Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 1. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T A S K Ý R I N G L andsbankamenn komu að við- ræðum ríkisins og Glitnis um helgina, vegna slæmrar stöðu hins síðast nefnda. Slíkar hug- myndir eru enn á lofti. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fullyrtu eftir ríkisstjórnarfund í gær að engar formlegar viðræður ættu sér stað. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri tók fram á fundi í Seðlabankanum í fyrra- dag að Glitnir stæði vel, eignasafnið væri gott og hann vel rekinn. Vandamál- ið væri fjármögnun til skamms tíma. Hefði ríkið ekki komið til skjalanna hefði Glitnir rúllað á hausinn. SVIKIN LOFORÐ Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hafði Glitnir loforð um fjármögnun frá þýska bankanum Landes til að mæta væntanlegri endurgreiðslu láns um miðj- an næsta mánuð. Fjármögnunarþörfin mun hafa numið um 150 milljónum evra, og lánsloforðið í samræmi við það. Hins vegar fékk ríkið lán hjá hinum sama banka. Forsætisráðherra kynnti lánið í skýrslu sinni um efnahagsmál í byrjun september. Það var svo fyrir helgina, þegar fyrir lá að Glitni fengi ekki lánið, að leitað var til Seðlabankans. Lyktir þess máls urðu að ríkið eignaðist þrjá fjórðu hlutafjár í bankanum. HLUTUR RÍKISINS HÆKKAR Í VERÐI Fyrir hlutinn greiðir ríkið 600 milljónir evra, eða sem nam 84 milljörðum króna á mánudagsmorgun. Ríkið hefur tekið yfir stjórn bankans, en gjörningurinn er samt sem áður háður samþykki hluthafa- fundar Glitnis og Alþingis. Forsætisráðherra sagði á mánudag að ekki væri stefnt að því að ríkið ætti hlut- inn til langframa. Fitch sér ekki hvernig ríkið á að losna við hlutinn á næstunni. Þegar þetta er skrifað, eftir hádegi á þriðjudegi, hefur hlutur ríkisins auk- ist að verðmæti um vel á annað hundrað milljarða króna. MISMUNANDI FJÁRMÖGNUN Landsbankinn segir að hlutfall innlána á móti útlánum sé 63 prósent. Þá sé lausafjárstaða bankans sterk. Á síðari hluta þessa árs og fyrri hluta hins næsta þurfi bankinn að standa skil á 855 milljónir evra. Í byrjun vikunnar hafi lausafjárstaða bankans verið átta millj- arðar evra, svo staðan sé sterk. HVER ER ÞÁ VANDI LANDSBANKANS? Landsbankinn hefur samt sem áður ekki farið varhluta af erfiðleikum í efnahags- lífinu. Stórum viðskiptavinum bankans hefur gengið illa og hafa þau vandamál verið að koma upp á yfirborðið undanfarn- ar vikur og mánuði. Nefna má Icelandic Group, Eimskipafélagið og ekki síst Nýsi. Þá er Landsbankinn meðal helstu lánar- drottna Stoða, sem fóru í greiðslustöðv- un á mánudag. Heildarskuldir Stoða nema 260 milljörðum króna. Undanfarið rúmt ár hefur hlutfall innlendra lánadrottna farið vaxandi. Þar hefur Kaupþing einnig hagsmuna að gæta. ÞRÍR VIÐ BORÐIÐ „[Það] voru ýmsar markaðslausnir uppi á borðinu,“ sagði Davíð Oddsson í fyrra- dag, um atburði helgarinnar. Sameining Glitnis og Landsbankans hefði verið rædd, samkvæmt heimildum Markaðarins, án beinnar þátttöku ríkis- ins en með stuðningi þess og vilja. Hugmyndin er á lífi. Seinast í fyrra- kvöld sat Björgólfur Thor Björgólfsson, einn eigenda Landsbankans, og raun- ar Straums einnig, fund með forsæt- isráðherra í stjórnarráðshúsinu. Fund- inn sátu einnig Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans. Forsætisráðherra segir að þar hafi verið farið yfir stöðu mála. Heimildir Markaðarins herma að Landsbankamenn sýni því áhuga að sameinast Glitni til að treysta eiginfjárstöðu sameinaðs banka. Heimildir innan ríkisstjórnarinn- ar herma einnig að Landsbankamenn vilji á þessum tímapunkti komast inn í Glitnisviðskiptin, en það verði aldrei á því verði sem ríkið greiddi fyrir hlut sinn í bankanum. TILFÆRSLA MILLI RÍKRA MANNA Ýmsir voru fræddir um stöðu mála seint á sunnudagskvöld, þegar verið var að ganga frá innkomu ríkisins. Þá kom fram að Landsbankasameining hefði verið rædd, en hún hefði farið út af borðinu. ÚR STJÓRNARRÁÐINU Í BANKANN Fundað var fram á tíunda tímann í stjórnarráðinu í fyrrakvöld. Björgólfur Thor Björgólfsson og bankastjórar Landsbankans ræddu við Geir H. Haarde forsætisráðherra. MARKAÐURINN/DANÍEL Sameinaður banki yrði á við Kaupþing Enn er rætt um hugsanlega sameiningu Landsbanka og Glitnis í kjölfar þjóðnýtingar hins síðarnefnda. Ingimar Karl Helgason fór yfir málið og heyrði meðal annars að slíkur samruni teldist líklega brjóta gegn samkeppnislögum, nema ef sett yrðu lög eða talið væri að annar bankinn stæði höllum fæti. Hlutfall lánsfjármarkaða í útlánum Kaupþing 56% Glitnir 72% Landsbankinn 37% Glitnir+Landsbanki 55% F J Á R M Ö G N U N I N HugurAx / Guðríðarstíg 2-4 / 113 Reykjavík / Sími 545 1000 / Fax 545 1001 / www.hugurax.is TOK, bókhalds- og launakerfið er hægt er að fá í nokkrum mismunandi útgáfum sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum. Þegar fyrirtæki stækka þá stækkar kerfið með. Með þessu móti spara fyrirtæki sér fé með því að nota bókhalds- og launakerfi sem hentar hverju sinni sama hvort hjá fyrirtækinu starfa þrír eða þrjúhundruð. TOK er eitt algengasta bókhalds- og launakerfið hjá íslenskum fyrirtækjum, stórum sem smáum, í öllum greinum atvinnulífsins. Kynntu þér kosti TOK. Góður kostur fyrir þitt fyrirtæki S K A P A R IN N A U G L Ý S IN G A S T O FA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.