Tíminn - 11.01.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.01.1983, Blaðsíða 2
■ Jóhannes Eðvaldsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Motherwell gegn Dundee. Það dugði þó ei, því lan Ferguson, Ray Stephen og Peter McGee skoruðu fyrir Dundee. Murdo Mc Leod skoraði eitthundrað- asta mark ■ Celtic á tímabilinu á laugardag, og það reyndist nóg til þess að viðhalda þriggja stiga forskoti Glas- gow liðsins. Mc Leod skoraði þetta mark í leik gegn StMirren rétt fyrir leikhlé, og þannig er Celtic nú með 34 stig af 38 mögulegum í skosku úrvalsdeildinni. Aberdeen, aðalkeppinautarnir sigr- uðu 2-0 á heimavelli í hörkuleik gegn Morton. I'eir urðu að berjast í 70 United, og þessi 2-1 sigur batt enda á níu leikja feril án sigurs hjá þeim. John Reilly skoraðí fyrst fyrir Dundee á tólftu mínútu, en sænski landsliðsmaðurinn í liði Rangers Robert Prytz, jafnaði með skalla fjórum mínútum fyrir leikhlé, og Andy Kennedy skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik. En lítum á úrslit leikja í Skotlandi um helgina: Úrvalsdeild: Aberdeen - Morton 2:0 Dundee - Motherwell 3:1 Kilmarnock - Hibernian 0:2 Rangers - Dundee United 2:1 St. Mirren - Celtic 0:1 St. Mirren Morton Motherwell Kilmarnock Leikir í fyrstu deild á laugardag: Clyde - Airdrienians 2:1 Dumbarton - Raith Rovers 2:1 Falkirk - Oueen's Park 2:0 Hearts - Hamilton 2:1 Partick Thistle - Allor Athletic 1:1 St. Johnstone - Ayr United 2:0 Þá voru 8 leikir í annarri umferð skosku bikarkeppninnar: mínútur áður en þeir byrjuðu að Staðan í skosku úrvalsdeildinni er nú Albion Rovers - Stranraer 0 uppskera ávöxt erfiðis síns, þá skoraði þessi: Berwick Rangers - Stirling Albion 0 Neil Simpson og Mark McGee bætti Celtic 19 16 2 1 53 20 34 Brora Rangers - Montrose 0 öðru við rétt fyrir leikslok. Baráttuandi Aberdeen 20 14 3 3 40 13 31 East Fife - Brechin City 0 Dundee United á toppnum í Skotlandi Dundee Utd. 19 12 4 3 44 16 28 Elgin City- Gala Fairydfan 2 virðist heldur vera að hjaðna, eftir Rangers 19 6 8 5 28 23 20 Forfar Athletic - Inverness Caley 0 annan ósigurinn í röð í deildinni. Dundee 19 6 6 7 24 23 18 Oueen Of South - Hawick R. Albert 0 Það var Rangers sem nú lagði Dundee Hibernian 20 3 9 8 16 26 15 Stenhousemuir - Arbroath 0 ■ Sigurður Gunnarsson skorar eitt af sínum stórglæsilegu mörkum á sunnudagskvöld. Kristján Arason (númer 10) er til varnar í allri sinni lengd, en allt kemur fyrir ekki. Skömmu síðar hafnaði knötturinn í stöng FH marksins og fór þaðan í netið. Unglingalidid í 5. sæti á Nordurlandamótinu í Árósum ■ íslenska unglingalandsliðið í körfuknattleik lék um helgina í Norðurlandamóti unglinga í körfuknatt- leik í Arósum í Danmörku. Liðið hafnaði í fimmta sæti, tapaði öllum sínum leikjum, en náði athygl- isverðum árangri gegn Dönum, Norðmönnum og síðast Svíum. Sögulegastur varð leikurinn við Svía, þar hafði verið jafnt allan leikinn, og allt í járnum þar til tíu mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Páll Kolbeinsson besti maður íslenska liðsins útaf með 5 villur. islenska liðið datt þá niður um tíma og Svíar komust í 10 stiga forystu. En íslenska liðið náði sér aftur, og Þorkell Andrésson sem kom inn fyrir Pál í „bakkarastöðuna“ átti ágætan leik og skoraði nokkrar körfur. íslenska liðið náði að jafna aftur og staðan var 77-77. Svíar skoruðu 79-77, íslendingar misstu boltann, Svíar aftur í sókn. Skammt til leiksloka, og Svíar notuðu allan tímann sem þeir máttu. Skot í körfuhring íslendinga, og Kristinn Kristinsson náði frákastinu með glæsibrag. En þá gerðist hneykslið:30 sekúndna klukkan gall, og leikurinn var stöðvaður. Það ótrúlega gerðist að dæmt var uppkast!?!?! Það var sama og gefa Svíum boltann, því stærðarmunurinn var svo mikill Svíar skoruðu síðan síðustu körfu leiksins rétt fyrir leikslok, og Svíar sigruðu 81-77. Sannarlega sárt fyrir íslensku strákana, þegar svona litlu munaði. Danir sigruðu Islendinga á föstudag 83-79. Páll Kolbeinsson og Tómas Holton voru bestir íslendinga í leiknum, Páll skoraði 28 stig og Tómas 22. Gegn Norðmönnum töpuðu okkar menn 65-69 í góðum leik, en Norðmenn sigruðu bæði Dani og Svía. Þar gerðist svipað og í leiknum gegn Svíum á sunnudag, Páll fór útaf með 5 villur og Norðmenn skoruðu 9-0 í rykk. íslendingar náðu síðan ekki að saxa neitt að ráði á það, en leikurinn hafði verið jafn fram að því. Kristinn Kristinsson úr Haukum átti stórleik með íslenska liðinu í þessum ieik, og hélt alveg niðri sterkum miðherja Norðmanna, sem er 220 pund á þyngd og 2.06 m. á hæð. í leiknum við Finna töpuðu íslendingar 118-76. Til samanburðar má geta þess að Finnar sigruðu Norðmenn í úrslitaleik 114-76. Finnar voru með yfirburðalið á mótinu, lið sem varð í fjórða sæti á heimsmeistaramóti drengja í körfuknattleik fyrir tveimur árum. Liðið sigraði m.a. Sovétmenn í því móti með fjögurra stiga mun. „Ég var mjög ánægður með liðið og strákana hvern um sig,“ sagði Einar Bollason annar tveggja þjálfara íslenska liðsins. Hinn er Jón Sigurðsson. „Þeir sigruðu að vísu ekki í neinum leik“ sagði Einar, „en þcir stóðu sig langt umfram það sem við höfðum þorað að vona. Þeir voru almennt kallaðir litlu strákarnir á mótinu. Hin liðin höfðu svo miklu stærri mönnum á að skipa. Finnarnir til dæmis eru eins og rígfullorðnir menn, svo sterkir og stórir. Til saman- burðar er Kristinn Kristinsson Ianghæsti leikmaður íslenska liðsins 1.92 m. á hæð.“ „Strákarnir stóðu sig virkilega vel, þeir komu mest á óvart hér á mótinu, og það kemur dagur eftir þennan dag.“ ... ..:„ r - Jafntefli í Hafnarfirði hjá Þrótti og Stjörnunni ■ Páll Kolbeinsson t.h. ■ Þróttur og Stjarnan skildu jöfn í fy rstu deild karla í handknattleik í iþróttahúsinu í Hafnarfírdi er þau mætt- ust þar á sunnudagsk'öldið. Þróttarar höfðu fruntkvæði í lcikuum framan af en Stjörnumenn náðu að jafna í síðari hálfleik, skömmu fyrir leikslok. Staðan í leikhléi var 9-7 Þrótti í hag, og þá höfðu Þróttarar verið mun sterkari í leiknunt. En Stjörnumenn náðu að jafna 11-11 eftir rammaslag í byrjun síðari hálflciks. Þróttarar náðu 14-11, en Stjarnan jafnaði 16-16 skömmu fyrir leikslok og það urðu lokatölur leiksins. Bæði liðin ætluðu að bjarga stigi í viðbót það sem eftirvai leiksins frá því að sextánda mark Stjörnunnar var skorað, en það gekk hvorki né rak. Páll Ólafsson var að venju aðalmaður Þróttara, og Óiafur H. Jónsson var af gömlum vana sterkur. Páll skoraði mest Þróttara, 4 mörk, Ólafur H. og Guð- mundur Sveinsson 3 mörk hvor, Jens Jensson 2, og Lárus Karl Ingason, Magnúsog KonráðJónsson tmarkhver. Magnús Teitsson var sprækastur Stjörnumanna, þó ekki markahæstur. Eyjólfur Bragason skoraði 5 mörk, Magnús 4, Guðntundur Óskarsson 2, Guðmundur Þórðarson 1 og Viðar Símonarson 1. Eins og sést hér að ofan skoraði Viðar Símonarson I mark fyrir Stjörnuna. Viðar hefur nú tekið fram skóna enn á ný. Viðar er ns og allir vita gamall jaxl úr handbolti. ium, og styrkir næstum hvaða lið sem er þrátt fyrir að vera kominn aðeins á fertugsaldurinn. Það scm var þó mest til vonbrigða í sambandi við leik þeirra Þróttara og Stjörnumanna á sunnudagskvöldið voru Athugaðu að vinningum hefur nú verið fjölgað í Happdrætti SÍBS. Hver miði kostar 50 kr. en kaupirðu ársmiða sparar þú ómæida fyrirhöfn. Snúðu þértil þessara aðila: Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130. Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665. Sjóbúðin, Grandagarði 7, sími 16814 Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632. Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800. S. í. B. S.-deildin, Reykjalundi, Mosfellssveit. Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180. Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, sími 42720. Vilborg Sigurjónsdóttir c/o Bókabúð, Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045. Lilja Sörladóttir, Túngötu 13, Bessastaðahreppi, sími 54163. HAPPDRÆTTISÍBS Meira en fjórði hver miði hlýtur vinning. þau mistök skipuleggjenda að dómarar mættu ekki til leiksins. Tveir ungir Hafnfirðingar hlupu undir þennan bagga að lokum, en þá hafði þegar orðið töluverð töf á þvi að leikurinn gæti hafist. Piltarnir úr Hafnarfirði Jón Hauksson og Ingimar Haraldsson gerðu ekki verr cn luegt var að búast við, þeirra fyrsti leikur í fyrstu deild. Það er vonandi að þetta sé einstakt tilfelli hjá Handknattleikssambandinu, því þetta er mjög leiðinlegt fyrirbæri í íþróttum, sérstaklega fyrir áhorfendur sem allir vilja alltaf fá sem mest af. Að sjálfsögðu er þetta líka niðurdrepandi fyrir leik- menn og alla aðra sem hlut eiga að máli. ■ Páll Olafsson var að venju aöalmaður Þróttar á sunnudag. VÍKINGAR KAFFÆRÐU FH strax í fyrri hálfleik ■ Alveg var leikur þeirra Víkinga og FH-inga á sunnudagskvöldið stór- skemmtilegur. Þar mættust tvö góð lið. Líldega tvö þau bestu í deildinni. Það sem skyggði á var þegar FH liðið datt niður síðast í fyrri hálfleik. FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti. Guðjón Guðmundsson skoraði fyrsta markið, og Hans sá um það næsta með þrumuskoti f stöngog inn. Víkingar ekki alveg með á nótunum fram að þessu, en síðan fór vélin að lulla. Árni Indriðason skoraði fyrsta mark þeirra af línunni, eftir fallega fléttu. Síðan fiskaði Guðmundur Guðmundsson víti eitt af mörgum sem áttu eftir að fylgja eftir gegnumbrot Guðmundar. Viggó skorar. Ólafur Jónsson fiskar annað víti, og Viggó skorar. 3-3. En Óttar er á línuni hjá FH, og hann sá um næsta, 5-4. Árni jafnar, og í næstu sókn brýst Viggó inn úr horninu og skorar. Boltinn loks farinn að rata framhjá Haraldi Ragnarssyni, en hann varði fyrstu 4 skot Víkinga í leiknum, og annaðhvert þar til hann var búinn að verja 6 skot, þá var það búið. Hans jafnaði úr langskoti 5-5, en þá hófst þáttur Sigurðar Gunnarssonar, sérlega fallegt langskot 6-5, en Hans jafnar með löngu lágskoti 6-6. Óttar með fallegt mark af línuni 7-6, en Sigurður lyftir sér jafnfætis hátt í loft upp af punktalínuni pomm stöngin inn, stórglæstilegt 7-7 Víkingar ná boltanum aftur og endurtekið efni pomm alveg eins 8-7. Óttar nær frákasti á línunni 8-8, og Kristján Arason skorar úr hraðaupp- hlaupi 9-8. Annars var Kristján ekkert búinn að sýna, skjóta tvisvar og varið, og það fyrsta sem hann gerði í leiknum var að misnota víti, skaut í stöng. Sjalfgæft hjá Kristjáni. Þegar staðan var 9-8 FH í hag skipti Bogdan þjálfari Víkinga Kristjáni Sigmundssyni útaf, og inn kom Ellert Vigfússon. Kristján hafði aðeins varið tvö skot. Ellert varði PALL EINN ÞEIRRA BESTU ■ „Lið okkar kom verulega á óvart hér, þrátt fyrir smæðina", og Páll Kolbeinsson var talinn einn besti leikmað- ur mótsins" sagði Einar Bollason þjálf- ari, í símaviðtali á sunnudag, eftir að Norðurlandamóti unglinga var lokið í Arósum í Danmörku. „Páll var sterkasti maður liðsins, það var enginn vafi, og við græddum mest á því að við höfðum svo góða „bakkara", sagði Einar. Páll Kolbeinsson er 17 • ára ganiall, og er þegar orðinn einn af máttarstólpum KR liðsins í körfuknattleik. Hann hefur leikið mjög vel í úrvalsdeildinni í vctur. Páli er heldur ekki illa í ætt skotið hvað körfuknattleik snertir, faðir hans er Kolbeinn Pálsson sá kunni körfuknatt- leiksmaður sem lék með KR á árum áður. stórkostlega það sem eftir var leiks. Enda skoruðu FH-ingar ekki aftur fyrir leikhlé. Það gerðu aftur á móti Víkingar svo um munaði. Óli Jóns fiskaði víti, og Sigurður Gunnarsson skoraði úr því. Sterkur leikur Víkinga að láta þá skiptast á, tvö og tvö. Steinar 10-9 með stórfallegu langskoti, og Siggi Gunn úr víti eftir brot á Guðmundi, Siggi aftur úr sprengiskoti 12-9, og þá byrjaði loks Guðmundur að skora, en það átti hann eftir að gera í leiknum. Inn úr horninu, 13-9, og Viggó 14-9 úr víti sem Óli fiskaði. Síðasta orðið í fyrri hálfleik átti Guðmundur Guð- mundsson er hann braust inn úr horninu og skoraði 15-9. FH-ingar skoruðu ekkert mark í lok fyrri hálfleiks, meðan Víkingar skoruðu 7. Þetta var banabit- Guðmundur blómstrar í síðari hálfleik hófu FH-ingar að leika vörnina með því að taka tvo menn úr umferð. Þeir riðluðu að vísu kerfum Víkinga, en þá bara blómstraði Guð- mundur Guðmundsson, og ég endurtek, þar fer einn alskemmtilegasti handknatt- leiksmaður okkar fyrr og síðar. Einnig kom Steinar Birgisson vel út úr því að leika frjálst. Skoraði ló.markið, síðan Guðmundur 3 í röð og svo Steinar aftur. Munurinn hélst þetta 5 mörk, og þeir atkvæðamestir FH-inga Hans og Óttar sem fyrr. Einnig kom Guðmundur Magnússon með tvö falleg mörk úr horninu. Pálmi og Guðjón áttu reyndar eitt hvor í upphafi hálfleiksins en eftir að Guðmundur Dadú skoraði sín tvö skoruðu varla nema Hans og Óttar. Tölur eins og 20-15, 24-15 og 25-17 litu dagsins ljós, og Guðmundur skoraði og skoraði. Páll gerði að vísu tvö úr hraðaupphlaupunum, og fór vel á að hann gerði síðasta mark Víkinga. En síðasta orðið átti Hans Guðmundsson í FH, 28-23. Sagt hefur verið að Víkingsliðið sé mótor sem gangi eftir fyrirfram ákveðnu mynstri. Vissulega rétt, en ef einhverjir eru teknir úr umferð, á vélin að fara að hökta. Það gerðist ekki á sunnudags- kvöldið, þá blómstruðu stimplarnir einn og einn, sérstaklega þó Guðmundur. FH hélt í við meistarana með varnar- aðferðinni4-2stundum, en ekki alltaf. Guðmundur var eins og áður er sagt bestur Víkinga, þá var Ellert markvörð- ur stórgóður, varði alls 5 skot í fyrri hálfleik, og 7 í þeim síðari. Sigurður Gunnarsson var einnig frábær, skot- krafturinn svakalegur, og það sem er skemmtilegast að sjá við þcssa hávöxnu langskyttu, er hvað hann hefur fjári góðan stökkkraft. Hans var bestur FH-inga, Óttareinnig góður. Þeir blómstruðu einir í lokin, verst að vonin var búin um að það hefði eitthvað að segja. Kristján var eitthvað miður sín, misnotaði tvö víti, en reyndar tekinn úr umferð. Mörkin: Víkingur Guðmundur 9, Sigurður 7, Viggó 4, Steinar 3, Páll og Árni 2 hvor, og ungur og efnilegur hornamaður, Karl Þráinsson 1. FH: Hans 8, Þorgils Óttar 8, Guð- undur Magnússon 2, Guðjón Guð- mundsson 2, Kristján 1, Pálmi Jónsson 1 og Sæmundur Stefánsson 1. Leikurinn var nokkuð vel dæmdur, en það er erfitt að dæma svona leiki, það er klárt. Valsstúlkur efstar ■ Tveir lcikir voru utn helgina í fyrstu deild kvenna í handknattleik. Valur sigraði Fram 14-10 í Laugardals- höll í gær, og FH sigraði Hauka í Hafnarfirði 21-13. Staðan í fyrstu deild kvenna er nú þessi: Valur Frarn FH ÍR Víkingur KR Haukar Þór Ak. Haukar sigruðu ■ Tveir leikir voru í annarri deild karla i handknattleik um helginaj Reyndar áttu þeir að vera fjórir en óvcður og ófærð settu strik í reikning- inn í handknáttieik scm öðru. Haukar sigruðu HK í Hafnarfirði á föstudags- kvöld 26-21. Breiðablik fór upp í Mosfetlssveit og lék þar við HK á sunnudag. Þar varð jafntefli 18-18. KA II 7 2 2 16 Grótta 10 7 0 3 14 Haukar 115 2 4 12 UBK 11 4 4 3 12 Þór Ve. 10 4 3 3 11 HK 114 16 9 UMFA 12 2 3 7 7 Ármann 10 1 3 6 5 HAPPDRETTISIBS: Drætti frestað vegrta ófazriSar VIÐDRÖGUM HMMTUfDAG 13.JMUAR! Héma kaupír þú míða í Reykjavik og nágrenní PODBORSKI DATT fl100 KM. HRAÐfl ■ Erwin Resch frá Austurríki sigraði í spennandi brunkeppni í Val d’Isere í Frakklandi um helgina. Það kom nokk- uð á óvart að Resch skyldi sigra í þessari keppni þar sem hann átti sér marga keppinauta þar, sem líklegri voru taldir til sigurs. Þar ber fyrst að nefna Steve Podborski, heimsbikarhafa í bruni, sem féll í keppninni þegar hann hafði náð um 100 km. hraða á klukkustund. Podborski var heppinn hann hafði keyrt á hlið, og síðan flotið út úr brautinni, því að hann reis upp ómeiddur, en hafði þó hlotið skrekk. Peter Mueller sem náði öðrum besta tímanum í keppninni var dæmdur úr leik eftir að það hafði verið sannað að hann hafði sleppt úr hliði. Það voru því Svisslendingarnir Peter Luescher og Conradin Cathomen sem hlutu annað og þriðja sætið í keppninni. Irene Epple frá Vestur-Þýskalandi sigraði á laugardag í fyrstu risabrun- keppni sem haldin er í heiminum og tilheyrir heimsbikarkeppninni. Hanni Wenzel frá Liechenstein varð önnur, og Tamara McKinney frá Banda- ríkjunum varð þriðja. Aðeins munaði 2/100 úr sekúndu milli þeirra McKinney og Wenzel. Epple hafði aftur á móti fjórðung úr sekúndu í forskot á Wenzel. Heimsmeistarinn, Erika Hess frá Sviss gat ekki tekið þátt í keppninni vegna þess að hún er að jafna sig eftir uppskurð á hné sem nýlega var á henni gerður. Stadan ■ Staðan í fyrstu deild karla eftir leiki helgarinnar er nú þessi: Fram-Víkingur 20-26 Sljarnan-Þróttur 16-16 Víkingur-FH 28-23 Víkingur 12 8 2 2 18 Stjarnan 12 7 1 4 15 KR 11 7 0 4 14 FH 11 7 0 4 14 Valur 11 5 1 5 11 Þróttur 12 5 1 6 11 Fram 12 4 1 7 9 ÍR 11 0 0 11 0 Nokkuð virðist öruggt hvaða lið það verða sem lenda í fjögurra liða úrslitum, það er að segja þau fjögur efstu. Valur á að vísu enn nokkra möguleika, en ólíklegt verður að teljast að þessi röð breytist mikið, þar eð deildin hefur verið mjög jöfn í vetur, að neðsta liðinu undanskildu. CELTIC HEFUR ENN FORYSTU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.