Tíminn - 12.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.02.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. febrúar 1982. Helgarpakki og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 4 HlEÍIÍI® Helgarpakki og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 5 * 17 9 u L A U $ u w F 1 M Q A w 1/ V n R D A vf D A c u D A T » 9 > \C $ K í/ Q $ i/ rv V • • V Ö ÍV V • • 0 í 1) L D 0 L D Frá kl 19 KAFFIVAGNINN, GBANDAGARÐI Sími 1f932 „Lifandi tónlist fyrir lifandi fólkM rabBad vid Sverri Garðarsson, formann F.Í.H. um tón- listarhátíð í tengslum við 50 ára afmæli félagsins ■ „ Félagið var stofnað 28. febrúar árið 1932 á herbergi I03á Hótel Borg> þarvoru þá staddir f jórtán hljómlistar- menn en siðan bættust ellefu í hópinn sem urðu formleg- ir stofnfélagar", sagði Sverrir Garðarsson formaður Félags islenskra hljómlistarmanna en í tilefni af fimm- tíu ára afmæli félagsins ræddi Tíminn stuttlega við Sverri á heimili hans i gær. — Hvernig veröur haldiö uppá afmæliö? „Viö ætlum aö gefa út 176 blað- siöna bók þar sem saga félagsins veröur rakin i máli og myndum frá upphafi til þessa dags. Siðan veröur haldin mikil tónlistarhátið sem mun standa yfir i fimm daga frá 22. febrúar til 27. febrúar að báðum dögum meötöldum”. — Dagskráin veröur væntan- lega fjölbreytt? ,,Já, við munum rekja þessa fimm áratugi sem félagiö hefur starfað. Viö byrjum á deginum i dag og siðan fær hver áratugur eitt kvöld. Nú aöaldagskráin veröur i Broadway fjögur fyrstu kvöldin. En annars veröur dag- skráin dreifö um allan bæ og þaö sem mér finnst einna skemmti- legast er aö viö munum koma fram á um fjörutiu sjúkrahúsum og stofnunum fyrir aldraöa og sjúka. Áratugurinn '72 til '82 A mánudagskvöldiö 22. febrúar i Broadway veröur rifjuð upp saga áratugarins 1972 til ’82. Þor- geir Astvaldsson veröur kynnir og sögumaður ogfram koma m.a. hljómsveitirnar Brimkló, Friö- ryk, Start, Þursaflokkurinn, Peli- kan, Mezzoforte, Þeyr, Þrumu- vagninn og Grýlurnar. Einnig verða jazz-tónleikar i Atthagasal Hótel Sögu þar verður m.a. Pétur Ostlund meö hljóm- sveit, en sem kunnugt er hefur Pétur náð miklum frama á er- lendri grund. '62-'72 Þriöjudagurinn byrjar meö kaffihúsatónlist á Hótel Borg klukkan 15. Klukkan 16 veröa popp-tónleikará Lækjartorgi. Svo veröur rifjuö upp saga áranna ’62 til ’72 i Broadway. Fram koma hljómsveitirnar Pops, Hljómar, Ævintýri, Lúdó, Roof Tops, Pónik og Einar, Mánar, Trúbrot, Tempó og Náttúra. 1 Atthagasalnum veröur siðan spilaður jazz. '52-'62 A miövikudaginn veröa aftur tónleikar á Lækjartorgi og kaffi- húsatónlist á Hótel Borg. 1 Broad- way koma siöan fram hljómsveit- ir frá sjötta áratugnum, K.K.sextettinn, NEÖ trió, Hljóm- sveit Magnúsar Ingimarssonar, Sextett Ólafs Gauks, Hljómsveit Björns R. Einarssonar, Hljóm- sveit Karls Lillendahl og svo Ragnar Bjarnason og hljómsveit. Kynnir verður Hrafn Pálsson. Enn verður jazzaö á Hótel Sögu. '42-'52 Fimmtudagsdagskráin hefst meö Kaffihúsatónlist á Hótel Borg og siöan verður hljómsveit- in Friöryk meö tónleika á Lækjartorgi. A Broadway koma svo fram Hljómsveit Grettis Björnssonar, Haukur Morthens og hljómsveit, Asgeirs Sverrisson og hljómsveit ásamt söngkonunni Siggu Maggý, Hljómsveit Braga Hliöberg, Arni Elfar og hljóm- sveit, Ólafur Gaukur setur saman dæmigeröa hljómsveit fyrir fimmta áratuginn og svo 19 manna hljómsveit Björns R. Einarssonar. Kiukkan 20.30 veröa svo tón- leikar Sinfóniuhljómsveitarinnar i Háskólabiói. '32-'42 A föstudeginum veröur svo kaffihúsatónlist á Esjubergi klukkan 15. Svo verður fjóröi ára- tugurinn kynntur i Broadway um kvöldiö og þar koma fram hljóm- sveit i anda Útvarpshljómsveitar Þórarins Guömundssonar undir stjórn Þorvaldar Steingrimsson- ar, danshljómsveit og útvarps- hljómsveit i anda Bjarna Böövarssonar, sem eru settar saman af Ragnari Bjarnasyni og Birni R. Einarssyni, Hljómsveit Jónatans Ólafssonar, Hljómsveit Aage Lorange og Dixieland Band Arna Isleifs. Kynnir og sögu- maöur veröur Hrafn Pálsson ■ K.K.sextettinn veröur endurvakin á tónlistarhátiöinni miklu sem veröur haldin I tilefni afmæiisins. ■ Bjarni Böðvarsson fyrsti formaöur F.Í.H. en á hátiðinni veröur reynt aö endurvekja þá stemmningu sem var I dægurtónlistinni meöan hann var upp á sitt besta. ■ Sverrir Garöarsson, formaöur Félags íslenskra hljómlistarmanna. Hátiðartónleikar Sinfóníunnar Síöasta daginn laugardaginn 27. febrúar veröa svo hátiöartón- leikar Sinfóniuhljómsveitarinnar i Háskólabíói, þar sem Páll P. Pálsson verður stjórnandi. For- seti íslands Vigdis Finnbogadótt- ir verður heiðursgestur. Þar koma einnig fram Karlakórinn Fóstbræöur og Karlakór Reykja- vikur. „Þaö veröa um þaö bil 200 tón- listarmenn sem koma fram á þessari hátið og allt unniö i sjálf- boðavinnu. Þaö hefur enginn þeirra minnst á peninga þegar þeir hafa veriö beönir um að spila”. — Hvaö eru margir félagar i F.I.H.? „Þeir eru á milli fimm og sex hundruð en þar sem félagiö er landsfélag þá er ekki gott aö segja hversu margir eru virkir”. — En eiga allir tónlistarmenn samleiö i stéttarfélagi? „Hagsmunir hljómlistarmanna fara ætiö saman þótt þeir spili ólika tónlist. Vinnustaðir þeirra eru oft þeir sömu t.d. spila sinfóniumenn oft undir á popp- plötum og eftir þvi sem fleiri eru i stéttarfélaginu þeim mun meiri verður samtakamátturinn”. — Eruö þiö farnir að selja miða? „Já, þaö eru seldir miöar á skrifstofunni okkar aö Laufásvegi 40 og meö hliðsjón af fyrirspurn- um þá er ég bjartsýnn á aö okkur takist að fylla hús aö minnsta kosti á suma tónleikana”. — Er lifandi tónlist aö sækja á i keppninni viö diskótekin? „Já, sú hefur allavega oröiö þróunin erlendis og ég held aö viö fylgjum á eftir. En þvi er hins- vegar ekki að neita aö vélvæöing nútimans hefur höggviö ótt og titt inn i raðir tónlistarmanna. Hér þarf aö spyrna viö fæti fyrr en seinna og skapa framtiöargrund- völl fyrir lifandi tónlist fyrir lif- andi fólk”. —Sjó ■ Jónatan ólafsson og hijómsveit i gamla Sigtúni. ■ Hljómar i fyrsta sjónvarpsþættinum áriö 1967 | Svona litu Pónik og Einar út áriö 1968. | Haukur Morthens og hljómsveit áriö 1969. ■ Stóra bandið hans Bjarna Bö. ■ Pétur östlund kemur á hátiöina. Þessi mynd er tekin af kappanum áriö 1975 þegar hann heimsótti okkur ásamt Nord-iazz kvintettinum. Avallt um helgar \MAjf KjnuRRinn Kjallarakvöld, aðeins fyrir matargesti. AAiðar seldir miðvikudag og fimmtudag milli kl. 16—18. Borðapantanir á sama tíma í síma 19636. Verð aðeins kr. 195. Sigurður Þórarinsson leikur fyrir matargesti. Spiluð þægileg tónlist fyrir alla. Spariklæðnaður áskilinn. Föstudagur 12. febrúar 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.