Tíminn - 23.10.1981, Qupperneq 8
Föstudagur 23. október 1981
, 4. .
8
Utgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sig-
uröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns-
son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ölafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon.
Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: llluqi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason,
Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiöur Helga-
dóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson,
Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson! útlits-
teiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð-
jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn. skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi:
86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu
5.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 85.00- Prentun: Blaðaprent h.f.
Farsæl forusta
Steingríms
■ Um nokkurt skeið voru horfur á, að bæði sild-
veiðar og loðnuveiðar myndu stöðvast um ófyrir-
sjáanlegan tima vegna deilu um verð, sem út-
gerðarmenn og sjómenn fengu greitt. Ástæðan
var sú, að verð erlendis á þessum afurðum nægði
ekki til að fullnægja þeirri hækkun, sem seljendur
töldu sig þurfa að fá.
Þessi deila hefur nú verið leyst og veiðarnar
hafnar að fullu á ný.
Það má að miklu leyti þakka það farsælli milli-
göngu og afskiptum Steingrims Hermannssonar
sjávarútvegsráðherra, að samkomulag náðist,að
ógleymdum þeim þætti sjómanna og útvegs-
manna, að sætta sig að lokum við nokkru lægra
verð en upphaflega hafði verið ákveðið.
Með þessu hafa sjómenn og útgerðarmenn sýnt
þegnskap, sem vert er að virða og meta, og gefið
öðrum gott fordæmi undir svipuðum kringum-
stæðum.
Þess er hins vegar ekki eðlilegt að vænta fram-
vegis, að þessir aðilar einir, ásamt vinnslufyrir-
tækjunum, taki á sig skakkaföll, sem kunna að
hljótast af verðfalli eða sölutregðu erlendis.
Eins og málum er komið eru sjávarútvegs-
málin einna erfiðust þeirra mála, sem rikis-
stjórnin þarf að fást við. Þau eru viðkvæmust
fyrir öllum breytingum, sem verða á verðlagi og
mörkuðum erlendis. Til þess að tryggja sem bezt
hlut Islendinga á þeim vettvangi, þarf að skipu-
leggja veiðarnar með þeim hætti, að vöruvöndun
sé sem bezt tryggð.
Þá verður einnig að gæta þess, að skipastóllinn
dreifist eðlilega milli landshluta og tryggja
atvinnulif sem viðast og jafnast um allt land.
Reynslan sýnir einnig, að gæta verður þess vel,
að viðhald flotans sé hæfilegt, en markaðslög-
málið eitt ekki látið ráða þvi.
Það er fyrst i tið Steingrims Hermanns-
sonar sem sjávarútvegsráðherra, að hafizt er
handa um að skipuleggja fiskveiðarnar með alla
þessa þætti i huga. Það starf er jafn vandasamt
og það er mikilvægt.
Steingrimur Hermannsson hefur þegar sýnt, að
hann er manna vænlegastur til að hafa forustu
um að þessi mál leysist á farsælan hátt. Það
sýndi hann nú á dögunum við lausn sildveiðideil-
unnar og loðnudeilunnar.
Prófkjör
Vert er að vekja athygli á þvi samkomulagi
stjórnmálaflokkanna á Akranesi, að efna til próf-
kjörs samtimis i sambandi við bæjarstjórnar-
kosningar næsta vor.
Með þessu vinnst tvennt. óháðir kjósendur geta
tekið þátt i prófkjöri, án þess að vera stimplaðir
ákveðnum flokki. Flokkarnir eru jafnframt i
minni hættu fyrir þvi, að andstæðingarnir reyni
að ráða úrslitunum hjá þeim.
Þ.Þ.
i
r
Úr stefnuræðu forsætisráðherra:
Sköpum skiptir að
kjarasamningar
tefli ekki efnahags-
aðgerðum í tvfsýnu
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráöherra flutti stefnuræöu sina á
Alþingi i gærkvöldi. Meginhluti
ræöunar fer hér á eftir og eru les-
endur beönir aö hafa i huga aö
nokkru er sleppt úr:
Efnahagsmál
Stefna ríkisstjórnarinnar i
efnahagsmálum byggir á þeirri
meginforsendu, að árangurs sé
þvi aöeins að vænta, að tekiö sé á
öllum þáttum efnahagsmála i
senn og jafnvægis leitaö á öllum
sviöum.
Þetta grundvallaratriði er sett
fram i stjórnarsáttmála rikis-
stjórnarinnar:
„Rikisstjörnin mun berjast
gegn verðbólgunni með aðhalds-
aðgerðum, er varða verðlag,
gengi, peningamál, fjárfestingu
og rikisfjármál.”
Þessa viöleitni til heildarsýnar
og jafnvægis hefur rikisstjórnin
haftað leiðarljósi i efnahagsmál-
um. Á þessu byggist efnahagsá-
ætlun rikisstjórnarinnar frá sið-
ustu áramótum, en þar er höfuð-
markmffium efnahagsstefnu rik-
isstjórnarinnar lýst svo:
„1 fyrsta lagi að efla atvinnulif-
ið og tryggja ifllum landsmönnum
næga atvinnu.
1 öðru lagi að draga svo úr
hraða verðbólgunnar, að hUn
lækki i um 40% á árinu 1981.
í þriðja lagi að tryggja kaup-
mátt launafólks”.
Eftir þessari áætlun hefur verið
unniö með góðum árangri.
Tekist hefur að tryggja lands-
mönnum næga atvinnu á meðan
grannþjóðir okkar stynja undan
böli atvinnuleysis. Atvinnuástand
hefur verið gott, þrátt fyrir ein-
stök, staðbundin vandamál og
erfiðleiká i' sumum greinum at-
vinnulifs.
Tekist hefur að draga svo úr
hraða verðbólgu, að hún verður
um eða innan við 40% i ár, eins og
að var stefnt, i stað um 60% verð-
bólgu tveggja undangenginna
ára.
Þá hefur tekist að vernda kaup-
mátt þannig, að hann er nú ívið
meiri en orðið hefði án efnahags-
aðgerða rikisstjórnarinnar um
siðastliðin áramót. Kaupmáttur
ráðstöfunartekna hefur vaxið á
þessu ári, þrátt fyrir umfangs-
miklar aðhaldsaðgerðir til þess
að draga úr verðbólgu.
Rikisst jórnin mun á næsta ári
fylgja i öllum grundvallaratrið-
um sömu stefnu i efnahagsmálum
og nú i ár. Afram verður stefnt að
fullri atvinnu, hjaðnandi verð-
bólgu, verndun kaupmáttar.
Þessu hyggst rikisstjórnin ná
fram með þvi að beita aðhaldi i
fjárfestingu, gengismálum, pen-
ingamálum, rikisfjármálum og
verðlagsmá lum.
Verðlag
Þó að mikilvægur árangur hafi
náðst iár, er veröbólgan enn mik-
il meinsemd i efnahagslifinu.
Ekki má lina þau tök, sem verð-
bólgan hefur verið tekin á þessu
ári.
Verðbólgan minnkar um þriðj-
ung á þessu ári, eða úr tæpum
60% i 40% mælt frá upphafi til
loka árs.
A komandi ári mun rikisstjórn-
inleggja höfuðáhersluá að þrýsta
verðbólgunnienn verulega niður i
samræmivið þaö meginmarkmið
rikisstjórnarinnar aö koma verð-
bólgunni svo fljótt sem kostur er
niður á svipað stig og er i helstu
viðskiptalöndum okkar.
Með þeim árangri, sem náðst
hefur á þessu ári og þeim skref-
um, sem fyrirhuguð eru á næsta
ári, skapast möguleikar til þess
að ná betra jafnvægi og meiri
stöðugleika í islensk efnahagsmál
en veriö hefur um langt árabil.
Það er trú rikisstjórnarinnar,
að unnt sé að ná þessum mark-
miðum án þess að fórna öðrum
meginmarkmiðum i efnahags-
málum þ.e. fullri atvinnu og ó-
skertum kaupmætti.
Hér skiptir sköpum, að aðilar
vinnumarkaðarins semji svo um
kaup og kjör á næsta ári, að
markmiðunum um fulla atvinnu
og hjaðnandi verðbólgu verði ekki
teflt í tvisýnu.
Hér þarf að koma til samstillt
átak rikisstjórnarinnar og aðila
vinnumarkaðarins.
Ríkisfjármál
Halli i rikisfjármálum og
skuldasöfnun i Seðlabanka er ein
af meginástæðum þess óstöðug-
leika jafnvægisleysis og verð-
þenslu, sem einkennt hefur is-
lenskt efnahagslif um langt ára-
bil.
Þessi árangur i' rikisf jármálum
hefur náðstmeð þvi að beita að-
haldi i' rekstri stofnana og fyrir-
tækja rikisins. Á næsta ári verður
áfram haldið á sömu braut.
Nokkur skattalækkun varð i ár
samkvæmt efnahagsáætlun rikis-
stjómarinnar um siðustu áramót.
Hlutfall útgjalda rikisins i þjóð-
arframleiðslunni gefur gleggsta
mynd af heildarskattlagningu.
Þetta hlutfall varð hæst 30,4% um
miðjan áttunda áratug, var riim
29% tvö siðustu árin áður en nú-
verandi rikisstjórn tók til starfa,
varð 28,5% árið 1980, verður
væntanlega 28,2% f ár og um 28%
á næsta ári, samkvæmt fyrir-
liggjandi spá.
Peningamál
Undanfarin áratug hefur sú
háskalega þróun átt sér stað i
peningamálum , að sparifjár-
myndum landsmannahefur
minnkað ár frá ári. Þetta hefur
stuðlað að jafnvægisleysi á fjár-
magnsmarkaði og i utanrikisvið-
skiptum.
Þessi þróun hefur nú snúist við.
Sparifé landsmanna hefur tekið
að vaxa á ný og hefur aukist ört á
þessu ári.
Hhitfall innlána af þjóðarfram-
leiðslu var fyrir 3 árum komið
niður i 21,5%. Það hækkaði i fyrra
upp i 23,8% og i ár i 26,5%. Horfur
eru á, að þessi þróun haldi áfram
á árinu 1982 og hlutfall innlána af
þjóðarframleiðslu hækki þá i um
29% og yrði þá hærra en verið
hefur sfðustu 8 ár.
Þannig hefur fjármagnsmark-
aðurinn komist i betra jafnvægi i
ár en verið hefur um langt árabil.
Þetta er flestu öðru þýðingar-
meira fyrir atvinnulifiö og fyrir
stöðugleika i efnahagsmálum.
Með efnahagsáætlun rikis-
stjórnarinnar frá siðustu áramót-
um urðu umskipti i gengismálum.
Horfið var frá gengissigi, þ.e.
hægfara en mjög tiöri lækkun
krónunnar. Þess I stað var ákveð-
ið að stefna að stöðugu gengi og
miðað við meðalgengi erlendra
gjaldmiðla. Um nálega fimm
mánaða skeið tókst að halda
gengi islensku krónunnar ó-
breyttu gagnvart meðalgengi
helstu viðskiptalanda okkar. í lok
mai' var gengi krónunnar lækkað
um tæplega 4%. í ágdstlok var
gengið að nýju lækkað og þá um
tæplega 5%.
Gengi islensku krónunnar hefur
ekki verið jafn stöðugt um langt
árabil.
Viðskiptajöftiuður
A þessu ári hefur mjög dregið
úr halla á utanrikisviðskiptum ís-
lendinga. Horfur eru á, að hallinn
á viðskiptum landsmanna við út-
lönd verði á þessu ári aðeins um
1/2% af þjöðarframleiðslu. 1
fyrra var þetta hlutfall um 2,4%
af þjóðarframleiðslu.
Allt frá þvi oliuverð tók að
hækka.snemma á siðasta áratug,
hafa flest vestræn riki búið við
halla á viðskiptum við Utlönd. Svo
er enn. tslendingum hefur tekist
að ná hér betra jafnvægi.
Mörg undanfarin ár hefur
heildarfjárfesting landsmanna
verið umfram getu þjóðarbUsins.
I stjórnarsáttmála rikisstjórnar-
innar er sett fram það markmið,
að heildarfjárfesting nemi um
fjórðungi af þjóðarframleiðslu.
Þessu markmiði hefur verið náð á
þessu ári. Fjárfesting er talin
verða á þessu ári rúm 25% af
þjóðarframleiðslu. Anæsta ári er
gertráð fyrir, að heildarfjárfest-
ing verði um 24%. af þjóðarfram-
leiðslu. Með þessu er stefnt að þvi
að færa fjármunamyndun nær
heildarspamaði þjóðarbUsins og
draga Ur viðskiptahalla.
Með auknum sparnaði lands-
manna aukast möguleikar á að
fjármagna fjárfestingu með inn-
lendum sparnaði, fremur en er-
lendum lántökum. Þróun pen-
ingamála áþessu ári gefur tilefni
til bjartsýni á þessu sviði.
Atvinnuástand hefur verið gott
á þessu ári, þegar á heildina er
litið.
Tekist hefur að tryggja þeim
fjölda manr.a, sem á vinnumark-
aðinn komaá hverju ári, næga at-
vinnu. Um langt skeið hefur hins
vegar töluverður fjöldi fólks flust
á ári hverju til útlanda. Á siðustu
misserum hefur þessi brottflutn-
ingur fólks verið minni en oft áð-
ur. Þetta er þó enn nokkurt á-
hyggjuefni, sem rikisstjórnin hef-
ur ihuga við mótun stefnu sinnar
i atvinnumálum.
Forsenda nægrar og öruggrar
atvinnu fyrir vaxandi fjölda fólks
ertraustogþróttmikið atvinnulif.
Staða atvinnuveganna verður
best styrktmeð þvi að auka fram-
leiðni og draga með þvi úr inn-
lendum kostnaði. Hjöðnun verð-
bólgu er afar mikilvæg fyrir at-
vinnuh'fið i landinu, forsenda
tryggari afkomu og aukinnar
framleiðni, skilyrði fyrir vexti at-
vinnulifs og þjóðartekna i fram-
tiðinni. Miklu skiptir þvi, að unnt
verði að tryggja þann árangur,
sem þegar hefur náðst I verðlags-
málum, peningamálum, rfkis-
fjármálum og viðskiptum við út-
lönd. Það ersá grunnur, sem hag-
vöxtur næstu ára byggir á. Um
leið og áfram verður beitt að-
haldsaðgerðum á öllum sviðum
efnahagsmála, hefur rikisstjóm-
inundirbúið sókn i atvinnumálum
til aukningar framleiðslutekna
þjóðarinnar.
Þannig eru nú áformuð stærri
skref i virkjun vatnsafls, en áður
hafa verið stigin.
Virkjun þessarar miklu auð-
lindar íslendinga er undirstaða
þeirrar sóknar i atvinnumálum,
sem rikisstjórnin undirbýr nú.
Rikisstjórnin hefur þegar aflað
heimildar Alþingis til þess að
reisa og reka fjórar vatnsafls-
virkjanir, auk heimildar til
stækkunar Hrauneyjafossvirkj-
unar og ráðstafana til að tryggja
betur en nú er rekstur orkuver-
anna á Þjórsársvæðinu og auka
orkuvinnslugetu þeirra.
En þaö verður aldrei nægilega
undirstrikað, að þessi sókn i at-
vinnumálum mun þvi aöeins skila
íslendingum bættum li’fskjörum,
að unnt verði aö ná og viðhalda
jafnvægi og stöðugleika I þjóðar-
búskapnum.
I