Tíminn - 10.03.1983, Page 18

Tíminn - 10.03.1983, Page 18
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1983 18 þingfréttir Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði: Stef nt að gang- setningu 1986-88 ■ Ríkisstjórnin hefur iagt fram þings- ályktunartillögu um kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði, þar sem ályktað cr að stefna eigi að gangsetningu verk- smiðjunnar á árunum 1986-88. Með tillögunni fylgir mikil skýrsla frá stjórn Kísilmálmvinnslunar um starf- semi félagsins og þær athuganir sem hún hefur gert. í athugasemdum segir ma: Á grundvelli skýrslunnar telur stjórn félagsins, að kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði geti verið vænlegur kostur í innlendri orkunýtingu og að stefna eigi að gangsetningu verksmiðjunnar á árun- um 1986-1988, en allan undirbúning á næstunni beri að miða við, að fyrsti ofn hcnnar taki til starfa 1986. Nánari á- kvarðanir um tímasetningu innan framan- greindra marka skuli teknar á grundvelli upplýsinga um þróun markaðsmála og almenna þróun efnahagsmála í heimin- um. Stjórnin telur störf sín hafa mótast af varfærni og hafi hún leitast við að leggja sjálfstætt mat á rekstrargrundvöll og samkeppnishæfni verksmiðjunnar og leitað til innlendra og erlendra ráðgjafa í því sambandi. Um mat á þróun mark- aðar fyrir kísilmálm og hagkvæmni kísil- málmverksmiðju á íslandi sneri stjórnin sér til bandaríska fyriritækisins Chase Econometrics, en áður hafði verkefnis- stjórn iðnaðarráðuneytisins fengið breska fyrirtækið Commodities Res- earch Unit Ltd, til að gera sambærilega athugun. Niðurstöður beggja þessara aðiia hníga mjög í sömu átt og telja þeir að markaður fyrir kísilmálm fari vaxandi og verksmiðja á fslandi geti í framtíðinni framleitt kísilmálm á samkeppnishæfu verði. Stjórnin hefur haft samband við fjöl- marga aðila, sem látið hafa í Ijós áhuga á samvinnu um sölumál, cða vilja taka að sér sölu á framleiðslu verksmiðjunnar í heild eða að hluta. Þá hefur stjórnin unnið að gerð santn- inga um kaup á vélbúnaði í verksmiðjuna og hafa náðst fram verulegar verðlækk- anir frá upphaflegum tilboðum. Liggja nú fyrir samningsdrög um kaup á búnaði til verksmiðjunnar. Meginniðurstöður arðsemisútreikn- inga eru þær, að afkastavextir verði 11.2% miðað við varfærna spá Chase Econometrics um verðþróun á kísil- málmi. Er þetta heldur meiri arðsemi en gert var ráð fyrir á síðasta ári í greinar- gerð með frumvarpi til laga um verk- smiðjuna. Á grundvelli aðalspár Chase Econometrics um markaðsþróun áætlar stjórnin, að arðsemi heildarfjárfestingar (afkastavextir) í verksmiðjunni verði 13.5%. I arðsemisútreikningum er gert ráð fyrir, að verksmiðjan greiði að meðaltali tæplega 18 mill á kílóvattstund fyrir raforku, en í niðurstöðum stjórnar verk- smiðjunnar kemur fram, að hún telji að verð á raforku til kísilmálmverksmiðj- unnar eigi að vera sambærilegt við raforkuverð til hliðstæðra fyrirtækja. Niðurstöður skýrslu stjórnar Kísil- málmvinnslunnar hf.' um starfsemi fé- lagsins og athuganir skv. 3. gr. laga nr. 70/1982 um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði eru: Niðurstöður: „Stjórn Kísilmálmvinnslunnar hf. telur, á grundvelli þessarar skýrslu að: - kísiimálmverksmiðja á Reyðarfirði geti verið vænlegur kostur í innlendri orkunýtingu. - Stefna eigi að gangsetningu verk- smiðjunnar á árunum 1986-1988, en allan undirbúning á næstunni beri að miða við það að fyrsti ofn hennar taki til starfa 1986. - ákvörðun um tímasetningu innan framangreindra marka skuli tekin af stjórn félagsins á grundvelli upplýsinga um þróun markaðsmála og með hliðsjón af almennri þróun efnahagsmála í heim- inum. - auka þurfi hlutafé félagsins. - verð raforku til kísilmálmvinnslunn- ar skuli vera sambærilegt og til hlið- stæðra fyrirtækja. - vinna eigi markvisst að því á næstunni að fá til samstarfs við íslenska ríkið aðra cignaraðila, innlenda og erlenda.“ Neðri deild álítur: Álitlegt ad bjarga gullskipinu ■ Neðri deild hcfur samþykkt að heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast lán vegna björgunar skipsins Het Wapen frá Amsterdam, allt að 50 millj. kr., gegn þeini tryggingum, sem fjármála- ráðuneytið telur fullnægjandi, svo scm í verðmæti hins bjargaða og söluandvirði skipsins úr landi, enda liggi fyrir sam- þykki fjárveitinganefndar. Þetta er náttúrlega gullskipið í Skeið- arársandi sem strandaði 1667. Flutningsmenn að frumvarpinu um ríkisábyrgðina eru Birgir ísleifur Gunn- arsson, Þórarinn Sigurjónsson, Sverrir Hcrmannsson og Magnús H. Magnús- son. Svo sem menn rekur minni til var lagt fram frumvarp þessa efnis með fjárlaga- frumvarpi, eða öllu fremur breytingartil- laga við það, skömmu áður en fjárlög voru afgreidd. Var tillagan felld, en ekki fyrr en eftir talsverðar umræður. Umræður urðu ekki miklar um þetta nýja frumvarp en margir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu en það var samþykkt með nafnakalli, og sent efri deild, þar sem vitað cr að nokkrir velunnarar frumvarpsins sitja. Vilmundur sagði að ekki næði nokk- urri átt að ævintýramennska væri kostuð af almannafé og sagði nei. Garðar Sigurðsson hélt að við hefðum allt annað við pcninga að gera en kasta þeim í 300 ára gamalt skipsflak. Hjörleifur taldi að þótt flakið sé í hans kjördæmi sé það allvel geymt í sandi um sinn og tók ekki afstöðu. Ólafur Þ. Þórðarson kvaðst forðast að greiða atkvæði með að leggja fjármuni í sokkin og týnd skip. Sagðist óttast mjög um framtíð Framkvæmdastofnunar ef þessi háttur verði tekinn upp, leit við á Sverri forseta og sagði nei. Málinu lyktaði með því í deildinni að 17 sögu já, 11 nei og 4 greiddu ekki atkvæði. I greinargerð segir m.a. um fram- kvæmdina og ágóðavonina: Síðastliðin 22 ár hefur verið unnið að leit skipsins og varið til þess miklum verðmætum og vinnu. 28. júlí 1982 fannst skipið loks. Áætlun hefur verið gerð um að bjarga verðmætum þeim, sem hér um ræ ðir, á þessu ári. Fullvíst er talið að skips- skrokkurinn sé heill og allur sá farmur. sem niðri ískipinu var, sé þarenn. Engin leið er að gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem hér kann að vera um að ræða, en naumast geta þau verið minni en nemur kostnað við björgun - eða 50 milljónir króna. Hagsmunir ríkisins af björgun þessara verðmæta eru að sjálfsögðu langmestir, þar sem það fengi, auk 12% þóknunar- innar, miklar skatttekjur ef um veruleg verðmæti er að ræða. Einstaklingar þeir, sem reftindin eiga, hafa ekki bolmagn til þess einir að bjarga verðmætum á þessu ári, en framkvæmdir þyrftu að byrja í marsmánuði n.k., þar sem venja þarf árnar frá björgunarstað meðan þær eru litlar. Þeir eru hins vegar reiðubúnir til hvers kyns samninga við íslenska ríkið, en að því frágengnu yrði væntanlega að leita samninga við Hollendinga, sem sýnt hafa mikinn áhuga. Væntanlega tækju samningar við þá þó svo langan tíma að slá yrði málinu á frest í a.m.k. eitt ár, sem raunar gæti verið áhættusamt vegna hættu á Skeiðarárhlaupi, en stað- urinn, sem skipið er á, hefur lengst af verið undir vatni í ósum Skeiðarár, en nú eru aðstæður hinnar ákjósanlegustu. Landsbanki Islands er reiðubúinn að annast lántöku, svo að íslendingar geti annast björgunaraðgerðir, en leitar- menn geta ekki einir lagt fram trygging- ar, sem bankinn telur fullnægjandi. Hins vegar er unnt að tryggja alla verkfram- kvæmdina hjá Lloyds í London og minnkar það áhættuna verulega. Flutningsmenn telja eðlilegt að á grundvelli samnings þess, sem gerður var af forsætisráðuneytinu 27. september 1960, verði samið við leitarmenn um björgun skipsflaksins og annarra verð- ’ mæta og félagi þeirra, Gullskipinu h/f, veittar til þess nægilegar ábyfgðir sam- hliða því sem íslenska ríkið tryggir sína hagsmuni. Ábyrgð þessi yrði þó ekki veitt nema fjármálaráðuneyti og fjárveit- inganefnd telji þeim hagsmunum nægi- lega vel borgið, m.a. með því að verk- framkvæmdin verði tryggð og skipið selt úr landi, ef ekki væri talin ástæða til að varðveita það hér á landi. Tillöguflutn- ingurinn miðar að því í senn að bjarga merkilegum menningarverðmætum og tryggja ríkissjóði álitlegan hagnað án verulegrar áhættu. Tillaga um breytingu á stjórnskipunarlögum: Kostnaður vegna búsetu verði frádráttarbær ■ Tveir framsóknarmenn, Stefán Valgeirsson og Ólafur Þ. Þórðarson, hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp til stjórnskipunarlaga, þ.e. breytingu á kosningalögum. Tillagan gerir ráð fyrir að við ákvörðun skatta á ■ tekjur og eignir skuli gætt jafnræðis þegnanna, þannig að til lækkunar komi sérstakur kostnaður vegna búsetu, eftir því sem nánar verður ákveðið í lögum. I umræðum um kjördæmamálið gagn- rýndu flutningsmenn báðir mjög að ekki er gert ráð fyrir annari jöfnun í stjórn- skipunarlagafrumvarpinu en á at- kvæðum, en ekki minnst orði á annan jöfnuð meðal landsmanna. OÓ , Kvikmyndir BM \ HOIUM Sími 78900 GmU-o Salur 1 Frumsýnir grfnmyndina Allt á hvolfi (Zapped) Splunkuný bráðfyndin grínmynd i algjörum sérflokki, og sem kemur öllum í gott skap. Zapped hefur hvarvetna fengið frábæra aðsókn enda með betri myndum i sinum flokki. Peir sem hlóu dátt af Porkys fá aldeilis að kitla hláturtaugarnar af Zapped. Sérstakt gestahlutverk leikur hinn frábæri Robert Mandan (Chester Tate úr SOAP sjónvarps- þáttunum). Aðalhlutverk: Scott Baio, Willie Ames, Robert Mandan, Felice Schachter. Leikstjóri: Robert J. Rosenthal. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Salur 2 Dularfulla húsið Kröftug og kyngimögnuð ný mynd sem skeður i litilli borg i Bandarikj- unum. Þar býr fólk með engar áhyggjur og ekkert stress, en allt i einu snýst dæmið við þegar ung hjón flytja i hið dularfulla Monroe hús. Mynd þessi er byggð á sannsögulegum heimildum. Aðalhlutverk: Vic Morrow, Jess- ica Harper, Michael Parks. Leikstjóri: Charles B. Pierce Sýnd kl. 5,7,9, og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára Salur 3___________ Óþokkarnir Frábær lögreglu og sakamála- mynd sem fjallar um það þegar Ijósin fóru af New York 1977, og. afleiðingarnar sem hlutust af því. Petta var náma fyrir óþokkana. Aðalhluterk: Robert Carradine, Jim Mitchum, June Allyson, Ray Mllland Sýnd kl. 5,7,9,11 Bönnuð börnum inna 16 ára Salur 4 Gauragangur á ströndinni Lótt og fjörug grínmynd um hressa krakka sem skvetta aldeilis úr klaufunum eftir prófin I skólanum og stunda strandlifið og skemmt- anir á fullu. Hvaða krakkar kannast ekki við fjöriðá sólarströndunum? Aðahlutverk: Kim Lankford, Jam- es Daughton, Stephen Oliver Sýnd kl. 5,7 og 11.10. . Fjórir vinir Ný frábær mynd gerð af snillingn- um Arthur Penn en hann gerði myndirnar Litli Risinn og Bonnie og Clyde. Myndin gerist á sjöunda áratugnum og fjallar um fjóra vini sem kynnast i menntaskóla og verða óaðskiljanlegir ‘Arthur Penn segir: Sjáið til svona var þetta í þá daga. Aðalhlutverk: Craig Wasson, Jodi Thelen, Michael Huddleston, Jim Metzler. Handrit: Steven Tesich. Leikstjóri: Arthur Penn. Sýnd kl. 9 Salur 5 Being there Sýnd kl. 9 (Annað syningaár)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.