Tíminn - 08.04.1983, Qupperneq 2

Tíminn - 08.04.1983, Qupperneq 2
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Fristamat Bændur athugið Við framleiðum: Fóðurdalia fyrir kjúklinga og hænsnabú. Fóðurdalla fyrir refabú ásamt milli- veggjalokum. Hestastalla. Verkstæðishurðir. Umboð fyrir „FRISTAMAT" loftræstitæki í gripahús. Uppsenting, viðhalds- og varahlutaþjónusta. Útvegum og önnumst uppsetningu á innréttingum í svínahús. Leitið upplýsinga og tilboða. HRlSMÝRI 2A PÓSTHÓLF 206 802 SELFOSS SÍMI 99-2040-2044. Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki =U SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGi - SÍMI 4415 66 Starfskraftur óskast til almennra sveitastarfa. Upplýsingar á kvöldin í síma 95-1585. Auglýsingasími TÍMANS er 18-300 fréttirl DflVIÐ VILL REISfl SKYJfl- KUÚFA VIÐ SKÚLAGÖTUNA! ■ Hugmyndir um byggingu skýjakljúfa við Skúlagötu í ætt við svipaðar bygging- ar í stórborgum erlendis eru ekki svo fjarri raunveruleikanum eins og í fyrstu mætti ætla, ef eitthvað er að marka umræður sem fóru fram í borgarstjórn Reykjavíkur í gærkveldi. Var þar enn verið að ræða byggingaráform á lóð þeirri við Skúlagötu sem Hafnarbíó stendur nú á, en til stendur að rífa. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að þarna rísi iðnaðar- og vörugeymsluhúsnæði, en nú eru uppi hugmyndir um að breyta nýt- ingu þess, þannig að í framtíðinni rísi þar byggð tengd íbúðum og verslunar- húsnæði. Er að vænta tillagna í þá veruna næstu vikurnar frá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur. Fulltrúar Kvennaframboðsins hafa lýst því yfir að þeir trúi ekki þeim sterka orðrómi sem borist hefur út um að verið sé að teikna sjö hæða byggingu á lóð Hafnarbíós. Davíð Oddsson, borgar- stjóri, sagði af því tilefni að lóðareigend- um væri auðvitað frjálst að láta teikna mannvirki á lóðum sínum og koma þeim- á framfæri við borgaryfirvöld. Frá sínum bæjardyrum séð væri ekkert því til fyrirstöðu að byggja sjö hæða.hús á þessum stað. „Þaðmætti byggja verulega hærra, jafnvel turn“, sagði borgarstjóri, og virtist vera með því að skírskota til hárra bygginga í ætt við skýjakljúfa, þó hann nefndi það ekki beinum orðum. Taldi hann að umrædd lóð þyldi mjög vel slíkt mannvirki. Lagði borgarstjóri áherslu á, að Skúla- gata væri andlit Reykjavíkur séð frá sjófarendum, og færi það til mestu hneisu og lítilsvirðingar eins og málum væri háttað í dag. -Kás Leiktækjasalurinn við Skúlagötu 26, sem borgarráð hefur hafnað um rekstrarleyfi. Tímamynd: G.E. Leiktæki bönnuð innan tólf ára! - Borgarstjórn ætlar að herða reglur um leiktækjasali Borgarstjórn samþykkti með nítján leiktækjasalar að staðurinn hafi veitinga- samhljóða atkvæðum að vísa til annarrar umræðu tillögu um breytingu á lögreglu- samþykkt Reykjavíkur sem felur í sér verulega hertar reglur við starfsemi svonefndra leiktækjasala í borginni. Samkvæmt tillögunni er börnum innan við tólf ára aldur bannaður aðgangur að leiktækjum, nema þau séu í fylgd með forráðamönnum sínum. Sjái rekstrar- aðilar ekki um að framfylgja þessu banni getur lögreglustjóri svipt þá leyfi til starfseminnar. Jafnframt er það sett að skilyrði fyrir leyfisveitingu til rekstrar sölu, en í því felst að verslanir, m.a. kvöldsölur, fengju ekki slíkt leyfi. Marg- ir rekstiaraðilar leiktækja hafa borið því við hingað til að rekstur þeirra væri ekki meginhluti starfseminnar, heldur sé um kvöldsölu að ræða, og því hafi þeir ekki þurft að sækja um leyfi. Meðbreytingun- um sem nú eru fyrirhugaðar á lögreglu- samþykktinni, eru þessir staðir sem aðrir háðir leyfi, þ.e.a.s. ekki skiptir máli hvort leiktækin eru eitt eða fleiri. Var vel tekið í þessa tillögu á fundi borgarstjórnar í gærkveldi, nema hvað borgarfulltrúar Kvennaframboðsins vildu ganga enn lengra í því að herða á rekstrarskilyrðum fyrir þessa starfsemi. Adda Bára Sigfúsdóttir sagði að þarna væri skynsamleg leið farin. Sagðist hún vona til að ákvæðinu um aldurstakmark yrði strangt fylgt eftir, og þeir aðilar sviptir leyfi sem ekki færu eftir því. í sama streng tók Davíð Oddsson, borgar- stjóri, sem taldi breytinguna til mikilla bóta. Minnti hann á að borgarráð hefði fyrir skemmstu hafnað aðila við Skúla- götu um veitingaleyfi vegna leiktækja- starfsemi án leyfis. _Kás Aðstoð við landsbyggðina Dreifbýlismiðstöðin býður einstakl- ingum og fyrirtækjum þjónustu sína. Útvegum með stuttum fyrirvara flestar þær vörur, sem þig kann að vanta. Símaþjónusta: Ef nauðsyn krefur, má hringja eftir lokun í síma 76941. Dreifum einnig vörum utan af landi, í Reykjavík og nágrenni. Opið virka daga frá kl. 9-12 og 14-17. Skeifunni 8 - Reykjavík. - Sími 91-39060 ■ Hér þjarma Ewing bræður að Cliff Barnes (í miðið) í einum Dallas þáttanna. : Vonandi fær hann hlýrrí móttökur hérlendis. „Cliff Barnes” til landsins ■ 1 morgun var væntanlegur til landsins bandaríski leikarinn Ken Kercheval.en hann er kunnari landsmönnum sem Cliff Barnes úr framhaldsmyndaflokknum Dallas. Kercheval er hingað kominn frá Hollywood til að koma fram í skemmti- þætti sem SÁÁ stendur fyrir í sjónvarp- inu í kvöld vegna landssöfnunar. Kercheval mun dveljast hér nokkra daga áður en hann heldur vestur á ný, þar sem hefur ærinn að starfa.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.