Tíminn - 20.05.1982, Síða 8
18
Fimmtudagur 19. mai 1982
,.EG MUNDI ÞAKKA
TRAUSTIÐ SEM
CWWTf f
— svaraði Egill Skúli er hann var spurður hvort hann mundi gegna
borgarstjóraembættinu áfram, ef þess yrði farið á leit við hann
■ Egill Skúli Ingibergsson hefur
þá sérstöðu meöal þeirra manna
sem gegnt haí'a starfi borgar-
stjóra i Reykjavik,að hann er ráð-
inn til starfsins sem embættis-
maður og á ekki sæti i borgar-
stjórn. Borgarstjóraefni Sjálf-
stæðisílokksins hafa ávallt veriö
á lista flokksins og ákveðið íyrir
kosningar, hver átti að verða
borgarstjóri að þeim loknum.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn
missti meirihluta sinn i Reykja-
vik i kosningunum 1978 og meiri-
hluti vinstri flokkanna var mynd-
aður kom þvi i hans hlut aö á-
kveða hver yrði borgarstjóri. Var
Egill Skúli Ingibergsson verk-
fræöingur ráðinn til staríans, og
er óþarfi að orðlengja um það að
hann heíur gegn,t þvi með prýði
og þeim virðuleik sem stöðunni
hæfir.
1 stefnuskrá Framsóknar-
manna i Reykjavik er það eitt af
höfuðmálunum að fara þess á leit
við Egil Skúla að hann gegni á-
fram embætti borgarstjóra næsta
kjörtimabil.
Hér fer á eftir viðtal sem Tim-
inn átti við borgarstjórann nú i
vikunni um störf hans og viðhorf
til þeirra mála sem borgarstjór-
inn i Reykjavik þarf við að glima.
I»ú crt fyrsti borgarstjórinn i
Iteykjavik sem ckki kemur úr
röðum kjörinna borgarfulltrúa,
heldur ráðinn sem ópólitiskur
embættismaður. Hvernig finnst
þér sjálfum að þessi tilhögun hafi
reynst og hefur starfiö verið svip-
að og þú gerðir þér hugmyndir
um þegar þú settist i borgar-
stjórastólinn lyrir nær fjórum ár-
um ?
— Eg vissi greinilega ekki að
hverju ég var að ganga, það skal
viðurkennl. En á hinn bóginn
hölðu störf min um langan tima
áður, fyrst og fremst verið stjórn-
unarstörf svo að ég bar engan
kviðboga fyrir nýja starfinu, en
siðan hefur ýmislegt skeð sem ég
hefði gjarnan viljað vita meira
um, ég held samt sem áður að
ekki fáist nema með reynslu.
Maður verður að læra aö mæta
þeim viðfangsefnum sem upp
koma.
E'nveran hér hefur verið mjög á-
hugaverð. Maður hefur kynnst
svo ótrúlega mörgum hliðum
mannlifsins sem ég held að von-
laust sé að ætla sér að maður geti
kynnst annars staðar á sama
máta. Hetta helur verið mjög lær-.
dómsrikt. Ég hef átt skemmti-
lega og lærdómsrika samvinnu
við fjölda manns.
Réttara ad
hafaembætt-
ismann í
þessu starfi
Hefur það háð þér 1 starfi að
vera ekki kjörinn borgarfulltrúi
jafnframl að vera borgarstjóri,
eða er það kostur að vera ópóli-
tiskur embættismaður?
— Mér virðist miðað við þá
vinnu, sem þvi fylgir að vera
hér embættismaöur þó ekki
sé bætt við pólitisku leiðtoga-
starfi, sé nægur starfi, en hvoru-
tveggja sé mjög mikið álag á
einn mann, nánast svo mikið
að ef hann ekki breytir sinni
vinnutilhögun, þá sé hann oflest-
aður. Að þvi leytinu held ég,
að fenginni reynslu, að það sé
réttara að hafa embættismann
i þessu starfi, vegna þess
aö þa"ð sem ég er búinn að sjá til
vinnubragða stjórnmálamanna
sem leggja þar sig fram, að það
sé of mikil vinna til þess að þeir
sinni sinni köllun, aö ég sé ekki að
þeir geti sinnt hvorutveggja að
fullu. Þar á ég von á að stjórn-
málastörfin hljóti að hafa for-
gang, þvi þeir eru fyrst og l'remst
kosnir sem leiðtogar en siður til
að takast á við hin daglegu
vandamál, leysa þau með öllu þvi
kvabbi sem sliku fylgir.
Hvernig finnst þér samstarfið
við borgarfulltrúana hafa geng-
ið?
— Ég hef um flest átt mjög
skemmtilegt samstarf við þessa
borgarfulltrúa sem ég hef unnið
mest með. Okkur hefur að sjálf-
sögðu greint á i mörgum tilfell-
um. Það er eins og hlýtur að vera
manna á milli. En það hefur verið
mér lærdómsrikt að kynnast
þeim hliðum sem stjórnmála-
mennirnir þurfa að koma að og ég
vona að þeir hafi dregið einhvern
lærdóm af þeim hliðum mála,
sem ég hef snúið að þeim, með
þeim bakgrunni, sem ég hef, en
það er að vera verkfræðingur. Ég
hef kannski lagt meiri áherslu á
hinar reikningslegu niðurstöður,
sem mér er þó ljóst að eru ekki
alltaf einhlitar, siður en svo.
Mismunandi
sjónarmid
Aður beindist þin stjórnun ein-
vörðungu aö verklegum fram-
kvæmdum. En að stjórna borg
þar sem taka þarf tillit til allra
hliöa mála og hinn félagslegi
þáttur er mikilvægari en hinn
verklegi. Hvernig finnst þér hafa
gengið að samrýma þetta?
— 1 svona stóru stjórnkerfi,
eins og Reykjavikurborg er, þarf
vissan tima til að átta sig á við-
feðmi þeirra stofnanaf sem hér
erujtil að takast á við hin ýmsu
vandamál, og að læra að nýta
þær. Þegar manni hefur tekist
það fara mál aö finna sér ákveð-
inn farveg. Við getum beint máli
inn i þá farvegi til þess að flýta
fyrir. Mörg málin eru svo per-
sónuleg að maður hlýtur að þurfa
að taka á þeim sjálfur, en það er
nokkuð sem ég held að komi upp
hjá öllum, sem við stjórn fást.
Þeir komast ekki hjá þvi að þurfa
að taka á persónulegum málum,
sem þeir vilja ekki láta aðra fást
við. Mál geta verið þess eðlis að
maður ætlast ekki til þess af öðr-
um að þeir taki af manni erfið-
leikana.
t borgarstjórn er meirihluti og
minnihluti. Finnst þér há þér I
störfum sá reipdráttur og .ágrein-
ingur á milli þessara aðila á
stjórnmálasviðinu? Hvernig kem-
ur þetta við hina faglegu stjórn á
borginni og þína afstöðu til við-
fangsefna?
— Það er ljóst þegar þrir
flokkar mynda meirihlutann,
að þeirra sjónarmið á ýmsum
málum eru mismunandi. Það
þýðir að ég reyni að tryggja mér
afstöðu þeirra allra i þeim málum
sem upp koma, og siðan vinna
úr þvi. Það er kannski ekki alltaf
sú afstaða sem ég hefði
sjálfur kosið, en til þess að koma
málum áfram hlýt ég að fara þá
leið sem ég kemst næst þvi að fá
alla sammála um. Það er lika
skemmtilegt að vinna á þennan
hátt að prófa sig áfram og finna
hvers vegna ekki svona, heldur
einhvern veginn öðruvisi. Þetta
hefur auðvitað i för með sér að
viss mál taka meiri tima heldur
en maður hefði fljótt á litið haldið
að þau ættu að gera, en þetta er
nauðsyn miðað við þaö stjórn-
kerfi sem við höfum valið okkur.
Ánægjulegur
árangur
Getur þú nefnt eitthvert ákveð-
ið mál eða málaflokk sem þú ert
hvað ánægðastur meö aö hafa
unnið að á kjörtimabilinu og hvað
hefur valdið þér mestum von-
brigöum i starfinu?
Sá málaflokkur sem ég hef haft
hvað beinust og persónulegust af-
■ Eitthvað skemmtilegt hefur farið milii þeirra ólafs Jóhannessonar og Egils Skúla á fjölmennum fundi sem B-listinn f Reykjavfk hélt á
dögunum.