Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 1
Smærri fjármálafyrirtæki Þrengingar kalla á samþjöppun Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 10. september 2008 – 37. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson skrifa Seðlabanki Íslands ætti að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Að þessu sinni voru skiptar skoðanir innan bankastjórnarinnar. Tveir vildu fremur horfa til væntinga erlendra greinenda og hættunnar á frekara gengisfalli og halda vöxtum óbreyttum. Hinir vildu hefja lækkunarferli stýrivaxta nú þegar og forða með því frekara kreppuástandi. Sameiginleg niðurstaða er svo varfærnisleg lækkun sem undirbyggja þarf rækilega með gögn- um, svo sem með því að birta nýjan stýrivaxtaferil. Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykja- vík, segir stöðuna í efnahagslífinu einkennast af mikilli óvissu og hættu, meðal annars vegna skorts á lánsfé. Þá hafi ekki tekist að styrkja gjaldeyris- forða Seðlabankans nema að takmörkuðu leyti. „Það lán sem tilkynnt var um í síðustu viku, en hefur reyndar ekki enn verið tekið, er auðvitað aðeins sem lítið skarð í stórri ísaldarstæðunni og var af kurteisisástæðum ekki hlegið beint út af borðinu,“ segir hann. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir mestu skipta nú að vega saman verðbólgu- hættuna annars vegar og hættuna á kreppu hins vegar. Hann horfir meðal annars til reynslunnar af fyrri samdráttarskeiðum, svo sem þegar lækkun stýrivaxta hófst síðla árs 2001, skömmu áður en verðbólga náði hámarki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir verðbólguhorfur jafnframt góðar og líkur á að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á þriðja fjórðungi næsta árs. „Í þessu háa vaxtaumhverfi og í ljósi þessarar verðbólguspár tel ég rétt að bankinn lækki vexti sína í nokkuð stórum stökkum á næstu mánuðum,“ segir hann. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, telur einnig að Seðlabankinn þurfi að bregðast hratt við með örum stýrivaxtalækkunum þegar verðbólgan tekur að hjaðna og þá jafnvel með fjölgun vaxtaákvörðunardaga. Lækkunarferlið segir hann hins vegar kalla á góðan undirbúning og telur vart hægt að hefja það nema í tengslum við útgáfu Peningamála, efnahagsrits Seðlabankans, á vaxtaákvörðunardegi í nóvember. Þar hafi bankinn vettvang til að skýra ákvörðun sína og sýn á efna- hagsframvinduna. Skuggabankastjórnin vill 25 punkta lækkun Skuggabankastjórn Mark aðarins áréttar að tími sé kominn á lækkun stýrivaxta. Hættara sé við kreppu en verðbólgu. SKUGGABANKASTJÓRNIN RÆÐUR RÁÐUM SÍNUM Skuggabankastjórn Markaðarins kom saman á Hótel Holti, til fundar í þriðja sinn, árdegis síðasta mánudag. MARKAÐURINN/STEFÁN Olíuverð lækkar | Verð á hrá- olíu hefur lækkað nokkuð hratt upp á síðkastið og lá við 102 dali á tunnu þegar best lét í gær. Í júlí stóð verðið í hæstu hæðum, fór í rúma 147 dali á tunnu. Kauphöllin sprakk | Fjárfestar í Bretlandi komu að lokuðum dyrum hjá Lundúnamarkaðn- um í Bretlandi á mánudag. Tvö- falt meiri velta með hlutabréf en aðra daga varð til þess að kaup- hallarkerfið brann yfir. Þetta er alvarlegasta kerfisbilun á bresk- um hlutabréfamarkaði í átta ár. Þjóðnýting gleður | Gengi hlutabréfa tók kipp upp á við víða um heim á mánudag eftir að Henry Paulson, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, greindi frá yfirtöku ríkisins á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnu- dag. Þetta eru umfangsmestu björgunaraðgerðir í sögu fjár- málageirans. Mikið atvinnuleysi | Atvinnu- leysi mældist 6,1 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum banda- rísku vinnumálastofnunarinnar. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira í tæp fimm ár. Óbreyttir vextir | Bæði Eng- landsbanki og evrópski seðla- bankinn ákváðu í síðust viku að halda stýrivöxtum óbreyttum. Að- stæður í efnahagslífinu og yfir- vofandi samdráttur í hagvexti lá til grundvallar ákvörðununum. Þóra Helgadóttir Verðleiðrétting ekki alslæm 6 Starfsmenn vilja kaupa Heitt í holunum hjá Enex 2 2 Hlutabréf í Eimskipafélaginu voru færð á athugunarlista í Kauphöllinni í gær, vegna um- talsverðrar óvissu varðandi verð- myndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta, líkt og segir í til- kynningu. „Þetta er ábending til fjárfesta um að verðmyndun sé óvenju óviss um þessar mundir og felur því í sér hvatningu til þeirra að kynna sér málið vel áður en ákvarðanir eru teknar,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar- innar, í samtali við Markaðinn. Verð á hlutabréfum í Eimskip hefur nánast verið í frjálsu falli síðustu vikur og mánuði. Á einni viku hefur gengi bréfanna til að mynda lækkað um ríflega þriðj- ung. Fyrir um ári var gengið um 43, en var komið niður fyrir 10 kr. á hlut í gær. Eins og fram hefur komið í Markaðnum situr Eimskip enn uppi með ábyrgð upp á 25 millj- arða króna vegna sölu á bresku ferðaskrifstofunni XL Leisure Group fyrir tveimur árum. Unnið hefur verið að endurfjármögnun, en henni er ekki lokið og herma heimildir Markaðarins að skyndi- legt fall nú geti tengst óvissu um lyktir þeirrar vinnu. - bih Eimskip í frjálsu falli Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Vistvænn kostur!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.