsa hluti i skaöiegri sjálfheldu. Sé þaö rétt, þarf verkafóik og róttækl- ingar og sannir kommún- istaraöstyöja þá félaga á Nýju Landi og jafnframt aö veita þeim aöhaid (gagnrýna og leggja á ráöin). Aö sjálfsögöu má ekki treysta þeim i blindni, frekar en öörum foringjum”. Danskur húmor ■ Þessi er stoiinn af loki viröulegs hálstöflupakka af danskri tegund: „Aliir geta gert mistök, — sagöi broddgölturinn og klifraöi ofan af fataburstanum.” Björgum váknum eins og Valla! ■ Nú flýgur fyrir meöal gárunganna aö Gunnar Thoroddsen forsætisráö- herra, hafi ákveöiö aö taka málefni fjaliváksins sem Timinn greindi frá i gær, uppá sina arma. Ætlun mun vera aö senda varöskipiö Ægi meö fuglinn til Nýfundna- iands, en fyrst verður þó Fokker-véi Landhelgis- gæslunnar send i leiöang- ur til þess aö aögæta I hvort einhverjir aðrir j staðir á norðurhveli jarö- ar kynnu að henta fuglin-1 um betur. Krummi ... ...heyrir þaö hjá Sjálf- stæðismönnum, aö senni- lega veröi minnstur hluti landsfundarfulltrúa ekki i framboöi tii varafor- manns!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.