Tíminn - 18.03.1983, Side 3

Tíminn - 18.03.1983, Side 3
FOSTUDAGUR 18. MARS 1983 Hörd gagnrýni á í borgarstjórn: flliT AD TVEGGJA KÍU) METKA GANGUR í SKÓLANN „Sönnun þess að ég er á réttri leið” — segir Ólafur Jóhannesson ■ „Ég er ákaflega ánægður yfir því,“ sagði Olafur Jóhannesson, utanríkisráð- herra í samtali við Tímann í gær, er hann var spurður hvað hann vildi segja um skammir þær sem Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins hefði sent honum á fundi ungra framsóknar- manna í fyrradag. „Það er sönnun þess að ég sé á réttri leið,“ sagði Ólafur, „og það hefur alltaf orðið mér til góðs, þegar Þjóðviljinn hefur skammað mig sem mest, og hann hefur nú ekki dregið af sér á þessu árinu, frekar en hinum fyrri!“ -AB ■ Það var hálf myrkvað í borgarstjórn í gærkveldi þegar umræður fóru fram og staðfesting á nýju deiliskipulagi vegna fyrsta áfanga íbúðarbyggðar norðan Grafarvogs og tillögu um brcytta land- notkun á þessu svæði miðað við núgild- andi aðalskipulag. Myrkurinn stafaði af því að rafmagn fór af mestum hluta borgarstjórnarsaiarins meðan á hluta umræðunnar stóð, en fulltrúar minni- hlutans í borgarstjórn voru að sama skapi myrkir í máli í afstöðu sinni til tillagnanna. Töldu fulltrúar minnihlutans að stór- kostleg skipulagsleg mistök væru að eiga sér stað með samþykkt deiliskipulags hins nýja íbúðahverfis í Grafarvogi. Taldi Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi, það greinilega einkennisorð sjálfstæðis- manna í þessum málaflokki að vinna „fljótt og flausturslega“ að öllum málum. Forsögn skipulagsins væri meingölluð sem aftur leiddi af sér slæmt skipulag. Nefndi Sigurjón sem dæmi að skóla- börn í væntanlegu íbúðahverfi þyrftu að ganga allt að 1-2 kílómetra til að komast Davíð Oddsson gagnrýndur fyrir málsmeðferð við Viðeyjarsamninginn: pÁmælisvert’ ■ Borgarstjórn samþykkti með öllum greiddum atkvæðum á fundi sínum í gærkvcldi samning um kaup Reykjavík- urborgar á meginhluta Viðeyjar af Ólafi Stephenscn fyrir 28 mUljónir króna. Greiðslukjör eru þau, að útborgun er 2.4 mUljónir króna, en afgangurinn, 25.6 mUljónir króna, greiðast á næstu 15 árum í misstórum afborgunum. Taldi Davíð Oddsson, borgarstjóri, að merkum áfanga í sögu Reykjavíkur hefði verið náð með þessum samningi. í sama streng tók Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, sem sagði að hugur borg- Nú fá 25 þúsund viðbótar- láglaunabætur: Viðbótargreiðslur nema 22.8 milljónum ■ Rúmlega 25 þús. manns, sem litlar eða engar láglaunabætur fengu í des- ember s.l. - langflestir vegna of lágra launa - eiga nú von á viðbótar lág- launabótum í dag eða næstu daga. Flestir þeirra munu nú fá um 1.000 króna ávísun. Samtals nema þessar bóta- greiðslur um 22,8 millj. króna er fara til 25.400 einstaklinga. En bætumar í des- ember fóru til 38 þús. einstaklinga. Þar sem eignamörk hafa nú verið hækkuð um 50% hjá einstaklingum og um 100% hjá einstæðum foreldrum geta ýmsir úr þeirra hópi, sem fengu skertar eða engar bætur í desember vegna of mikilla eigna, nú hlotið bætur, og þá í ýmsum tilvikum eitthvað meira en um- ræddar 1.000 krónur. Jafnframt fá þeir bætur núna sem fengu minna en 1.000 kr. í desember en höfðu þó 10-70 þús. króna laun á árinu 1981. Aðrar tekjur mega þó ekki hafa verið hærri en 20 þús. kr., útsvarsstofn maka ekki yfir 140 þús. krónur og eignir ekki yfir mörkunum. Þeir sem uppfylla þessi skilyrði eiga nú að fá 1.000 kr. bætur að undanskildum þeim náms- mönnum er höfðu hærri námsfrádrátt en 5.438 kr. á skattaframtali 1982, nema að þeir hafi haft börn á framfæri sínu. Frá þessum 1.000 krónum dragast þó þær bætur sem greiddar voru í desember s.l. og verði upphæðin þá lægri en 300 krónur verður hún ekki greidd. Þá fá bótaþegar óskertrar tekjutrygg- ingar nú einnig 1.000 króna bætur, en 750 krónur þeir sem hafa skerta tekju- tryggingu. I fréttatilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu segir m.a. að við úthlutun bóta í desember hafi sú meginhugsun verið ráðandi að bæta að nokkru vísitölu- skerðingu bráðabirgðalaganna. Ýmsir ágallar hafi síðan komið fram á reikni- reglunum. T.d. segir að líkur bendi til að þessi fyrsta tölvuútsending á launabótum hafi ekki hitt í mark í allmörgum tilvik- um. Þá segir m.a. að reglan um ákvörðun bóta hjá hjónum hefði í mörgum tilvik- um haft villandi niðurstöðu í för með sér. í ýmsum tilvikum hafi menn með sæmilegar tekjur fengið bætur vegna lágra tekna makans, sem oftast fékk þá engar bætur. _H£I aryfirvalda hefði lengi stefnt að því að eignast Viðey. Hins vegar gagnrýndi borgarfulltrúinn harðlega hvemig að undirbúningi og kynningu samningsins hefði verið staðið. í yfirlýsingu sem Kristján og Sigurjón Pétursson létu færa til bókar segir m.a.: ^„Málsmeðferð borgarstjóra í sambandi við samning um kaup á landi í Viðey er að okkar dómi ámælisverð. Sjálfsagt var og eðlilegt að kynna samninginn í borgarráði áður en hann var undirritaður og kynntur Morgunblaðinu. Þegar að undirritun kom var einungis Morgunblaðið látið vita og gefinn kostur á að senda blaðamann og fylgjast með athöfninni. Meðferð borgarstjóra á þessu máli bendir ótvírætt til þess að hann telji sig fyrst og fremst borgarstjóra meirihlutans og öðrum fjölmiðlum en Morgunblaðinu séu stjórnarathafnir hans óviðkomandi: Þetta viðhorf borgar- stjóra ber að harma.“ Samkvæmt samkomulaginu eignast Reykjavíkurborg alla Viðey að undan- skilinni 11.5 hektara landspildu ríkis- sjóðs og 4.5. hektara landspildu, er seljandi heldur eftir, og er sú landspilda aðliggjandi að landspildu ríkissjóðs. Þá er áskilið, að Reykjavíkurborg eignist öll jarðhitaréttindi í eyjunni að undan- skildum réttindum, er fylgja spildu ríkis- sjóðs, þar sem ríkissjóður fær 50% þess heita vatns, sem fram kynni að koma við boranir þar. -Kás í skóla þar sem lengst væri. „Þetta eru gönguleiðir sem hvergi þekkjast annars staðar í Reykjavík og þó víðar væri leitað", sagði Sigurjón. Gerður Steinþórsdóttir, borgarfull- trúi, sagði að með samþykkt þessarar tillögu væri verið að slá feilnótu í skipulagsmálum. f bókun sem hún og Kristján Benediktsson lögðu fram segir að hér sé verið að afgreiða lítinn hluta af lítt unnu og óljósu skipulagi „og er slíkt engan veginn tímabært. Óðagot hefur einkennt alla málsmeðferð.“ Jafnframt segir í bókuninni: „Sam- kvæmt tillögunni verður byggðin fá- breytt, mest sérbýlishús á löngum og mjóum lóðum við botnlangagötur og er slík einhæfni stórt skref aftur á bak í skipulagsmálum... Gatnakerfið er viða- mikið og flókið og götuhalli oft meiri en eðlilegt getur talist í nýju hverfi og getur skapast neyðarástand að vetrarlagi." Tillögur sjálfstæðismanna voru sam- þykktar af þeim sjálfum en fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði á móti. -Kás Sjö haeða blokk í stað Hafnarbios? ■ Magdalena Schram spurðist fyrir um það á borgarstjórnarfundi í gærkveldi hvort það væri rétt sem hún hefði frétt að byggja ætti sjö hæða fjölbýlishús á lóð þeirri sem Hafnarbíó stendur nú á við Skúlagötu. Engin svör fengust við fyrirspurninni á fundinum. Nú liggur fyrir byggingarnefnd Reykjavíkur erindi frá Þórði Magnús- syni, Kvisthaga 14, sem sækir um leyfi til að rífa þrjú hús á lóðinni númerfjörutíu við Skúlagötu, til að reisa þar fjölbýlis- hús í staðinn. Húsin eru skúr, sem notaður hefur verið sem bílasala, skúr, sem notaður hefur verið sem geymsla, og braggi, sem notaður hefur verið sem kvikmyndahús. Á fundi byggingamefnd- ar fyrir viku síðan var afgreiðslu erindis- ins frestað þar sem ekki lágu fyrir upplýsingar um hvernig lóðin yrði nýtt. Magdalena Schram spurðist jafnframt fyrir um hvers vegna deiliskipulag svæðisins sem samþykkt hefði verið á árinu 1979 hefði ekki verið staðfest, en Ijóst væri sjö hæða fjölbýlishús rúmaðist ekki innan þess ramma sem þar væri gefin. Svör urðu engin við þessari fyrir- spurn frekar en hinni fyrri. Sem kunnugt er þá hafa þrjú leikhús aðsetur sitt í Hafnarbíói, og verða þau öll á götunni upp úr næstu mánaða- mótum vegna áforma um að rífa húsið. -Kás Hverjir starfa helst f anda Marx, Engels og Lenin? Skiptaráðandi verður að skera úr um það vegna skiptingar á dánarbúi hjóna úr Reykjavlk ■ NúerskiptaráðandanumíReykja- vík mikill vandi á höndum að úrskurða hvcr cða hverjir telji til arfs eftir dánarbúSólveigar Jónsdóttur, Bolla- götu 12 Reykjavík, en hún lést 23. desember síðast liðinn. Eiginmaður Sólveigar, Sigurjón Jónsson, lést árið 1964 og sat Sólveig í óskiptu búi þeirra hjóna til dauðadags. Við könnun á skjölum í vörslu dánar- búsins hefur komið fram erfðaskrá Sigurjóns, scm gerð var 1961, tveim árum áðuf en hann kvæntist Sólveigu. í erfðaskránni arfleiðir hann stofnun á vegum Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksað eignarhluta sínumí húseigninni að Bollagötu 12. Vandinn er; hvaða flokkur eða flokksbrot er arftaki Sameiningarflokks alþýðu, Sós- íalistaflokksins sem lagði upp laupana fyrir allmörgum árum? Víst má telja að margir telji sig eiga tilkall til arfsins og því hefur skiptaráðandinn skorað á „alla þá, er telja til arfs eftir Sigurjón Jónsson og Sólveigu Jónsdóttur, sam- kvæmt erfðaskrá'1 að mætá á skrifstof- ur borgarfógeta og lýsa kröfum sínum innan fjögurra rnánaða. Erfðaskráin birtist ,óbreytt og óstytt f Lögbirtingablaðinu, en eftir því sem Tíminn kemst næst, mun afar sjaldgæft ef ekki ejpsdæmi að birta erfðaskrár í Lögbirtingi. Erfðaskráin er svohljóðandi: „Ég undirritaður, Sigurjón Jónsson, Bollagötu 12, Reykjavík, sem er fjár- ráða og á engan líferfmgja, geri hér með svofellda arfleiðsluskrá: Eignarhluti minn í húseigninni Bollagötu 12, Reykjavík, skal verða fræðslu- og menningarstofnun á vegum Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalista- flokksins, og starfi jafnan í anda sósíal- ismans, eins og hann er túlkaðup af aðalhöfundum hans, Marx, Engels og Lenin. Stjórn stofnunarinnar verði skipuð 3 mönnum, sem valdir skulu af stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur. Eigi£r heimilt að sclja eignina nema andvirði hennar sé jafnframt varið til að koma upp fræðslu- og menningar- stofnun á vegum flokksins. Stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur lætur setja stofnuninni starfsreglur. Stjórn stofnunarinnar skal heimilt að nota hana í þágu flokksins að svo miklu lcyti, sem það fer ekki í bága við megintilgang hennar. Sósíalistaflokkurinn eða sá aðili, sem kcmur í hans stað, skal sjá um rekstur og viðhald stofnunarinnar að öllu leyti á sinn kostnað, enda er óheimilt að taka lán í nafni hennar né veðsetja hana. ^ Verði Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn, lagður niður, eða klofni hann í fleiri flokka, starfi stofn- unin jafnan undir stjórn og á vegum þess flokks, sem skipar sér t hina alþjóðlegu fylkingu marxísk-lenin- ískra flokka og er viðurkenndur af henni. Fari svo, að enginn slíkur flokkur verði til um skeið, skal stofn- unin halda áfram að starfa sem óháð fræðslustofnun í sama anda og áður getur undir þriggja manna stjórn, sem valin sé af formönnum Reykjavíkur- deilda vináttufélaga íslands og sósíal- ísku landanna. / Allar aðrar eignir, hverju nafni sem nefnast, skulu renna til áður nefndrar stofnunar, og skal þeim eða andvirði þeirra varið til að greiða áhvílandi skuldir á fbúðinni og tii kaupa á húsbúnaði og bókum handa stofnun- inni. Ég áskil mér þó rétt til að ráðstafa cinstökum munum öðruvfsi en að framan greinir, og finnist í vörslum mínum listi yftr slfka ráðstöfun, óska ég að eftir honum ver^i farið, enda þótt hann verði ekki í lögmæltu erfða- skrárförmi. ' Erfðaskrá þessa undirrita ég í viðurvist notarii pubiici í Reykjavík. Skráin er gerð í tveim samhljóða eintökum, sem bæði skulu jafngild, en breytingar eru því aðeins gildar, að þær séu færðar á bæði eintökin í - viðurvist notarii publici eða tveggja votta skv. erfðalögum. Annað eintakið • varðveiti ég undirritaður en hitt skal geymt í vörslum Sigurðar Baldursson- ar, hrl. Vonarstræti 12, Reykjavík. Reykjavfk, 19. apríl 1961. Sigurjón Jónsson (sign.)“ -Sjó.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.