Tíminn - 11.01.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.01.1983, Blaðsíða 3
VÍKINGAR KAFFÆRÐU FH strax ífyrri hálfleik ¦ Alveg var leikur þeirra Víkinga og FH-inga á sunnudagskvöldið stór- skemmtilegur. Þar mættust tvö góð lið. Líklega tvö þau bestu í deildinni. Það sem skyggði á var þegar FH liðið datt niður síðast í fyrri hálfleik. FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti. Guðjón Guðmundsson skoraði fyrsta markið, og Hans sá um það næsta með þrumuskoti í stöng og inn. Víkingar ekki alveg með á nótunum fram að þessu, en síðan fór vélin að lulla. Árni Indriðason skoraði fyrsta mark þeirra af línunni, eftir fallega fléttu. Síðan fiskaði Guðmundur Guðmundsson víti eitt af mörgum sem áttu eftir að fylgja eftir gegnumbrot Guðmundar. Viggó skorar. Ólafur Jónsson fiskar annað víti, og Viggó skorar. 3-3. En Óttar er á línuni hjá FH, og hann sá um næsta, 5-4. Árni jafnar, og í næstu sókn brýst Viggó inn úr horninu og skorar. Boltinn loks farinn að rata framhjá Haraldi Ragnarssyni, en hann varði fyrstu 4 skot Víkinga í leiknum, og annaðhvert þar til hann var búinn að verja 6 skot, þá var það búið. Hans jafnaði úr langskoti 5-5, en þá hófst þáttur Sigurðar Gunnarssonar, sérlega fallegt langskot 6-5, en Hans jafnar með löngu lágskoti 6-6. Óttar með fallegt mark af línuni 7-6, en Sigurður lyftir sér jafnfætis hátt í loft upp af punktalínuni pomm stöngin inn, stórglæstilegt 7-7 Víkingar ná boltanum aftur og endurtekið efni pomm alveg eins 8-7. Óttar nær frákasti á línunni 8-8, og Kristján Arason skorar úr hraðaupp- hlaupi 9-8. Annars var Kristján ekkert búinn að sýna, skjóta tvisvar og varið, og það fyrsta sem hann gerði í leiknum var að misnota víti, skaut í stöng. Sjalfgæft hjá Kristjáni. Þegar staðan var 9-8 FH í hag skipti Bogdan þjálfari Víkinga Kristjáni Sigmundssyni útaf, og inn kom Ellert Vigfússon. Kristján hafði aðeins varið tvö skot. Ellert varði PÁLL EINN ÞEIRRA BESTU ¦ „Lið okkar kom verulega á óvart hér, þrátt fyrir smæðina", og Páll Kolbeinsson var talhin einn besti leikmað- ur mótsins" sagði Einar Bollason þjálf- ari, í símaviðtali á sunnudag, eftir að Norðurlandamóti unglinga var lokið í Arósum í Danmörku. „Páll var sterkasti maður liðsins, það var enginn vafi, og við græddum mest á því að við höfðum svo góða „bakkara", sagði Einar. Páll Kolbeinsson er 17:ára gamall, og er þegar orðinn einn af máttarstólpum KR liðsins í körfuknattleik. Hann hefur leikið mjög vel í úrvalsdeildinni í vetur. Páli er heldur ekki illa í ætt skotið hvað körfuknattleik snertir, faðir hans er Kolbeinn Pálsson sá kunni körfuknatt- leiksmaður sem lék með KR á árum áður. stórkostlega það sem eftir var leiks. Enda skoruðu FH-ingar ekki aftur fyrir leikhlé. Það gerðu aftur á móti Víkingar svo um munaði. Óli Jóns fiskaði víti, og Sigurður Gunnarsson skoraði úr því. Sterkur leikur Víkinga að láta þá skiptast á, tvö og tvö. Steinar 10-9 með stórfallegu langskoti, og Siggi Gunn úr víti eftir brot á Guðmundi, Siggi aftur úr sprengiskoti 12-9, og þá byrjaði loks Guðmundur að skora, en það átti hann eftir að gera í leiknum. Inn úr horninu, 13-9, og Viggó 14-9 úr víti sem Óli fiskaði. Síðasta orðið í fyrri hálfleik átti Guðmundur Guð- mundsson er hann braust inn úr horninu og skoraði 15-9. FH-ingar skoruðu ekkert mark í lok fyrri hálfleiks, meðan Víkingar skoruðu 7. Þetta var banabit- inn. Guðmundur blómstrar í síðari hálfleik hófu FH-ingar að leika vörnina með því að taka tvo menn úr umferð. Þeir riðluðu að vísu kerfum Víkinga, en þá bara blómstraði Guð- mundur Guðmundsson, og ég endurtek, þar fer einn alskemmtilegasti handknatt- leiksmaður okkar fyrr og síðar. Einnig kom Steinar Birgisson vel út úr því að leika frjálst. Skoraði ló.markið, síðan Guðmundur 3 í röð og svo Steinar aftur. Munurinn hélst þetta 5 mörk, og þeir atkvæðamestir FH-inga Hans og Óttar sem fyrr. Einnig kom Guðmundur Magnússon með tvö falleg mörk úr horninu. Pálmi og Guðjón áttu reyndar eitt hvor í upphafi hálfleiksins en eftir að Guðmundur Dadú skoraði sín tvö skoruðu varla nema Hans og Óttar. Tölur eins og 20-15, 24-15 og 25-17 litu dagsins ljós, og Guðmundur skoraði og skoraði. Páll gerði að vísu tvö úr hraðaupphlaupunum, og fór vel á að hann gerði síðasta mark Víkinga. En síðasta orðið átti Hans Guðmundsson í FH, 28-23. Sagt hefur verið að Víkingsliðið sé mótor sem gangi eftir fyrirfram ákveðnu mynstri. Vissulega rétt, en ef einhverjir eru teknir úr umferð, á vélin að fara að hökta. Það gerðist ekki á sunnudags- kvöldið, þá blómstruðu stimplarnir einn og einn, sérstaklega þó Guðmundur. FH hélt í við meistarana með varnar- aðferðinni4-2stundum,en ekki alltaf. Guðmundur var eins og áður er sagt bestur Víkinga, þá var Ellert markvörð- ur stórgóður, varði alls 5 skot í fyrri hálfleik, og 7 í þeim síðari. Sigurður Gunnarsson var einnig frábær, skot- krafturinn svakalegur, og það sem er skemmtilegast að sjá við þcssa hávöxnu langskyttu, er hvað hann hefur fjári góðan stökkkraft. Hans var bestur FH-inga, Óttar einnig góður. Þeir blómstruðu einir í lokin, verst að vonin var búin um að það hefði eitthvað að segja. Kristján var eitthvað miður sín, misnotaði tvö víti, en reyndar tekinn úr umferð. Mörkin: Víkingur Guðmundur 9, Sigurður 7, Viggó 4, Steinar 3, Páll og Árni 2 hvor, og ungur og efnilegur hornamaður, Karl Þráinsson 1. FH: Hans 8, Þorgils Óttar 8, Guð- undur Magnússon 2, Guðjón Guð- mundsson 2, Kristján 1, Pálmi Jónsson 1 og Sæmundur Stefánsson 1. Leikurinn var nokkuð vel dæmdur, en það er erfitt að dæma svona leiki, það er klárt. Valsstúlkur efstar ¦ Tveir leikir voruum helgina í fyrstu deild kvenna í handknattleik. ValursigraðiFram 14-10 í Laugardals- höil í gær, og FH sigraði Hauka í Hafnarfirði 21-13. Staðan í fyrstu deild kvenna er nú þessi: Valur Fram FH ÍR Víkingur KR Haukar Þór Ak. 9 7 1 1 15; 6 1 2 52 1 13 12 6 0 2 12 3 14 7 20 6 4 7 1 6 0 8 0 1 6 0 0 Haukar sigruðu ¦ Tveír leikir voru í annarri deild karla {'¦ handknattleik' um helgína^ Reyndar áttu þeir að vera fjórir en; óveður og ófærð settu strik í reikning- inn í handknáttleik sem öðru. Haukar sigruðu HK í Hafnarfirði á föstudags- kvöid 26-21.! Breiðablik fór upp í Mosfellssveit og lék þar við HK á sunnudag. Þar varð jafntefli 18-18. KA Grótta ' Haukar UBK Þór Ve. HK UMFA Ármann 11 7 2 10 7 0 11 5 2 11 44 10 4 3 11 4 1 12 2 3 10 1 3 Páll Kolbeinsson t.h. HAFPDRÆTTISIBS: DtætÖ frestað vegna ófæíðar VTÐDFOGUM HMMTuPAG BJANUAR! Hérna kaupír þú rníða í Reykjavík og nágrenní Athugaðu að vinningum hefur nú verið f jöigað í Happdrætti SÍBS. Hver miði kostar 50 kr. en kaupirðu ársmiða sparar þú ómælda fyrirhöf n. Snúðu þértil þessara aðila: Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130. Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665. Sjóbúðin, Grandagarði 7, sími 16814 Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632, Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800. S. í. B. S.-deildin, Reykjalundi, Mosfellssveit. Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180. Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, sími 42720. Vilborg Sigurjónsdóttir c/o Bókabúð, Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045. Lilja Sörladóttir, Túngötu 13, Bessastaðahreppi, sími 54163. HAPPDRÆTTISÍBS Meira en fjórði hver miði hlýtur vinning.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.