Tíminn - 08.04.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.04.1983, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 3 fréttir Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsrádherra um tillögu Hjörleifs í álmálinu: „EKKERT ANNAB EN SYNDAR- MENNSKA Af ÓDÝRARA TAGI” Steingrímur segir að ÍSAL ætti að segja súrálssamningnum við Alusuisse upp tafarlaust ■ „Ég verð nú að segja það, að mér finnsl þessi tillaga Hjörleifs í ríkisstjórn- inni, vera rúsínan í pylsuendanum í meðferð hans á álmálinu," sagði Stein- grímur Hermannsson, sjávarútvegsráö- herra, er Tíminn innti hann álits á þeirri tillögu Hjörleifs Guttormssonar, í ríkis- stjórninni, að ríkisstjórnin beytti sér fyrir setningu bráðabirgðalaga, þar sem ákveðin væri einhliða hækkun á raforku- verði til ÍSAL, en tillaga Hjörleifs gerði ráð fyrir að raforkuverðið yrði strax hækkað í 12.5 mills kílówattstundin. ,.I fyrsta lagi vil ég segja það, að bráðabirgðalög eru aldrei gefin út, nema allsterkar líkur séu fyrir meirihluta fyrir þeim á Alþingi. Ég veit t.d. að allir þeir sem að ríkisstjórninni standa styðja þau bráðabirgðalög sem ég hef gcfið út, og ég geri mér vonir um að það geri jafnframt fleiri," sagði Steingrímur. Hann sagðist telja að bráðabirgðalög um veggjaldið kæmu einnig vel til greina, því þau væru búin að fara í gegnum efri ' deild, þar sem þau hefðu fengið mikinn meirihluta. „í þessu tilfelli, þ.e. í þessu álmáli, þá var mikill meirihluti á Alþingi búinn að tjá sig andvígan frumvarpinu hans Hjörleifs, sem hann vill svo láta fara að Iöggilda með bráðabirgða- lögum," sagði Steingrímur. „þannig að þetta er náttúrlega ekkert annað en sýndarmennska hjá Hjörleifi og það af ódýrara taginu, sem sagt einungis kosn- ingamál." Steingrímur sagði jafnframt: „Ég vil vekja athygli á því að við framsóknar- menn við bökkuðum Hjörleif upp í öllu þessu lirölti hans, allt þar til í nóvember í fyrra. Við sögðum aldrei rnúkk, þótt við satt að segja hefðura mjög miklar efasemdir um málsmeðferð hans. Við sögðum ekkert vegna þess að við erum jú saman í ríkisstjórn og við lítum svo á, að iðnaðarráðherra eigi að hafa forystu um svona rnál. Við gerum það, þrátt fyrir það að hann sniðgekk ráðherra- nefndina algjörlega og í raun og veru álviðræðunefndina einnig, fyrir utan ör- fáa fundi fyrst. Okkur sýndist í raun að þetta væri mest sandkassaleikur hjá Hjörleifi og sannast sagna, ólíklegur til árangurs. Nú, í nóvember s.l. þá urðu þáttaskil í þessu máli, þvíþáopnaðist mjöggóður • möguleiki til að hefja samninga, sem við töldum sjálfsagt að nýta, og við gátum því ekki lengur haldið áfram þessum leikaraskap með Hjörleifi. Við teljum það hörmulegt að ekki hefur enn náðst fram hækkun.á raforku- verði og það hefur náttúrlcga kostað þjóðina hundruðir milljóna. Við vekjunt athygli á því að það fordæmi fékkst þó 1973-1974 að viðurkenning fékkst á forsendunt fyrir hækkun á raforkuverði þegar olíuverðið hækkaði. Þá fengust samningar sem hækkuðu raforkuverðið verulega, þó að menn hafi greint á um það, hvort sú hækkun hafi tapast í sköttum. Ég vil cinnig vekja athygli á því, sem ég hef reyndar oft áður sagt, um einhliða aðgerðir af því tagi sent Hjörleifur leggur til að við grípum til, að við útilokum þær alls ekki, en við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að um slíkt myndi alþjóðlegur gerðar- dómur fjalla. Ég tel að til að góðar líkur séu á að slíkt mál vinnist, þá verði slíkt mál að vera mjög vel undirbúið, og ég tel að meðlerð Hjörleifs á málinu í tæp þrjú ár, sé ckki slík að það sé hægt að leggja það fyrir alþjóölegan gerðardóm, því miður. Ég tel því ekki forsendur nú fyrir því að hækka raforku einhliða. Það verður að gera heiðarlegri tilraun til að ná fram samningum." Steingrímur var spurður álits á þeim samningi sent nú er í gildi á milli Alusuisse og ÍSAL unt sölu Alusuisse á súráli til ÍSAL: „Mér sýnist alveg Ijóst, að ÍSAL sé með mjög óhagstæðan samning við Alusuisse um kaup á súráli, og þó slíkur samningur hafi ef til vill verið talinn góður og hagstæður þegar hann var gcrður, þegar allt annað vcrð var á súráli, þá held ég að ISAL eigi strax að segja þessum samningi upp, því það eru allar forsendur fyrir honunt brostnar. Vitanlega vcrður ISAL, samkvæmt tækniaðstoðarsamningnum að njóta hagkvæmustu hráefnisverða." -AB Hitaveita Sigiuf jarðar: Viðgerð lokið ■ í gær var unnið að viðgerðum á skemmdum sem urðu á dælustöð hita- veitu Siglufjarðar í snjóflóði í fyrradag og var vonast til að tækist að Ijúka viðgerðinni. Skúr sem hýsti aðra af tveim dælum hitaveitunnar brotnaði niður og var dælan óvirk eftir. Ekki fór þó hiti af kaupstaðnum þar eð hina dæluna sakaði ekki. Yfir henni er snjóflóðahelt skýli, en þeim sem eyðilagðist hafði verið tjaslað upp til bráðabirgða. Skot- vopnum stolið og skilað! ■ í fyrrakvöld var brotist inn í lager verslunarinnar Sportval við Laugaveg og stolið þaðan nokkrum rifflum og haglabyssum, öllum ónothæfum. Þýfið fannst fljótlega í grennd við verslunina, en þjófarnir eru ófundnir ennþá. Vestfirðir: Ófærð hamlar framboðs- fundum ■ Tíðarfarið hefur sett stórt strik í kosningabaráttuna á Vestfjörðum, en þar hefur orðið að fresta mörgum fyrir- huguðum framboðsfundum. Ákveðið hafði verið að halda röð framboðsfunda í Strandasýslu, Árnesi, Hólmavík, Drangsnesi, Króksfjarðarnesi og Borð- eyri en þeir voru allir felldir niður vegna ófærðar. Áætlað er að hefja fundi á morgun á Patreksfirði og Tálknafirði og síðan á Bíldudal og Þingeyri. Allir fjallvegir eru lokaðir og verða þingmenn og þing- mannsefni því væntanlega að ferðast flugleiðis milli fjarða. - JGK ■ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hendrik Berndsen, blómaskreytingamaður tóku við milljón króna gjöf til byggingar sjúkrastöðvar SÁÁ úr hendi Tomma í gær. Tímamynd Árni Sæberg Tommi SafSAÁ milljon ■ Tommi í Tommaborgurum gaf eina milljón króna í söfnun SÁÁ til byggingar á sjúkrastöð við Grafarvog. Afhenti hann forráðamönnum SÁÁ, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og Hcndrik Berndsen, þessa höfðinglegu gjöf að viðstöddum fréttamönnum í húsakynnum Tomma- borgara við Grensásveg síðdegis í gær. Við það tilefni sagðist Tommi hafa kynnst áfengisbölinu af eigin raun og þar af lciðandi vita hverja óhamingju þaö hefði í för með sér. Harmaði hann þá gagnrýni sem fram hefur komið í fjöl- miðlum á söfnunina, sem hann taldi yfir gagnrýni hafna. Sagðist hann rekstur Tommaham- borgara hafa gengið svo vel, að hann hefði ákveðið að gefa krónu af hverjuin seldum hamborgara í þcssa söfnun,en fyrir skömmu scldi fyrirtækið milljónasta hamborgarann. Um 30 milljón rummetrar af mó í Akranesmýrum: ENDAST SEMENTSVERK- SMIÐJUNNI í 150 ÁR! ■ Þurrkaður mór virðist vera fyllilega samkeppnisfær við ódýrari olíutegundir miðað við núverandi olíuverð. Ef brenna ætti mó í Sementsverksmiðju ríkisins í stað svartolíu (12.000 tonn á ári) þyrfti um 193.000 rúmmetra af mómýri á ári. Akranesmýrar sem innihalda um 30. millj. rúmmetra af mó ættu því að endast Sementsverksmiðjunni í 150 ár sem eldsneyti. Þetta kom m.a. fram í eríndi Braga Ámasonar á orkusparnaðarrráð- stefnunni sem haidin var í gær, þar sem liann ræddi um „mó í stað innfluttrar orku“. Bragi sagði nú fáanlega brennara til brennslu mósalla. Mó ætti því að mega brenna hvar sem svartolíu er nú brennt til að framleiða hátt hitastig, svo sem í Sementsverksmiðjunni, fiskimjölsverk- smiðjum og graskögglaverksmiðjum. Svartolíunotkun allra þessara verk- smiðja þegar loðnubræðsla var hér í hámarki hafi mest orðið um 90.000 tonn á ári. í stað þeirrar svartolíu þyrfti um 1,5 millj. rúmmetra af mómýri á ári. Þótt aðeins helmingur 400 milljóna rúmmetra mó á Mýrum væri nýtanlcgur myndi hann endast öllum þessum verksmiðjum í 130 ár. Bragi sagði að gerð hefði verið á því forathugun hvað mundi kosta að vinna mó og þurrka hann við jarðhita þar til rakainnihald hans sé komið niður í 15%, í þurrkverksmiðju er staðsett væri við mýrina. Miðað við verksmiðju er fram- leiddi 4,3 tonn af þurrmó á klukkustund, sem að eldsneyti jafngilti 12.000 tonnum á ári yrði þurrkunarkostnaðurinn 2,9 $/GJ, á verðlagi ársins 1983. Þá er reiknað með 10 ára afskriftartíma verk- smiðjunnar, 15% ársvöxtum af fjárfest- ingu, að heita vatnið fáist á 0,67 $/tonnið og raforkan á 60 mills/kwh.'Jafnframt er miðað við að annar kostnaður við öflun mósins sé sá sami og heildar vinnslu- kostnaður við útiþurrkun mós hjá Finnum. Samkvæmt þessum forsendum yrði eldsneytisverð á mónum 4,4$/GJ á verðlagi þessa árs. Með sex sinnum stærri verksmiðju færi vinnslukostnaður- inn niður í 2,5 dolIara/GJ. (4,4 $/GJ jafngildir 15,5 mills/kwh) Til samanburðar nefndi Bragi að þeg- ar þetta væri skrifað hafi skráð OPEK verð á óhreinsaðri jarðolíu verið 6,0 $/GJ (34 dollarar á tunnu). „Samkvæmt því virðist mór vera fyllilega samkeppnisfær við ódýrari olíutegund- ir“, sagði Bragi: -HEl Eigendaskipti á Borginni: „MUN KOSTA OKKUR ÞROTLAUSA VINNU” segir Sigurður Kárason, einn nýju eigendanna ■ „Ég held við höfum gert góð kaup, en engu að síður geri ég mér grein fyrir því að þetta mun kosta okkur þrotlausa vinnu næstu árin ef vel á að takast,“ sagði Sigurður Kárason, sem ásamt Pálmari. Magn- ússyni og fleirum keypti Hótel Borg fyrir 50 milljónjr króna skömmu fyrir páskana. Sigurður sagði að til að byrja með yrði rekstur Borgarinnar með svip- uðu sniði og verið hefur undanfarin ár - hvað sem síðar yrði. „Ég hef ekki trú á öðru en vel takist. Húsið er skemmtilegt og á sér merkilega sögu og ekki spillir að það er á besta stað í bænum. í sporum ferðamanns í Reykjavík myndi ég sjálfur að minnsta kosti velja Hótel Borg til að gista á. Hin hótelin tvöj Esja og Loftleiðir, eru þannig staðsett, að það kostar bæði fé og fyrirhöfn að komast í miðbæinn, en þangað sækja nú flestir," sagði Sig- urður. - Þarfnast húsið ekki mikilla lag- færinga? „Húsið . er í tiltölulega góðu ástandi. Að vísu þarf að gera á því smávægilegar lagfæringar, sem flokkast eiginlega undir almennt viðhald,“ sagði Sigurður. - Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.