Tíminn - 10.03.1983, Síða 4

Tíminn - 10.03.1983, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1983 Bóka mark aðuim fréttir Góöar bækur Gamalt verö <94 h\ Bókamarkaóurinn HÚSGAGNAHÖLLINNI, ÁFTTÚNSHÖFÐA Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44(5 S6 ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. REYKJAVIKURVEGI 25 Hálnarfirði sími 50473 útlbú að Mjölnisholti 14 Reykjavík. Bilaleigan\$ CAR RENTAL 29090 SSSS2? REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 Vestmannaeyjar: Þridjungi minni afli á land — fyrstu tvo mánuði ársins, en á sama tíma f fyrra VESTMANNAEYJAR: „Þetta er svona að skríða í gang,“ svaraði Hjörtur Hermannsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum, spurður hvort Eyjamenn væru ekki að komast í vertíðarstuð. „Það kom t.d. dáldill afli á föstudag- inn var, en það var fjögurra nátta. Síðan hefur þetta ekki verið mikið og sá eini sem búinn er að melda í dag er með 6 tonn. Sá hinn sami var með 13 tonn á laugardaginn og 9 tonn í gær, svo manni finnst þetta ekki of björgu- legt“, sagði Hjörtur. Hann kvað fiskiríið hafa verið ákaf- lega lélegt það sem af er vertíðinni. Fyrstu mánuðina hafi aðeins borist á land 4.420 tonn af fiski í Eyjum, miðað við 6.535 tonn á sama tíma í fyrra og þó var þá verkfall á togurunum fyrri hluta janúarmánaðar. Aflinn nú sé þó svipaður og hann var á sam tíma árið 1981. Afli Eyjatogaranna fjögurra frá jan- úarbyrjun til febrúarloka var nú rúm- um þriðjungi minni en í fyrra, eða 1.535 tonn nú miðað við 2.347 tonn á sama tíma í fyrra. Lang aflahæstur er Breki nteð 553 tonn, þá Vestmannaey með 360 tonn og 3. Sindri með 318 tonn. Þess má geta að Klakkur var bilaður framanaf vertíðinni. Aflahæstur netabáta um síðustu mánaðamót var Suðurey með 310 tonn, þá Heimaey með 297 tonn og þriðji Sighvatur Bjarnason með 266 tonn. Á trolli var Huginn efstur með 180 tonn, þá Gullberg með 166 tonn og þriðji Frár með 134 tonn. _ hei „Er þetta ekki mitt líf” sýnt á Skagaströnd SKAGASTRÖND: Leikklúbbur Skagastrandar frumsýndi sjónleikinn „Er þetta ekki mift líf“, eftir Brian Clark, í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur í Fellaborg á Skagaströnd s.l. fimmtu- dag. Leikstjóri er Ásgeir Sigurvalda- son. Auk fleiri sýninga á Skagaströnd eru sýningar fyrirhugaðar í nágranna- bæjunum. „Er þetta ekki mitt líf" er 8. verkefni Leikklúbbs Skagastrandar frá því hann var stofnaður haustið 1975, að því er segir í frétt frá klúbbnum. Með helstu hlutverk í leiknum fara þau Magnús Jónsson, Ölafur Bernódusson, Guð- björg Viggósdóttir, Elín Njálsdóttir, Ágústa Friðriksdóttir og Kristján Blöndal, en alls eru leikendur 14. Að sýningunni hafa starfað um 20 manns. - HEI Þing Alþýðu- sambands Suöurlands á Selfossi ÁRNESSÝSLA: Sjöunda þing Alþýðu samb'ands^/Suðurlands verður haldið í Hótel Selfoss dagana, 26. og 27. mars. n.k. Þingið verður sett kl. 14.00. á laugardeginum, og byrjar með hefð- bundnum þingstörfum. Tveim tímum síðar hefjast framsögur um eftirtalin málefni: Vinnuvernd, kjaramál, at- vinnumál, lífeyris- og félagsmál og tölvur og tækni. Að því loknu hefjast nefndastörf og síðan vcrður efnt tii kvöldvöku á laugardagskvöldið. Á sunnudeginum verða nefndarálit kynnt fyrir hádegi. Eftir hádegi ávarpa gestir þingið. Kosningar fara fram síðdegis á sunnudag. - HEI Séra Auður Eir messar í Gaulverja- bæjarkirkju GAULVERJABÆR: Á sunnudaginn kemur, 13. þ.m., messar séra Auður Eir í Gaulverjabæjarkirkju. Kirkjukór Hábæjarkirkju annast sönginn undir stjórn Sigurbjartar Guðjónssonar organista. í fyrravetur fór sóknarprestur Gaul- verjabæjarkirkju ásamt kirkjukór og söngstjóra Pálmari Þ. Eyjólfssyni aust- ur í Þykkvabæ og önnuðust guðsþjón- ustu í Hábæjarkirkju. Móttökur Þykk- bæinga voru hinar höfðingleg- ustu. Vonum við að hópferð Þykkbæ- inga til okkar á sunnudaginn kemur verði skemmtileg tilbreytni og minni okkur á að mannleg samskipti og gagnkvæmar heimsóknir cru ómetan- legur þáttur í mannlífskeðjunni. - Stjas. — Leikarar og aðstoðarfólk í sýningunni. .99 „Deleríum Bubonis frumsýnt f Hveragerði HVERAGERÐI: Leikfélag Hvera- gerðis frumsýnir hinn sívinsæla gaman- leik „Deleríum Búbonis", eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni í Hótel Hveragerði n.k. föstudag, 11. mars klukkan 21.00. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir, sem einnig gerði leikmyndina. Alls taka um 20 manns þátt í sýningunni, en hlutverk eru níu talsins. Með helstu hlutverk fara: Hjörtur Már Benediktsson, Kristín Jóhannesdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Garðar Gísla- son og Magnús Stefánsson. Næstu sýningar eru áformaðar sunnudaginn 13. mars, þriðjudaginn 15. mars og fimmtudaginn 17. mars. Að venju verða dagsýningar fyrir börn og svo hin hefðbundna sýning fyrir ellilífeyrisþega búsetta í Hveragerði. Hvetur Leikfélag Hveragerðis sem flesta til að koma á þessar sýningar. Að sögn Garðars Hannessonar ríkir nú ófremdarástand fyrir félagsstarfsemi sem þessa í Hveragerði, þar sem Hótel Hveragerði hefur nú verið lokað. Ein- göngu hafi verið gerlegt að koma sýn- ingunni á fjalirnar með því að taka Hótelið á Ieigu um tveggja mánaða tímabil og sé það í mikið ráðist af svo litlu félagi. Kvað Garðar það ein- dregna von L.H. að úr þessum málum rætist sem fyrst. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem L.H. sýnir Deleríum Búbónis. Fyrsta skiptið var árið 1966. I sýning- unni nú eru tveir félagar Leikfélagsins, sem einnig voru með í fyrri sýningunni, Auðbjörg M. Jóhannsdóttir og undir- leikarinn Theddór Kristjánsson. - HEI ■ Ægir Ó. Ægis, forstjóri og jafnvægismálaráðherrann, sem leiknir eru af Hirti Má Benediktssyni og Magnúsi Þ. Stefánssyni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.