Tíminn - 20.12.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.12.1981, Blaðsíða 9
Sunnudagur 20. desember 1981 9 menn og málefni Lífsgæðin byggjast á verðmætasköpuninni Margri fromri ihaldssál hef- ur vafalaust hlýnaö um hjarta- rætur aö hlýöa á eöa lesa ræöu þá er Geir Gunnarsson formaö- ur f járveitinganefndar flutti viö upphaf annarrar umræöu um fjárlög. Nefndarformaöurinn minnti þingheim á aö arðsemi atvinnuvega er forsenda þess aö halda uppi góðri þjónustu. „Það eru takmörk fyrir þvi hve stóran hlut þjóðarteknanna við getum notað ár eftir ár til þessaðauka þjónustuþættina og þá um leið þjónustuútgjöldin i framtiðinni, án þess að raun- verulegur verðmætisauki sé fyrir hendi”, sagði formaður fjárhagsnefndar og átaldi hann þngmenn fyrir að framleiða i sifellu tillögur um bætt mannlif með liprum greiðslum úr rikis- sjóði. Þeir aðilar eru til i þjóðfélag- inu, og þeir eru margir, sem aldrei þurfa að leggja hugann að arðsemi. Menntakerfið, heilsugæslan tryggingarnar og margt fleira er rekið fyrir fé úr rikissjóði. En það eru aðrar greinar sem leggja sjóðnum til fé, og þótt menntun,' heilbrigði og fagurt mannlif yfirleitt se sjálfsagt og eftirsóknarvert og sannarlega þess virði að nokkuð sé á þegnana leggjandi til að standa undir þeim stofnunum sem til þess eru ætlaðar að stuðla að menntun, heilbrigði og öryggi, eru takmörk fyrir þvi hvað þær og rekstur þeirra má kosta. Islendingar setja markið hátt til að efla opinbera þjónustu og félagsleg réttindi og er það sjálfsagt en einhvers staðar eru takmörk. Fulltrúi frá kanadisku heilbrigðisstjórninni var stadd- ur hér á landi fyrir nokkru að aðstoða við uppbyggingu tiltek- innar greinar heilbrigðisþjón- ustu ~en Kanadamenn standa mjög framarlega á þeim sviðum og eyða til þeirra miklu fé. Hann var spurður hve lengi væri hægt að auka heilbrigðis- þjónustu á kostnað hins opin- bera. Kanadamaðurinn glotti við og svaraði að bragði: „Þangað til búið er að veita öll- um þjóðartekjunum til heil- brigðisþjónustunnar”. Mikill kurr hefur verið i háskólamönn- um vegna þeirra fjárlaga sem nú er verið að ganga frá. Tals- vertskortir áað hægt sé að reka háskólann með þeim framlög- um sem honum voru ætluð i fyrstu gerð fjárlaga. Málið er það að í ár stunda nokkur hundruð fleiri nemendur þar nám en i fyrra og næsta haust má búast við enn meiri fjölgun, þ.e. á þvi fjárhagsári sem fjár- lagafrumvarpið nær til. Tryggingastofnun rfkisins þarf ærið mikið viðbótarfé ef hún á að sinna þeirri starfsemi sem henni ber. Frekir til fjárins Fjárhagsnefndarmenn hafa unnið baki brotnu vikum saman við að útdeila framlögum úr rikissjóði. Nær 200 aðilar hafa átt erindi við nefndina og áreiðanlega allirhiðsama að fá viðbótarfjárveitingu við þá upp- hæð sem stofnanirþæreða félög er þeir bera fyrir br jósti þurfa á næsta ári. Það er mörg holan sem láta þarf i, en matarholan aðeins ein, rikissjóður. Til aðstanda straum af sífellt auknum útgjöldum er aðeins ein leið, meiri álögur. En þær vilja allir m innka. Fjárlög eru mörk- uð innan viss ramma. Fjár- veitingavaldið hefur þvi nokk- urn veginn ákveðna upphæð til skiptanna. Og flestir eru frekir til fjárins. Hver aðili sem á undir fjárveitingavaldið að sækja ber einkum hag sinnar stofnunar fyrir brjósti og rekur sinar raunatölur, hvað hann fái nú lítinn skammt af allri fúlg- unni. Ekki sé nú búið svona hraksmánarlega að samsvar- andi stofnunum eða greinum á öðrum Norðurlöndum. 1 Sviþjóð eða Danmörku sé svo miklu meira fé varið i samsvarandi starfsemi. Það er nú svo. í Sviþjóð og Danmörku eru stjómvöld og landssjóðirnir að súpa seyðið af opinberum flottheitum, og er ekki alltsopið enn. Þá ber þess að gæta að þegar einstakar greinar á opinberu framfæri fá það fé er þær vilja verður ein- faldlega að minnka skammtinn annars staðar. Af því leiða kröfugerðarmenn aldri hugann. Ersumir aðilar svo harðir i af- stöðu sinni til f járveitingavalds- ins að þegar þeir fá ekki það sem þeim sýnist „hefna þeir i útvarpi sem hallast á i frum- varpi”. Þá er einfaldlega rokið i fjölmiðla og klagað. Vel á minnst. Hvaða smekk- menn skyldu standa að þeim auglýsingum i sjónvarpi, sem Kennarasamband Islands skrif- ar upp á? Það er margt réttlætismálið og sumu hverju af þvi tagi er hrint f framkvæmd i formi alls kyns félagsmálapakka og þeir sem að þeim standa hæla séraf og þykjast hafa háð harða bar- áttu og haft sigur að lokum ef tir mikið erfiði sem sagt með liprum greiðslum úr rikissjóði. Sömu aðilar kvarta gjarnan sáran yfir óhóflegum álögum á landslýð og skattpiningu. Síðan er fjárhagsnefndar- mönnum úthúðað i fjölmiðlum fyrirað láta ekki hvern sem vill ganga i sjóðinn og sækja sér hnefa. * Oljós fjárhagsstaða Alexander Stefánsson sem sæti á i f járveitinganefnd talaði iannarri umræðu um fjárlaga- frumvarpið og gerði að umtals- efni samskipti opinberra stofn- ana við f járveitingavaldið. Hann sagði m.a. að verkefni sumra stofnana i kerfinu rekist á, þannig að fleiri aðilar eru i raun að vinna sama verkefni. A þetta rækju menn sig iðulega við fjárlagagerðina. Þá gagn- rýndi hann að alltof mikil s jálf- virkni væri i útþenslu margra opinberra stofnana. Væri full ástæða til að fara rækilega ofan i þau mál. Sem dæmi nefndi hann að út- gjöld tíl tryggingamála eru 271 millj. kr. i f járlagafrumvarpinu og eru fyrirferðarmest allra rikisútgjalda. Forstjóri Trygg- ingastofnunarinnar kom á fund fjárveitinganefndar og óskaði eftirhækkun um litlar 303 millj. kr„ sem hann taldi að vantaði til að hægt væriaðreka trygginga- stofnunina meðeðlilegum hætti. Það alvarlegasta við þessa hækkunarbeiðni var sú blákalda staðreynd að forstjóri stærstu stofnunar i opinberum rekstri á landinu viðurkenndi að hann hefði ekki möguleika á að upp- lýsa um raunverulega fjárhags- stööu tryggingakerfisins t.d. frá mánuði til mánaðar. Kerfið er seinvirkt i uppgjöri og eru öll sjúkrasamlög i landinu á floti eins og forstjórinn orðaði það. 1 þetta mikla bákn þarf að setja tölvukerfi leggja sjúkra- samlögin niöur, breyta húsa- skipun stofnunarinnar o.fl, o.fl. Tryggingastofnunin er ein þýðingarmesta stofnun landsins en er bákn sem vaxið hefur yfir höfuð stjórnenda. Geta má að fjárveitinganefnd hækkaði framlag til TR um 67 millj. kr. istað 303 sem stofnun- in telur sig þurfa. Alexander sagði að freistandi væri að nefna ótal stofanir i þjóðfélaginu sem augljóslega er full þörf á að teknar séu til ræki- legrar skoöunar og eiidurskipu- lagningar og vafalaust væri hægt að lækka útgjöld rikisins verulega væri það gert af viti og skoraði á Alþingi að taka mál þessi fastari tökum en hingað til. Þá nefndi hann fleiri málefni i opinberum rekstri sem sprengir af sér allar fjárhags- áætlanir á sjálfvirkan hátt. Lífsgæðin verður að byggja á verðmætasköpun Fjárhagsnefndarmenn hafa öðrum fremur yfirlit um gengdarlausar fjárkröfur á hendur rikissjóði og hvar skór- inn kreppir i efnahagslifinu. Alexander Stefánsson varaði við óhóflegum kröfum og sagði aö framundan væru mikilvægar hernum völdin aðfaranótt sunnudags. Alþingi tók fljótt við sér og fyrsta mál á fundi sam- einaðs þings á mánudag var þingsályktun um þennan fá- heyröa atburð i evrópsku menningarriki. 1 upphafi fundar kvaddi forsætisráðherra sér hljóðs og las ályktun er rikis- stjórnin samþykkti þá um morguninn. Utanrikismála- nefnd hafði þá einnig komið saman og samþykkt ályktun er lögð var fyrir Alþingi. Þá sendu allir þingflokkarnir frá sér ályktanir um málið. ADar voru ályktanirnar á sömu lund fordæming á afnámi laga og mannréttinda i Pól- landi. Þetta voru eðlileg og sjálfsögð viðbrögð kjörinna full- trúa ilýðræðisrikiog þjóðinni til sóma. A fundinum tóku fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna til máls. Þingflokksformaður Al- þýðubandalagsins var svo ákafur i mótmælum sinum, að hann heimtaði að þjóðþingið legði niður störf og færi út á Lækjartorg til að mótmæla lika 1 i j 1 ’ 1P MMJi V J lliíSi Ifl&allHB ákvarðanir i efnahagsmálum sem tryggja eiga li'fskjör þjóðarinnar. ,,Það er skamm- sýni og um leið þjóðarógæfa ef landsmenn gera sér ekki fulla grein fyrir þeirri staðreynd að kröfurf um li'fsgæðin verða að byggja á þeirri verðmæta- sköpun sem atvinnuvegir okkar lands eru færir um að framleiða og þvi markaðsverði sem i' boði er. Það þarf engum að koma á óvart að ráðstafanir i efnahags- málum til að ná jákvæðum árangri við núverandi aðstæður segja til sin i daglegu lifi allra landsmanna. Full verðtrygging peninga kallar á ný viðhorf i viðskiptum meira aðhald og sparnað i' atvinnurekstri og ná- kvæmari hagræðingu, meiri framleiðni og meiri vöru- vöndun. 011 þessi mál þarf að ræða af fullri hreinskilni fyrir opnum tjöldum. Rikisstjórnin ræöir efnahagsvandann og leiöir til að ná þvi markmiði sem allir eru sammála um að hljóti að vera aðalmálið að ná verðbólgunni niður. Þjóðin ætlast til þess að rikisst jóm og alþingismenn geri ráðstafanir sem tryggi lífskjör- in í landinu. Til þess þarf að vinna bug á veröbólgunni og koma i veg fyrir afleiöingar hennar”. Afnám mann- réttinda fordæmd Fár það er kommúnistar hafa leitt yfir pólsku þjóðina kom til umræðu á Alþingis.l. mánudag. K«nmúnistar í rikisstjórn Pól- lands afhentu kommúnistum i þar. Forseti sameinaðs þings gaf li'tið út á svoleiðis hefur lik- lega talið að Alþingi hafi mót- mælt og ályktað á réttum vett- vangi og mundi það duga. For- seti sagði þó að hann hygðist halda tvofundi i deildinni þenn- an dag og ef þingmenn væru ekki langorðir um of á fyrri fundinum hefðu þeir tima til þeirrar ráðstöfunar er þeim sýndist. Stendur þá ekki upp Þor- valdur Garðar, sem að öllu jöfnu er ekki orðaður við flumbruhátt og sýndarmennsku og tilkynnir að hann vilji lika fara út á torg að „demonstrera” og Itrekaði ósk um að Alþingi hætti störfum svo að þingmenn gætu farið að mótmæla. Forseti endurtók fyrri ummæli. Undir- ritaður var ekki lengur i Al- þingishúsinu þegar kom að aug- lýstum útifundartima og veit þvi ekki hvernig þessu máli lyktaði. Fundur á Grenimel En það voru aðrir fyrri til en rikisstjórn og Alþingi að láta i ljós hug sinn til Pólverja á ör- lagatimum. Alþýðubandalagið boðaði til mótmæla þegar á sunnudag og fékk til liðs við sig málpipur einhverra félaga úti i bæ. Var sá fundur haldinn á tröppum pólska sendifulltrúans vestur á Grenimel. Þann dag voru fréttir stopular frá Póllandi vegna ráöstafana hinnar allsráðandi herstjórnar þar ilandi. Til að hafa einhverj- ar fréttir og myndefni þaö kvöld greip sjónvarpið tækifærið og sýndi formannallaballanna lesa * Oddur Olafsson skrifar ræðu á tröppunum vestur i bæ. Það var hugnæmt að heyra hann lesa þann boöskap aö Al- þýðubandalagið stæði með pólskum verkamönnum og samtökum þeirra, Samstöðu, i baráttu þeirra til sósialisma. Vafalaust hefur ræðan verið lengri en sjónvarpaö var og fjallað um þjóðfrelsi og fleiri munntöm slagorð. Liklega verður einhver bið á að kaldri svangri og hrjáðri al- þýðu Póllands berist baráttu- kveðjan frá formanni Alþýðu- bandalagsins og gildir það kannski einu. Pólska þjóðin fær áreiöanlega nóg af tali um bar- áttuna til sósialisma yfir sig þessa dagana, þar sem her- stjómin hefur öll umráð fjöl- miðla á sinni hendi til að hvetja verkamennina i Lenin-skipa- smiöastöðinni og félaga þeirra i Samstöðu niðri í kolanámum, i Ursus-verksmiðjunum og sæl- gætisgerðinni Prins Polo til að fara aö láta af verkalýðsbaráttu en fara að sinna sósialisma í þess stað. Marga setti hljóða þegar pólsku verkamönnunum var send þessi kveðja og náðu litlu samhengi. A þriðjudagskvöld fóru málin að skýrast svolitiö. I kostulegum umræðuþætti sem fram fór i sjónvarpinu, eins og vera ber, ogPólland bar á góma lýsti ritstjóri Þjóðviljans þvi yf ir að þaö sem fyrir pólskri al- þýðu vekti með baráttu sinni við stjórnvöld væri „frumsósialismi”. Sú tegund var ekki útskýrð með öðru en þvi að verkamenn vildu ráða i verksmiðjum og reka og ráða forstjóra að vild. Hugmynda- fræðingar allaballanna eiga eftir að skýra þetta betur siðar ef að likum lætur og tengja þaö eigin stefnu með orðhengils- hættisem þeim einum er laginn. Hugmyndafræði á hrakningi Skammt er liðið siðan alla- ballar unnu mikinn kosninga- sigur að eigin sögn er Mitter- rand var kjörinn forseti i Frakklandi og stóð fagnaðar- hátiöin vikum saman á siöum málgagns þeirra. Um það leyti sem Frakklandsforseti ákvað að halda áfram að sprengja bombur i tilraunaskyni og efla kjarnorkuvarnir landsins upp- götvuðu allaballarnir púðrið i friðarboðskap kirkjudeilda og fleiri aðila i' Vestur-Evrópu og um skeið gekk ekki á öðru i þeim herbúðum en gengdar- lausum áróöri um að vestræn riki leggi niður varnir sinar og nú eru þeir farnir að styðja pólska alþýðu til að koma upp hjá sér sósialisma. Þessir hugmyndafræðilegu hrakningsmenn eru aldrei i vandræöum með að snúa út úr eigin oröum og gefa baráttu- málum sinum og hugmynda- fræði sifellt ný nöfn og verður fróölegt að fylgjast með vanga- veltum þeirra um hvar frum-J sósialismans sé að leita. Léttúð og orðhengilsháttur á illa við þegar fjallað er um þær hörmungar sem sósialistar hafa leitt yfir pólska þjóð. Það vita allir hver hinn raunverulegi stjórnandi Póllands er, þótt heita eigi að pólski herinn hafi tekið völdin og stjórni sam- kvæmt herlögum sem i raun er ekki annaö en lögleysa og of- beldi samkvæmt skilningi allra frjálsborinna manna. Kristin og upplýst alþýða Póllands á annaö skilið en hugmyndafræðilega útúrsnúninga á baráttu sinni og þvi oki sem hún er aö reyna aö velta af sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.