Tíminn - 10.03.1983, Síða 13

Tíminn - 10.03.1983, Síða 13
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1983 minnmg árnað heilla Maríus Ólafsson Kveðja frá bindindishreyfingunni Föstudaginn 4. mars s.l. andaðist aldursforseti okkar félaga í stúkunni Einingunni nr. 14, Maríus Ólafsson, skáld okkar. Hann var fæddur á Eyrar- bakka 28. október 1891 og var því á öðru ári yfir nírætt. Hann gat að vísu ekki sótt fundi okkar í vetur en þar lét hann sig ekki vanta meðan hann var ferðafær. Ég kann ekki að rekja ævisögu Mar- íusar. Ég veit að hann var Eyrbekkingur og þar var faðir hans söðlasmiður en auk þess að stunda iðn sína stundaði hann flutninga á hestvögnum milli Reykjavík- ur og Eyrarbakka. Skáldskapur Maríusar ber því vitni hve mikill Eyrbekkingur hann var. „Við finnum það best þegar Bakkans er getið, Hve blóðið til skyldunnar örvandi snýr, og hugur vorgleðst, er það manntak er metið, sem mótast þar hefur og vegi sér býr, því mannsálin sköpuð úr minningum er, og myndirfrá æskunni i hjartanu ber.-“ Það var alla tíð þrá hans og fögnuður: „að hlusta á niðinn sem hafaldan ber og hitlast að nýju á ströndinni hér. “ Minningar frá bernskunni á Bakkan- um urðu honum löngum yrkisefni beint og óbeint og íslenskri þjóðmenningar- sögu er fengur að þeim skáldskap. Hann orti um frátök og gæftir og fjölmargt annað. En öðrum stendur nær að minn- ast þess. Þegar Maríus Ólafsson gekk til liðs við templara með því að gerast félagi í stúkunni Einingunni 1944 hafði hann lengi verið verslunarmaður í Reykjavík en var þá orðinn starfsmaður Reykjavík- urborgar við gjaldkerastörf og því hélt hann það sem eftir var starfstímans. Maríus var félagslyndur maður og alvörumaður í trúmálum. Söguskilning- ur hans var sá að „Trú á guð í mannsins mœtti, miskunnsemi og brœðralag - hjartakuldans bölið bœtti - bendir fram á nýjan dag.“ Á grundvelli þessarar lífsskoðunar spurði hann: „Oger ekki gleðin sú himninum hœrri að hlúa að þeim gróðri, sem kringum oss býr?" Hann vissi að tvöfeldni og óheilindi tefja framsókn okkar í viðleitni að bæta heiminn og því kvað hann: „Þó víða sjáist merki um viljann til að bœta úr vandamálum öllum og sefa þjóðar- harm, þá stendur varla nærri að endi þessi þrœta, efþarfei nokkur maður að líta í eigin barm. “ Þetta var trú og lífsskoðun Maríusar Ólafssonar að mannúð og góðvild væru guðlegrar ættar og leiðin fram á við til meiri þroska og fegurra mannlífs væri sú að líta í eigin barm, gera kröfu til sjálfs sín fyrst og fremst. Á þetta er nú bent af því að þar eru forsendur þess hve mikill og tryggur templar Martus varð. Maríus var ekki fæddurbindindismað- ur og sem gleðiinaður og góður félagi prófaði hann að eigin raun sannindi þess að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. Hann orti Bakkusi lof og sagði þar m.a. „Þegar ég er þreyttur, kaldur, þjakaður á lífi og sál, lyftirðu mér í Ijóssins veldi langtfyrir ofan svik og tál." En revnslan kcnndi honum að taka þessi- orð til endurskoðunar og sýndi skáldinu að það var höfuðvilla að fría vínguðinn við svik og tál. Það munu vera áhöld um það hvort meira gæti sem yrkisefna hjá Maríusi Eyrarbakka og upprunans þar eða félagsskapar templ- ara og hugsjóna hans og stefnu. Það var rökrétt afleiðing þeirrar lífs- skoðunar og trúar. Sem fyrr er getið að Maríus orti á aldarafmæli góðtemplarareglunnar: „Þeir vinna lieitið: Mannsins böl að bœta og byggja ríki Drottins hér á jörð því bróðir eigi bróður síns að gœta og bróðurást að halda um lífið vörð. Og voldug trúin, von og kærleiksandi þeim vitrun gaf: Að frelsist löndin öll, er þverri böl, sem göfgi mannsins grandi, og grafi undan mannfélagsins höll. “ Þá vissi skáldið að svik og tá! Bakkusar grafa undan höll mannfélagsins. Og Maríus Ólafsson vann af fullum heil- indum gegn því sem hann vissi að var hættulegt mannlegri hamingju. Maríus Ólafsson og Karólína Andrés- dóttir kona hans sóttu fundi Einingarinn- ar flestum betur meðan heilsan leyfði. Maríus naut þess að vera á fundum með templurum og honum entist fjör og hugsun og söngrödd uns hann var ní- ræður. Félögum hans svo sém 20 árum yngri, sem þóttust finna á sér ýms ellimörk, var huggun að hugsa til þess að samkvæmt reynslu hans kynnu þeir að eiga framundan 20 gleðirík ár í góðum félagsskap. Það er vafasamt að nokkur félaga okkar hafi tekið Maríusi fram í hvetjandi áhuga. Fram til hins síðasta var hann óþreytandi að eggja til dáða samkvæmt því sem segir í einu tækifærisljóði hans. „Hve fagnandi sjáum vér framtíðar- braut með fækkandi slysum og tárum, er áfengisvillunnar þungbæra þraut fer þverrandi á komandi árum. Vér heitum á alla að Itefja það starf sem hamingju þjóðinni leggttr í arf." Og annars staðar í hvatningaljóðum hans er þetta: „Okkar hlutverk er að vekja íslendinga af svefni í dag, bölið mesta burtu hrekja, benda á sannan þjóðarhag, heita á alla að hœtta að gœla Iteimsku og spilling þjóðar við. Svo að heilbrigð inegi mæla minning, trú og stefnumið. “ Vildu menn hætta að gæla við heintsk- una og spillinguna yrði vímuefnamálin viðráðanleg. Maríus horfinn, víst er sjónarsviptir sjá ekki lengur gamla fullhugann, minningin yfir móðu tímans lyftir mannorði hans er lengi dyggur vann, hans sem að aldrei lét sig beygja og letja, Ijóðskáldsins sem var óþreytandi að hvetja. Skyldugt er okkur skáldsins hvöt að geyma skila henniáfram, lengra og víðar ná, fyrstokkurerum betri daga að dreyma drengskap og skyldu meta verður þá. Hlutlausi maður! Hverjum viltu duga. Heimurinnþarfþín. Spurt erum þinn huga. H.Kr. íslenskum hestum sæma best íslensk reiðtygi Vönduð vinargjöf Allt til reiðbúnaðar Þorvaldur mom Guðjonsson mnakkar Söðlasmíðameistari, Einholti 2 - inngangur frá Stórholti - sími 24180. Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri sextugur I Sextugur er í dag Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Suður- nesja. ’ Hann er fæddur 10. mars 1923 að Góustöðum í N-ísafjarðarsýslu. For- eldrar hans voru hjónin Guðríður Magnúsdóttir frá Sæbóli í Aðalvík og Sveinn Guðmundsson frá Hafrafelli. Gunnar er kvæntur Fjólu Sigurbjörns- dóttur og eignuðust þau fimni mannvæn- leg börn. Hann gekk í Samvinuskólann árin 1940 til 1942, og má segja að síðan hafi samvinnuhreyfingin notið nær óslit- ið starfskrafta hans. Gunnar réðist sem kaupfélagsstjóri til Kaupfélags Suðurnesja í ársbyrjun 1949, en hafði þá starfað hjá nokkrum kaupfé- lögum víðs vegar um landið. Kaupfélag Suðurnesja var stofnað í ágúst 1945 og hafði því vart slitið barnsskónum þegar það kom í untsjá Gunnars Sveinssonar. Hallarekstur varð hlutskipti félagsins fyrstu árin, en strax á öðru ári eftir að Gunnar var ráðinn, sýndu ársreikning- arnir tekjuafgang. Síðan eru liðin meira en þrjátíu ár. Ungt og fátækt félag hefur orðið eitt af stærstu kaupfélögum lands- ins undir stjórn Gunnars. Ég tel að kappsemi hans og dugnaður hafi þar ráðið mestu. í tuttugu ára samstarfi mínu við Gunnar hef ég kynnst því, að vinnutími hans var aldrei á enda fyrr en búið var að ljúka því af sem þurfti að gera fyrir kaupfélagið, jafnvel þótt leggja þyrfti nótt við dag. Árangur hans hefur vakið athygli samvinnumanna í landinu. 1973 var hann kosinn í varastjórn Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og 1979 í aðal- stjórn þess.-Gunnar hefur beitt sér á fjölmörgum sviðum félagsmála, svo of langt mál yrði upp að telja, en ég vil þó nefna nokkur dæmi þess. Hann hefur allar götur verið áhugamaður um íþrótt- ir, síðan hann var liðsmaður knatt- spyrnufélagsins Vestra á ísafirði. Hann var í stjórn Ungmennafélags Keflavíkur í 10 ár og þar af formaður í tvö. í stjórn Ungmennafélags íslands var hann frá '1968 til 1974. Þegar Suðurnesjamenn fóru að hyggja að fjölbrautaskóla á svæðinu var Gunnar kosinn í undirbún- ingsnefnd, en cftir að skólinn reis ogtók til starfa hefur hann verið formaður skólanefndar. Hann hefur einnig verið í fræðsluráði Reykjanesumdæmis frá stofnun þess. Að lokum vil ég geta þess að Gunnar var varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1974 til 1978 og sat á þingi um tíma. Þar flutti hann nokkiir frumvörp og má þar til nefna frumvarp um Éramkvæmdasjóð Suðurnesja, scm átti að fjármagnast af starfsemi innlendra verktaka á Suður- nesjum. Einnig flutti hann frumvarpum mjög gagnlega breytingu á lögum um Menningarsjóð félagsheimila. Þá var hann meðflutningsmaður að frumvarpi um jarðhitaréttindi og svo mætti lengi tclja. Gunnar er ennþá í fullu fjöri og sístarfandi. Á hverju ári cru honurn falin ný verkefni, sem leysast af dugnaði hans og framsýni. Ég vil svo enda þessar línur með árnaðaróskum til Gunnars og fjölskyldu hans, um leið og ég þakka honum fyrir langt og gott samstarf að málefnum Kaupfélags Suðurnesja. Til athugunar fyrir vini og kunningja þeirra hjóna skal þess getið að þau eru að heiman á afmælisdaginn. Sigfús Kristjánsson. Eigum fyrirliggjandi CAV 12 voita startari: Bedford M. Ferguson Perkins Zetor L. RoverD. Ursusofl. CAV 24 volta startari: Perkings Scania JCB o.fl. Lucas 12 volta startari: M. Ferguson Ford Tractor ofl. CAV 24 volta alternator: 35 amper einangruð jörð 65 amper einangruð jörð Butec 24 volta alternator: 55 ampers einangruð jörð Einnig startarar og alternatorar fyrir allar gerðir af japönskum og enskum bifreiðum. Þyrill s.f. Hverfisgötu 84 101 Reykjavík Sími29080

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.