Tíminn - 20.12.1981, Page 4

Tíminn - 20.12.1981, Page 4
Sunnudagur 20. desember 1981 4_________________ leikhúsin um jólin Hetjuljóð skáldsins sem var, er og verður í tilefni áttræöisaf- mælis Halldórs Laxness verður mikið um dýrðir í Þjóðleikhúsinu um þessi jól: Hús skáldsins eftir Halldór verður frumsýnt í leikgerð Sveins Einars- sonar þjóðleikhússtjóra — og kvitturinn segir, að hér muni vera á ferðinni bæði spennandi og skemmtileg leiksýning, byggð á einni bókanna úr sagnabálknum um ölaf Kárason Ljósvíking. Halldór hefur reyndar mikið komið við sögu Þjóðleikhússins allt frá upphafi, sat í Þjóðleik- húsráði 1950-68, íslands- klukkan var eitt þeirra þriggja verka, sem leikin voru við opnun Þjóðleik- hússins, mörg verka hans hafa verið leikin þar og hann hefur auk þess þýtt leikrit Henriks Ibsens: Villiöndina, fyrir leikhús- ið. Leikstjóri sýningarinn- ar er Eyvindur Erlends- son, leikmynd og búninga gerir Sigurjón Jóhanns- son, Jón Ásgeirsson sem- ur tónlistina og lýsingu annast Ingvar Björnsson. Halldór Laxness hefur skrifað um tilorðningu sögunnar um Ólaf Kára- son í Skáldatíma, og segir þar meðal annars: „Mér fannst að úr því ég hefði skrifað hetjuljóð bæði soðníngarinnar og sauð- skepnunnar þá yrði ég líka að skrifa hetjuljóð skáldsins, ekki einhvers sérstaks stórskálds með heimilisfáng og síma í bókmenntasögunni, né skálds sem betur hefði ort en önnur skáld, heldur þess skálds sem var og er og verður á Islandi og í öllum heiminum." Sá hluti þess verks, Heimsljóss, sem ber heit- ið Hús skáldsins og jóla- leiksýning Þjóðleikhúss- ins er mótuð úr, fjallar um það þegar skáldið Öl- afur Kárason kemst í snertingu við brauðstrit og kjarabaráttu. Og það má þá ef til vill segja sem svo, að verkið fjalli um gagnkvæma ábyrgð lista- mannsins og samfélags- ins, eins og segir í frétta- tilkynningu frá Þjóðleik- húsinu f tilefni sýningar- innar. Tíminn leit inn í Þjóð- leikhúsið fyrir skemmstu ög spjallaði við nokkra af þeim, sem eiga þátt í því að koma sýningunni á fjalirnar. leikhusin um jólin leikhúsin um jólin ■ Undir trönum. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Hjalti Eögnvaldsson. „Höfuðboðorðið að sýna hug- myndum skáldsins trúnað” segir Sveinn Einarsson þjóðleikhús* stjóri og höfundur leikgerðarinnar að Húsi skáldsins ■ „Fyrir okkur, sem fáum að lifa Halldór Laxness er það mikið ævintýri, svo það er auð- skiljanlegt, hvers vegna ég hef mikið dálæti á honum”, sagði Sveinn Einarsson þjóðleikhús- stjóri, þegar hann var spurður að þvíhverjusætti dálæti hans á verkum Halldórs. En Hús skáldsins er hið þriðja í röðinni af skáldverkum hans, sem Sveinn sem ur leikgerð úr: hin fyrri eru Kristnihald undir jökli og Atómstöðin, en hana vann Sveinn ásamt Þorsteini Gunn- arsyni. „Ekki siðurer það ævin- týri að hafa fengið tækifæri til að vinna með honum”, bætti Sveinn við, ,og það vill ennfrem- ur svo til, að faðir minn og Hall- dór voru bernskuvinir, og fyrsta minning mín af Halldóri er skýr.” Þegar blm . forvitnaðist nánar um þau kynni, sagði Sveinn: „Það var einhvern timann, að Halldór var á Laugarvatni að skrifa íslandsklukkuna og hafði bókasafnið þar til umráða. Hann leyfði mérað sitja hjá sér á meðan hann var ab.semja. Ekki skil ég hvers vegna ég, stráklingurinn, tafði hann ekki og truflaði: en þarna fékk ég p Z' ■ Halldór I.axness, Guðný Halldórsdóttir aðstoðarleikstjóri, Sveinn Einarsson höfundur leikgerðarinnar, Sigurjón Jóhannsson leikmynda- smiöur og Eyvindur Erlendsson leikstjóri. mína fyrstu upplifun af Halldóri Laxness. Nú, siðareftiraðég varð leik- „Allt nærist á eigninni” Sigurjón Jóhannsson ræðir um leikmyndina ■ Sigurjón Jóhannsson leik- myndateiknari gerir leikmyndina fyrir Hús skáldsins, og reynir þar aö byggja upp trúverðuga mynd af Sviðinsvik á kreppuárunum. Hann var spuröur hvað lægi til grundvallar leikmyndinni. „Hugmyndin á bak við leik- myndinaer eignin margumtöluð, eignin á Sviöinsvík, sem allt snýst um og allt kannski stendur og fellur með. Eignin er einhvers konar atvinnutæki og þar sem eignin ekki hrekkur til, kemur til annaö atvinnutæki i stað hins, sem er atvinnubótavinnan 1 stjórnargrjótinu. Þessu tvennu er ég að reyna að ná meö leikmynd- inni. Umhverfiö er niöurnitt, drabbað: atvinnutækin bera sig ekki, atvinnullfið er i kaldakoli — þeim áhrifum reynum viö að ná með I leikmyndinni, og á mjög einfaldan hátt.” — Geturöu lýst leikmyndinni I fáum oröum? „Ég byggi eins konar bryggju frá sviðsbotninum, fjærst áhorf- endum og fram á sviðsbrún. Eftir þessari bryggju ganga tveir vagnar á sporum. A þessum bryggjukanti birtist leikhópurinn I upphafi. Þetta er vinnustaöur, kannski stjórnargrjótiö, og karlarnir nota þá vagnana til að flytja steinana. Leikurinn fylgir siöan þessari braut, ef svo má segja, og gerist á og kringum hana, og hún er þá þessi eign eöa þetta atvinnutæki. Þetta er hugmyndin á bak viö leikmyndina i stórum dráttum: eins konar hluti fyrir heild, vagnarnir fyrir éignina og svo allt annaö lika.” — Þetta bendir þá til þess aö mikil áhersla sé lögö á þennan þa'tt sögunnar: baráttuna um eignina? „Hús skáldsins, þriöja bókin i sagnabálknum um Ljósvikinginn, segir frá árunum þegar hann bjó ásamt heitkonu sinni á Sviöins- vlk, og lýsir þeim kjörum sem þau bjuggu viö þar ásamt ööru fólki. Þetta hangir allt saman. Stjórnvöld og máttarstólpar þessa samfélags eru einmitt aö- ilar eignarinnar. Eignin er þaö sem allt nærist á. Og sem sýningin fer fram á — hún gerist á eigninni. Viö getum kannski sagt aö frásögnin sé tvöföld, aö sýningin hvili i tvöföldum far- vegi”. — Þú leggur áhersiu á grátt i leikmyndinni, og striginn, sem hangir til hliöar sýnir okkur niöurniösluna. Viltu segja nánar frá þessu? Hvers vegna þú notar þessi efni og á þennan hátt? „Já, svona leikur timinn og veörátta hlutina, ef þeim er ekki haldiö viö. Þarna stendur allt i staö. Gráir tónar allt upp I hvitt eru aöallitir leikmyndarinnar og svo ryörautt. Járn ryögar. Þessir tveir eru uppistööulitir I leik- myndinni. Nú, striginn, efniö i leikmynd- inni er nú einu sinni þaö, sem ein- kennir oft verstöövar, sjávar- pláss og sfldveiöistöðvar. Ég er sjálfur frá Siglufirði. Bernsku- minningar minar eru endalaus hessianstrigatjöld, sem voru hengd upp yfir sildartunnur til aö sólin skini ekki á tunnurnar svo ekki soönaöi i þeim. Þetta er til- finning, sem ég minnist vel frá bernskustöðvum minum og mér finnst falla fullkomlega aö lýsingu Sviöinsvikur”. —jsj. hússljóri i' Iðnó, var Halldór i leikhúsráði Þjóðleikhússins. Ég kom að máli við hann og færði i tal við hann, hvort ekki mætti snúa Atómstööinni i leikrits- form, ogdatt þánú reyndar ekki i hug að ég kæmi neitt nálægt þvi, heldur hann sjálfur. En hann varaðskrifa aðra hluti, og fannst þeir standa nær sér þá. Seinna gerðist þaö að Ragnar i Smára hringdi i mig og sagði mér að skáldsaga eftir Halldór væri að koma út og að i henni væri mikið um samtöl. Hann taldi að ef til vill mætti leika hana. Ég las próförk, hafði samband við Halldór sem tók þessu vel. Cr þessu varð leik- gerð Kristnihalds undir jokli: Úa”. Sem kunnugt er, var Úa sett upp hjá Leikfélagi Reykjavikur i leikstjóm Sveins sjálfs, sem skrifaði einnig leikgerðina i nánu samstarfi við Halldór. „Eftir þetta sagði Halldór viö mig, að mætti reyna viö Atóm- stööina”, segir Sveinn, „og þaö varö. Og skömmu siöar nefndi Halldórþaö við mig,að sér hefði dottið i hug að ein sagan i sagnabálknum um Ólaf Kára- son, Hús skáldsins, myndi kannski henta fyrir leiksvið.” Ýmislegt varð þó til að tefja það verk, að sögn Sveins: meðal annars var mikið leikið eftir sögum Laxness um þær mundir, en hugmyndin lét þó ávallt á sér kræla ööru hvoru: „ég hef lik- lega verið að leita að formi eða aöferö við aö koma sögunni i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.