Fréttablaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 29. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T A S K Ý R I N G
Þ
essi ákvörðun er byggð
á samkomulagi sem
áður hafði verið gert
milli ríkisstjórnar og
Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins,“ sagði Davíð Oddsson seðla-
bankastjóri er tilkynnt var um
sex prósenta stýrivaxtahækkun
í gær.
Stýrivextir bankans eru nú
átján prósent, þeir hæstu á Vest-
urlöndum.
FYRST LÆKKUN SVO ...
Stýrivextir voru um langt skeið
fimmtán og hálft prósent. Á dög-
unum, fyrir tæpum hálfum mán-
uði, voru vextirnir lækkaðir um
þrjú og hálft prósent. Þeir voru
því tólf prósent um skeið. Þetta
rökstuddi Seðlabankinn á sínum
tíma og telur nú að sú ákvörð-
un hafi verið rétt. „Sá rökstuðn-
ingur stendur,“ sagði Davíð. Og
um hvort sú lækkun hefði verið
mistök, sagði Davíð: „Það tel ég
ekki vera.“
Nú vísar Seðlabankinn til Al-
þjóðagjaldeyrisjóðsins um „fast
aðhaldsstig í vöxtum“.
Davíð sagði, spurður hvort
menn í Seðlabankanum væru
sammála ákvörðuninni nú, að
bankinn myndi, vegna samkomu-
lags ríkisstjórnar og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, „fylgja þeirri
ákvörðun fram af þunga“.
ENGIN VÍSINDI
Þegar spurt var um hvers vegna
átján prósent voru valin var
svarið að engin vísindi væru þar
að baki.
„Þetta er byggt á mati. Auðvit-
að hafa menn spár til hliðsjónar
en talan er á endanum byggð á
mati,“ sagði Arnór Sighvatsson,
aðalhagfræðingur bankans.
TRÚNAÐUR UM GENGISMARKMIÐ
Davíð var á stýrivaxtafundinum
spurður um hvaða gengismark-
miðum væri stefnt að með þess-
um aðgerðum.
„Við getum ekki upplýst neitt
um markmið Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins í einu eða neinu umfram
það sem hér hefur verið sagt.
Okkur var nauðsynlegt að upp-
lýsa um þetta atriði [stýrivext-
ina]. Um önnur atriði getum við
ekki upplýst. Við erum bundnir
sama trúnaði og aðrir. Við höfum
jafnframt sagt að um þessar
mundir er krónan, að svo miklu
leyti sem hún er skráð, allt of lágt
skráð. Það standa allar vænting-
ar til þess að bara af þeim ástæð-
um einum, að hún er allt of lágt
skráð, hvernig sem á það er litið,
þá muni hún styrkjast. Einnig er
á því vakin athygli að með þess-
um aðgerðum og öðrum eins og
öflugri gjaldeyrisvarasjóði hér í
bankanum, sem á að vinna að hér
í bankanum, að gengi krónunnar
muni styrkjast.
Þegar Davíð var inntur eftir
frekari skýringum sagði hann:
„Það liggur fyrir það markmið að
krónan skuli styrkjast,“ og bætti
því við að Seðlabankinn ynni ekki
eftir gengismarkmiði.
HVENÆR FER KRÓNAN Á FLOT?
Ákveðið hefur verið að reyna
enn við fljótandi gengi krónunn-
ar. Óvíst er hins vegar hvenær
þetta verður.
Ætla má að um 300 milljarðar
króna séu bundnir í svonefndum
jöklabréfum og jafnvel meira í
innstæðu- og húsnæðisbréfum.
Davíð sagði menn vænta þess
að „gjaldeyrisforðastyrkur“
bæði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um og önnur viðbót, auk ann-
ars, svo sem lág skráning krón-
unnar „að allt þetta muni leiða
til þess að sá vilji sem kunni
að blunda hjá stórum aðilum, að
hverfa hratt frá krónunni, og yfir
í aðra gjaldmiðla, og svo þegar
menn horfa á breytingu á við-
skiptahalla og annað þess háttar,
þá munu margir kannski sjá sér
hag í því, enda skynsemin geng-
ur í þá átt, að taka þetta rólega
og hinkra og leitast við að leysa
sínar stöður úr læðingi þegar það
er hagfelldara fyrir viðkomandi,
þegar krónan hefur styrkst og
menn fá þess vegna meira fyrir
krónurnar sem þeir ætluðu að
hverfa með frá landinu,“ sagði
Davíð. Þetta gangi út á traust
sem menn reyni að skapa hér.
Þegar traust myndast og stuðn-
ingur eflist, „munum við smám
saman hverfa frá þeim höml-
um sem við höfum haft varðandi
gjaldeyrisskiptin enda er það svo
að það er afar þýðingarmikið
fyrir gengi íslensks viðskipta-
lífs“, sagði Davíð.
ÆTLA MENN ÚT ÚR KRÓNUNNI?
Markaðnum er sagt að menn
ætli að selja allar sínar krónur
þegar opnað verður fyrir gjald-
eyrisviðskipti. Davíð var spurð-
ur hvort rætt hefði verið við
slíka aðila.
„Bankastjórnin hefur ekki átt
formlegar viðræður við slíka
aðila, en leitast við að skapa aðil-
um ákveðna öryggiskennd gagn-
vart sínum krónum, bæði með
innistæðum bréfum reikninga
í bankanum og fleira, aðgerðir
sem við myndum ekki gera að
öðru jöfnu, en eru til þess fallnar
að skapa ró með mönnum,“ sagði
Davíð og sagði menn gera ráð
fyrir því að þeir sem hefðu „leit-
að skjóls hjá okkur með fjár-
muni sína hjá okkur um hríð“
geri það áfram.
EFASEMDIR UM TRAUSTIÐ
„Ég tel ekki að sex prósenta
hækkun geri krónuna girni-
legri,“ er haft eftir Henrik Gull-
berg sérfræðingi hjá Deutsche
Bank í Lundúnum, í samtali við
Bloomberg. Það eina sem geti
bjargað krónunni er að fjárfest-
ar verði aftur viljugir til að taka
áhættu með krónuna „en það eru
engin merki um að það gerist á
næstunni“.
Fram kemur í frétt um vaxta-
hækkunina á vef breska ríkis-
útvarpsins að í viðskiptum með
krónuna utan Íslands hefði evran
farið upp í 240 íslenskar krónur.
Hjá Seðlabankanum er hún hins
vegar skráð á 152 krónur.
Fram kemur í umræðum á
fjármálablogginu Clusterstock
að menn hafa litla trú á þess-
ari aðgerð. Krónunni, sem þegar
hafi fallið um 70 prósent á árinu,
verði varla bjargað þótt vextir
séu svona háir.
Stýrivextirnir í höndum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti á grundvelli samkomulags ríkisstjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn. Vextirnir hækka um sex prósent. Seðlabankinn lætur ekkert uppi um markmið í gengismálum.
„Í þessu felast
bæði efnahagsleg
og pólitísk skila-
boð,“ segir Þór-
ólfur Matthías-
son, prófessor.
Talin er mikil
hætta á gjald-
eyrisflótta. Jafn-
framt að hann
valdi efnahagslíf-
inu meiri skaða en hækkun stýri-
vaxtanna.
„Gjaldeyrisútflæði myndi jú
lækka gengi krónunnar enn frek-
ar, þrýsta verðlagi enn frekar
upp og valda lausafjárskorti um-
fram það sem þegar er orðið.
Athygli vekur að Seðlabankinn
segist vonast til að geta afnum-
ið gjaldeyrishömlur í áföngum,“
segir Þórólfur. Fátt sé þó sagt um
framhaldið. „Því er heldur ekki
svarað hvort Seðlabankinn sé til-
búinn til að hækka stýrivexti enn
meir ef erfitt reynist að koma á
frjálsum gjaldeyrismarkaði við
18 prósenta stýrivexti.“
Hin pólitísku skilaboð séu fólgin
í því að sjóðnum þyki Seðlabank-
anum hafa mistekist illa í pen-
ingamálastjórn. „Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn vilji þess vegna
takmarka möguleika bankans til
að beita stjórntækjum sínum.
Það má skilja kröfu sjóðsins um
tafarlausa stýrivaxtahækkun
sem vilja til að koma þeim skila-
boðum til skila til markaðarins
að það sé Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn sem sé við stjórnvölinn en
ekki Davíð Oddsson, enda fáir
dagar síðan Davíð Oddsson lækk-
aði stýrivextina.“
Þórólfur bætir því við að fróð-
legt verði að sjá hvernig sam-
skipti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og Davíðs verði í framhaldinu.
Flótti verri en hækkun
ÞÓRÓLFUR
MATTHÍASSON.
„Það kemur ekki
á óvart að Al-
þjóðagjaldeyr-
issjóðurinn hafi
farið fram á
vaxtahækkun,“
segir Gylfi Magn-
ússon, dósent við
Háskóla Íslands.
Raunar verði
stýrivextirnir
ekki mjög háir miðað við verð-
bólgu „þannig að raunstýrivext-
ir eru lítið eitt neikvæðir“. Stýri-
vextir hefðu vart getað verið
mikið lægri. Mjög neikvæðir
raunvextir græfu frekar undan
trú á krónunni, drægju úr líkum
á því að gjaldeyristekjur þjóð-
arbúsins skiluðu sér heim. Ein
forsenda eðlilegra gjaldeyrisvið-
skipta sé að þeir sem eiga gjald-
eyri sjái sér hag í að skipta honum
í krónur og eiga þær síðan.
Mörg heimili og fyrirtæki eigi
hins vegar í verulegum fjárhags-
vandræðum. Fyrir þau séu þetta
slæmar fréttir. „Þeirra vanda má
þó ekki reyna að leysa með því
að láta skuldirnar brenna upp í
verðbólgubáli sem ýtt er undir
með lágum vöxtum og enn frek-
ara gengisfalli krónunnar.“ Í
fæstum tilfellum sé það hægt því
skuldirnar séu í erlendri mynt
eða verðtryggðar. Verðbólga
gerði illt verra. Þá verði óhjá-
kvæmilega að afskrifa mikið af
skuldum.
Náist stöðugt gengi ætti verð-
bólga að minnka hratt. Dregið
hafi úr eftirpurn. Það gefi Seðla-
bankanum svigrúm til að lækka
nafnvexti og ekki við öðru að
búast en að hann geri það. „Það
er hins vegar afar erfitt að sjá
fyrir núna hvenær líklegt er að
það gerist.“
Kemur ekki á óvart
GYLFI
MAGNÚS SON.
Bankastjórn Seðlabanka Ís-
lands lækkaði stýrivexti
bankans 15. þessa mánaðar
í 12%. Sú ákvörðun var rök-
studd með breyttum aðstæð-
um í íslenskum efnahagsbú-
skap. Samdráttur væri þegar
orðinn nokkur og meiri fram
undan og eftirspurn og vænt-
ingar hefðu hríðfallið.
Í liðinni viku gerði ríkis-
stjórnin samkomulag við
sendinefnd Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins. Í samkomulaginu,
sem lagt verður fyrir fram-
kvæmdastjórn hans til stað-
festingar á næstu dögum,
felst m.a. að Seðlabankinn
skuli þá hafa hækkað stýri-
vexti í 18% sem nú hefur
verið gert. Við þá ákvörðun
er vísað til þess að við hrun
bankakerfisins og harkaleg-
ar ytri aðgerðir sem í kjöl-
farið fylgdu lamaðist gjald-
eyrismarkaður þjóðarinnar
á svipstundu. Þótt aðstæður
hafi síðan lagast nokkuð eru
takmarkanir á gjaldeyrisvið-
skiptum óhjákvæmilegar.
Mikilvægt er að koma
gjaldeyrisviðskiptum á ný í
eðlilegt horf og styðja við
gengi krónunnar. Þótt raun-
gengið sé nú mun lægra
en fær staðist til lengd-
ar er talið óhjákvæmilegt
að styrkja grundvöll krón-
unnar á gjaldeyrismarkaði
með aðhaldssömu vaxtastigi
þegar hömlur á gjaldeyris-
viðskiptum verða afnumd-
ar í áföngum. Neikvæðir
raunvextir gætu veikt þann
grundvöll. Samdráttur eftir-
spurnar mun leiða til þess
að afgangur myndast fljótt á
vöru- og þjónustuviðskiptum
við útlönd. Framleiðsluslaki
og jafnvægi eða afgangur í
utanríkisviðskiptum munu
stuðla að hækkun á gengi
krónunnar að því tilskildu að
traust hafi skapast á gjald-
eyrismarkaði. Gangi spár
eftir verða stýrivextir lækk-
aðir í samræmi við hratt
minnkandi verðbólgu.
Rök fyrir
hækkun
Rök fyrir
lækkun
Bankastjórn Seðlabanka Ís-
lands samþykkir að lækka
stýrivexti um 3,5%
Mikil umskipti hafa orðið
í íslenskum þjóðarbúskap
undanfarnar vikur. Íslenska
bankakerfið hefur ekki stað-
ist þá raun sem erfið mark-
aðsskilyrði og brestur á
trausti á veraldarvísu í efna-
hagsmálum ásamt innlendri
áhættusækni hafa skapað.
Margvísleg störf hafa
horfið á augabragði, eftir-
spurn minnkað og vænting-
ar eru með daufasta móti
á alla mælikvarða mælt.
Næstu áhrif brota bankalífs-
ins verða erfið og samdrátt-
ur verulegur.
Bráðabirgðaspár litast af
framangreindu áliti.
Bankastjórnin hefur átt
óformlegar viðræður við
aðila vinnumarkaðarins og
ýmsa fleiri að undanförnu
og farið yfir þessa alvarlegu
stöðu.
Niðurstaða bankastjórn-
ar er því sú að lækka stýri-
vexti um 3,5% nú. Stýrivext-
ir bankans verða því 12%
Næsti vaxtaákvörðunar-
dagur er 6. nóvember nk.
SEÐLABANKI
ÍSLANDS
Óvænt stýri-
vaxtahækkun.
Davíð Oddsson,
Eiríkur Guðnason,
Ingimundur
Friðriksson og Arnór
Sighvatsson.