Tíminn - 23.10.1981, Qupperneq 7

Tíminn - 23.10.1981, Qupperneq 7
Föstudagur 23. október 1981 ■ Þannig mun Jas-flugvélin lita út. Verður herflug- vél Svía bezt? Hvers vegna var Weinberger bodið til Svlþjóðar? Fundur ríkra þjóða hafinn ■ Fundur rikra og fátækra þjóöa hófst i Mexikó i gær. 1 setningarræöu forseta Mexikó i gær, kom fram ósk hans að vandamál þriðja heimsins yrðu á fundinum rædd af skilningi og án fordóma. Reagan Bandarikjaforseti átti seint i gærkvöldi að flytja fundinum ávarp sitt og var talið af kunnugum að þar myndi ýmislegt óvænt koma fra. Var talið Bandarikja- menn myndu reyna að forðast það að fundurinn kæmist að einhverri afmarkaðri og stifri niðurstöðu, sem settu einstök- um rikjum strangar skorður og yrðu ef til vill til þess að smærri þjóðir heims fengju ráöið óeðlilega miklu i al- þjóðaefnahagslifi. Vilji Bandarikjanna er sá, að sér- hvert þróunarland fái sér- staka meðhöndlun, en ekki sé gefin út einhvers konar for- múla fyrir löndin öll. Weinberger reynir að sannfæra Evrópumenn ■ Caspar Weinberger varna- málaráðherra Bandarikjanna sagði i gær að ef evrópskir bandamenn Bandarikjanna myndu ekki leyfa dreifingu nýrra meðaldrægra kjarn- orkuvopna hefði það i för með sér að Sovétmenn myndu lita á slikt sem boð um að þau gætu aukið umsvif sin og árás- armátt. Þetta kom fram i máli Weinberger á ráðstefnu um alþjóðamál i London. Wein- berger sagði að ákvörðun þess efnis að leyfa ekki dreifingu áöurnefndra vopna myndi gera það að verkum að mun erfið- ara yrði að tryggja árangur i viðræðum við Sovétrikin þess efnis að þau drægju úr vigbún- aði sinum. Fyrrum forsæfisrádherra Tyrklands fyrir herrétti ■ Hernaðarmálaráðuneytið i Tyrklandi hefur ákært fyrrum forsætisráðherra landsins, Edjebet. Segir i kærunni að forsætisráðherrann fyrrver- andi hafitbrotið bann þess efn- is, að gefa frá sér pólitiska yfirlýsingu, þegar hann gagn- rýndi yfirmann hermálaráðu- neytisins. Svör Edjébet eru á þá leið að hann hafi samkvæmt stjórn- arskrá landsins rétt til þess að svara ásökunum i sinn garð frá hernarðarmálaráðuneyt- inu. Sækjandi hernaðarmála- ráðuneytisins hefur krafist fangelsisdóms yfir forsætis- ráðherranum fyrrverandi og krefst hann fangelsisdóms á bilinu þrir mánuðir til eins árs. ■ ÞAÐ HEFUR eðlilega vakið nokkra athygliviða um heim, að Caspar Weinberger, varnarmála- ráðherra Bandarikjanna, heim- sótti Sviþjöð i siðastliðinni viku 1 boði sænska varnarmálaráðherr- ans, Torstens Gustafsson. Athyglin stafaði m.a. af þvi.að riki, sem talið er hernaðarlega hlutlaust, skuli bjóða varnar- málaráðherra annars risaveldis- ins i heimsókn. Ýmsir spurðu, hvort Sviar væru hér ekki að taka afstöðu i vi'gbúnaðarkapphlaupi risaveldanna. Það bætti ekki úr skák að Wein- berger lét þau orð falla við sænsk- an blaðamann rétt fyrir heim- sóknina, að hann teldi Sviþjóð ekki hlutlausa. Siðar skýröi Wein- berger þessi orð sin á þá leið að hann heföi látið þessi orð falla þegar frekar var rætt um hug- sjónaleg viðhorf en hernaðarleg. Á þeim vettvangi ættu Sviar sam- fylgd með þeim þjóðum, sem að- hylltust frelsi og lýðræði. Þessi skýring hans virðist nokkurn veginn hafa dugað Svi- um, þvi að umræður hafa ekki orðið miklar um þetta i sænskum blöðum. Það mun og eitthvað hafa dregið úr þessu, að Gustafsson varnarmálaráðherra hafði i ágúst i sumar látið falla ummæli, sem mátti skilja á svipaða leið. Gustafsson sagði, að auðvitað væri Sviþjóðhlutlaus, en „við vit- um hvar við heyrum heima”, bætti hann við. Gustafsson er iMiðflokknum og þótti Sambandi ungra miðflokks- manna þessi ummæli hans ekki samrýmast hlutleysisstefnunni. Stjórn sambandsins skrifaði þvi Gustafsson mótmælabréf, en hann mun ekki hafa svarað þvi. 1 TILEFNI af komu Weinberg- ers og áðurgreindum ummælum hans, skrifaði Samband ungra miðflokksmanna Thorbjörn Falldin forsætisráðherra annað bréf, þar sem sagði, að hann fengi nú tilvalið tækifæri til atWskýra hlutleysisstefnu SviþjóðarT Sennilega hefur Falldin gert það, en annars mun ekki fyrir hendi orðalag.sem skýrir það ná- kvæmlega hvernig hlutleysis- stefnu Svía er háttað. Hún hefur ekki verið mörkuð i stjórnarskrá eða öðrum slikum gögnum. Hún hefur þróazt á undanförnum 100 árum, þegar Sviar hafa stefnt að þvi að halda sig utan styrjalda. Stundum hefur hún verið orðuð eitthvað á þá leið að Sviar stæðu utan hernaðarbandalaga á friðar- timum og hölluðust að hlutleysi á striðstimum. Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna hafa Sviar ekki fylgt strangri hlutleysisstefnu, heldur t.d. tekið afstöðu með eða móti risaveldunum eftir málavöxtum. Þannig hafa þeir áréttað, að hjá þeim er ekki um að ræða neitt andlegt hlutleysi. í viðræðum sem Weinberger átti við Falldin og Ullsteen utan- rikisráðherra, létu þeir báðir i ljós andúð á framleiðslu nift- eindasprengjunnar og auknum Israelsmenn ffylgj- ast grannt með flugferðum til Lýbíu ■ Útvarpið i Israel og sjón- varpið skýrðu frá þvi i gær að flugsamgöngur á milli Sýr- lands og Libiu hefur undan- farna fjóra daga aukist veru- lega. Radarstöðvar i ísrael hafa fylgst með flugferðum á milli landanna og segja starfs- menn þeirra að tiðni flugferða til Lýbiu hafi náð þvi að vera þrjár til fjórar á klukkustund. Flugvélarnar eru af gerðinni DC 10 og DC 8, sem Israelsút- varpið segir nota amerisk skrásetningarnúmer. Eins segir útvarpið að flugmenn- irnir sem fljúga vélunum hafi ameriskan hreim. 1 Israel er jafnvel talið að vélarnar séu notaðar til þess að flytja sýrlenska herflokka til Lýbiu til þess að manna skriðdreka sem þegar séu fyrir i Lvbiu. Forystumenn Einingar óttaslegnir Forystumenn rEiningar pólsku verkalýðshreyfingar- innar, voru á fundum i Gdansk igær, vegna verkfalla og ann- arra mótmælaaðgerða sem halda stöðugt áfram á ýmsum stöðum i Póllandi. Fundar- menn lýstu áhyggjum sinum að svo kynni að fara að stjórn- völd gripu til herlaga til þess að berja niður verkföll og mót- mælaaðgerðir. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri skrifar ■ Weinberger kjarnorkuvigbúnaði. Að dómi þeirra ber að stefna að þvi að Evrópa verði kjarnorkuvopna- laust svæði. ANNARS mun það ekki hafa verið tilgangurinn með heim- boðinu til Weinbergers að ræöa við hann um hlutleysisstefnu Svia eða alþjóðamál. Tilgangurinn mun hafa verið aðallega sá, að ræða um vopnabúnað og gagn- kvæm skipti á þvi sviði. Sviar framleiða t.d. ýmis tæki sem not- uð eru til hernaðarlegs eftirlits, sem talin eru betri hliðstæðum tækjum bandariskum. Banda- rikjamenn munuhafahug á að fá þau og fleiri slikan hernaðarlegan búnað Svia. Sænska stjórnin virðist ekki heldur hafa verið að fela þetta neitt fyrir Weinberger. Sænski herinn virðist hafa keppzt við að gefa honum sem gleggsta mynd af landvörnum Svia. Astæðan er m.a. talin sú, að sú tegund herflugvéla, sem Sviar hafa notað og framleitt sjálfir, Viggen, er að verða úrelt, en hún var talin ein hin fremsta á sinu sviði, þegar framleiðsla hennar hófst. I staðinn hefur farið fram hönn- un á nýrri flugvél, sem hlotið hefur nafnið Jas, og á að taka Viggen aðöllu leyti fram.Sagt er, að hönnunin muni kosta alls um 400 milljónir sænskra króna, en henni á að vera lokið 1. júli 1982. Fyrir 1. marz 1982 þurfa sænsk stjómarvöld að hafa ákveöið hvort hafin skuli smiði á Jas-fhig- vélinni. Um þetta er nú ágreiningur hjá yfirvöldum hersins. Sumir yfir- manna hans vilja hefjast handa um smiði á Jas, aðrir vilja heldur kaupa erlendar flugvélar hlið- stæðar, og enn aðrir telja nægi- legt að endurbæta Viggen. En hver þessara leiöa.sem val- inverður, þá mun þy kja nauðsyn- legt að hafa vissa samvinnu við Bandarikin. Verði t.d. horfið að framleiðslu á Jas, þarf að fá ýmis tæki frá Bandarikjunum eða leið- beiningar um þau, en Banda- rikjamenn eru taldir lengst komnir i framleiöslu umræddra tækja. Um þetta munu Sviarnir hafa rætt við Weinberger. Hann mun ekki hafa tekið erindum þeirra illa,en látið i ljós þannótta, hvort þetta gæti ekki orðið til þess að auðvelda Rússum að fá upp-. lýsingar um þessi tæki. Annars mun Bandarikjamönn- um leika hugur á að fá að kynnast hönnun Jas, en orðrómur hermir að hún geti orðið full- komnasta herflugvél heimsins á sinu sviði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.