Tíminn - 20.12.1981, Síða 8

Tíminn - 20.12.1981, Síða 8
8 Sunnudagur 20. desember 1981 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfssón. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson.Elías Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir. Egill Helgason. Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson. Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15. Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 6.00. Askriftargjald á n.ánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent tif. Þar sem helmingur ungs fólks fær enga atvinnu ■ Sumir gera lítið úr þeim árangri islenskra stjórnvalda, að hér i landinu er full atvinna. Þeir, sem þannig tala, gera sér annað hvort enga grein fyrir þvi geigvænlega ástandi, sem rikir i at- vinnumálum nágrannaþjóða okkar, eða tilheyra þeim ómannúðlega pólitiska sértrúarsöfnuði, sem aðhyllist svonefnt „hæfilegt atvinnuleysi”. Hörmungar atvinnuleysisins hrjá nú margar þjóðir i nágrannalöndum okkar, og það sem verra er: litil sem engin von er til þess i flestum þessum löndum, að draga muni úr atvinnuleysi á næstunni. Þvert á móti bendir flest til þess að það muni enn aukast. Fyrir fáeinum dögum hlustaði höfundar þess- arar greinar á erindi starfsmanns Efnahags- bandalags Evrópu um atvinnuleysi i aðildarrikj- um bandalagsins og framtiðarhorfur i þeim efn- um. Það var eymdarlegur lestur. Þar kom m.a. fram: Um þessar mundir eru um 10 milljónir manna atvinnulausir i aðildarrikjum Efnahagsbanda- lagsins. Þeim fjölgaði um þrjár milljónir eða svo á árinu 1980 - 1981. Fjöldi atvinnulausra i Bret- landi er um þrjár milljónir, tvær milljónir nú án atvinnu i Frakklandi, svipaður fjöldi á ítaliu og um ein og háif milljón i Þýska sambandslýðveld- inu. Þetta eru einungis þeir, sem skráðir eru at- vinnulausir. Mun fleiri verða að sjálfsögðu fyrir áhrifum atvinnuleysisins beint, eða að áliti þessa starfsmanns Efnahagsbandalagsins um 30 mill- jónir manna i aðildarrikjunum. Vandamálið er enn hrikalegra þegar litið er til unga fólksins sérstaklega. í flestum þessum lönd- um eru um 50% þeirra, sem eru innan við 25 ára aldur og vilja út á vinnumarkaðinn, atvinnulaus- ir. Geta flestir gert sér i hugarlund ástandið hér á landi, ef helmingur vinnufærra manna, sem eru 25 ára og yngri, fengi enga atvinnu. í sumum löndum Efnahagsbandalagsins hafa aðgerðir stjórnvalda beinlinis leitt til aukins at- vinnuleysis. Þetta á fyrst og fremst við um Bret- land, þar sem völdin eru i höndum pólitiskra ofsatrúarmanna. Annars staðar hafa stjórnmála- menn reynt að draga úr atvinnuleysi með ýmsum hætti, án þess að auka verðbólgu, en þær aðgerðir hafa einfaldlega ekki fækkað atvinnulausu fólki i þessum löndum. Þetta er sá vágestur, sem við íslendingar erum lausir við. Ástæðan er markviss stefna stjórn- valda, sem vilja ekki þola atvinnuleysi i landinu. Það er mannúðleg stefna, sem allir þjóðfélags- hópar og hagsmunaaðilar þurfa að standa vörð um. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir glögglega, hversu auðvelt er að kalla yfir sig stjórnvöld, sem telja atvinnuleysi að vissu marki þolanlegt eða jafnvel æskilegt til að ná öðrum pólitiskum mark- miðum. Landsmenn mega aldrei afhenda völdin i landinu talsmönnum slikrar stefnu. — ESJ. menningarmál a „Elds er þörf” Menn yfir sjötugt skrifa saman bók 09 AFTANSKIN Ritgerðir og minningar manna með sjötiu ára lifsreynslu eða meira að baki. Útgefandi SJÓMANNADAGSRÁÐ 272 bls. Káputeikning: Atli Már. Bóklvsing: Sigfús Halldórsson. Bók til að byggja hús I Þótt einkennilegt megi teljast. þá verða þeir sem reyna að smiða hUs og reka, til að fá þak yfir höfuöið á öldruðu fólki, að neyta svo til allra ráða til að aíla fjármuna, og er þá að sjálfsögöu átt við frjáls félagasamtök, sem nær alfarið hafa séö öldruðum fyrir hjúkrun, ásamt nokkrum sveitarfélögum. Rikissjóöur hefuráttfremur litið vantalað við hina öldruðu, hefur mér verið tjáö, og ættu þó stjórnmálamenn að gjöra sér það ljóst, þótt i mörg horn sé að lita, að það getur alla i rauninni hent að þurfa sérstaka hjúkrun seinustu ár ævinnar. Margirhafa þviþörf fyrir aðstoð. Mér kom þetta i' hug, þegar ég fékk i hendur til lestrar bókina Aftanskin, sem Sjómannadags- ráð i Reykjavfk og Hafnarfirði hafa gefið út i fjáröflunarskyni fyrir hjukrunarheimili, sem er verið að smiöa i Norðurbænum i Hafnarfiröi, rétt ofan við sjóinn, þar sem til skamms tima bjuggu sjdmenn ásamt fjölskyldum sinum i hrauninu við harðan kost, og gjöra ef til vill enn. barna voru áður kotbæir, er varla urðu greindir frá hraunhól- unum og lautunum, eða frá lands- laginu, eins og það var frá skaparans hendi. Siðan eru liðin mörg ár og má segja að hafnfirskir sjómenn og sjómenn á Álftanesi séu fyrir löngu komnir upp úr jörðinni, húsnæðislega séð, og það er Hrafnista i' Hafnarfirði einnig. Við það mikla hús er nú verið að reisa nýja álmu, sem ætluð er öldruðu fólki, sem hefur tæpa fótavist eða öngva. Þessari hjúkrunarstöð miðar þó hægt, þóttgjört séráð fyriraðhún verði fokheld nú á næstu dögum og sé þannig séð komin upp úr jörð- unni, eins og sjómannsfjölskyld- urnar i' Garðasdkn. Aftanskin Þótt það megi með nokkrum rétti segja, að til útgáfu þessarar bókar sé einkum stofnað i mannúðarskyni, eins og ráða má af framansögðu, en það var kannski þess vegna en undir- ritaður átti ekki von á neinu sér- stöku átaki þarna, svona bók- menntalega séö, þvi höfundar höfðu svo mismikla reynslu i aö skrifa. Það vakti þvi mikla gleði hversu þessi bók er vel úr garði gerð. Hún ervelrituð og merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún er sem sé ekki nein gustukabók, þótt hún sjái dagsins ljós í fleiri til- gangi en einum. Mér telst svo til, að alls 24 höf- undar leggi bókinni til efni. Þetta eru flest þjóðkunnir borgarar, og eiga það saman, aö vera komnir yfir sjötugt. Þeir eru af ýmsum stéttum, sjómenn, læknar, rit- höfundar, embættismenn og kennarar eða voru það, meðan þeiráttu fulla aðild að atvinnuli'f- inu. barna er þvi að finna ótrú- lega fjölbreytt efni, sem ungir, sem aldnir geta sótt i fróðleik og skemmtun. t bókinni rekja menn æsku- minningar, ferðalög, minnis- verða atburði, eða rita hugleið- ingar um æsku og elli, og minnst er á þá einkennilegu tilveru i timanum, þegar lögbókin og almanakið segirað ævistarfinu sé lokið, alveg án tillits til heilsu, eða starfsgleði, en það eru nú reglur, er endilega þyrfti að endurskoða ofurlitið nánar. Ellin byrjar i móður- kviði Þaö er ógjörningur að rekja efni þessarar bókar út i hörgul, eins og stundum er gjört um sögur i bókum. Þó get ég ekki stillt mig um að minnast á örfá atriöi, er mér þóttu einkar fróð- leg. Til dæmis sú merkilega stað- reynd, sem Baldur Johnsen yfir- læknir, bendir á. Ellin kemur sumsé ekki með gráu hárunum og þeim hrukkum er hrukkukremin duga ekki við. Hrörnun likamans byrjar nefnilega áður en við fæðumst (bls. 25). Sérstök hrörnun byrjar i vorum kroppi þegar i móðurlifi, áður en við fæðumst, og þetta skilgreinir læknirinn með vefja- og meinafræði. Þá þótti mér stór- fróölegur þáttur um Fæðingar- hjálp (bls.32) eftir sama höfund, en þar er gerð grein fyrir fæðingaraðferðum Indíána og Eskimóa, er áttu börn bak við stein i illviðrum, og norðanvið Grænland i sumum tilfellum. Svona má lengi telja, og vel er rituð og nákvæm lýsing Hjálmars Vilhjálmssonar fv. ráöuneytis- stjóra af æskustöðvunum. Bæði hinar nákvæmu lýsingar á þjóöháttum og eins spaugsamar sögur, eins og til dæmis þegar unga stúlkan bað föður sinn nú blessaðan um að koma nú með mannsefni handa sér úr kaup- staðnum. (bls. 69). Þaðerlika fróðlegt að lesa frá- sögn Jóns Sigurðssonar Úr starfi borgarlæknis, sem er hin merk- asta heimild um heilbrigðisþjón- ustu höfuðborgarinnar. Og ekki eru umskiptin minni á sjónum, sem ráða má af merkilegri frá- sögn Sigfúsar Bjarnasonar, sjö- manns. 1 raun og sannleika, er svo að segja sama.hvar gripið er niður i þessa ágætu bók. Hún er nám a og hverjum manni holl og samboðin lesning. Bókin hefst á formála, er Pétur Sigurðsson, formaöur Sjó- mannadagsráðs, ritar, og greinir hann frá tilurð hennar og tilgangi. 1 bókina skrifa nokkrir þekktir rithöfundar, auk annarra, sem minna hafa látið frá sér fara á prenti. Má þar nefna til dæmis Þórodd Guðmundsson, rithöfund, Tryggva Emilsson, verkamann og rithöfund, Lárus Blöndal, bókavörð, Jón Jónsson, jarð- fræðing, er ritar merkilega grein frá Grænlandi, Ingólf Daviðsson, grasafræðing, Jóhann J. E. Kúld ritha'und, Braga Sigurjónsson, skáld, bankastjóra og f.v. ráð- herra og Þórð bónda á Látrum, svo einhverjir séu nefndir. Ég veit ekki hvort Sjómanna- dagsráð hyggst halda áfram út- gáfú á verkum eldra fólks, en ef þær bækur gerast ekki verri eu þessi,væri þaðvelþess virði. En viðtökur ráöa þó liklega fram- haldi. Elds er þörf Ágúst Þorvaldsson, bóndi og al- þingismaður á Brúnastöðum, segir i þessari bók á einum stað eftirfarandi (bls. 17) og er gott að hugsa með honum svona i lok þessarar greinar: „Elds er þörf, þeims inn er kominn ok á knéi kalinn, matar ok váða er manni þörf, þeim er hefr um fjall farið.” ,,f þessari fornu visu er þvi m eð skáldlegum hætti lýst hvers ferðalúinn gestur þarfnast, sem kveður dyra svangur og kaldur eftir langa leið um fjöll og firn- indi. Þar sem slikur ferðalangur tekur sér næturhvild þarf að vera eldur á arni svo ylur sé i húsinu og einnigmaturog mjúkrekkja. Það er margt likt með langferða- manninum og gamalmenninu. Ferðþesserorðin löng um lifsins veg og þar var oft á brattan að sækja og margir slikirferðamenn bera öreftir kalsár erþeirfengu i fangbrögðum við frost og hríðar lifsbaráttunnar. Þvi er hinum þreytta og ferðalúna þörf á hlýj- um arni, mjúkri rekkju og hollri fæðu. Þetta þarf að vera hægt að veita hinu aldraða langþreytta feröafólki, sem margt á engan aö og verður að knýja á dyr þjóð- félagsins. A undanförnum árum og ára- tugum hefur löggjafarvaldið smátt og smátt aukið aðstoð sina við þáeinstaklinga og hópa fólks, sem þarfnast stuðnings, en þeim fer hlutfallslega fjölgandi i landinu. Sú stefna að aldrað fólk sésem lengst á eigin heimilum og geti haldið búsetu i átthögum er skynsamleg. Sem betur fer eiga margiraldraðir talsverðar eignir og hafa nokkrar tekjur af þeim, sem auðvitað er gjaldstofn tii viðkomandi sveitarfélags. Margir vilja lát'a sina gömlu og góðu sveitnjóta slikra gjalda sem lengst og er það heilbrigður hugs- unarháttur. Dvalarheimili fyrir aldrað fólk þyrfti helst að risa i hverri sýslu og hverjum kaupstað og þá sem næst heilsugæslustöðv- um á hverjum stað. Til eru þeir sveitahreppar sem eru svo fjöl- mennir og fjárhagslega öflugirað þeir geta komiðupp bústöðum til að leigja öldruðu fólki, sem getur að mestu eða öllu séð um sig sjálft. Vanafesta og átthaga- tryggð er rikur þáttur i eðli flestra. Það taka þvi margir nærri sér að flytja burt frá þeim stað þar sem ævistarfið var unnið. Það þarf að koma til móts við þessar ærlegu tilfinningar og hjálpa til þess aö fólk geti dvalið sem lengst iátthögum sinum eða i nánd við þá.” Jónas Gumundsson. Jónas Guömundsson skrifar um bókmenntir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.