Tíminn - 11.01.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.01.1983, Blaðsíða 1
Umsjón: Samúel örn Erllngsson LANDSLEIKIR I KÖRFUKNATTLEIK SKOSKA KNATT- SPYRNAN BLS. 12 NORÐURLANDAMÓT í KÖRFU KN ATTLEIK BLS. 12 OG 13 Medal efnis: DANIR LÉKU SNILLDARLEGA og sigruðu í síðasta leiknum ■ „Þetta er sterkasta danska lið scm ég hef leikið gegn" sagði Torfi Magnús- són fyrirliði íslenska landsliðsins, og leikrcyndasti leikmaður liðsins. í sama streng tók félagi hans Kristján Ágústs- son, „þeir eru greinilega að koma upp með mjög gott lið, þetta lið er frekar ungt. og leikmennirnir flestir stórir." Þetta kom á daginn á sunnudag, þá lék danska liðið sfórvel, og sýndi sinn langbesta leik hér á landi að þessu sinni. Að vísu lék íslenska liðið undir getu, en ekki mikið og það sem aðallega bilaði. var sóknarleikurinn. Varnarleikurinn var ekki svo slæmur. Danir sigruðu í síðasta leiknum 88-77. Danir náðu undirtökunum í leiknum strax í fyrri hálfleik, það hófst á því að Ebbe Salling, stórhittinn Bauni skoraði tíu stig í röð, bæði úr langskotum og hraðaupphlaupum. I leikhléi höfðu Dan- ir yfir 47-37. íslendingar léku vel framan af fyrri hálfleik, náðu að jafna og komast einu stigi yfir en það dugði ekki til. Danir léku mjög vel, segja má að öll þeirra skot hafi ratað ofan í. íslendingar léku vörnina mun betur en í leiknum á laugardaginn, en allt kom fyrir ekki. Pétur Guðmundsson var sterkastur íslendinga í leiknum meðan hans naut við. Hann hefur sjaldan sýnt skemmti- lcgri takta hér. Tróð þrisvar í leiknum með tilþrifum og tók 13 fráköst. f>ó lék hasn líklega ekki meira en í mesta lagi hálfan leikinn. Fékk fjórðu villuna strax í upphafi síðari hálfleiks og hafði töluvert hvílt í þeim fyrri. Pétur lék síðan í um það bil 7-8 mínútur í síðari hluta hálfleiksins og svo fékk hann villu númer 5. Danski dómarinn Finn Moes- gaard var grimmur í dómunt sínum, negldi leikmcnn íslands við minnstu brot, og Danir höfðu bónus meirihluta síðari hálfleiks. Ebbe Salling sem áður hefur verið minnst á lék stórvel, hitti hreint alltaf, og maður bara skildi ekki hvers vegna hann var ekki „spilaður upp“ meira en gert var. Isler.sku strákarnir voru ekki nógu sannfærandi í leiknum, að vísu komu góðir kaflar, og þá virtist fátt geta stöðvað þá. En leikur liðsins datt um of niður á milli. Það var sammerkt með flestum leikmönnum íslendinga að hittn- in var ekki góð. Undanþegnir þessu voru þó þeir Símon Ólafsson og Pétur Guðmundsson. Spurning hvort ekki hefði mátt spila Símon meira upp í leiknum. Stig íslendinga skoruðu Símon Ólafs- son 18,'Pétur Guðmundsson 17, Axel Nikulásson 12, Torfi Magnússon, Þor- valdur Geirsson, Jón Kr. Gíslason og Ríkharður Hrafnkelsson 6 hver, Pálmar Sigurðsson 1 og Viðar Þorkelsson 1. Flest stig Dana skoraði Ebbe Salling 22,og Frank Jörgensen skoraði 21 stig. Dómarar voru Finn Moesgaard og Gunnar Valgeirsson. Moesgaard var harður eins og áður sagði, og greinilega ákveðinn í að láta ekki halla á sína menn í dómgæslunni. Gunnar var ákveðinn og dæmdi vel. Stundum fannst manni þó dálítil sam- keppni væri þeirra í millum. því að annar dæmdi þegar brotið var á hans liði, og hinn gerði það sama. Þó hélt Gunnar því að vera sjálfum sér samkvæmur. ■ Pétur Guðmundsson búinn að snúa af sér alla Dani í landsleiknum á sunnudaginn. Augnabliki eftir að myndin var tekin tróð hann með tilþrifum. Öðruvísi hefði getaö farið á sunnudag, ef Pétur hefði ekki lent í villuvandræðum. SIGIIR GEGN DfiNUM á laugardag í Höllinni ■ íslendingar sigruðu Dani í lands- leiknum á laugardaginn 84-77. Staðan í leikhléi var 40-39 Dönum í hag. Danir höfðu frumkvæðið í leiknum allan fyrri hálfleik, leiddu með 2 til 4 stigum Mestur munurinn varð 7 stig, þá komust Danir í 34-27, en þá tóku íslendingar mikinn kipp, og komust í 35-34. Vörn íslenska liðsins var í molum á köflum í fyrri hálfleik. Danir leika léttan og skemmtilegan körfubolta, skemmtilegar sóknarfléttur sem enduðu iðulega með því að einhver Daninn stóð einn og óvaldaður undir körfunni, og þá var ekki að sökum að spyrja. Sóknarleikur íslenska liðsins var aftur á móti í fínu lagi, að mestu leyti a.m.k. Eitthvað virðist Jim Dooley hafa tónað yfir sínum mönnum í leikhléi. íslendingar komu tvíefldir til leiks og léku sérstaklega vörnina af miklum krafti. Þeir fóru að síga fram úr og höfðu ætíð frumkvæðið í leiknum eftir það. íslenska liðið lék vel á laugardag, Pétur nokkur öflugur í sókninni, skoraði 23 stig, en á köflum fannst manni að hann ætti að geta gert betur. í vöminni getur Pétur miklu meira en hann sýndi á laugardag. En það kemur líka til að dómararnir hlóðu á hann villum. Það skrýtna við að liðið átti sinn besta sprett á meðan Pétur var fyrir utan völl.Jón KR var góður í leiknum, skoraði 12 stig, svo og Axel sem skoraði 11 stig. Torfi Magnússon skoraði 11 stig einnig, en framan af var hann ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig hann getur leikið. Virðist vera í öldudal þessa dagana. Ríkharður Hrafnkelsson átti góða spretti, skoraði 10 stig, Símon skoraði 6, Kristján 5, og öll á lokamínút- unum, þegar bæði Pétur og Símon voru farnir útaf með 5 villur. Kristján sýndi fallega takta, virtist alltaf eflast á lokamínútunum, þegar mest þarf á a§ halda. Þorvaldur, Pálmar og Valur skoruðu 2 stig hver. Flemming Daniels- en skoraði mest Dana, 20 stig, þeirra stærsti maður en eiginlega meiri lang- skytta en hitt. Ebbe Salling skoraði 14, skotviss með afbrigðum. HANDKNATTLEIKUR 1. DEILD BLS. 12 OG 13 ENSKA KNATT- SPYRNAN BLS. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.