Tíminn - 23.10.1981, Qupperneq 9

Tíminn - 23.10.1981, Qupperneq 9
Hér sem annars staöar verður að hafa heildarsýn og stilla sam- an þau markmið, sem að er keppt. -------------- I efnahagsáætlun rikisstjórnar- innar frá áramótum var ákveðið að fylgja aðhaldssamri stefnu i verðlagsmálum á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þessi ákvörðun var nauðsynlegur þáttur i þeirri heildarstefnu, sem mótuð var i efnahagsmálum á þeim tima. Rikisstjórnin stefnir að þvi, að þegar betra jafnvægi hefur náðst i þjóðarbUskapnum, verði verð- lagskerfið gert sveigjanlegra. I þessu skyni er nú unnið að endur- skoðun á verðlagsstefnunni i ljósi efnahagsjróunar á þessu ári, og með tillitittil horfa á næstu miss- erum. Rikisstjórnin hefur nú til athug- unar ýmis atriði, sem hniga i átt til aukins frjálsræðis i viðskiptum og verðlagsmálum. Þorskafli Islendinga verður meiri á þessu ári en i fyrra. Ann- ar botnfiskafli verðurað likindum einnig nokkru meiri nU i ár. Hins vegar hefur loðnuafli, það sem af er þessu ári, verið til mikilla muna minni en var á sama tima i fyrra. Heildarverðmæti þess afla sem á land kemur, verður að öllum likindum um 2% meira en i'fyrra. Allan siðasta áratug hefur Ut- gerðin, að mati Þjóðhagsstofnun- ar verið rekin með umtalsverðum halla. I ár hefur afkoma Utgerð- arinnar verið skárri en undan- gengin 10 ár. Ljósterþó.að með einhverjum hætti verður að tryggja betri samræmingu veiða og vinnslu en náðst hefur með þessari fisk- veiðastefnu. Einnig verður að auka gæði framleiðslunnar. Ýms- ar leiðir, sem stefna i þessa átt, eru nú i athugun hjá sjávarút- vegsráðuneytinu. í iðnaðarmálum er unnið að all- mörgum veigamiklum verkefn- um. Höfuðmarkmið þessarar vinnu eru þrjú: Að bæta starfs- skilyrði almenns iðnaðar og auka framleiðni hans. Að efla sam- keppnisfæran nýiðnað, er byggi á heimamarkaði og Utflutningi. Að leggja grundvöll að orkufrekum iðnaði, sem byggi á islensku for- ræðiog skynsamlegri hagnýtingu orkulinda. Aðgerðir þessar eru liður i stefnumörkun um iðnþróun til langs tima, sem rikisstjömin fjallar nú um, og verður flutt til- laga til þingsályktunar um iðnað- arstefnu á þessu þingi. Við margháttuð vandamál hef- ur verið að etja i Utflutnings- og samkeppnisiðnaði að undanförnu, m.a. vegna misvægis i gengisþrö- un erlendis. Unnið hefur verið að ýmsum lagfæringum á stöðu þessa iðnaðar. I orkumálum eru i undirbUningi meiri framkvæmdir en áður hef- ur þekkst. Undanfarin ár hefur höfuðáhersla verið lögð á að auka hlutdeild innlendrar orku i' heild- arorkunotkun landsmanna. Þwtta hefur einkum verið gert með miklum framkvæmdum við hitaveitur. Meginviðfangsefnin i raforku- framkvæmdum á næstunni verða: Að ljUka virkjunarfram- kvæmdum við Hrauneyjafoss, en þær ganga nU samkvæmt áætlun og mun fyrsta vél virkjunarinnar verða tekin i' rekstur um næstu mánaðamót, og önnur siðar i'vet- ur. Að auka vatnsöflun til nUver- andi orkuvera og tryggja rekstur A/teð þeim árangri sem náðst hefur á þessu ári og þeim skrefum, sem fyrirhuguð eru á næsta ári, skapast mögu- leikar til þess að ná betra jafn- vægi og meiri stöðugieika í íslensk efnahagsmál, en verið hef ur um langtárabil. þeirra með umfangsmiklum framkvæmdum á Þjórsársvæð- inu. Að halda áfram undirbúningi og hefja framkvæmdir við næstu stórvirkjanir fyrir landskerfið. Rikisstjórnin hefur þegar aflað sér heimildar Alþingis til fjög- urra nýrra vatnsaflavirkjana. Þessar virkjanir eru allar komn- ar á verkhönnunarstig. Að ljúka hringtengingu byggða- lina og auka flutningsgetu og ör- yggi raforkukerfisins. Suðaustur- lina verður tekin i ntokun i nóv- ember n.k. og stefnt er að þvi að loka hringnum með lagningu Suð- urlinu á næstu árum. Orkustefnunefnd rikisstjórnar- innar vinnur nú að athugun og undirbúningi ýmissa fram- kvæmda á sviði orkufreks iðnað- ar. Ýmis stórbrotin verkefni fyrir islenskan iðnað munu tengjast hagnýtingu orkulindanna. A þvi sviði verður stefnt að þvi' að treysta innlenda forystu og frum- kvæði. -------------- A sfðasta ári var gripið til sam- dráttaraðgerða i mörgum fram- leiðslumálum landbúnaðarins sem miðuðu að þvi' að laga fram- leiðslumagnið að markaðsað- stæðum. Framleiðsla mjólkur hefur nú verið löguð að þörfum innlenda markaðarins og má tæpast drag- ast meira saman. Stefnt er að þvi, að framleiðsla sauðf járafurða byggist áfram að hluta til á útflutningi, eftir þvi sem markaðsaðstæður leyfa. Samdrætti búvöruframleiðsl- unnar hefur fylgt ýmsir erfiðleik- ar fyrir bændur og hefur rikis- stjórnin mætt þeimá ýmsan hátt, m.a. með útvegun fjármagns um- fram iögboðnar Utflutningsbætur. Mörkuð hefur verið stórhuga stefna i vegamálum. Þegar i fyrra var hafið nýtt átak til þess aðauka lagningu bundins slitlags á þjóðvegakerfið. 1 vor var siðan samþykktá Alþingi ný vegaáætl- un sem gerir ráð fyrir stórauknu fjármagni til uppbyggingar vega- kerfisins. Framlög til vegamála hafa i samræmi við þetta verið aukin verulega að raungildi. Fram tilársins i fyrra var mest lagt bundið slitlag á 40 km á ári, og stundum miklu minna. I fyrra var þetta aukið í 90 km. I ár er gert ráð fyrir, að lokið verði við 150 km. A næsta ári verður þetta enn aukið. Þannig verður sá hluti þjóðvegakerfisins, sem lagður er bundnu slitlagi, talsvert meira en tvöfaldaður á skömmum tima. I stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar eru rakin nokkur fyrir- heit um umbætur, framkvæmdir og nýmæli á sviði mennta- og menningarmála. Að þessu hefur verið unnið, og fyrir þetta lög- gjafarþing verða lögð nokkur frumvörp til laga um þessi mál. Þar má nefna framhaldsskóla og skólakostnað, Lánasjóð íslenskra námsmanna, Sinfóniuhljómsveit Islands og Listskreytingasjóð. A þessu ári hefur verið unnið af kappi að byggingu þjóðarbók- hiöðu, en um það var gefið sér- stakt fyrirheit i stjórnarsáttmála. Byggingin er vel á veg komin, og verður unnið að henni áfram á næsta ári. Þá má nefna, að starfsemi Lánasjóðs islenskra námsmanna hefurveriðefld verulega á starfs- tima rikisstjórnarinnar. 1 félags- og heilbrigðismálum er áfram unnið að framkvæmd þeirrar stefnu, sem mörkuð er i stjórnarsáttmálanum. Þá eru i undirbUningi ýmis málefni, sem koma munu til kasta Alþingis. Þar má nefna frumvarp til laga um umhverfismál, sem hefur verið til meðferðar i rikisstjóm- inni að undanförnu. A ári fatlaðra hafa margir máiaflokkar verið til meðferðar á vegum sérstakrar stjórnskipaðrar nefndar, Fram- kvæmdanefndar alþjóðaárs fatl- aðra. Þá er til meðferðar i' rikis- stjórninni frumvarp til laga um málefni fatlaðra. Arið 1982 er sérstakt ár aldr- aðra samkvæmt ákvörðun Sam- einuðu þjóðanna. 1 fjárlagafmm- varpi er gert ráð fyrir stórátaki i þeim efnum á næsta ári. A vettvangi dómsmála hefur verið unnið að umbótum á löggjöf sem stuðlar að hraðari meðferð dómsmála, með þvi m.a. að ein- falda meðferð minniháttar mála. Unnið verður áfram að þvi að gera meðferð dómsmála greiðari og auðvelda mönnum að ná rétti sinum. __________ I utanri'kismálum verður fylgt óbreyttri stefnu. Lokaorð Það sem einkennt hefur þjóðar- búskap Islendinga á þessu ári öðru fremur er að betra jafnvægi og meiri stöðugleiki hefur færst i efnahagslifið en verið hefur um langt árabil. Verðbólgan hefur hjaðnað verulega. Þetta hefur tekist án þess að færa fórnir atvinnuleysis og rýrnandi lifskjara, sem aðrar þjóðir hafa fært i þessari .sömu baráttu. Rikisfjármál og peningamál eru i betra jafnvægi en verið hef- ur á siðari árum. Viðunandi jafnvægi hefur náðst i viðskiptum við Utlönd. Gengi gjaldmiðils hefur haldist stöðugra en veriö hefur um langt skeið. Þjóðarframleiðslan hefur auk- ist meira en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta hefur tekist á einhver jum mestu umhleypingatimum i al- þjóðaefnahagsmálum. A næsta ári munu erfiðleikar i efnahagsmálum heimsins og þau slæmu viðskiptakjör sem við höf- um búið við á siðustu misserum sniða vexti framleiðslu og tekna þjóðarinnar þröngan stakk. Viðskiptakjör Islendinga eru nú 12-14% lakari en þau voru á árinu 1978. Ekki eru horfur á, að við- skiptakjör batni á næsta ári, og raunar bendir ýmislegt til þess, að sá litli bati á viðskiptakjörum sem fram kom á þessu ári, muni að miklu leyti hverfa á þvi næsta. Við Islendingar getum þvi ekki vonast eftir aðstoð af erlendum toga við lausn okkar efnahags- vandamála. Þess i stað verðum við enn um sinn að miða stefnuna við ókyrran sjó i alþjóðaefnahagsmálum. Við þessar aðstæður getum við ekki búist við verulegri aukningu þjóðarframleiðslu eða þjóðar- tekna á næsta ári. Þó er gert ráð fyrir þvi, að á næsta ári vaxi út- flutningsframleiðsla okkar um 4% og þjóðarframleiðsla um 1%. Þjóðartekjur munu vaxa minna vegna versnandi viðskiptakjara. Með auknum stöðugleika og jafnvægi i efnahagsmálum erum við að leggja grunninn að sókn til bættra lifskjara. Þennan grunn verðum við að treysta enn. Þvi verðum við á næsta ári að sýna á- framgætni og festu i efnahags- og kjaramálum til þess að þessi ár- angur ónýtistekki. Þvibetur sem viö treystum þennan grunn, þeim mun fyrr mun atvinnulif okkar blómgast og h’fskjör batna. 9 samvinnuþættir Varnarbarátta Verslunar- ráðsins ■ Fyrir nokkrum dögum var hér i borg haldið viðskiptaþing Verslunarráðs Islands. Þar flutti Styrmir Gunnarsson rit- sjöri erindi, sem ekki er siður athyglisvert fyrir samvinnu- menn en þá fulltrúa einka- rekstursins, sem að þinghald- inu stóðu. Hér verður minnst á nokkur meginatriði, sem fram komu i ræðu Styrmis, sem vonandi birtist i Morgunblaðinu. Dagskipan herforingja. Ræðumaður leit i allar áttir svo sem eðlilegt er reyndum striðsmanni og herforingja. Hann var að meta vigstöðu sins liðs og auðsætt var, að hann ber ugg I brjósti. Hann fullyrti að einkarekstur væri á undanhaldi. „Snúum vörn i sókn” er sú herhvöt, sem ræðumaður notar til brýn- ingar. Styrmir sér tvo óvini sem sækja að — og þó raunar þrjá. Ritstjórinn sér rikið, sem hann telur að muni i auknum mæli reyna að gera atvinnureksturinn sér háðan. Hann sér það sem hann kallar „hömlulausa Utþenslustefnu” samvinnuhreyfingarinnar. Og þriðja óvættin sem Styrmir sér og hræðist er „sundur- lyndis fjandinn” sem kominn er upp i pólitiskri fylkingu einkarekstursmanna. Hér verður ekki fjallað um þriðja vandamálið, sem frum- mælandinn vitnar til,-enda er það samvinnumönnum óvið- komandi. Hinsvegar kemur það ekki á óvart, að þar sem einkahagsmunir eru látnir sitja i fyrirrúmi geta fylkingar riðlast og pústrar orðið óvægi- legir. Um afstöðuna til rikisvalds- ins og rikisafskipta má margt segja, en hér verður látið nægja að benda á, að flugfélög einkarekstursmanna eru alls ekki sveipuð þeim dýrðar- ljóma i huga almennings, sem ræðumaður vill vera láta enda hafa Flugfélag Islands, Loft- leiðir og Flugleiðir sótt um og notið rikisábyrgða og marg- vislegs stuðnings og fyrir- greiðslu þegar á bátinn gaf. Undarlegar ásakanir. Ræðumaður segir samvinnuhreyfinguna reka hömlulausa útþenslustefnu, sem um þessar mundir valdi einkarekstri vérulegum vanda og hann spyr félaga sína hvernig eigi að bregðast við. Styrmir ásakar „Sambands- veldið” fyrir að „kunna sér ekki hóf i viðleitni til að auka hlut Sambandsins i atvinnu og viðskiptalifi landsmanna”. svo orðrétt sé vitnað til erindis hans. Hvenær varð það ámælisvert að leggja lið atvinnuuppbyggingu þjóð- arinnar? Það er rétt, að hlutar samvinnumanna hefir farið ört vaxandi á seinustu ára- tugum á mörgum sviðum at- vinnulifsins. Hann er samt ekki stærri en svo, að nóg svigrúm ætti að vera fyrir dugmikla einstaklinga við hlið samvinnufélaganna. Það er hvorki sanngjarnt eða eðlilegt af Styrmiaðatyrða sitt fólk og ásaka fyrir ódugnað og úrræðaleysi þvi sitthvað hefir það sómasamlega gert. Einkarekstursmenn hafa reynt að fylkja liði og efna til mótvægis gegn félagsrekstri. Nægir i þvi efni að minna á verslunarfélög, sem þeir stofnuðu fyrir nokkrum árum. Þau hafa að visu flest veslast upp. Þá má lika minna á Verslanasambandið. Þau samtök áttu að gegna stóru hlutverki. Verslana- sambandið átti að verða jafn- oki Sambands islenskra sam- vinnufélaga eða vel það. En þausamtök hafa i raun einnig veslast upp og litið fer fyrir Verslanasambandinu á sviði verslunar og athafnalifs. Af hverju hefir svona til tekist? Þetta er að nokkru leyti eðli- legt. Félagsrekstrarform hentar ekki þeim sem trúa á einareksturskerfið og stjórn- ast i raun fyrst og fremst af gróðasjónarmiðinu. Alvarleg tiðindi Frummælandinn á þingi Verslunarráðs Islands vitnar til sölu tveggja fyrirtækja á Vestfjörðum og telur að augljóst sé að einkarekstur- inn standi frammifyrir nýjum vanda og sé hann hvorki meira né minna en sálrænn. Hvorugur hinna vestfirsku aðila hafi i raun treyst einka- framtakinu og þvi hafi þeir leitað til félagsrekstrar- manna. Styrmir heldur þvi fram að „litli maðurinn i at- vmnulifinu” sé að gefast upp. Ósagt skal látið hvort þessi fullyrðing ræðumanns sé rétt en sannleikskorn kann i henni að felast. Það er samvinnumönnum engin nýlunda þótt á þá sé deilt fyrir ýmsa hlutu. Sú ádeila sem á þessu þingi var flutt erhinsvegar óvenjuleg. A seinustu áratugum hafa óskir um frumkvæði kaupfélaganna við uppbyggingu atvinnulifs á félagssvæði þeirra þráfaldlega komiðfram. Félögin hafa eftir megni og i vaxandi mæli reynt að verða við þessum óskum. Þegar þau nú leggja hönd að nýrri uppbyggingu atvinnulifs viðsvegar um landið er það stórlega ámælisvert ef mið er tekið af ræðu ritstjórans. Það er kallað útþenslustefna. Það er sagt að kaupfélögin og Sambandið sé að ryðjast. um i krafti peningaveldis sins þegar brugðist er á jákvæðan hátt við tilmælum sem til þess berast um að taka við stýris- völ og forystu. Kaupmanna- og heildsala- liðið i Reykjavik er ekki atyrt á likan hátt og kaupfélögin. Sú fylking fær að vera i friði með steinhallir sinar og gróða og engum kemur til hugar að hún muni fáanleg til að opna pyngju sina og leggja fram fé til áhættusams atvinnu- reksturs. Hjörtur Hjartar skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.