Tíminn - 20.12.1981, Síða 12

Tíminn - 20.12.1981, Síða 12
12 Sunnudagur 20. desember 1981 ®Astralísku hermennirnir á Gallipoli-ströndinni, þar sem þeir veröa aö sækja upp bratta fjallshliöina gegn vélbyssum Tyrkjanna. Myndin er úr kvikmyndinni „Gailipoli". »-* * ■ " ’.Y— ■ Peter Weir (t.h.) spjallar viö leikara I „Gallipoli”, sem hann leikstýrir. Ný kvikmynd eftir Peter Weir um „Alamo” Ástralíumanna „Staður sem þú hefur aldrei heyrt um.Kvikmynd, sem þú munt aldrei gleyma” Þannig hljóðar slagorð, sem notað er til þess að auglýsa nýja ástralska kvikmynd á Vesturlöndum um þessar mundir. IMy;ndin ber nafn staðarins, sem framleiðendurnir gera ráð fyrir að almenningur „hafi aldrei heyrt um”: Gallipoli. Vafalaust er það rétt, að margir hafa ekki hugmynd um, hvað eða hvar Gallipoli er, og i hugum enn annarra er það vafalaust aðeins nafn i sagnfræðibókum. En i Ástraliu er þessu öðru visi varið. Þar er þetta eina orð, Gallipoli brennt inn i þjóðarsálina, með svipuð- um hætti og orðið „Alamo” i Texas og viðar i Bandarikjunum. Bæði þessi nöfn minna á hernaðar- legan ósigur, sem varð ýmsum siðferðilegur og til- finningalegur sigur. ■ Kvikmyndin sem Pétur Weir geröi, var sýnd viö opnun kvik- myndahátiöarinnar i London á dögunum en almennar sýningar hóTust siöan á henni i London 10. desember siöastliöinn. Viðtökur hafa veriö afbragösgóðar meöal alhennings eins og reyndin varð i Bandarikjunum lika og reyndar talið að þetta verði fyrsta ástralska kvikmyndin sem nái verulegum fjárhagslegum ár- angriá Vesturlöndum. Jafnframt olli myndin nokkrum deilum, þar sem breskir herstjórar eru sýndir þar i fremur slæmu ljósi. Ýmsir Bretar telja sig ekki eiga slikt skiliö, þótt þaö sé auövitað mis- skilningur þeirra vegna þess að Gallipoli er tákn um hernaðaraö- gerö sem mistókst vegna lélegrar skipulagningar, stjórnleysis og almenns aumingjaskapar breskra ráðamanna. Aöur en frekar verður vikið aö kvikmyndinni skulum við lita að- eins nánar á Gallipoli-innrásina sjálfa. Sögusviðið 1915 Innrásin hófst i aprilárið 1915. 1 október sama ár voru siðustu her- mennirnir fluttir á brott aftur. Heimsstyrjöldin haföi á þessum timaaömiklu leytistaönaöiskot- gröfunum á meginlandi Evrópu, og i Rússlandi, sem var i banda- lagi með Bretum og Frökkum og fleiri þjóðum á þessum tima gegn Þjóðverjum og bandamönnum þeirra.var farið að gæta vaxandi erfiðleika við striðsreksturinn. Það var fyrst og fremst af stjórnmálaástæöum, að vegna þrýstings frá rússnesku keisara- stjórninni að breskir ráðamenn ákváðu að gripa til hernaðarað- gerða á austanverðu Miðjarðar- hafi. Tyrkir höfðu gerst banda- menn Þjóðverja.og Rússar lögðu mikla áherslu á nauðsyn þess, að vopnaflutningaleið yrði opnuð gegn Dardanellasund upp til Ist- anbul og þaðan áfram til rúss- neskra hafna við Svartahatiö. Meöal þeirra bresl.u ráða- manna sem voru ákafir stuönings aögeröa gegn Tyrkjum, var Win- ston Churcill, sem þá var flota- málaráöherra. Segja md aö Gallipoli-mistökin hafi ráöið miklu um að Churchill missti siöar ráðherraembætti sitt og var i pólitiskri útlegö um langan tima. Nærhefði þó veriö aö senda ýmsa þá herforingja, sem klúðruðu málinu frá upphafi, út i kuldann. Fyrst var ákveðið að flotinn skyldi sjá um að „opna” Dardan- ella-sundið og hófust þær að- geröir um miðjan febrúar 1915. Flotaaögeröin mistókstherfilega, þar sem fallbyssur skipanna réöu engan veginn við virki Tyrkja á landi — hvorki á Gallipoliskagan- um öðrum megin viö Dardan- ella|-sundiðnéá meginlandinu aö sun: an. önnur flotaárás var gerð i mars, en hún mistókst einnig og Bretar misstu þar aö auki her- skip sem þeir höföu þó litt efni á um þær mundir. Kröfunni um landgöngu i Gallipoli óx fylgi við þessar ófarir og loks var ákveðið að gera slika innrás. Slæmt skipulag Þaö féllihlut Ian Hamiltons að stjóma innrásinni. Liö það, sem hann fékk til ráðstöfunar, var viö æfingar i'Egyptalandi, en þangaö kom Hamilton aðeins þremur vikum áður en landgangan átti sér stað. Það voru þvi aðeins þrjár vikur til stefnu til að undir- búa þessa viðamestu innrás, sem gerð haföi veriö fram til þess tima. Niöurstaöan varö eftir þvi. Hamilton haföi um 75 þtisund mönnum á að skipa. Þar af voru rúmlega 30þtisund Astrali'umenn og Nýsjálendingar, um 27 þúsund Bretarogum 16 þúsund Frakkar. Þetta liö þurfti að flytja ásamt vistum og útbúnaði, þar á meöal 1600 hestum og ösnum og um 330 farartækjum, frá Egyptalandi til GallipoB og setja þar á land beint fyrir framan vélbyssur og fall- byssur Tyrkja. Alan Moorehead segir i ágætri bók sinni um Galli- poli-striðið, að þaö hafi verið furöulegt aö nokkuð hafi yfirleitt oröiö af innrásinni. Aðstoðar- menn Hamiltons komu t.d. ekki til Alexandriu i Egyptalandi fyrr en 11. april (fáeinum dögum áður en landgangan var gerö), og svo vitnað sé til Mooreheads: „Engin nákvæm kort voru til, þaö voru engar áreiöanlegar upp- iýsingar um andstæöinginn fyr- liggjandi, engar áætlanir höföu verið gerðar, og enginn haföi tek- ið ákvöröun um, hvar ætti aö setja hermennina á land. Einföld- ustu spurningum var ósvarað. Var vatn á ströndinni eöa ekki? Voru einhverjir vegir á svæöinu? Hvað mátti búast við mörgum særðum hermönnum og hvernig átti að koma þeim um borð i sjúkraskipin? Attu hermennirnir að berjast i skotgröfum, eða á opnu svæöi og hvaöa vopn þurftu þeir nauösynlega aö hafa? Hversu djúpur var sjórinn viö ströndina og hvers konar báta þurfti til aö koma mönnunum, vopnum þeirra og vistum á land? Myndu Tyrkjir verjast eöa flýja?” Mjög ófullkomin svör höföu fengist við mörgum þessara spurninga þegar herliðið var sett i bátana og á land á Gallipoli 25. april 1915. Þrátefli Ekki er ástæða til að rekja náiö gang mála viö landgönguna hér en skipulagsleysið sagöi að sjálf- sögöu mjög til sin. Sumar her- sveitimar lentu á kolvitlausum stööum, aðrir landtökustaðir reyndust nánast vonlausir til sóknar inn i' landið (þröngar og litlar strandir fyrir neöan háa kletta), gullin tækifæri fóru for- görbum fyrir dugleysi stjórn- enda: listinn um mistökin er nánast endalaus. Tyrkir brugðust hart við inn- rásinni, og átti ungur herforingi, Mustafa Kemal, mestan heiður- inn af vörn þeirra, enda geröi framganga hans i Gallipoli-stríð- inu hann að þjóðhetju i Tyrklandi ogforystumanni. Bráttfðrsvo, að hvorki gekk né rak, þóttmannfall væri mikið, og svipaði bardögum oft til skotgrafahemaöarins á meginlandi Evrópu. í ágúst var gerð tilraun til þess af hálfu bandamanna aö enda þetta þrátefli. Þann 6. ágtist var skipulögö landganga breskra hermanna i svonefndum Sulva flóa.Súherför var framkvæmd af sömu snilld og annaö. Þótt her- mennirnir kæmust á land mis- tókst aögeröin gjörsamlega — fyrst og fremst vegna mistaka stjórnenda hennar. Innrásin á þessum staðkom Tyrkjum fopna skjöldu og landsvæðið upp af Sulva flóa var vamarlaust i nokkra daga, en Bretar sóttu ekki inn i landiö. Þegar breska herstjórnin rankaði loks við sér og ákvað að hefjasókn, var það of seint: Tyrkir voru komnir með liðsauka á vettvang, og þráteflið á Gaflipoli hélt áfram. Svo fór að tokum aö bandamenn ákváðu að draga alltherlið sitt til baka og var þaö gert i skjóli nætur i októbermánuöi 1915. Brottflutningurinn var reyndar það eina sem tókst samkvæmt á- ætlun hjá Bretum i þessari her- fór. I kvikmyndinni Gallipoli er Sulva-flóa innrásin gerð að um- fjöllunarefni, og þá einkum hliðaraðgerð, sem Bretar höfðu fyrirskipað áströlsku hersveitun- um að gera til þess að draga athygli Tyrkja frá Sulva flóa. Bjartsýni og hetjulund Vikjum þá aftur að kvikmynd- inni. Htin fjallar um Gallipoli- striðið á þann hátt að lylgst er með nokkrum ungum Astraliu- mönnum sem gerast sjálfboðalið-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.