Tíminn - 03.03.1983, Blaðsíða 2
2______
fréttir
I
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1983
„MENN REYNI AÐ NA SAMAN
EFTIR SKYNSAMLEGUM LEIÐUM”
— segir Steingrímur Hermannsson, sem stydur tillögu sjálfstæðismanna
um að sett verði á laggirnar ný álviðræðunefnd
■ „Mér sýnist að þessi tillaga sé efnis-
lega mjög svipuð tillögu minni, sem ég
bar upp í ríkisstjórn," sagði Steingrímur
Hcrmannssun, samgönguráðherra er
Tíminn spurði hann í gær álits á tillög-
unni frá atvinnumálanefnd.
„Það cr auðvitað mjög slæmt í hvaða
farveg þetta mál cr komið,“ sagði Stein-
grímur, „og ef svona málsmeðferð gæti
orðið til þess að hægt væri að ná sáttum,
þá væri það mjög gotl. Hins vegar er
búið að fjalla þannig um þetta mál í
Þjóðviljanum og rægja mig með þeim
hætti, að égstend ekki gegn því að menn
rcyni að ná saman eftir skynsamlegum
leiðum."
Aðspurður unt það hvort þessi tillaga
væri ekki beinlínis sett fram til þess að
taka málið úr höndum iðnaðarráðherra
sagði Steingrímur: „I raun og veru er
það svo, því ríkisstjórninni er falið að
skipa þessa nefnd, samkvæmt tillögunni,
cn það cr ekki hægt að orða það þannig
að tillögunni sé stefnt gcgn Hjörleifi -
það er bara vcrið að reyna að koma máli
sem er í algjörri sjálfhcldu afstaðá nýjan
leik.“
„Það er greinilegt að Framsóknar-
flokkurinn, sem hefur þarna forystuhlut-
verk í þcssu bandalagi, hann cr aðganga
þarna beint til liðs við stjórnarand-
stöðuhluta íhaldsins," sagði Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráðherra er Tím-
inn spurði hann í gær, hvað hann vildi
segjá um þessa tillögu atvinnumála-
nefndar. „Hér er auðvitað um mjög
alvarleg mál að ræða, alveg sérstaklega
miðað við hagsmuni Islands," sagði
Hjörleifur, „því mér sýnist að þessir
aðilar ætli að breyta íslandi í þá mús, í
þessum leik, við köttinn Alusuisse, sem
auðhringurinn væntir og stefnir auðvitað
að. Með þessu myndu þeir glutra niður
þessu máli, ef þessi tillaga yrði samþykkt
hér á Alþingi. Slík samþykkt væri ekki
lítil tíðindi, og einhver alvarlegustu
feilspor sem stigin hefðu verið hér um
langt skeið.“
Hjörleifur sagði að þessi tíðindi þyrftu
kannski ekki að koma á óvart, miðað við
þá ógætni sem formaður Framsóknar-
flokksins, Steingrímur Hermannsson
hefði löngum sýnt í samskiptum sínum
við Alusuisse og vitnaði Hjörleifur í því
sambandi til sérstöðu Steingríms í Fram-
sóknarflokknum 1966 þegar hann hefði
staðið að álsamningunum gegn vilja
meirihluta Framsóknarflokksins.
Hjörleifur var spurður hvort sam-
þykkt þessarar tillögu á Alþingi myndi
hafa það i för með sér að ráðhcrra
Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn færu úr
ríkisstjórn: „Við alþýðubandalagsmenn
metum þessa stöðu eins og hún blasir við
okkur, frá degi til dags, og höfum gert
það í þessu máli. Ég gef ekkert upp á
þessari stundu hver verður okkar af-
staða, en það þarf engum að segja það,
að við hljótum að vega það og meta í
Ijósi alvörunnar sem hér er á ferðinni."
Friðrik Sóphusson, sagði í samtali við
Tímann í gær, fyrir fundinn í atvinnu-
málanefnd, er hann var spurður hvort
þessari tiliögu væri ekki beinlínis stefnt
gegn Hjörleifi Guttormssyni: „Ja, þaðer
ekki ennþá Ijóst hvort öll nefndin standi
að þessari tillögu, því Garðar Sigurðs-
son, fulltrúi Alþýðubandalagsins í at-
vinnumálanefnd, fór fram á það á fundi
nefndarinnar í gær, að fá að athuga
málið í sínum þingflokki, í því skyni,
eins og hann orðaði það sjálfur, að
kanna hvort að það væri einhver leið að
sameinast um tillögur. Ef Alþýðubanda-
lagið stendur með okkur að þessari
tillögu, þá tel ég alls ckki að henni sé
stefnt gegn Hjörleifi, því þá er hér
aðcins um samkomulagsmá! að ræða."
-AB
Hafís í rúmu
meðallagi nú
■ Þeir Lárus Blöndal og Jónas Eggertsson, bóksalar, hafa verið helstu forv igismenn
bókamarkaðarins um árabil. Jafnan er eitthvað „nýtt“ og forvitnilegt að finna á
bókamarkaðinum og er við litum þarna við í gær sögðust þeir m.a. vera með bækur
sem ekki hafa sést á inarkaöinuin í 40 ár. (Tíinamynd G.E.)
Bókamarkaðurinn
hafinn í 24. sinn
— um 7000 titlar á boðstólum
■ Hafís í Grænlandssundi jókst allmik-
ið í febrúar og er útbreiðsla hans norðut
af Vcstfjörðum og Norðurlandi nú í
rúmu meðallagi miðað við árstíma.
Kortið sýnir útbreiðslu og þéttleika um
þessar mundir. ísjaðarinn varákvarðað-
ur við ískönnun Landhelgisgæslunnar
2S. febrúar og ískönnun danskra ís-
könnunarmanna frá Narssarssuaq scm
flugu um vcsturhluta svæðisins daginn
áður.
Fjarlægö frá nokkrum stöðum hinn
28/2 var um það bil sem hér scgir: 37
sjómílur norðvestur af Straumncsi, 24
sjómílur norður af Straumnesi, 40 sjó-
mílur norður af Horni og 75 sjómílur
norður af Skagatá. Miðvikudaginn 2.
rnars hafði ísraninn í grcnnd við Kol-
beinsey færst austur. samkvæmt athugun
frá skipi.
■ Hinn árlegi bókamarkaður Félags
islenskra bókaútgefcnda er nú hafinn í
24. sinn. Bókamarkaðurinn stendur frá
3. ntars til 12. mars og er hann til húsa í
hinum rúmgóða sýningarsal Húsgagna-
hallarinnar, Bíldshöfða 20. Ártúns-
höfða. Bókatitlar eru 7000, og hafa
aldrei verið fleiri.
„Að vanda cru á markaðinum bækur
um flest áhugamál ntanna og bcr mest á
íslenskum og þýddum erlendum skáld-
sögum, æviminningum, þjóðlegum fróð-
leik af ýmsu tagi, landafræði og ferða-
sögum, ritum um trúmál og dulræn efni
og barna- og unglingabókum.
Einnig er á markaðinum að finna
fágætar bækur," segir í frétt frá Félagi
íslenskra bókaútgefenda.
Lögfræð-
inga-
málið til
saksóknara
■ Mál lögfræðinganna tvcggja sem
ákærðir voru fyrir skjalafals og brot á
okurlöggjöf í síðasta mánuði verður
sent embætti saksóknara ríkisins ein-
hvcrn næstu daga að sögn Hallvarðs
Einvarðssonar rannsóknarlögrcgiu-
stjóra ríkisins.
Rannsókn málsins hefur staðið i
nokkrar vikur og sátu báðir hinna
ákærðu í gæsluvarðhaldi um hríð.
Játaði annar þeirra á sig meginatriði
kæranna, en hinn játaði engar sakar-
giftir.
Halli á
rekstri
Búnaðar-
félagsins
■ Verulegur halli var á rekstri Bún-
aðaríélags Islands á síöasta ári, eða um
840 þús. kr. að því er kom frani á
fundi Bunaðarþings í gær, þar sem
búnaðarmálastjóri Jónas Jónsson gerði
grein fyrir reikningum félagsins.
Fjögur ný mál voru lögð frani á
Búnaðarþingi í gær. Hafa þá alls 62
mál verið lögð fýrir Búnaöarþing að
þessu sinni, scm vísað hefur verið til
nefnda.
-HEI
Fjármálaráðherra mælti fyrir lánsfjárlagafrumvarpinu í gær:
Landsvirkjun skorin niður um helming
og kísilmálmverksmiðja fær ekki neitt
B Ragnar Arnalds fjármálaráðherra
mælti í gær fyrir frumvarpi til lánsfjárlaga
og sagði hann að upphæðir væru hafðar
eins knappar og unnt væri, enda við það
miðað að erlend lán aukist ekki að
raungildi á þessu ári.
Kaupmáttur dregst saman í hlutfalli
við þjóðartekjur, sagði fjármálaráðherra
og leitast er við að fjárfestingar dragist
saman um svipað hlutfall. Horfur eru á
að samdrátturinn í heild nemi 6-7% og
heildarfjárfesting um 7%.
Ragnar hefur áður bent á að dráttur
varð á framlagningu frumvarpsins vegna
stórra óvissu þátta. T.d. hafi þingflokk-
unum verið sent bréf sem ætlast var til
að svarað yrði fyrri hluta febrúarmánað-
ar um afstöðu til byggingar kísilmálm-
verksmiðjunar á Reyðarfirði. En svörin
létu á sér standa og ekki hægt að bíða
lengur. Verður því lánsfjáráætlunin af-
greidd án þess að tillit sé tekið tii
framkvæmda við verksmiðjuna.
Þess má geta að í fylgisskjölunum með '
frumvarpinu er kísilmálmvinnslan á
núlli, en getið er neðanmáls að lántöku-
heimild til vedcsmiðjunnar sé í lög-
unt frá síðastaJiri. en notkun heimild-
arinnar er háð sérstöku sam-
þykki Alþingis. Verður flutt sérstök
þingsályktunartillaga um það mál, en
iðnaðarráðherra hefur lagt til að varið
verði 110 millj. kr. til framkvæmda við
kísilmálmverksmiðjuna á þessu ári.
En það eru Oeiri málaflokkar sem
heyra undiriðnaðarráðherra, sem skornir'
eru niður í frumvarpi fjármálaráðherra.'
' Ragnar Amalds sagði í framsöguræðu sinni,
að Landsvirkjun hafi farið fram á að fá.
tæpar 1.600 millj. kr. til framkvæmda og
starfsemi. En upphæðin var skorin niður
í 880 millj. kr, sem er rúmur helmingur
af því sem beðið var um. Fjármálaráð-
herra sagðist hyggja að Landsvirkjun
væri ekki sátt við þessa niðurstöðu.
Undirbúningur væri hafin að fram-
kvæmdum og jafnvel búið að bjóða verk
út, sem augljóst er að ekki verður hægt
að framkvæma í ár.
En Alþingi verður að ákvarða hverjar
endanlegu fjárhæðirnar verða, en fjár-
málaráðherra sagðist vona að þær verði
hækkaðar sem allra minnst í meðförum
þingsins, og helst engar hækkanir.
„Tel enda ekki þörf á,“ sagði fjármála-
ráðherra.
Matthías Á Matthíesen kvað ekki
mundu standa á stjórnarandstöðunni að
afgreiða málið fljótlega, og hefðu fjár-
hags- og viðskiptanefndir beggja deilda
þegar farið að funda um það. En síðan
reif hann niður frumvarpið og sagðist
ekki skilja hvemig menn gætu látið frá
sér fara því líkt plagg og væru í því tölur
sem ekki stæðust innbyrðis. Því til
sönnunar fór hann með langt og mikið
talnaflóð og prósentutal. Hann kvaðst
sakna að fjárfestingar og lánsfjáráætlun
væri ekki lögð fram samtímis frumvarp-
inu. OÓ