Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 7
„Í fjármálakreppum er nauð- synlegt að vinna hratt og leita til fólks sem býr yfir mikilli reynslu,“ segir Ann Davies. Hún starfar hjá markaðs- og ráðgjafarfyrirtækinu KPMG í Lundúnum í Bretlandi en vann með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að uppbyggingu fjármálageir- ans í Taílandi í kjölfar efna- hagslægðar sem gekk yfir Asíu undir lok tíunda áratugar síð- ustu aldar. Davies fjallaði um störf sín og áhrif fjármálakreppunnar á fundi Félags viðskipta- og hag- fræðinga í gær. Davies sagði sjóðinn hafa lagt til fjölda breytinga eftir banka- hrunið í Taílandi, svo sem til- slökun á heimildum erlendra aðila til fjárfestinga í bönk- um, sem áður takmarkaðist við fjórðungshlut. Þá var nefnd sett á laggirnar sem vann að uppstokkun bankageirans þar í landi. Uppstokkunarferlið stóð yfir frá nóvember 1997 fram í febrúar árið eftir og nam kostn- aðurinn 32 prósentum af lands- framleiðslu. Davies taldi öðru máli gegna nú og gerir ráð fyrir að efnahagslífið hér beri merki bankaþrotsins í um tvö ár áður en það jafni sig. Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Icelandair Group, sem hélt erindi ásamt Davies, var á öðru máli. Taldi hann við- snúninginn ganga hratt fyrir sig enda sé hagkerfið smátt og sveigjanleg. En landinn verði að standa saman. - jab MÁLIN RÆDD Björgólfur Jóhannsson og Ann Davies voru ekki sammála um hversu langan tíma efnahagslífið þurfi til að jafna sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lægðin varir í tvö ár KOSTAR ÞIG EKKI KRÓNU! Momentum greiðslu- og innheimtuþjónusta ehf. | Suðurlandsbraut 18, 108 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Milliinnheimta sem er kröfuhafa að kostnaðarlausu Kynntu þér innheimtuaðferðir okkar á momentum.is A R G U S 0 8 -0 1 7 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.