Tíminn - 10.03.1983, Page 2

Tíminn - 10.03.1983, Page 2
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1983 f réttir i Heimsókn í Fiskvinnsluskólann: ?,Nýi skólinn mun gjörbreyta ölluM — segir Sigurður Haraldsson skólastjóri Fiskvinnsluskólans »- Einum af sölum í húsi BÚH hefur verið breytt í lítið frystihús og þar fer verklegt nám fram. ■ „Nýi skólinn kemur til með að gjörbreyta öllu hjá okkur hvaö aðstöð- una varðar en við liöfum hingað til búið við mikil þrengsli,“ sagði Sigurður Har- aldsson skólastjóri Fiskvinnsluskólans í samtali við Tímann cn nýi skólinn sem hefja á byggingu á í vor og rísa á við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði er lang- stærsta framtíðarverkefni Fiskvinnslu- skólans. „Við höfum alltaf þurft að snapa húsnæði hér og þar í Hafnarfirði, og hefur skólinn af þeim sökum dreifst um 3-4 staði í bænum þannig að nýja byggingin er veigamikið atriði til úrbóta. Vegna húsnæðisvandræðanna hefur þannig þurft að takmarka nemenda- fjölda skólans, sem dæmi þá sóttu um 40 manns um í haust en við getum bara tekið þetta 22-3 nemendur inn á hverju hausti." Hvað nemendurna sjálfa varðaði þá sagði Sigurður að þeir kæmu alls staðar að af landinu en skiptingin væri gróflega þannig að 2/3 kæmu af landsbyggðinni og 1/3 af höfuðborgarsvæðinu. Fiskvinnsluskólinn var stofnaður fyrir rúmum áratug til að útskrifa fólk með kunnáttu og menntun og til að annast eftirlit, verkstjórn og annað sem fisk- iðnaðinum kæmi til góða. Blaða- mönnum var boðið í heimsókn í skólann til að kynna sér starfsemi hans en þetta er liður í umfangsmiklu kynningarverk- efni sem sjávarútvegsráðuneytið stendur fyrir og hefur ráðið Jóhann Briem til að annast. Skólinn, sem staðsettur er í Hafnar- firði, útskrifar í dag fiskiðnaðarmenn og -fisktækna. Verklegt nám fer fram í húsnæði BÚH og þar hefur einum saln- um verið breytt í lítið frystihús og þar voru 1. bekkjarnemar í tíma er blaða- menn komu á staðinn. Nemendur koma misjafnlega vel undir námið búnir og útskrifast almennt eftir 2-3 vetra nám. Sumir koma eftir stúdentspróf og hafa þannig góðan bók- legan grunn, aðrir koma frá fiskiðnbraut um fjölbrautarskólanna. Þá leyfist að taka við nemendum, hafi þeir starfað í 5 ár í fiskiðnaði og orðnir eru 25 ára eða eldri. U.þ.b. þriðjungur námsefnis fisk- iðnaðarmanna er bóklegt nám. Meðal kennslugreina má 'nefna fiskvinnslu- fræði, framleiðslufræði, sjávarlíffræði, gerlafræði og stærðfræði. Liður í stærð- fræðinámi er kennsla á tölvur og hvernig þær má nýta í fiskiðnaði. í verklega náminu er kennd almenn ■ Sigurður Haraldsson skólastjóri Fiskvinnsluskólans frysting, söltun og mat á saltfiski, skreið- armat og verkun, saltsíldarverkun auk verkstjórnarfræðslu, svo eitthvað sé tínt til. Athyglisvert er að af þeim 176 fisk- íðnaðarmönnum, sem skólinn hefur út- skrifað, eru einungis 29 stúlkur. í hópi útskrifaðra fisktækna eru aðeins 3 stúlk- ur af 43. Hins vegar virðist nú sem aðsókn stúlkna hafi tekið talsverðan fjörkipp og er það vel. Pá er það athyglisvert hversu margir útskrifaðra nemenda starfa í dag að fiskiðnaði. Nær allir hafa haslað sér völl í fiskiðnaði og greinilegt er að ekki er erfitt fyrir útskrifaða nemendur að fá starf við hæfi að námi loknu. í vetur stunda nám við skólann 48 nemendur. texti: FRI myndir: Árni f f Þfltttðks kvenna hefur aukist mikið” — segir Lárus Björnsson kennari í Fiskvinnsluskólanum m ■ Lárus Björnsson kennari „Sett upp sem fullkomið frystihús” — segir Óli G.H. Þórðarson arkitekt nýja skólans ■ Óli G.H. Þórðarson arkitekt ■ „Við erum nú að kenna flökun, frystingu, viktun og pökkun eða þessi hefðbundnu verk í frystihúsunum en síðan förum við yfir í saltfiskverk- un í nxstu viku,“ sagði Lárus Björnsson kennari í Fiskvinnsluskólanum í samtali við Tímann er við báðum hann um að lýsa því sem fram færi í vinnslusal skólans er við litum þar inn. „Það eru 23 nemendur í bekknum, allir á fyrsta ári en skólinn stendur frá september og fram í maí, síðan tekur við verkleg þjálfun í frystihúsunum sjálfum yfir sumartímann þannig að segja má að þetta sé heilsársskóli." Við tökum eftir því að kvenmenn í hópnum eru tiltölulega margir og spyrjum Lárus út í það. „Þátttaka kvenna hefur aukist mikið á síðustu árum, þannig var enginn kvenmaður í hópnum fyrsta árið sem skólinn starfaði eðá 1971 og aðeins einn árið þar á eftir en nú eru þær 6 af 23 í bekknum," sagði hann. - FRI ■ „Nýi skólinn verður í þremur byggingum, bóknám sem verður í 3600 fm húsnæði, verknám sem verður í 9900 fm húsnæði og síðan er ráðgert lítið húsnæði fyrir skreið og þurrfisk kennslu en ætlunin er að verknámshúsið verði sett upp sem fullkomið frystihús,“ sagði Óli G. H. Þórðarson arkitekt í samtali við Tímann en hann hannaði hinn nýja skóla Fiskvinnsluskólans. „Bygging verknámsins skiptist í tvennt, vinnslusal og þjónustuálmu en vinnslusalurinn er nokkuð stór eða 55x24 metrar og skilyrðið var að hann yrði súlulaus og með færanlegum milliveggjum þannig að hægt væri að koma fyrir í honum nýjum tæknibúnaði í framtíðinni. Bóknámshúsið er á tveimur hæðum, annars vegar er fullkomið kennslurými sem útbúið verður tölvum og þess háttar en síðan eru rannsóknastofur þar sem stundaðar verða matvæla-og gerlarannsóknir auk rannsókna á lagmeti sem er nokkur nýjung.“ - FRI „Höfum alltaf unnið í fiski” — rætt við þær Gerðu Guðbrandsdóttur og Krist- björgu Jónsdóttur nemendur í Fiskvinnsluskólanum ■ Gerða Guðbrandsdóttir ■ „Við höfum alltaf unnið í fiski, eða fiskvinnslu og því erum við hér,“ sögðu þær Gerða Guðbrandsdóttir og Krist- björg Jónsdóttir nemendur Fiskvinnslu- skólans í samtali við Tímann og Gerða bætti við.. „ef manni líkar vel við þessa vinnu þá er eðlilegt framhald að mennta sig hér í skólanum. Gerða keniur frá Siglufirði og Kristbjörg er úr Reykjavík. Þær sögðu að námið færi nokkuð eftir starfsreynslu, aldri og því hvað maður vildi nema. Æðsta stig skólans væri fisktæknir og ef maður byrjaði frá grunni að læra það þá tæki maður fyrst 2 ár í Fjölbrautaskólaiog síðan 2.5 ár í Fiskvinnsluskólanum auk starfsþjálfun- ar í sjálfum frystihúsunum. Aðspurðar hvort þær lærðu mikið í skólanum eftir að hafa verið svo lengi við þessa vinnu í frystihúsunum sögðu þær svo vera. „Maður lærir mikið um stjórnun, gæðamat og ýmsa útreikninga á þessu sviði en handbrögðin sjálf er maður með nokkuð á hreinu," sögðu þær. Hvað aðstöðuna í skólanum varðar þá fannst þeim að hún mætti vera betri einkum væru þrengslin mikil. - FRI ■ Kristbjörg Jónsdóttir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.