Tíminn - 18.03.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 18.03.1983, Qupperneq 6
FÖSTUDAGUR 18. MARS 1983 ■ Bette Midler á fáa sína líka, reyndar enga, segja sumir! Húshaldið í fínu lagi hjá Zsa Zsa! ■ Hún Zsa Zsa Gabor er lagi. - í hvert skipti, sem ég heldur sem hjónaböndin, sem alltaf jafn hress. Nú hefur hún skil, held ég húsinu, segir hún hún á að baki, eru orðin sjö upplýst heiminn um að hús- hróðug. Þetta hefur reynst eða átta. En satt best að segja haldið hjá henni sé sko í fína henni drjúg tekjulind, hvort er enginn viss hvor talan ei rétt! Allir eru sam- mála um að Bette Midler sé umdeild kona. Þykir það svo sjálfsagt álit, að ekki taki að vera að skegg- ræða það neitt. Nú nýlega hefur hún lokið við að leika í nýrri kvikmynd, „Jinxed“ (I álögum eða eitt- hvað á líka), og hafa fréttir borist frá Hollywood um, að sú kvikmyndataka hafí ekki gengið átakalaust. Mótleik- ari hennar, Ken Wahl, hefur svarið þess dýran eið að leika aldrei með Bette framar. Yið- brögð Bette við þessari yfirlýsingu voru þessi eftir mikla yfirvegun: - Skítt með það. Ef þessir gaurar geta ekki tekið gríni, þá verður bara að hafa það! En þó að sumir kunni ekki að meta Bette eða kímnigáfu hennar, viðurkenna þó allir, að hún sé engin meðalmann- eskja. Hún er ein þriggja systra, sem móðirin nefndi eftir eftirlætisleikkonum sínum, þ.e. Susan (Hayward), Judy (Garland) og Bette (Davis). Bette lýsir uppvexti sínum svo, að hún hafi alist upp sem eini krakkinn af Gyðingaættum í hverfi Samóa á Hawaii! Sumir velta því fyrir sér, hvort þessar aðstæður hafi leitt til þess að Bette varð sú, sem hún er í dag! Síðar fluttist hún til New York. Þar varð á vegi hennar ungur maður, sem samdi fyrir hana lög og útsetti. Sá ungi maður var Barry Manilow, en nú er liðin sú tíð, þegar þau höfðu nána og góða samvinnu! Þó segir Bette að þessir tímar hafi verið dýrðar- dagar. - Þá var ég alsæl, ef ég gat keypt mér smáhluti og dót. Núna er ég farin að leggja fyrir til framtíðarinnar og handa fjölskyldunni, segir hún. En þegar talið berst að nýju kvikmyndinni, verður henni skyndilega orðfátt. Þó fæst hún til að lýsa áliti sínu á mótleikar- anum, Ken Wahl. sem þykir fríður maður. - Hann er frábær fyrir framan spegil. Hann fyllir vel út í hlutverkið sitt, segir hún ísmeygilega. Hin stórbrotna Bette situr nú við skriftir. í takinu hefur hún skáldsögu og leikrít, sem hún ætlar sjálf að leika aðal- hlutverkið í. Og svo er hún önnum kafin í selskapslífinu. - Það er engin hætta á að ég verði einmana. Ég á fullt af kærustum á öllum aldri. Því fleiri, sem þeir eru, því fjör- ugra, segir hún! Það er kannski ekki furða, þó að menn séu ekki á einu máli um ágæti Bette Midier! BETTE MIDLER GER- IR í ÞVÍ AD GANGA FRAM AF FÓIKI viðtal dagsinsj .JUtAHGUWNN ER MEIRI EN V» NRDUM NOKKRU V SINNI AD VONA — rætt við Sigurð Gunnsteinsson um meðferð áfengissjúklinga á Sogni ■ „Frá því að SÁÁ byrjaði rekstur meðferðarheimilisins á Sogni hafa komið þangað til meðferðar um 1810 manns úr öllum stéttum, þar er engin meir áberandi en önnur. Þeir sj úkling- ar sem koma til okkar á Sogn hafa áður orðið að fara í gegnum minnst 10 daga meðferð á Sil- ungapolli. Á Sogni eru 30 sjúkl- ingar í meðferð í einu, bæði konur og karlar. Það er áberandi að konum sem gangast undir meðferð fer fjölgandi og einnig að nú kemur yngra fólk í með- ferð en áður. Meðalaldur sjúkl- inga árið 1981 hefur sennilega verið 36-37 ár, sá yngsti sem hingað hefur komið var 15 ára en sá elsti sjötugur, og hlutfall kvenna um 27%,“ sagði Sigurður Gunnsteinsson meðferðarfull- trúi á Sogni í samtali við blaðið í gær. Geturðu lýst því hvernig með- ferð áfengissjúklinga fer fram? Það er kannske best að lýsa því hvernig einn dæmigerður meðferðardagur líður. Fólkið er ■ Sigurður Gunnsteinsson vakið kl. 7.00 að morgni og þá er morgunverður, en kl. 9.00 hefst morgunstund í sal sem kallað er og þá eru þeir einstaklingar sem eru að fara kvaddir af hópnum, það fara fram umræður milli vistmannanna um daginn fram- undan, stefnumörk og annað og kl. 10.00 hefst hópvinna. Þá er sjúklingunum skipt í 3 hópa með 10 manns í hverjum og hver hópur hefur sinn stjórnanda. Þar eru rædd þau vandamál sem fólkið í hópunum er að glíma við, áfengisvandamál, sam- skiptavandamál og önnur per- sónuleg vandamál. Fólkið ræðir þessi mál sín í milli og fær stuðning hvert af öðru og þarna næst oft mikil samstilling, en hóparnir eru látnir halda sér allan meðferðartímann eftir því sem unnt er. Eftir hádegi er farið yfir reynsluspor AA samtakanna í fyrirlestraformi og eftir það er aftur fræðsluerindi um drykkju- sýki frá ýmsum sjónarhornum, læknisfræðilegum félagslegum og sálfræðilegum. Ætli það séu ekki fluttir 28-30 fyrir- lestrar á meðferðartímabil- inu. Einu sinni í viku kemur læknir heimilisins í heimsókn og flytur fyrirlestur. Yfirlæknir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.