Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 4
ÞRJÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982. 14 íþróttir enska knattspyrnan DALGUSH SYNDI AD HANN ER EKKIDAUÐUR UR ÖLLUM ÆDUM — Skoraði tvö mörk og fiskaði víti er Liverpool skoraði þriðja markið gegn Tottenham ■ Bryan Robson var á skotskónum með Man. Utd. á móti Norwich á laugardaginn. Hér skorar hann í landsleik gegn Vestur-Þjóðverjum og Schumacher kemur engum vömum við. ■ Ekkert lát er á sigurgöngu nýliðanna í 1. deild ensku knattspymunnar Watford. Liðið hcfur komið mjög mikið á óvart og á laugardaginn gerði það sér lítið fyrir og vann góðan sigur á Arsenal á Highbury heimavelli stórliðsins. Með þessum sigri halda „strákarnir hans Elton John“ 2. sætinu í 1. deild og eru nú fjórum stigum á eftir Liverpool, sem enn era í toppsætinu. Það var Stewart Robson sem skoraði fyrsta mark leiksins og John Barnes, nývígður landsliðsmaður Englands skor- aði annað mark fyrir leikhlé, Barnes bætti síðan við öðru marki í síðari hálfleik, hið sama gerði Robson raunar, en munurinn var sá að Robson skoraði í eigið mark, en Brian Talbot skoraði annað mark Arsenal. Létt hjá Liverpool á Anfíeld. Það var auðveldur sigur sem meistarar Liverpool unnu á Tottenham á Anfield. Það þykir raunar engin stórfrétt að Liverpool vinni Tottenham á Anfield og hefur Lundúnaliðið ekki unnið sigur á Liverpool þar í 70 ár.' Kenny Dalglish kom mikið við sögu í leiknum á Anfield og hefur hann heldur betur kveðið niður allar raddir þess efnis að frægðarsól hans fari lækkandi. Hann fiskaði víti á 20. mínútu, sem Phil Neal skoraði örugglega úr. Hann skoraði síðan sjálfur tvö mörk í síðari hálf- leiknum. Yfirburðir Liverpool voru miklir og það eina sem bjargaði Totten- ham frá niðurlægingu var góð mark- varsla Ray Clemence í markinu hjá Tottenham. Hann kunni greinilega vel við sig á sínum gamla heimavelli. Áttunda jafntefli Luton deildarkeppninni er liðið fékk Southamp ton í 1. deildarkeppninni er liðið fékk Southampton í heimsókn. Mörkin í leiknum urðu sex talsins, en í hálfleik var staðan allt annað en góð fyrir heimamenn. Þeir Danny Wallace og Keith Cas’sels skorðu eitt mark hvor fyrir „Dýrlingana" í fyrri hálfleik, en Ricky Hill og Brian Stein jöfnuðu metin í þeim síðari. Þar að auki fékk Luton víta- spyrnu sem David Moss tókst ekki að nýta til marka. Aðeins sex mínútum fyrir leikslok skoraði svo George Armstrong þriðja mark Southampton og allt stefni í sigur gestanna, en Clive Goodyeart var ekki á þeirri skoðun og skoraði jöfnunar- markið þremur mínútum síðar. Fjörugur leikur í Luton, eins og svo oft áður í vetur. Aston Villa komnir í toppbaráttuna Aston Villa eru á fullri ferð upp á við á stigatöflunni og unnu sinn annan sigur á útivelli á laugardag. Þeir heimsóttu Stoke og unnu með þremur mörkum gegn engu. Gary Shaw skoraði tvö mörk fyrir Aston Villa, bæði í síðari hálfleik,. en Derek Parkin skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. Þar með er Birminghamliðið komið í 5. sætið í 1. deild með 28 stig, jafnmörg og Manc- hester United. United fékk Norwich í heimsókn og það var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn lenti í þeim leik. Hollenski landsliðsmaðurinn Arnold Múhren skor- aði fyrsta markið á 36. mínútu og Bryan Robson bætti tveimur mörkum við, einu í hvorum hálfleik. West Ham vinnur enn á heimavelli West Ham unnu enn einn sigur á heimavelli sínum Upton Park í London. Liðinu hefur ekki gengið jafn vel að vinna sigra á útivöllum, en sigur þeirra á Everton var nokkuð öruggur. Mörkin urðu tvö og annað þeirra var sjálfsmark Gary Stevens, en hitt sá gamla kempan Billy Bonds um að skora. Einn leikmaður í hvoru liði var rekinn af leikvelli skömmu fyrir leikslok fyrir slagsmál og voru það þeir Alvin Martin, ■ Gary Shaw skoraði tvö mörk fyrir Aston Vilia á útivelli á móti Stoke. landsliðsmiðvörður Englands annars vegar og hins vegar Evertonleikmaður- inn Alan Irvine. Góður sigur Forest Nottingham Forest vann einn leik enn og nú var það lið Manchester City, sem mátti þola tap fyrir liðinu, sem nú er í 3. sæti í 1. deildinni. Manchester City sem léku mjög vel fyrir nokkrum vikum, virðast vera heillum horfnir þessa dag- ana, en það stendur án ef til bóta ef að líkum lætur. Willie Young skoraði eina mark fyrri hálfleiksins, en í þeim síðari skoraði Garri Birtles tvö mörk. Hann virðist vera að finna réttu leiðina í mark andstæðinganna, en honum gekk alls ekki vel á síðasta keppnistímabili, en þá lék hann með Man. Utd. En honum vegnar betur í Nottingham. Brighton tapaði á heimavelli Brighton sem gengið hefur nokkuð vel á heimavelli sínum mátti þola tap gegn Notts County þegar liðið kom í heimsókn á suðurströndina. Mörkin í leiknum urðu tvö og sá Ian McCulloch um að skora eitt í hvorum hálfleik. Birmingham varð sér úti um þrjú dýrmæt stig í botnbaráttunni er liðið sigraði Sunderland á heimavclli sínum. Þar með skildi Birmingham og Sunder- land eftir í botnsætunum með 14 stig hvort lið, en Birmingham og Southamp- ton hafa hlotið 14 stig. Ipswich fékk Swansea í heimsókn og gestirnir sóttu ekki gull í greipar heima- manna, sem sigruðu með þremur mörkum gegn einu. Russel Osman skoraði fyrsta mark sitt á keppnistíma- bilinu f fyrri hálfleik og George Burley bætti öðru marki við. Skoski landsliðs- maðurinn John Wark skoraði síðan þriðja mark heimaliðsins, en Leighton James skoraði eina mark Swansea. Liðinu frá Cardiff í Wales hefur ekki gengið eins vel á þessu keppnistímabili eins og því síðasta, en líklegt er, að heimavöllurinn reynist þeim drjúgur þegar á líður í vetur. Það voru þeir Ally Robertson og Cyrille Regis sem skoruðu mörk W.B.A. gegn Coventry er W.B.A. vann sinn áttunda sigur í 1. deildinni í vetur. Úrslit leikjanna í 1. deild urðu sem hér segir: Arsenal-Watford 2-4 Birmingham-Sunderland 2-1 Brighton-Notts C. 0-2 Ipswich-Swansea 3-1 Liverpool-Tottenham 3-0 Luton-Southampton 3-3 Man. Utd.-Norwich 3-0 Nott. For.-Man. City 3-0 Stoke-Aston Villa 0-3 W.B.A-Coventry 2-0 West Ham-Everton 2-0 Samtals voru skoruð 37 mörk í leikjunum ellefu í 1. deild og því ættu áhorfendur í Englandi ekki að þurfa að kvarta undan markaleysi. Þar að auki eru tveir leikir þar sem skoruð eru sex mörk og því ættu vonirnar um að þeim fari að fjölga að glæðast. Úrslit leikja í 2. deild urðu sem hér segir: Barnsley-Leeds 2-1 Bolton-Leicester 3-1 Burnley-Derby 1-1 Crystal Pal.-Wolves 3-4 Fulham-Sheff. Wed. 1-0 Middlesbro-Blackburn 1-5 Newcastle-Cambridge 2-0 Oldham-Grimsby 1-1 Q.P.R.-Carlisle 1-0 Rotherham-Chelsea 1-0 Shrewsbury-Charlton 0-0 Crystal Palace byrjuðu mjög vel á móti Úlfunum á heimavelli sínum í London. Liðið komst í 2-0, en Úlfarnir sýndu grimmd sem liði með þeirra nafni ætti að vera eðlileg og tókst að sigra í leiknum með fjórum mörkum gegn þremur. Mikilvægur sigur fyrir liðið, sem gengið hefur ilia að undanförnu. Terry Fenwick skoraði eina mark toppliðsins Q.P.R. gegn Carlisle og tryggði liði sínu þar með 1. sætið. En ekki munar miklu og búast má við harðri baráttu á toppi 2. deildar í vetur. Middlesbro sem gengið hefur prýði- lega frá því að Malcolm Allison kom til félagsins hefur fengið mikinn mótvind í seglin er liðið fékk Blackburn í heimsókn, því mörkin sem liðið fékk á sig voru fimm, en þeim tókst aðeins að svara einu sinni fyrir sig. Þó hefur staða liðsins batnað verulega frá því sem hún var fyrir fáeinum vikum. 1. deild Liverpool 16 10 4 2 38-13 34 Watford 16 9 3 4 34-17 30 Nottingh. Forest 16 9 2 5 28-21 29 Man United 16 8 4 4 23-14 28 West Ham 16 9 1 6 31-23 28 Aston Villa 16 9 1 6 26-18 28 West Bromwich 16 8 2 6 26-23 26 Ipswich 17 6 6 5 28-18 24 Man City 16 7 3 6 19-21 24 Tottenham 16 7 2 7 27-23 23 Coventry 17 6 4 7 18-24 22 Stoke 16 6 3 7 30-28 21 Notts County 16 6 3 7 20-26 21 Arsenal 16 5 5 6 18-20 20 Everton 16 5 4 7 25-26 19 Swansea 16 5 3 8 23-28 18 Brighton 16 5 3 8 15-34 18 Luton 16 4 4 8 17-31 16 Southampton 16 4 4 8 17-31 16 Birmingham 16 3 7 6 11-25 16 Norwich 16 3 5 8 19-29 14 Sunderland 16 3 5 8 19-31 14 2, . deild Q.P.R. 17 10 4 3 26-13 34 Fulham 16 10 3 3 37-21 33 Sheff. Wednesd. 16 9 3 4 30-18 30 Wolves 16 9 3 4 27-18 30 Oldham 16 6 7 3 27-21 25 Leeds 16 6 7 3 21-16 25 Barnsley 16 6 6 4 22-19 24 Grimsby 16 7 3 6 23-24 24 Shrewsbury 16 7 3 6 20-21 24 Newcastle 16 6 4 6 25-24 22 Rotherham 16 5 7 4 22-23 22 Chrystal Palace 16 5 6 5 19-18 21 Carlisle 16 6 3 7 31-32 21 Blackburn 16 6 3 7 27-29 21 Leicester 16 6 2 8 27-20 20 Chelsea 16 4 6 6 18-18 18 Charlton 16 5 3 8 22-33 18 Middlesbrough 16 4 6 6 19-32 18 Burnley 16 4 3 9 22-29 15 Cambridge 17 3 4 10 19 30 13 Bolton 16 3 4 9 14 25 13 Derby 16 1 8 7 13 27 11 Luton gerði sitt áttunda jafntefli í 1. Búbbi og co. unnu — Hibernian keyptu landslids- markvörðinn, en það dugði ekki gegn Celtic ■ Skoski landsliðsmarkvörðurinn í knattspyrnu Alan Rough lék á laugardaginn sinn fyrsta leik með nýju félagi. Rough lék áður með Partick Thistle, en liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðastliðnu vori. Það var Edinborgarliðið Hibernian sem festi kaup á landsliðsmarkverð- inum og á laugardaginn lék hann með nýja félaginu gegn Celtic á ■ Jóhannesi Eðvaldssyni og fé- lögum hans hjá Motherwell tókst að sigra Morton á laugardaginn 3-1. heimavelli í Edinborg. Þá varð hann þrívegis að sækja knöttinn í netið og tapaði Hibernian leiknum með þrem- ur mörkum gegn tveimur. Frank McGarvey skoraði tvívegis hjá Rough og Paul McStay skoraði þriðja mark Celtic sem hafa þriggja stiga forystu í úrvalsdeildinni. Lið Jóhannesar Eðvaldssonar Motherwell lék gegn Morton á heimavelli og sigraði Motherwell örugglega með þremur mörkum gegn einu. Með þessum sigri komst Motherwell úr botnsætinu í úrvals- deildinni, en liðið hefur nú 9 stig, en neðsta liðið Hibernian er með 7 stig. Úrslit í öðrum leikjum í úrvals- deildinni urðu sem hér segir: Dundee-Kilmarnock............ 5-2 Rangers-Aberdeen............. 0-1 St. Mirren-Dundee Utd........ 0-2 Eins og fyrr segir er Celtic í efsta sæti í úrvalsdeildinni með 23 stig, Dundee Utd. hafa 20 stig, en Aberdeen 19 og Glasgow Rangers hafa aðeins 14 stig eftir 13 leiki. Langt er síðan Rangers hafa verið svona neðarlega í úrvalsdeildinni skosku. í neðstu sætunum eru Kilmarnock og Morton með 8 stig hvort félag og Hibernian hefur hlotið 7 stig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.