Tíminn - 18.03.1983, Qupperneq 10

Tíminn - 18.03.1983, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 18. MARS 1983 FÖSTUDAGUR 18. MARS 1983 19 fþróttir íþróttir Jónas kemur frá Moskvu ■ Sá keppandi sem kemur lengst að í fslandsmeistaramótið í fimleikum í Laugar- dalshöll um helgina er Jónas Tryggvason, hann stundar nám við íþróttaháskólann í Moskvu. Annars hefst mótið klukkan 14.30 í Laugar- dalshöll á morgun, og klukkan 14 á sunnudag. Á morgun verður keppt í skylduæfingum Alþjóðafimleikasambandsins, og á sunnudag í frjálsum æfingum. Keppendur koma frá 5 félögum, Gerplu, Björk, Ármanni, ÍR og ÍBA. • Bláfjallagangan 1983 ■ Skíðagangan Bláfjöll-Hveradalir verður haldin á morgun í fjórða skipti. Gangan hefst klukkan 14. Leiðin sem gengin er er 22 kílómctrar að lcngd, og liggur af heiðinni há um, Þrcngsli í Hveradali. Arlega hefur þátt- takendum í þessari göngu fjölgað, en t' fyrra voru um 120 þátttakendur. Búast má við auknum fjölda nú, þar cð þetta er síðasta gangan fyrir Lavaloppet mikla, sem er um næstu helgi. Gangan á morgun hefst við regnmælinn t Bláfjöllum klukkan 14. Þátttökugjald er krón- ur 150.- og grciðist við skráningu. Séð verður fyrir rútuferð að göngu lökinni frá Hvera- dölum í Bláfjöll, en umsjón með göngunni er i höndum Skíðafélags Reykjavíkur. Stjörnuhlaup FH ■ Stjörnuhlaup FH fór fram á dögunum, og urðu úrslit þar þessi helst: Karlar: (8 km.) mín. Siguröur P. Sigmundss. FH 26:12 Einar Sigurðsson UBK 27:26 Sighvatur D. Guðmundsson ÍR 27:27 Magnús Haraldsson FH 28:53 Gunnar Birgisson fR 28:55 Sigurður Haraldsson FH 29:30 Konur: (5 km.) Ragnheiður Ólafsdóttir FH 13:48 Rakel Gylfadóttir FH 17:48 Drengir: (3,6 km.) Ómar Hólm FH 14,07 Viggó Þ. Þórisson FH 14,37 Helgi Freyr Kristins. FH 16,03 Pillar: (1500 m.) Einar Páll Tamimi FH 4,53 Fiúnbogi Gylfason FH 5,02 Björn Pétursson FH 5,20 Björn Traustason UBK 5,46 Hlynur Guðmundsson FH 6,15 Tclpur: (1500 m.) Súsanna Helgadóttir FH 5,27 Guðrún Eysteinsd. FH 5,31 Anna Valdimarsd. FH • 5,31 Reykjavíkurmót íboðgöngu ■ Um síðustu helgi var haldið Reykjavíkur- mót t 3x10 kílómctra boðgöngu á skíðum í Skálafelli, en Skíðafélagið Hrönn hafði um- sjón með mótinu. Mættar voru 8 sveitir karla, 7 frá Skíðafélagi Reykjavíkur, og cin frá Hrönn. Úrslit urðu þessi: 1. A-svcil S.R. 2:00,2 Róbert Gunnarsson 40,46 Gylfi Árnason 41,07 Halldór Halldórsson 40,07 2. C-svcitS.R. Halldór Matthíasson Kfistján Halldórsson Matthías Sveinsson 2:08,00 39,27 44,29 43,34 3. B-sveit S.R. 2:10,5 Garðar Sigurðsson 40,02 Magnús Óskarsson 49,22 Kristján Snorrason 40,41 Sveit Hrannar varð í fjórða sæti. Halldór Matthíasson S.R. C náði bestum brautartíma, öðrum besta brautartfma náði Bragi Jónsson Hrönn, 39,45, og þriðja besta Garðar Sigurðs- son S.R. B. ÍR leikur gegn Val — í úrslitum bikarkeppninnar ■ IR mun leika til úrslita gegn Val í Bikarkeppni Körfuknattlcikssambands Islands, það er fullvíst. En það var ekki eins fullvíst um tíma í gærkvöld, þegar ÍR lék í undanúrslitunum við ÍS í íþróttahúsi Kennaraháskólans. ÍR hafði ein 14 stig yfir í hálfleik og áfram þar til Pat Bock fór útaf með fimm villur um miðjan leikinn. Ef það hefði átt að breyta einhverju, hefðu sjálfsagt flestir talið, að ÍR hefði átt að ná yfirburðaforystu, en svo fór þó ekki. Baráttuglaðir Stúdentar söxuðu á for- skotið, og svo fór að þeir komust yfir 59-58. fR-ingar náðu síðan reisn aftur, og nöguðu inn smáforskot að nýju, sem dugði þeim þegar upp var staðið, og úrslitin urðu 76-68 ÍR í hag. Pétur Guðmundsson skoraði mest ÍR- inga í þessum leik, 28 stig. Hjörtur Oddsson, sem sífellt sækir í sig veðrið, skoraði 14 stig, Hreinn Þorkelsson 12, Kristinn Jörundsson 10 og aðrir minna. Árni Guðmundsson og Gísli Gíslason skoruðu mest Stúdenta, 18 stig hvor, Benedikt Ingþórsson skoraði 12 stig, vaxandi leikmaður Benedikt, og Guð- mundur Jóhannsson knattspyrnumaður og Pat Bock hinn tröllvaxni 9 stig hvor. Gunnar Valgeirsson og Þráinn Skúlason dæmdu. Fram á uppleið ■ Úrslitakeppni neðri hluta fyrstu deildar í handknattleik rann af stað undir miklum huliðshjúpi í Laugar- dalshöll í fyrradag. Þá sigraði Fram Val 20-16, og Þróttur sigraði ÍR 25-19. í gærkvöld voru einnig tveir leikir, og fóru fram með svipaðri leynd. Þá gerðu Fram og Þróttur jafntefli 22-22, og Valur sigraði ÍR 21-14. Staðan er nú þessi: Valur 16 8 1 7 325-301 17 Þróttur 16 6 3 7 327-331 15 Fram 16 5 2 9 233-377 12 ÍR 16 0 0 16 277450 0 HÓPURINN VAUNN — fyrir EM drengja í körfuknattleik ■ Unglingalandsliðshópur drengja 16- 17 ára í körfuknattleik hefur verið valinn. Valdir voru 12 piltar, og taka 10 þeirra þátt í Evrópukeppninni, en eins og kunnugt er fer einn riðill þeirrar keppni fram hér á landi um páskana. Alls eru 5 riðlar í keppninni. Liðin sem sækja ísland heim í þessari keppni eru Drengjamót í körfuknattleik ■ Unglingaþjálfarar K.K.f. og U.M.F.G. hafa ákveðið að efna til körfuknattleiksmóts í Keflavík fyrir drengi fædda árið 1968 og 1969 föstu- daginn 7. og laugardaginn 8. apríl n.k. Þetta er drengir á eldra ári í 5. fl. og yngra ári í 4. fl. Unglingaþjálfararnir munu fylgjast með mótinu og taka það upp á myndband. f lok mótsins verður valinn hópur drengja sem kemur til með að skipa drengjalandsliðið sem tekur þátt í Evrópumótinu 1985. Verður strax í sumar farið að vinna með þessum drengjum að undirbúningi Evrópu- keppninnar. Þátttökutilkynningar ásamt staðfest- ingargjaldi kr. 1000,- eiga að beíast Guðna Þ. Ölverssyni Baðsvöllum 11, 240 Grindavík (s. 92-8555) fyrir 24. vafalaust sterk, ef marka má getu A- landsliða þeirra, en þau leika í A-flokki, eða ofarlega í B-flokki heimsmeistara- keppninnar, en liðin eru Spánn, Svíþjóð og Belgía. Tvö efstu lið úr hverjum riðli Evrópukeppninnar komast í úrslita- keppnina í Vestur-Þýskalandi í sumar. Þessir drengir hafa verið valdir í lands- liðshópinn: Ómar Schering, KR Karl Guðlaugsson, ÍR Hjálmar Hallgrímsson, UMFG Kristinn Einarsson, UMFN Hreiðar Hreiðarsson, UMFN Matti Osvald Stefánsson, ÍBK Magnús H. Matthíasson, Valur Sigurður Ingimundarson, ÍBK Skarphéðinn Héðinsson, ÍBK Guðjón Skúlason, ÍBK Jóhannes Sveinsson, UMFG Theodór Jóhannsson, IR Þjálfarar: Einar Bollason og Torfi Magnússon. Leikið verður á Evrópumótinu í Reykjavík og á Suðurnesjum sem hér segir: Laugardag 2. apríl í Njarðvík: Island - Belgía Spánn - Svíþjóð Sunnudag 3. apríl í Reykjavík: fsland - Spánn Svíþjóð - Belgía Mánudag 4. apríl í Keflavík: Island - Svíþjóð Belgía - Spánn Héraðsmót Skarphéðins ■ Hérðasmót Skarphéðins í frjálsum íþróttum innanhúss verða haldin á morgun, og 4. apríl. Á morgun er unglingakeppni 15-18 ára í Árnesi, og 4. apríl er fullorðinna mót á Flúðum. Bæði mótin hefjastklukkan 14. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu HSK á Selfossi, sími 99-1189. s Þróttur og IS í úrslitunu Þróttur sigraði HK í fyrrakvöld í fjögurra liða úrslitum bikarkeppni Blaksambandsins, 3-0. Úrslit í hrinum voru 15-8, 15-2 og 15-7. Þróttur mun því leika til úrslita í bikamuni gegn ÍS, og verður sá leikur á sunnudaginn. íslandsmótið íjúdó um helgina ■ Á morgun 19. mars verður annar hluti íslandsmótsins í júdó. Verður þá keppt í opnum flokki karla og í opnum flokki kvenna. Þá er kcppt í einurn flokki hjá körlum, þ.e. án þyngdartak- markana, og sama gildir að sínu leyti um kvennaflokkinn. Allt besta júdófólk landsins mun taka þátt í keppninni. Mótið hefst klukkan 15.00 í íþrótta- húsi Kennaraháskólans. Ljómamót í badminton ■ Hið árlega Ljómamót í badminton verður haldið á Akranesi nú um helg- ina. Þar er keppt um farandgripi sem Smjörlíki hf hefur gefið. Keppt verður í meistaraflokki og A-flokki í öllum greinum þ.e. einliða, tvi'Jiða og tvenndaleik. Allir bestu badmintonspilarar landsins mæta til keppni og má búast við mikilli keppni þar sem mótið gefur 23 stig til landsiiðs, sem er hæsta hlutfall fyrir utan íslandsmót. Tveir breskir þjálfarar ■ Dagana 26. mars til 4. apríl næst- komandi gengst tækninefnd Frjáls- íþróttasambands íslands fyrir náms- keiði fyrir þjálfara í Reykjavík. Nám- skeiðið erhaldið með aðstoð Ólympíu- samhjálparinnar, og verða leiðbein- endur tveir breskir toppþjálfarar, Norman Brook og Shaun Kyle, sem eru sérhæfðir í spretthlaupum og grindahlaupum annars vegar og lang- stökki og þrístökki hins vegar. Öllum leiðbeinendum og áhuga- mönnum um frjálsfþróttaþjálfun er heimil þátttaka á námskeiðinu, cn nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku til Ágústs Ásgeirssonar formanns tækni- nefndar FRÍ í tíma. Uansjön: Úrslitin hefjast í kvöld! — Fyrsta umferðin í toppbaráttu fyrstu deildar í Hafnarfirdi um helgina ■ Fyrsta leikhelgi úrslitakeppni efri flokks fyrstu deildar karla á íslandsmót- inu í handknattleik verður nú um helgina í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnar- firði, og eru fyrstu tveir leikirnir í kvöld. Leikjadagskráin er sem hér segir: {kvöld: kl. 20.00 Víkingur - Stjarnan kl. 21.15 KR-FH Laugardagur: kl. 14.00 KR-Víkingur kl. 15.15 FH - Stjarnan ■ Kristján Arason og félagar sjá um fyrstu umferðina í úrslitakeppn- inni í handbolta um helgina. Þeir sigruðu í fyrstu deildar keppninni, og verða sterkir á heimavelli undir kór grcnjandi Hafnfirðinga. Vel heppnad unglingamót — í bikarkeppninni á skíðum á Dalvík - Árni Grétar sigraði tvöfalt ■ Um s.l. helgi var haldið bikar- og punktamót unglinga á Dalvík. Mótið var haldið í Böggviistaðabrekku, en þar hafa Dalvíkingar komið sér uppi góðri aðstöðu til skíðaiðkunar í skemmtilegu landi. Að halda unglingamót fyrir skíða- menn er ekki vandalaust. Þegar fjöldi keppenda er orðinn 130 þá er vinnan er inna þarf af hendi gífurleg. Slík mót sem þessi þurfa að ganga vel fyrir sig. Þegar fjölmennur og samhentur hópur, er lætur vinnugleði sitja í fyrirrúmi, er samankominn þá ganga þessi mót vel. Leikgleði starfsmanna smitar alla þátt- takendur. Hefðu þeir skíðasambands- menn er starfa sem eftirlitsmenn, gjarn- an mátt vera mættir á Dalvík um síðustu helgi og fylgjast með skemmtilegu móti. Fyrri dag mótsins var keppt í stórsvigi í öllum flokkum, en þeir eru fjórir, þ.e. 13-14 ára drengir og stúlkur og 15-16 ára flokkur drengja og stúlkna. í yngri flokki stúlkna sigraði Snædís Úlriksdóttir Reykjavík hún hafði bestan tíma keppenda í báðum ferðum. Önnur varð Kristín Ólafsdóttir einnig frá Reykjavík, stutt á eftir henni kom Akureyringurinn Arna ívarsdóttir, en hún hafði annan bestan tíma í seinni umferð. í flokki drengja 13-14 ára sigraði Björn Brynjar Gíslason. Hann hafði það mikið forskot eftir fyrri ferð að þó Brynjar Bragason hafi náð bestum tíma í síðari umferð þá var sigur Bjöms öruggur. Þriðji varð Hilmir Valsson. Þessir drengir eru allir frá Akureyri. Árni G. Árnason frá Húsavík sigraði í eldri flokki drengja. Hann hefur átt mikilli velgengni að fagna í mótum vetrarins. Annar varð Smári Kristinsson, Akureyri, og þriðji Guðjón B. Ólafsson ísafirði. Tímamismunur þessara drengja og þeirra er á eftir komu var mjög lítill. í stórsvigi stúlkna 15-16 ára sigraði Guðrún J. Magnúsd. nokkuð örugglega eftir glæsilega keyrslu í síðari umferð. Önnur varð Anna M. Malmquist og þriðja Guðrún H. Kristjánsd. skammt á eftir henni kom síðan Signe Viðarsdótt- ir. Þessar stúlkur eru allar frá Akureyri. Síðari dag mótsins var keppt í svigi í öllum flokkum. í flokki stúlkna 13-14 ára sigraði Kristín Ólafsdóttir, Reykjavík, stutt á eftir henni kom Ama ívarsd. en hún hafði bestan tíma í síðari ferðinni. Þriðja varð Kristín Jóhannsdóttir frá Akureyri. í eldri flokki stúlkna sigraði Guðrún H. Kristjánsdóttir, en keppnin hjá þess- Sunnudagur: kl. 16.00 Stjarnan - KR kl. 17.15 Víkingur - FH Lokastaðan í fyrstu deild gildir ekki áfram hjá efstu liðunum en það er allt í lagi að rifja hana upp: FH 14 10 0 4 384-302 20 KR 14 10 0 4 345-260 20 Víkingur 14 8 3 3 300-287 19 Stjarnan 14 8 1 5 293-276 17 Sheffield í úrslit ■ Sheffield Wednesday tryggði sér í vikunni sæti í fjögurra liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með 5-0 sigri á Burnley. Sheflield mætir Brighton í undanúrslitunum, en hinu megin leika Arsenal og Manchester United. ■ Það var alþjóðasamband Topper- siglingamanna sem fól Siglingasambandi íslands í október síðastliðnum að sjá um keppni þessa, og fól SÍL Siglingaklúbbn- um Vogi í Garðabæ framkvæmd mótsins. Auk félaga úr Vogi munu félagar úr öðmm klúbbum, og stjórn Siglingasambandsins taka virkan þátt í öllum undirbúningi og framkvæmd keppninnar. Keppnisstjórn mun verða allt að 120 manns. Keppendur á mótinu verða í það minnsta 100 talsins, og af þeim minnst 70 erlendir, sem hafa þegar skráð sig til keppni. Reiknað er með töluverðum fjölda erlendra gesta vegna mótsins. Keppnin hefst hinn 7. ágúst. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur látið EVRÓPUMOT ATOPPER A fSLANDI ÍSUMAR ■ I ágúst í sumar verð- ur haldíð á íslandi Evrópumót á Topper- bátum, en þeir eru eins og þessi hér við hliðina. Fjöldi erlendra keppenda og gesta mun sækja mótið, og hafa þegar 70 erlendir keppendur látið skrá sig. Mótið verður haldið á Skerjafirði og rétt utan Alftaness. ÞEKKTUR BREfl RAÐINN ÞJALFARI — fyrir Evrópukeppnina og vegna undirbúnings fyrir Ól 1984 TIL FERMINGARGJAFA Skrifborð, margar gerðir. Bókahillur og skápar. Steriohillur og skápar. Stólar — Svefnbekkir — Kommóður Húsgögn og^ , . Suðurlandsbraut 18 jnnrettmgar simi se 900 Siglingaklúbbnum Vogi í té afnot af Garðaskóla og íþróttahúsinu Ásgarði, þegar keppnin verður, til þess að hýsa þátttakendur, og búa þeim sem besta aðstöðu. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa stutt mjög við bak siglingaíþróttarinnar þar, og býr klúbbur þeirra Garðbæinga því mjög vel að flestum hlutum varðandi starfsemi sína. Keppnisstjóri á Evrópumóti Topper báta hér á landi í sumar verður Daniel Friðriksson úr siglingaklúbbnum Ými í Kópavogi, en hann hefur hvað mesta reynslu íslendinga í keppnisstjórn ■ Siglingasamband íslands hefur ráðið Keith Musto frá Englandi sem landsliðs- þjálfara í sumar, meðal annars vegna Evrópurnótsins á Topper í ágúst. Keith Musto er þekktur siglingamaður og þjálfari í heimalandi sínu, og víða um heim. Musto varð silfurverðlaunahafi í keppni á Flying Dutchman bátum á Olympíuleikjunum í Tokýó 1964, og var í Ólympíuliði Breta allt til ársins 1980. Hann var fenginn til þess að skipuleggja þjálfunarmál japanska siglingasam- bandsins á sínum tíma, og hefur skipu- lagsstarf hans þarborið ríkulegan ávöxt. fslenskir landsliðsmenn í siglingum hafa æft grimmt í vetur þrekþjálfun og siglt þegar hægt hefur verið. Stefnt er að því að eiga Olympíufara árið 1984, og hafa verið keyptir hingað til lands tveir bátar, sem eru af stöðluðum gerðum sem keppt er á í Ólympíuleikum. íslenskir siglingamenn kepptu erlend- is síðastliðið suinar, og þóttu standa sig með prýði. Siglingastarf hérlendis hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarin ár, en Siglingasamband fslands á 10 ára afmæli á þessu ári. Beislisvagnar Óskum eftir 2ja öxia beislisvögnum 7-8 m löngum og á 10 tonna öxlum. Upplýsingar í símum 85369 og 73119 é°22\ 5 OOO oj Aðalfundur Félags starfsfólks í veitingahúsum veröur haldinn á Hótel Esju þriðjudaginn 29. mars 1983 kl. 20.30 Venjuleg aöalfundarstörf. Lagabreytingar. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóös Önnur mál. Stjórnin Fulltrúaráð félaganna í Framsóknar- Reykjavík Áríðandi fundur verður haldinn með frambjóðendum laugardaginn 19. mars kl. 14.00 að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18 (kjallara). Áríðandi að fuIItrúaráðsfólk mæti vel eða tilkynni forföll ella Stjórnin um flokki, í sviginu, var mjög jöfn og spennandi. Önnur varð Guðrún J. og þriðja Anna María, fjórða varð : Signe Viðarsdóttir. Tímamismunur milli þessara stúlkna var ekki nema rétt rúm sekúnda. í flokki 15-16 ára drengja sigraði Árni G. Árnason örugglega hann sigraði því tvöfalt þessa helgi. Annar varð Atli G. Einarsson, ísafirði, og þriðji varð Guð- jón B. Ólafsson. Björn Brynjar Gíslason sigraði einnig í svigi drengja 13-14 ára, annar varð Brynjar Bragason. Þessir drengir höfðu nokkra yfirburði yfir jafnaldra sína. í þriðja sæti var Sigurður Bjamason frá Húsavík. Hafi Dalvíkingar þökk fyrir velheppn- að mót. Fab. Utm Ævintýraheimurinn ★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆☆★☆ ★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★★★ Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEO SPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460. Opiðalladaga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.