Tíminn - 10.03.1983, Síða 6

Tíminn - 10.03.1983, Síða 6
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1983 ■ Raquel Welch með syni sínum Damon (t.v.) og eiginmanninum Andre. Hún átti von á þriöja barni sínu í ágúst n.k., en nýjustu fréttir herma að hún hafi misst fóstrið, til mikillar sorgar fyrir þau hjónin. Bömin hennar tvö eru um tvítugt. Mioaldra mæður teknar í námi og starfi fram eftir árunum og draga það þá ef hægt er - að eignast börn. því er orðið töluvert um það, að konur verði mæður - jafnvel í fyrsta sinn - á fimmtugsaldri. Þegar konur, sem mikið eru í sviðsljósinu, og komnar eru á miðjan aldur, lýsa með fjálg- leik hversu hamingjusamar þær séu vegna þess. að hafa eignast lítið barn á þessum aldri, þá fara margar aðrar á sama aldri að velta fyrir sér, hvort ekki væri ráð að fara eins að. Oft eru þá fyrri börnin orðin stálpuð og jafnvel farin að heiman, og skilja tómlcika eftir sig á heimilinu. „Það er eins og hafa fengið frantlengingu á lífshamingjunni. Mér finnst ég hafi yngst um 10 ár,“ sagði Christina Most, sem er kona milljónamærings og plötuút- gefanda í Bretlandi. Christina, sem er 40 ára, hefur unnið mikið með manni sínum í fyrirtækinu. Þau áttu fyrir 24 ára son og yngri dóttur, en eignuðust litla dóttur fyrir jólin. „Við njótum þess enn betur nú að vera nýbakaöir foreldrar en áður fyrr. Þá fannst okkur við vera svo bundin yfir börnunum, en nú erum við reyndari og þroskaðri en hér áður þegar við stóðum í þessu nýgift. Auðvitað hefur líka mikið að segja, þegar fólk er komið á þennan aldur að það hefur oftast komið sér vel fyrir með húsnæði og annaö og peningamálin í betra lagi en hjá unga fólkinu sem er að byrja. Við mælum með því að eign- ast börn á fimmtugsaldrinum. Ég er hress og Mickie (faðir- inn) er aö springa úr monti,“ sagði Christina. Við birtum hér nokkrar „móður og barns-myndir" af þekktum mömmum með börn sín, sem allar virðast vera sam- niála ensku frúnni, henni Christinu Most um ánægjuna við það að eignast barn á þessum aldri, og eru þær talandi auglýsingar fyrir því fyrirtæki. Þær eru ánægðar, hressar og líta út minnst 10 árum yngri en þær eru. ■ Fram að þessu hefur það yfirleitt verið talið óráðlegt af konum, sem komnar eru yfir fcrtugt, aö standa í barneign- um, og það gæti verið hættu- legt heilsu þcirra. En tímanir hafa brcytst og læknavísindum farið mikiö fratn, og því eru mörg áhættumálin úr sögunni með auknu cftirliti veröandi mæðra á meðgöngutímanum. Svo eru konur stundum upp- ■ Ursula Andress, frægasta Bond-stúlkan, með son sinn Dmitri, sem hún eignaðist 44 ára: „Móðurgleðin er dásamleg." ■ Breska leikkonan Esther Rantzen er ein af nýju mömmunum á fimmtugsaldri. Esther og maður hennar Dcsmond Wilcox eru mjög hamingjusöm með „kraftavcrk- ið“, eins og þau kalla litla Joshua, en hann er lítiö ánægður á svipinn og er að hugsa um að halla sér og fá sér lúr. viðtal dagsins ■ Páll P. Pálsson ■ „Þeir voru að segja mér það hjá Tónskáldafélaginu að það hefði enginn stjórnandi stjórnað eins mörgum upptökum hjá út- varpinu á íslenskum verkum eins og ég eftir að ég varð fastur stjómandi hjá Sinfóníuhljóm- sveit Islands árið 1971,“ sagði Páll Pamplicher Pálsson þegar blaðið ræddi við hann í gær. Páll „HOLLT FYRIR STJÓRNANDA AÐ KYNNAST NÝJUM HUÓM- SVEITUM OG NÝJU FÓLKI’’ — rætt við Pál P. Pálsson, sem kemur fram sem gestastjórnandi með tveim hljómsveitum í Þýskalandi á næstunni stjórnar tónleikum í Háskólabíói í kvöld og nú í mars og apríl kemur hann fram sem gesta- stjórnandi hjá tveim hljómsveit- um í Þýskalandi. „Ég kem fram með hljómsveit á stað sem heitir Rheimssceidt, ekki langt frá Köln. Þar er nokk- uð s.tór og góð hljómsveit þar og það spilar hjá henni óbóleikari sem var hér á íslandi í 8 eða 9 ár, Paul Budelsky. Það er kannske honum að þakka að mér er boðið þarna út núna. Ég flyt þarna verk eftir Jón Nordal, Tileinkun heitirþað ogvarsamið í tilefni af fyrstu sýningu Islensku óperunnar í Gamla bíói. Síðan verður á efnisskránni Hornkons- ert eftir Richard Strauss, þar verður einleikari Hermann Baumann sem hefur spilað hér á íslandi og loks verð ég með Sibelius, sínfóníuna nr. 2. Síðan fer ég aftur út í apríl og þá stjórna ég fernum tónleikum í Mönchengladbach og þar í kring. Þar verð ég líka með verk eftir Jón Nordal, Canto Elig- iato, verk fyrir einleiksselló og hljómsveit sem Jón samdi við fráfall vinar síns, Einars Vigfús- sonar sellóleikara. Þá verður leikinn píanókonsert í f-moll nr. 2 eftir Chopin og 1. sinfónía Sibeliusar. Það er stjórnandi hjá þessari hljómsveit maður að nafni Reinhardt Schwarz sem hefur komið tvisvar hingað til Reykjavíkur sem gestastjórn- andi, sem stóð fyrir því að mér yrði boðið þarna út. Einleikari í Chopin-konsertinum verður þekktur þýskur píanisti sem heit- ir Eduard Auer.“ Er þetta í fyrsta sinn sem þér er boðið út sem gestastjórnandi? „Nei, nei ég hef komið fram sem gestastjórnandi bæði í Nor-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.