Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 10. SEPTEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn. is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... Að búa í eigin húsnæði er Íslend- ingum mikilvægt. Hér búa fleiri í eigin húsnæði en í öllum hinum OECD-löndunum, það er hlutfalls- lega. Þetta eru ef til vill leifar af íslenska bændasamfélaginu. Í dag byggjum við okkur ein- býlishús í staðinn fyrir býli og fjárhús og horfum stolt á tveggja hæða steypuverkið og 10 fer- metra trépallinn á meðan afar okkar og ömmur dáðust af vel rökuðum túnunum og nýja fjár- húsinu. Að leigja húsnæði er yf- irleitt einhvers konar millibils- ástand í hugum Íslendinga. Af þessum sökum snertir húsnæðis- verð okkur öll og öll höfum við skoðun á þróun þess. HÆKKUN SLÆM.... Fyrir tveimur til þremur árum var litið á hraða og mikla hækkun húsnæðisverðs sem böl íslensks hagkerfi. Hækkunin leiddi til þess að mæld verðbólga fór upp úr öllu valdi og auðsáhrif ýttu undir neyslu á sama tíma og mikill upp- gangur var í hagkerfinu. Þróun á fasteignamarkaði gerði stjórn efnahagsmála þrautinni þyngri. Hækkun stýrivaxta var beitt til þess að draga úr eftirspurn í hag- kerfinu og ekki síst til að hægja á fasteignamarkaðnum sem Seðla- banki Íslands hefur margoft bent á sem lykilþátt í að ná niður verð- bólgu og draga úr þenslu. Umræður um að hækkun hús- næðisverðs væri að sliga ungu kynslóðina voru algengar og flestir voru nú á því að þessi hækkun gæti ekki varað að eilífu og að leiðrétting væri nauðsynleg. Frá árinu 2005 hefur fasteignaverð hækkað um 55% að nafnverði eða um 34% að raunvirði samkvæmt Fasteignamati ríksins. ... EÐA ER LÆKKUN ENN VERRI? Skjótt skipast veður í lofti og á síðustu mánuðum hafa fréttir af lækkun eða raunlækkun fast- eignaverðs vakið ugg meðal lands- manna að minnsta kosti ef marka má umfjöllun í fjölmiðlum. Margir hafa talað um frost á fasteignamarkaði enda ljóst að velta hefur dregist verulega saman. Eitthvað hefur þó farið lítið fyrir lækkuninni í mældum tölum en samkvæmt Fasteigna- mati ríksins er fasteignaverð nú að raunvirði svipað og í byrjun árs 2007 og að nafnverði svipað og í lok síðasta árs. Ríkistjórn Ísland mat stöðuna hins vegar svo að mikilvægt væri að fara í sértækar aðgerðir til að mæta kólnun á fast- eignamarkaði. En ef hækkun var svona slæm fyrir tveimur árum af hverju er lækkun þá ennþá verri í dag? Var ekki þörf á leiðréttingu? ATVINNULEYSI ER ÁHYGGJUEFNI Þegar við kaupum húsnæði á Ís- landi festum við greiðsluflæði eða afborganir að raunvirði til lengri tíma, yfirleitt 25 til 40 ára, ólíkt því sem gengur og gerist hjá nágrannaþjóðum okkar þar sem samið er til 3 til 5 ára í senn. Hækkandi eða lækkandi stýri- vextir hafa því engin áhrif á greiðslubyrði eldri íbúðalána. Verðtryggingin gerir það hins vegar að verkum að afborganir hækka með verðbólgunni en þó aldrei í það stórum stökkum að það íþyngi heimilum um of, þar sem verðtryggingin dreifist yfir lánstímann. Sveiflur í húsnæðis- verði hafa því adeins óbein áhrif á fjárhagsstöðu heimila. Okkur finnst við vera ríkari en ella þegar við heyrum fréttir af hækkun hús- næðisverðs. Það sem skiptir höfuð- máli er að við getum borgað af lánunum okkar. Helsta hættan er því langvarandi atvinnuleysi þar sem einstaklingar gætu þá lent í greiðsluerfiðleikum og þurft að selja eign fyrir minna en skuldir og jafnvel orðið gjald- þrota. Mikið og langvarandi at- vinnuleysi er nánast óþekkt fyrir- bæri á Íslandi og hefur löng- um mælst með því lægsta innan OECD. Með snögghemlun hag- kerfisins nú er útlit fyrir að at- vinnuleysi muni aukast á næstu misserum. Það er lykilatriði fyrir land og þjóð að sú þróun fari ekki úr böndunum enda hefur skulda- söfnun heimila verið með mesta móti á síðustu misserum. VERÐLÆKKUN − LÆGRI VEXTIR Auðvitað er ekki gaman að heyra að eignir landsmanna séu að lækka í verði en hins vegar eru rök fyrir því að lækkun eða öðru nafni leiðrétting fasteignaverðs sé langt frá því að vera alslæm fyrir hagkerfið. Fasteignaverð er stór hluti af vísitölu neysluverðs og gæti því virkað sem akkeri á móti hækkun matvæla- og elds- neytisverðs og þar með hjálpað til við að ná mældri verðbólgu niður. Lækkun verðbólgu hlýtur að vera forgangsatriði nú um stundir. Tak- ist að koma böndum á hana er Seðlabanki Íslands líklegri en ella til að lækka vexti. Engum blöðum er um það að fletta að fjármagnskostnaður er að sliga mörg fyrirtæki þessa dag- ana sem oftar en ekki hafa þurft að grípa til uppsagna til að ná endum saman. Vaxtalækkun ætti samkvæmt því að ýta við hjólum atvinnulífsins og draga úr líkum á langvarandi atvinnuleysi og þar með greiðsluerfiðleikum heimila. Auk þess er vert að hafa í huga að um helmingur þjóðarinnar er yngri en 35 ára og því ættu margir að taka leiðréttingu á fasteigna- verði fagnandi hendi. Næst þegar fyrirsagnir um lækkun húsnæðis- verðs birtast á öldum ljósvakans er því ekki endilega tilefni til að örvænta eða ástæða til að grípa til aðgerða. Leiðrétting er ekki alslæm Þóra Helgadóttir hagfræðingur O R Ð Í B E L G Frammistöðukvíði getur víða komið fram og átt sér margvíslegar birtingarmyndir. Á útlenskunni nefnist þetta „performance anxiety“ og er gjarnan tengt óvissu manna um eigin getu í bólinu. Sömuleiðis getur kvíðinn birst í því að fólk á erfitt með að pissa nema í einrúmi og nefnist þá á útlenskunni „shy bladder syndrome“. Þá er kvíði af þessum toga gjarnan tengdur almennri tilhneigingu til að slá fram- kvæmdum eða aðgerðum á frest, af óskilgreindum ótta við það sem við tekur. Í byrjun árs gáfu stjórnvöld endurskoðun á stjórn peningamála hér undir fótinn, en af þeim vettvangi hefur lítið heyrst. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í sumar, þá starf- andi forsætisráðherra, að ef til vill hefðu verið mistök að ráðast ekki í nauðsynlegar lagabreytingar á vorþinginu. Á Geir Haarde forsætis- ráðherra hefur hins vegar ekki verið að skilja að mikið knýi á um breytingarnar. Einhver kynni að spyrja hvað hefði breyst. Hins vegar er rétt að gripið hefur verið til ákveðinna ráðstafana í efnahagsmálum, svo sem gjaldeyrisskiptasamningi við norræna seðlabanka sem kynntir voru í vor. Ef gripið er til líkingarinnar hér að ofan má segja sem svo að þá hafi menn stillt sér upp við pissuskálina á almenningsalerninu, en bunan látið á sér standa. Í byrjun þessa mán- aðar kom þó smáspræna þegar forsætisráðherra kynnti rúmlega 300 milljóna evra lántöku til styrktar gjaldeyrisvaraforðanum. Til þess að koma forðanum í þá stærð sem kallað hefur verið eftir til að vera fjármálakerfinu nauðsynlegt bakland hefði lántakan líkast til þurft að vera nær milljarði evra. Tilfellið er að kosta þarf gríðarmiklu til ef við ætlum að halda hér sjálfstæðum gjaldmiðli og starfsumhverfi með krónu sem ber alþjóð- lega fjármálastarfsemi. Horfast þarf í augu við þessa staðreynd. Ef hins vegar er ekki vilji til þess að leggja í slíkan kostnað þarf að taka stefnuna á upptöku evru og þá um leið að hefja aðildar viðræður við Evrópusambandið. Sú aðgerð ein myndi gjörbreyta hér öllum rekstraraðstæðum og í sjálfu sér auka stöðugleika með breyttum væntingum alþjóðasamfélagsins, jafnvel þótt sjálft ferlið tæki mörg ár. Þangað til línur hafa verið lagðar til lengri tíma og þjóðin gert upp við sig hvort hún vill borga með krónunni eða stíga inn í Evrópusam- starfið þarf að stýra skútunni þannig að áföll verði sem minnst. Núna á fimmtudag er stýrivaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Íslands. Flestir virðast gera ráð fyrir að bankinn haldi sig við hart aðhald áfram, sem væri í takt við fyrri yfirlýsingar. Skuggabankastjórn Markaðarins, sem fjallað er um í blaði dagsins, bendir hins vegar á líkindi við fyrri niðursveiflur sem siglt hafi verið farsællega í gegnum. Ef litið er til fyrri reynslu ætti nú að vera lag að hefja lækkunarferli stýrivaxta. Að öðrum kosti gæti kæfandi hávaxtastig komið í bakið á Seðlabank- anum þegar undan tekur að láta í atvinnulífinu. Gjaldþrot fyrirtækja geta ýtt undir vantraust á krónunni, sem aftur myndi auka verðbólgu- þrýsting. Frekari aðgerða er hér þörf í efnahagsmálum. Kjark þarf til að breyta um kúrs hvað peningamál varðar. Beðið eftir bununni Óli Kristján Ármannsson KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.GLITNIR.IS/SJODIR EÐA HJÁ EIGNASTÝRINGU GLITNIS Í SÍMA 440 4900 YFIRBURÐIR Í ERLENDRI MYNT Ávöxtun síðustu 12 mán. Glitnir 4,99% Landsbankinn 4,15% Kaupþing -0,23% Ávöxtun síðustu 12 mán. Glitnir 4,80% Landsbankinn 3,73% Kaupþing -0,88% Peningamarkaðssjóður EUR* 4,99% 4,80% Peningamarkaðssjóður EUR Peningamarkaðssjóður USDPeningamarkaðssjóður USD* Ávöxtun er reiknuð út frá gengi ofangreindra sjóða í Bloomberg fyrir tímabilið 31. ágúst 2007 til 29.águst 2008 og er ávöxtun sýnd á ársgrundvelli. Peningamarkaðssjóðir Glitnis eru fjárfestingasjóðir samkvæmt lögum um verðbréfa- og fjárfestingasjóði nr. 30/2003. Rekstrarfélag sjóðanna er Glitnir Sjóðir hf. Athygli er vakin á því að fjárfestingasjóðir hafa rýmri heimildir til fjárfestinga en verðbréfasjóðir, skv. lögum. Allar nánari upplýsingar um sjóðina og útboðslýsingar þeirra má nálgast á www.glitnir.is/sjodir. *

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.