Tíminn - 03.03.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.03.1983, Blaðsíða 10
ÍO FIMMTUDAGUR 3. MARS 1983 GLUGGAR OG HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði Leitið tilboða. i ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. Laus staða Staða háskólamenntaðs fulltrúa í viðskiptaráðuneytinu er laus til umsóknar. Æskileg er góð kunnátta í erlendum tungumálum. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 30. mars n.k. Viðskiptaráðuneytið, 28. febr. 1983 Styrkir til framhaldsnáms iðnaðarmanna erlendis. Menntamálaráöuneytiö veitir styrki til iðnaðarmanna, sem stunda nám erlendis, eftir því sem fé er veitt í þessu skyni í fjárlögum 1983. Umsóknum um styrki þessa skal komið til mennhtamálaráðuneytis- ins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. mars næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 24. febrúar 1983. Verkstjóri Starf verkstjóra Hveragerðishrepps er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 14. mars n.k. Umsóknir sendist undirrituðum sem ásamt tæknifræð- ingi veitir allar nánari upplýsingar um starfið í síma 99-4150. Hveragerði 2. mars 1983. Sveitarstjórinn í Hveraqerði. 5 0 0.0 w Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaöarmannaráðs Félags starfsfólks í veitingahúsum fyrir næsta starfsár. Tiiiögum ber að skila til skrifstofu félagsins Hverfisgötu 42 fyrir kl. 12 fimmtudaginn 10. mars n.k. Stjórnin. Dráttarvél Til sölu Universal 445, 50 hö nýyfirfarin árg. 1979. Greiðsla eftir samkomulagL Upplýsingar í síma 97-5386 eftir kl. 19. HAFSmAUMUR SF. Háaleitisbraut 60. Box 653 fíeykjavlk, island. Önnumst alla raflagnaþjónustu í nýtt og eldra húsnæöi. Leggjum Eíríkut* s 54574 áherslu á vandaða Ranrfyer a 41054 vmnu og goða þjonustu. gtefán s. 66389 Árs ábyrgö á efni. Lögqiltir meistarar. fþróttir KR íslands- meistari ■ Ekkerl gctur komið í vcg fyrir að KR sigri í fyrstu deild kvcnna í körfuknaftlcik í ár. KK sigraði uin siðustu helgi ÍR, sem liefur sýnt góða leiki í velur undir stjorn hins frábæra þjálfara Jim Doolcy. Eii KR er yfírhurðalið í deildinni, það hafa þær sýnt í vctur og sigruðu ÍR 53-42. Systurnar Erna og I.inda Jónsdætur cru frábærir körfuknattleikarar, og Emiiía Siguröar- dóttir cr óslöðvandi baráltujaxl. Að visu lék Emilia ekki um helgina gegn ÍR, en það virtist ekki veikja KR liöið það að sigurínn væri nokkru sinni í hæltu. Annar leikur var i fyrstu deild kvenna um síðustu helgi, ÍS sigraði Hauka í Hafnarfirði 42-29. Borgnesingar gáfu ■ Borgesingar gáfu uin helgina leik sinn við Gríudvikinga i fyrstu deild karla i körfuknattleik. Borgnesingar munu ekki hafa getað mætt i leikinn vegna manncklu. Virðist nú allt á niðurlcið í Borgarnesi í körfuknattleiknum, en þar hcfur ríkl mikill kraftur í körfíiknaltleik undanfatin ár. Haukar hafa vins og áður hefur komlð fram hér í Timanum tryggt sér úrvalsdeild- arsæti að ári, og eiga aðeins Ivo lciki eflir, verða að vísu að vinna annan þeirra. Annar lcikur Hauka er við Borgnesinga og viröist aðcins formsatríði að Ijúka þeim leik. Hinn ieikurinn er gegn Þór fra Akureyrí, og cru báðir lcikirnir í Hafnarfirði. Staðan í fyrstu * dcild er nú þessi: llaukar........ 14 12 2 1284-1012 24 i ÍS................. 15 10 5 1308-1088 20 Þór............. 12 8 4 999-945 16 UMEG .......... 14 3 11 964-1181 6 UMFS........... 11 0 11 695-1184 0 HH| - Island sigraði Búlgaríu — f hörkuspennandi leik í gærkvöldi 26-24 ■ íslendingar sigruðu Búlgari í gær- kvöld í æsispennandi leik í B-keppn- inni t' Hollandi. Úrslit leiksins urðu 26-24 íslandi í hag, og var leikurinn allan tímann æsispennandi. Búlgarir höfðu frumkvæðið töluvert í leiknum, og höfðu lengi tveggja marka forskot. íslendingar fóru eiginlega ekki í gang fyrr en í miðjum síðari hálfleik, og þá hófu íslendingar að saxa á forskotið, og var það samhliða góðri markvörslu Brynjars Kvaran eftir að hann kom inn á í síðari hálfleik. Sigurður Sveinsson var einna bestur íslendinga, tók mikinn kipp í síðari -þálfleik, Og raðaði -inn fállegum þrumuskotum, og hafði það mikið að segja f batanum. Eftir að íslendingar höfðu verið undir 12-14, 13-15, 14-16 og 15-17, náðu íslendingar loks að jafna, Jóhannes Stefánsson jafnaði af línunni 17-17. Búlgarar komust aftur yfir 18-17, en Sigurður Sveinsson jafn- aði aftur af miklu harðfylgi. Búigarar komust aftur yfir, Guðmundur jafnaði úr hraðaupphlaupi, Jóhannes skoraði af línunni og Islendingar komust loks- ins yfir 20-19, og Alfreð bætti um betur 21-19 með þrumuskoti. Svisslendingar skoruðu aftur, 20-21, en Alfreð skor- aði aftur með þrumu. Þorbergur Aðal- steinsson skoraði 23-20 með fallegu gegnumbroti, en Búlgarir voru aldrei langt undan, skoruðu 21-23, og fylgdu fslendingum eftir. Sigurður Sveinsson skoraði 24-21 með þrumuskoti, og Sigurður var aftur á ferðinni síðast í leiknum þegar Búlgarir voru komnir í j 24-25. Búlgarir höfðu minnkað mun- [ inn í eitt mark 23-24, og 24-25, en þeir i Alfreð og Sigurður sáu um mörkin. Mörk íslands í leiknum skoruðu Sigurður Sveinsson 5, Alfreð Gíslason 5, Bjarni Guðmundsson 4, Jóhannes Stefánsspn 2, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Kristján Arason 2 og Hans Guð- mundsson 2, aðrir minna. • • Onnur úrslit: ■ Þessi úrslit tókst að ná úr B-keppn- inni í Hollandi i gær: Ungverjal-Tékkóslóvakía . . . 20-23 V-Þýskaland-Sviss.............16-16 Svíþjóð-Spánn ................26-19 Holland-ísrael...............16-9 Leidrétting ■ Þau leiðu mistök últu sér stuð í get- raunaleik blaðsins í gter að birt var staðan í fyrstu og annarri deild fyrri viku, en ekki sú nýjasla og réttasta. Blaðið biður af- sökunar á þessutn mistökum. Tveir lcikir voni í fyrrakvöld í ensku knaltspyrnunni, Swansea tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Brighton, og Sheffíeld Wedncsday tapaði 0-1 fyrir Úlfunum í annarri deiid. En hér kcmur staðan rétt i fyrstu og annurri dcild: Staðan i fyrstu deild er nú þessi: Liverpool .... 28 19 6 3 65 23 63 Watford..... 27 15 4 8 49 28 49 Man. United . 27 13 9 5 37 21 48 Nott. Forest.. 28 13 6 9 42 36 45 Aston VUla .. 2B 13 3 12 40 37 42 Coventry .... 28 12 6 10 39 37 42 Everton..... 28 11 7 10 39 37 40 Tottenham .. 28 11 7 10 39 37 40 W. B. A..... 29 10 10 9 38 36 40 Southampt. .. 29 11 7 11 38 43 40 Ipswich..... 28 10 8 10 43 32 38 WestHam ... 27 12 2 13 43 41 38 Stoke....... 27 11 5 11 39 41 38 Arsenal..... 27 10 7,10 34 34 37 Man. City ... 29 10 7 12 38 48 37 Notts County . 29 11 4 14 29 50 37 Sunderland .. 28 8 9 11 33 43 33 Luton....... 27 7 9 11 47 67 30 Swansea .... 29 7 7 15 35 44 28 Brighton .... 29 7 7 16 27 64 28 Birmingbam . 27 6 12 10 23 36 27 Norwich.... . 27 7 8 14 26 48 27 1 ! önnur 4«Ud: Wolvos . 29 18 5 6 8« 31 56 Q.Þ.R . 28 17 5 « 44 22 wm Fulham .... . 28 18 7 « 60 34 82 Leícester ... . 29 M 3 12 80 32 45 Oidharn .... 10 13 7 49 37 43 SheH.Wed... .28 !l 9 8 43 36 42 Qrimsby . . . 29 12 * 12 40 48 41 Barnsloy ... . 28 10 10 9 48 36 40 Leeds . 28 8 15 5 36 32 39 Blackburn .. . 28 10 9 10 3» 40 39 Newcastlo .. . 28 9 11 8 42 39 38 Shrewsbury . 28 10 8 10 33 38 38 Chelsea .... .. 2E 1 í ) 8 12 39 39 35 Bolton .. 2S 1 9 8 12 34 39 35 Crystal P. .. . 28 8 10 10 31 35 34 - Rotherham . . 29 8 10 11 32 41 34 Charlton ... . 28 9 6 13 40 59 33 Carlisle .... . 29 8 8 13 49 53 32 Middtesb. .. . 28 6 11 11 30 51 29 Cambridge . . 28 7 7 14 29 45 28 Burnley .... . 27 7 5 15 43 49 26 Derby . 27 5 11 11 32 43 26 Jafntefli hjá — í B-keppnirmi ■ Þjálfari svissneska landsliðsins sagði við undirritaðan eftir sigurleikinn gegn Spáni á mánudag, að nú fyrst hefðu menn hans leikið eins og þeir ættu að gera. Eftir leiknum við Vestur Þjóðverja í gærkvöldi, er mikið til í þessum orðum. Þessi æsispennandi leikur var allan tímann í járnum. Þegar leið á síðari hálfleik voru tölur- nar 12-12, 13-13, 14-14, 15-15. og að þýskum 16-16 lokum 16-16. Á síðustu 5 sekúndum leiksins vóru tveir slegnir niður, og ntönnum vísað út af í stórum stíl. í þessu sambandi er þó rétt að hafa í huga, að það voru einmitt Svisslend- ingar sem ollu því að Þjóðverjar féllu niður í fyrra úr A-keppni niður í B-keppni, með jafnteflisleik, sem einnig lauk með tölunum 16-16. Einar annar — í 15 km. göngu á heims- meistaramóti lögreglumanna ■ Einar Ólafsson, cinn okkar alcfni- legasti göngumaður á skíðum varð annar í 15 kðÓKetra göngu á hcims- meútanuBÓti légrcglumanna í skíða- íþróttum, sem aú er haUið í Trento á ltaKu. Sigurvegari í göngunni varð Austurríkimiaðtif, en þátttakendur í gönguani voru miHi 50 og 60. Kristján Kafn Gnðmundsson iögregiumaður varð sextámH f gáwgtt—i. Alls fóru fjórir lögregluþjónar á heimsmeistaramótið, Einar, Kristján Rafn, Valur Jónatansson og Einar Karl Kristjánsson. Lögregluþjónar þessir eru allir frá ísafirði, Kristján Rafn er lögregluvarð- stjóri þar, en hinir eru lögregluþjónar á ísaftrði. Kristján mun einnig keppa í boðgöngu ásamt Einari og Val, Valur mun að auki keppa í alpagreinum, og Einar Karl mun eingöngu keppa t' alpagreinum. Þetta mót var haldið fyrir ári á sama ítalfu ■ Einar Ólafsson stað, og keppti þá Kristján Rafn og náði góðum árangri. Fararstjóri í ferðinni er Halldór Jónsson lögreglu- maður. FIMMTUDAGUR 3. MARS 1983 11 fþröttlrl | llmsjón: Samúel örn Erlingsson URSLIT I GÆR: Evrópukeppni meistaraliða Dynamo Kiev-Hamburger Sportverein.0-3 Widzew Losz-Liverpool .........2-0 Aston Villa-Juventus Turin.... 1-2 ■ Hræðiieg mistök Bruce Grobbelaar, markvarð- ar Liverpool, ollu því, ef marka má brcsk frctta- skeyti, að Liverpool fékk á sig fyrsta markið í leik liðsins við Widzew Lodz í Póliandi í gærkvöld. Grobbelaar missti sárasaklausa fyrirgjöf fyrir fætur Mirosiaws Tlolinskys, sem þrumaði honum í netið. Livcrpool, Evrópumeistarar 1977, 1978, og 1981 börðust hctjulcgri baráttu, eftir þetta áfail á 49. mínútu. En Pólverjarnir skoruðu aftur gegn gangi leiksins, og var þar að verki varamaðurinn Miroslaw Tlolinsky. Liverpool fer því heim með tvö mörk á bakinu tii að vinna upp á Anfíeld eftir hálfan mánuð. Evrópukeppni bikarhafa Bayern Múnchen-Aberdeen........0-0 Austria Wien-Barcelona.........0-0 Paris St. Germain-Waterschei ..2-0 Inter Milano-Rcal Madrid.......1-1 ■ Hið unga skoska lið frá Aberdeen réð fullkom- iega við hina reyndu leikmenn Bayern Munchen, og átti ein besta vörn Þýskalands reyndar i mestu erfíðleikum með hina eldsnöggu lcikntenn Aber- déetii Þó Bayent Múnchen hafi verið meira ined kuöttinn, verða þessi úrKlit að teljast sanngjörn. Lítið bar á hinum heimsfrægu leikmönnum Bayern Munchen Karli Heinz Rummenigge og Paul Breitner í leiknum. Eorráðamenn Bayem létu hafa það eftir sér eftir leikinn, að Aberdeen væri hesta knattspymulið á Brctlandseyjum. Hamborg vann örugglega ■ Þýsku meistararnir Hamburger Sportvcrin sigr- uðu Sovétmeistarana Dynamo Kiev ömgglega á útivelli í gærkvöld, 3-0 í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Það var Danirtn Lars Bastmp sem skoraði öll mörk Hamborgarliðsins á 5. 52. og 71. mínútum leiksins. Leikurinn sent sýndur var bcint í þýska sjónvarp- inu var skemmtilegur og vel leikinn. Sigur Ham- borgar byggðist fyrst og fremst á góðri vörn pottþéttri miðju, að vanda, svo og markheppni Bastmps. Kiev liðið sem meðal annars er skipað er skipað átta landsliðsmönnum Sovétríkjanna fann aldrei réttu ieiðina gegn vmarmönnum HSV, og auk þess var vörn liðsins oft ansi götótl. Hins vegar vom skyndisóknir þeirra með því skcmmtilegasta sem undirritaður hefur séð í lengri tíma, og hinn frægi Oleg Blokhin var sérlega hættulegur. Leik- maður fékk að sjá gula spjaldið, en það var lélegasti leikmaður vallarins, Horst Hmbesch fyrir að rövla við ítölsku dómarana. MÓ Hörkukeppni á vélsleðum... ■ Síðastliðinn laugardag var haldin árleg vélsleðakeppni í Mývatnssveit, skammt frá Kröfluvirkjun. Veður var ágætt framan af, hiti sex stig, léttskýjað og strekkingsvindur, en í lok keppninnar gerði slydduél. Keppendur voru 37 alls, og komu þeir víðs vegar af landinu. Keppt var í 3,6 km langri alhliða brautabraut, með 95 hliðum, einni stökkþraut og einni hemlunarþraut. Refsitími var gefinn fyrir að fclla stiku svo og í þrautunum. Keppt var í þremur stærðarflokkum og fóru allir sleðar eina umferð, en einungis sex bestu tfmarnir fóru seinni umferð. Verðlaun voru veitt fyrir þrjá bestu tímana í hverjum flokki, auk þesssem sigurvegarinn í þrautabraut fékk nafn sitt áletrað á bikar, sem varðveittur er í sveitinni og lítinn bikar til eignar. Auk keppni í alhliða þrautabraut fór fram óformleg spymukeppni í V> mt'lu. Helstu úrslit í keppninni voru sem hér segir: í alhliða brautabraut: A. flokkur: mín. 1. Ingvar Grétarsson Polaris Indy 600 10,07.10 2. Jón Ingi Sveinsson Polaris Indy 600 10,12.71 3. Karl Granl Ski Doo 9700 10,28.74 B. flokkar: 1. Hinrik Ámi Bóasson Polaris Indy 340 11,20.45 2. Marinó Steinarsson Polaris Indy 340 11,25.70 3. Guðni Hermannsson Polaris TX 440 11,29.78 C. flokkur: 1. Rúnar Gunnarsson Kawasaki tnv. 340 11,04.44 2. Þorlákur Jónsson Yamaha ET 340 11,12.82 3. Kristján Stefánsson Polaris Gutlass 11,30.06 í spyrnu keppni: A. flokkur: sek. 1. Jón Ingi Sveinsson Polaris Indy 600 14,32 2. Eyþór Tómasson Polaris Indy 600 14,52 3. Ingvar Grétarsson Polaris Indy 600 14,54 B. flokkur: 1. Sigmar Bragason Polaris Indy 340 16,41 2. Jón Reynir Sigurj. Yamaha SRV 16,58 3. Hinrik Ámi Bóasson Polaris Indy 340 16,59 C. flokkur: 1. Linda Tómasdóttir Polaris Indy Trail 17,80 2. Stefán Jóhannesson Polaris Copra 18,05 3. Kristján Stefánsson Polaris Cutlass 18,25 IR SKRAÐI FEIMNAHAUKA í bikarkeppninni í körfu 77-56 ■ Bikarkeppni KKÍ íþróttahús Haga- skóla ÍR-Haukar 77-56 (41-24) Stigin: ÍR: Kristinn Jörundsson 23, Hjörtur Oddsson 14, Pétur Guðmundsson 11, Hreinn Þorkelsson 10, Jón Jörundsson 9, Gylfi Þorkelsson 6, Kolbeinn Krist- insson 4. Haukar: Páimar Sigurðsson 23, De- Carsta Webster 6, Ólafur Rafnsson 6, Hálfdán Markússon 6, Eyþór Árnason 4, Kári Eiríksson 2, Bogi Hjálmtýsson 2, Jón Halldór Garðarsson 2, Reynir Krístjánsson 2. ÍR ingar gerðu út um ieikinn við Hauka á fyrstu mínútunum. Feimnir og taugaóstyrkir strákar í Haukaliðinu stóðu bara og göptu, meðan ÍR sallaði niður stigum, og lék Hafnarfjarðar- strákana grimmt. Ekki bætti úr skák, að sterkasti varnarmaður Hauka, De- Carsta Webster var úti á þekju, og vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. En Haukar vöknuðu til lífsins þegar stað- an var 22-4 ÍR í hag, en ógnuðu aldrei sigri Reykjavíkurliðsins. Webster fór í gang, og sýndi frábæra takta í vörninni, og blokkaði skot Péturs Guðmunds- sonar oft glæsilega. Annars hafði ÍR alltaf yfirburði, og ; einstaklingar í liðinu blómstruðu. Hjörtur Oddsson skoraði grimmt. og í síðari háltleik átti Kristinn Jörundsson hressilegasta kafla sem lengi hefur sést, skoraði hvorki meira né minna en 19 stig í fyrri helmingi síðari hálfleiks. Alls skoraði Kristinn 23 stig, og það gerði Pálmar Sigurðsson lt'ka fyrir Hauka. IR ingar voru allir góðir í leiknum gegn Haukum, en unglingabragurinn var mikill yfir hinu nýja úrvalsdeildar- liði Hauka, og ekki bætti úr skák að Webster var nýstaðinn upp úr veikind- unt.og Hálfdán hefur oft leikið betur. Íslandsmótíd íblákl: Eyfirðingar á uppleið Þróttur íslandsmeistari í kvennaflokki ■ Eyfírðingar eru nú á mikilli uppleið í blakinu, og sigruðu erkiandstæðinga sína, Bjarma úr Aðaldal á þriðjudags- kvöld 3-1,10-15,15-12,15-7 og 15-3. Leikurinn var mikill baráttuleikur, og tvær fyrstu hrinurnar í járnum. En þegar á leikinn .leið brast úthald Bjarmamanna, og þeir létu skapið hlaupa með sig í gönur. Sigur Eyfirð- inga því ekki í hættu í tveimur seinni hrinunum. Eyfirðingar eiga nú mögu- leika á að næla í þriðja sætið í fyrstu deild, en Bjarmamenn hafa setið einir að þeim möguleikum fram undir þetta. Liðin eiga eftir þrjá leiki hvort, Bjarmi við ÍS, Víking og ÍS aftur, en UMSE við ÍS, Víking og Þrótt. Hrinuhlutfall ræður því hvort liðið fær bronsið, ef þau verða jöfn að stigum. Spurning hvort Víkingar ná í sín fyrstu stig síðustu leikhelgina í deildakeppninni 11.-12. mars. Staðan í fyrstu deild karla er nú þessi: Þróttur..... 14 13 1 41-11 26 ÍS .......... 12 10 2 32-9 20 Bjarmi ...... 13 5 8 18-29 10 UMSE........ 13 5 8 17-29 10 Víkingur .... 14 0 14 12-42 0 Þróttur Islandsmeistari Þróttardömur eru nú öruggar með íslandsmeistaratitiiinn, eiga þó eftir þrjá leiki. Útslagið með það gerðu stúlkurnar t' Breiðabliki, sem sigruðu aðalkeppinauta Þróttar, ÍS um síðustu helgi, en áður hafði ÍS tapað fyrir Þrótti þrisvar, ’og eiga liðin eftir að mætast einu sinni. Staðan í fyrstu deild kvenna er nú þessi: Þróttur.... 13 13 0 39-10 26 ÍS ............ 14 10 4 35-13 20 Breidablik ... 15 9 6 31-21 18 KA ............ 14 3 11 11-34 6 Víkingur .... 13 0 13 4-42 0 Þjálfari Þróttar kvenna cr hinn góðkunni blakmaður Leifur Harðar- son, og cr þetta ekki í fyrsta sinn sem Lcifur býr til íslandsmeistara. 2. deild I annarri dcild cr lítil hreyfing þessa dagana, efstu liðin tvö, HK og Fram bíða bara með öndina t' hálsinum eftir sunnudeginum 6. mars cn þá mætast liðin og gera út um hvort hlýtur fyrstu ► | deildarsætið. Þó hefur það gerst að Breiðablik gaf útileik sinn gegn Þrótti N, og hefur því lokið sínum leikjum. Staðan er nú þessi: HK .............. 7 5 2 16-7 10 Ftam ............. 6 4 2 15-11 8 Samhygð.......... 7 4 3 16-14 8 Þróttur N......... 6 2 4 8-14 4 UBK............... 8 2 6 11-20 4 — áfram í bikarkeppninni — Mka í kvö«d ■ Síðasti leikurinn í átta liða úrslitum í bikarkeppni karla í blaki er í kvöld í Ýdölum í Aðaldal, þar mætast heima- menn, Bjarmi og nágrannar þeirra Eyfirðingar. Víst er að leikurinn verð- ur spennandi, og hávær, þar eð Ýdalir, íþróttahúsið við Hafralæk og íþrótta- húsið á Laugum eru á þessu keppnis- tímabili mestu „Ijónagryfjur" blaksins. Á síðasta leik þessara liða sem háður var að Laugum voru 300 manns, og allt brjálað. Bjarmi og UMSE hafa nú leikið alla leiki sína í deildakeppninni, og hvort lið unnið tvo. Þessi leikur verður því eins konar oddaleikur. Þó virðast Eyfirðingar vera sterkari um þessar mundir, sigruðu í tveimur seinni leikjunum, og síðast á þriðjudaginn var. En allt getur gerst í blaki sem er brjáluð íþrótt eins og aðrar bolta- íþróttir, eins og einn ágætur íþrótta- frömuður komst eitt sinn að orði... Búið að draga: Þegar hefur verið dregið í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar, og lenda eftirfarandi lið saman: Bjarmi/UMSE-ÍS HK-Þróttur. Það stefnir allt í að blakrisarnir ÍS og Þróttur komist áfram í úrslit bikar- keppninnar, en það kemur víst í ljós. Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð Miðbæjar, Reykjavík, er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá og með 1. maí 1983. Þá er staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðuna í Þorlákshöfn laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá og með 1. maí 1983. Umsóknir um þessar stöður, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun, skulu sendar heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 1. apríl 1983. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1. mars 1983. -sSuéi Cw'. TIL FERMINGARGJAFA Skrifborö, margar gerðir. Bókahillur og skápar. Steriohillur og skápar. Stólar — Svefnbekkir — Kommóður Húsgögn og . Suðurlandsbraut 18 mnrettingar simi se-soo Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki 5! SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44t5S6 Laus staða við Heyrnar- og talmeinastöð íslands Staöa við Heyrnar- og talmeinastöð íslands er laus til umsóknar: Staða hjúkrunarfræðings, sem auk hjúkrunarstarfa, á að annast heyrnarmælingar. Til greina kæmi að ráða heyrnartækni með fóstru- eða þroskaþjálfa- menntun. Staðan veitist frá 15. apríl 1983. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf sendist stjórn Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands, pósthólf 5265, fyrir 1. apríl 1983. Bilaleigan\ $ CAR RENTAL £* 29090 nna/oa 12 3 REYKJANESBRAÚT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.