Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 FJORIR TAPLEIKIR OG EINN SIGUR — hjá handboltalandsliðinu í Þýskalandi ■ íslendingar urðu að lúta í lægra haldi gegn Ungverjum á handknattleiksmót- inu í Austur-Þýskalandi á sunnudag. Það var síðasti leikur Islendinga í keppninni. Þegar aðeins 15 mínútur voru til leiksloka var staðan 15 mörk gegn 14 Ungverjum í hag, en þeim tókst að auka muninn í fimm mörk áður en yfir lauk. íslenska liði hefur átt við meiðsli að stríða og til dæmis gátu Ólafur Jónsson og Gunnar Gíslason ekki leikið nema tvo leiki vegna meiðsla og hið sama má segja um Kristján markvörð Sigmunds- son. Ofan á bættist að Sigurður Sveinsson og Bjarni Guðmundsson gátu ekki leikið alla leikina ytra vegna þess að þeir urðu að fara og leika með liði sínu Nettelstedt. Staðan í leikhléi í leik Islendinga og Ungverja var 12 mörk gegn 10. En í síðari hálfleik tók skortur á skipti- mönnum að setja mark sitt á leikinn. Gegn Ungverjum varði Brynjar Kvaran mjög vel og einnig léku Hans Guð- mundsson og Alfreð Gíslason vel. Kristán Arason stendur og alltaf fyrir sínu. í leiknum gegn Ungverjum var Krist- ján markahæstur með 7 mörk þar af eitt úr vítakasti. Alfreð og Hans Guðmunds- son skoruðu fjögur mörk hvor, Steindór Gunnarsson 2, Haukur Geirmundsson, Jóhannes Stefánsson og Páll Ólafsson skoruðu eitt mark hver. VÖRNIN 0G MARK- VARSLAN VERÐUR NÚ ADBATNA ■ Það þarf ekki mjög glöggan mann til að sjá, að það sem á bjátar hjá íslenska handknattleikslandsliðinu er fyrst og fremst vamarleikurinn og markvarslan. Liðið á fyrir höndum tvo leiki gegn Dönum á milli jóla og nýárs og í þeim leikjum þyrfti dæmið að fara að ganga betur upp. B-keppnin í Hollandi hefst í fcbrúarlok og eigi liðið ekki að verða fyrir stóm áfalli þarf mikið að gerast. Því má reyndar ekki gleyma að margir góðir leikmenn hafa dottið út vegna meiðsla. Fyrst var það Þorbergur, Sig- urður Gunnarsson og nú hafa þeir Ólafur Jónsson, sem sýnt hefur vaxandi getu á undanförnum mánuðum og Gunnar Gíslason, báðir meiðst. En við slíku má alltaf búast og við því þarf að bregðast., Ástæðulaust er að ætla annað en liðið nái að sýna sínar bestu hliðar og það er t.d. jákvætt að nokkrir- leikmenn hafa sýnt vaxandi getu í landsleikjum í Þýskalandi og má í því sambandi nefna Alfreð Gíslason og Hans Guðmundsson. Víst er að bæði Bjarni Guðmundsson og Sigurður Sveinsson munu koma hingað heim og leika með gegn Dönum milli jóla og nýárs og þá er ástæðulaust annað en að vera bjartsýnn um góð úrslit. sh Klammer — í bruni á Ítalíu ■ Conraid Cathomenh sýndi fram á styrkleika svissneska skíðamanna með sigri sínum í brunkeppni í Val Gardena á Ítalíu á sunnudaginn. Hann varð fyrstur, en næstir honum komu Austur- ríkismennirnir Erwin Resch og gamla kempan Franz Kiammer. Tími hans í keppninni var 2:09,87 mín. Meðalhraði hans f brautinni var 95,77 km. á klukkustund. Erwin Resch varð annar á 2:09,87 mín. en Franz Klammer fór brautina á 2:10,09 mín. Cathomen er talinn standa einna best tæknilega séð af landsliðsmönnum Sviss sem voru í fimm efstu sætunum í stórsvigskeppni í Val Dísere um síðustu helgi. Þess má geta, að Cathomen varð í 2. sæti í Heimsbikarkeppninni í Schaldming fyrr á þessu ári. Staðan í heimsbikarkeppninni á skíðum eftir keppnina um helgina er sem hér segir: 1. Peter Mueller, Sviss 60 stig 2. Harti Weirather, Austurríki 54 stig 3. Franz Heinser, Sviss 48 stig 4. Conraid Cathomen, Sviss 45 stig 5. Peter Luescher, Sviss 35 stig Franz Klammer, Austurríki 35 stig Svíinn Ingemar Stenmark er í 11. sæti með 25 stig. Það eru Svisslendingar og Austurríkismenn, sem nær einoka toppsætin í Heimsbikarkeppninni sem stendur. Islendingar unnu einn leik í keppninni gegn B-liði Austur-Þjóðverja með 28 mörkum gegn 22. Þá varði Einar Þorvarðarson vel í markinu. Á Iaugardaginn mættu þeir svo sterku rúmönsku liði og töpuðu þá með 26 mörkum gegn 17. Stórt tap, en þá léku aðeins 8 útileikmenn með. Aðeins tveir skiptimenn. Er í banni i ar Og armar fer í sex ára bann ■ Hætt er við að forvígismenn Norður-Kóreu á knattspyrnusviðinu eigi fyrir hönduin ævilangt bann við afskiptum af knattspyrnumálum vegna þátttöku þcirru í því að gera aðsúg að dóinara i úrslitaleik Asíu- leikanna í knattspyrnu, sem háður var í Nýju-Dehli á Indlandi. Það voru bæði leikmenn og stuðnings- menn liðs Norður-Kóreu sem gerðu aðsúg að dóinara leiksins gegn Kuw- ait. Þegar hefur verið sett tveggja ára bann við þátttöku Noður-Kóreu í mótum á vegum FIFA. Þá hafa tveir leikmenn verið dæmdir í langt leikbann. Það er Rúmeníumaðurinn Florea Dumitr- ache fyrir að ráðast á dómara í Evrópuleik og má hann ekki leika í sex ár. Það eru hins vegar 99 ár sem Floyd George David verður að láta sér nægja að horfa á knattspyrnuna áður en hann fær aftur leyfi til að leika. Er það fyrir árás á dómara. ISHIDA COSMIC: Litla vogin með stóru möguleikana Björn í Kjötbúð Suðurvers vissi hvað hann gerði, er hann valdi Ishida Cosmic tölvuvog og er hann nú einn af fjölmörgum ánægðum eigendum Ishida tölvuvoga. Við bendum sérstaklega á eftirfarandi eiginleika: ★ Vatnsvarið takkaborð ..........................= Minni bilanatíðni ★Vog og prentari sambyggt........................= Minni bilanatíðni ★ Hægt að setja inn 5 föst einingaverð...........= Fljótari afgreiðsla ★ Margföldun og samlagning.......................= Fljótari afgreiðsla ★ Prentun með föstu heildarverði.................= Fljótari afgreiðsla ★ Sjálfvirk eða handvirk prentun................= Hentar hvort sem er ★ Fljótlegt að skipta um miðarúllu við afgreiðslu eða ★ Hægt að taka út summu (tótal) alls við pökkun, bakatil sem vigtað er yfir daginn eða hvenær í verslunum. sem er. ★ Tvær dagsetningar, pökkunardagur og síðasti söludagur. ★ Þeir eigendur ISHIDA COSMIC með einni dagsetningu, sem óska eftir að breyta voginni í tveggja dagsetninga, vinsamlegast hafi samband við okkur. ★ Nýjar og eldri pantanir óskast staðfestar. Það er komin 5 ára reynsla af ISHIDA — tölvuvogum og ekki síðri reynsla af þjónustu Plllsl.OS NAKVÆMNI — HRADI — ORVGGI i I f ISHIDA tölvuvogir þ I yr NÁKVÆMNI — HRAÐI — ÖRYGGI "Sxy* Allar gerðir tölvuvoga fyrir verksmiðjur og verslanir rlilSÚIS IsB* Sími: 82655

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.